Dagur


Dagur - 19.07.1995, Qupperneq 7

Dagur - 19.07.1995, Qupperneq 7
MINNINO Miðvikudagur 19. júlí 1995 - DAGUR - 7 Friðjón Eyþórsson ^ _n t^* — o i'A' innc Fæddur 9. maí 1932 - Dáinn 8. júlí 1995 Friðjón „Gasti“ Eyþórsson lést í flugslvsi á Melgerðismelum 8. júlí og er þá fallinn frá einn af þekkt- ari borgurum bæjarins. Friðjón hafði marga fjöruna sopið á skrautlegum ferli sjómannsins og bflstjórans, og á tímabili kunnur fyrir annað en bindindissemi. Þrátt fyrir misjafnt gengi í lífsins ólgusjó tókst honum að haida haus og brotnaði aldrei þó oft gæfi á bátinn, enda maðurinn gæddur sálarstyrk og ósérhlífni, og kvart- sár var hann ekki. Það sýnir best hvílíkur töggur var í honum, að fyrir hálfum öðrum áratug rak hann tappann í flöskuna í eitt skipti fyrir öll. Kvaðst hafa drukk- ið upp sinn lífskvóta. Nokkrum árum síðar drap hann í síðustu síg- arettunni, en hafði þó svælt ótæpi- Iega. Engrar aðstoðar leitaði hann sér eður meðala, viljastyrkurinn og skapfestan dugðu, enda maður- inn alla tíð lítt gefinn fyrir kveif- arskap og kerlingabækur. Eg kynntist Friðjóni fyrst er ég ungur hóf svifflugnám á Melgerð- ismelum árið 1970, en hann hafði þá stundað svifflug nokkuð síðan 1962. Friðjón var þá sjómaður, og við unglingamir bárum ótta- blandna lotningu fyrir þessum tattóveraða töffara, og höfðum hratt á hæli við að þóknast honum ef hann skipaði til verka. Það kom mér því nokkuð á óvart að við nánari kynni reyndist hann hinn ljúfasti og laus við stæla þá sem stundum fylgja slíkum mönnum. Kynnin urðu þó hvorki mikil né náin í það sinnið, enda hætti Frið- jón skömmu síðar svifflugiðkan, en alla tíð síðan þekktumst við og tókum stundum tal saman og ég fann að alltaf blundaði áhuginn í honum. Það var ekki fyrr en árið 1990 að Friðjón tók upp svifflug- þráðinn að nýju. Lærði uppá nýtt, en byggði þó á gömlum grunni. Ég hygg að í langri sögu svif- flugsins hafi enginn átt þvílíka endurkomu. Hann náði fljótt svo góðum tökum á sviffluginu að undrum sætti, og varð á endanum svo seigur við flugið að honum tókst öllum betur að lafa uppi í lé- legum skilyrðum, og náði oftar en ekki meiri hæð og lengri flugum en reyndari mönnum tókst. Þess utan var flug hans með öllu vand- ræðalaust, og hann naut fyllsta trausts allra á staðnum og sömu sögu var að segja ffá Reykjavík þar sem hann flaug einnig talsvert. Ennfremur hef ég engan |>ekkt þau tuttugu og fimm ár sem ég hef stundað svifflug sem naut sinna svifflugferða í jafn ríkum mæli og Herbert Jónsson Fæddur 26. apríl 1921 - Dáinn 9. júlí 1995 Ég var fyrsta barnabarn afa og ömmu og hef ég alltaf átt hjá þeim mitt annað heimili. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um allar þær góðu stundir sem ég átti með afa. Allar sundferðirnar og fyrstu sundtökin sem hann kenndi mér ungri. Afi var líka mikill sundmaður og var það ein af hans sérviskum að fara alltaf á ákveðn- um tímum og ákveðna daga í viku hverri í sund og var þá mætt á mínútunni. Oft um helgar hringdi ég í afa og ömmu og spurði hvort þau vildu koma í bíltúr og voru þau oftast tilbúin að fara ef tími var til. Afa fannst gaman að keyra um og var alltaf farið eitthvað skemmtilegt, til dæmis upp í hest- húsahverfi, stoppað og fengið sér ís einhvers staðar eða keyrt um Eyjafjörð. Afa þótti mjög gaman að ferðast og einnig af hvers kon- ar útivist, s.s. göngutúrum en þau amma fóru mjög oft inn í Kjarna- skóg, og þá oft í góðra vina hópi. Afi var yfirtollvörður hér á Ak- ureyri og þurfti hann því oft að fara í skip og flugvélar. Ég var svo heppin að fá oft að fara með út á flugvöll enda ákvað ég ung að verða flugfreyja þegar ég verð stór. Afi var afskaplega hraustur maður og hafði aldrei verið neitt veikur fyrr en nú í vetur þegar hann þurfti að legjast inn á Borg- arspítalann og ganga þar í gegnum langan og strangan lyfjakúr. Amma stóð alltaf eins og klettur við hlið afa í veikindum hans og ég veit að það var honum mikils virði. Það er margt sem mátti af honum læra og kom það best fram í veikindum hans nú eftir áramótin hvað hann var sterkur og dugleg- ur. Hann Iét aldrei hugfallast. Hann gerði allt það sem í hans valdi stóð og gerði sér ekki rellu yfir því sem hann gat ekki breytt og lét veikindin aldrei brjóta sig niður. Það verður tómlegt í Þórunnar- strætinu án afa og þakka ég fyrir að hafa fengið að alast upp með honum og bið góðan guð að styrkja ömmu. Hrafnhildur Arnardóttir. Munið söfnun Lions fyrir endurhœfingarlaug í Kristnesi Söfnunarreikningur í Sparisjóði Glœsibœjarhrepps á Akureyri nr 1170-05-40 18 98 Friðjón. Hver vel heppnuð ferð var honum sem opinberun og end- urnýjun í senn. í hópi svifflug- manna var frábært að hafa Frið- jón. Þar gekk hann möglunarlaust til allra starfa, gerði einfaldlega það sem gera þurfti. Það átti til að hvína í honum, einkum ef honum þótti linkulega á málum haldið, en bakvið ískraði hláturinn, enda maðurinn góður húmoristi. Nú er höggvið stórt skarð í hóp svifflug- manna þegar Friðjón er ekki leng- ur á meðal vor, en huggun er það nokkur að ætla má að það hæfði betur karlmannslund hans að falla í eldlínunni en verða síðar öðrum byrði í ellinni. Ég sendi eiginkonu Friðjóns, börnum, bamabörnum, systkinum og aðstandendum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur og vil að lokum kveðja þennan vin minn með alkunnu vísukorni sem mér finnst að innihaldi lífsskoðun hans. Við skulum ekki víla hót varla léttir trega, það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. Bragi Snædal. ' ORÐ DAGSINSv 462 1840 S_______________________r næstu da markaðar byrg síma 463 0325 og 463 0317 ^latiavl ÍJj bÆM Verð miðað við staðgreiðslu er 1300* krónur fyrsta birting °9 hver endurtekning 400 krónur AUGIYSINGAR ■ RITSTJORN ■ DREIFING Á AKUREYRI462 4222 é^W ÁHÚSAVÍK 464 1585

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.