Dagur - 04.08.1995, Page 1

Dagur - 04.08.1995, Page 1
Verslunarmannahelgin: Besta veðrið á Norð- austur- og Austurlandi Að sögn Haraldar Eiríksson- ar, veðurfræðings á Veður- stofu Islands, verður besta veðr- ið um helgina á Norðaustur- og Austurlandi, og fer hitinn upp Siglufjöröur: Gestir farnir að streyma í bæinn Fyrsti gesturinn á Sfldarævin- týri á Siglufirði tjaldaði á túni Þormóðs ramma í miðbæn- um um fimmleytið á miðviku- daginn og var fólk farið að streyma í bæinn í gær. Fyrsti gesturinn var bókaður klukkan 17.10 inn á svæðið og í gær var túnið orðið nær fullsetið. Að sögn lögreglumanns á staðn- um er greinilegt að fólk ætlar að tryggja sér góðan stað með því að mæta snemma, en síðasta ár tjald- aði sá fyrsti sólarhring síðar, eða á fimmtudegi. Búist er við miklum fjölda á Síldarævintýrið og samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar á veðrið að leika við gesti og inn- fædda á staðnum, sem og á Norð- urlandi öllu. shv undir 20°C í dag og á sunnudag- inn. Þeir sem ætla að eyða helg- inni í þessum landshlutum geta því unað glaðir við sitt, og vel viðrar til að fara í útilegu. í dag er útlit fyrir gott veður á Norðaustur- og Norðvesturlandi, skýjað með morgninum en léttir til þegar líður á daginn, í það minnsta norðaustan til, en verður heldur skýjaðra á Norðvestur- landi. Hiti fer upp undir 20° á Ak- ureyri og í innsveitum á Norðaust- urlandi, en á Norðurlandi vestra er búist við 10-16 stiga hita. A morgun verður heldur sval- ara, smá skúrir við ströndina norð- austan til, en þurrt og skýjað á Norðvesturlandi. Hiti á bilinu 9- 15 stig. Á sunnudaginn og mánudaginn verður hæg vestlæg átt, bjart veð- ur, og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi, en gert er ráð fyrir að hitinn á Austurlandi fari ekki nið- ur fyrir 15° um helgina. Ágætis veður verður á Suðaust- urlandi, en síðra í öðrum lands- hlutum og að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar er ekki gert ráð fyrir að hitinn fari upp fyrir 14°C á Suðvestur- og Vesturlandi. shv / eigin heimi. Mynd: bg Rækjuvinnslan Pólar hf. á Siglufirði: Stöðug vinna og nægjanlegt hráefni - hráefnisskerðingu kann að verða mætt með kaupum á rækjuskipi Rekstur rækjuvinnslunnar Pólar hf. á Siglufirði hefur gengið ágætlega sfðan rekstur- inn hófst 1. aprfl sl. en þá keyptu núverandi eigendur verksmiðjuna af Ingimundi hf. í Reykjavík m.a. vegna þess að fyrirtækið var að ráðast í smíði nýs togara í Noregi. Hráefnisöflunin hefur gengið nokkuð eftir þeim áætlunun sem gerðar voru í upphafi, en Pólar hf. tóku annað skip Ingimundar hf., Helgu RE-49 á leigu og fá af henni allan afla. Einnig leggur Þinganes SF frá Homafirði upp afla til vinnslu hjá verksmiðjunni og verður þar am.k. eitthvað fram eftir hausti. Ómar Hauksson, framkvæmda- Leikskólinn í Glerárkirkju: Unnið að endurbyggingu Eins og flestum er sjálfsagt kunnugt varð milljónatjón í brunanum í Glerárkirkju þann 28. maí sl. Mestar skemmdir urðu í þeim hluta kirkjunnar sem leikskólinn Krógaból er til húsa, en upptök eldsins urðu þar. Vegna skemmdanna reynd- ist nauðsynlegt að færa starfsemi skólans í húsnæði Glerárskóla. Um 84 börn eru í vistun á Krógabóli og hefur bruninn haft töluverða röskun í för með sér en að sögn Ingibjargar Eyfells, deild- arstjóra dagvistardeildar Akureyr- arbæjar, hefur verið reynt að vinna sem best úr þeirri aðstöðu sem í boði er og starfsemin í sumar gengið vel miðað við aðstæður. Endurbyggingu leikskólans á sam- kvæmt útboði að vera lokið eigi síðar en 20. ágúst og nauðsynlegt er að unnt verði að flytja rekstur- inn aftur í Glerárkirkju fyrir næstu mánaðarmót þar sem kennsla hefst við Glerárskóla um það leyti. GH Framkvæmdum á Krógabóli skal lokið eigi síöar en 20. ágúst. Mynd: BG stjóri, segir að verksmiðjan hafi einnig frosna rækju sem grípa megi til, en hún er bæði veidd hér á heimaslóð og eins á Flæmingja- grunni við Nýfundnaland og kem- ur öll af íslenskum skipum. Rækj- an kemur m.a. af Helgu II RE, Sigurfara ÓF og Andvara VE og segir Ómar að í raun hafi verk- smiðjan verið að kaupa hráefni af heimsmarkaðnum. Stöðug vinna hefur verið í verksmiðjunni að undanförnu og unnið 10 tíma á dag en starfs- mannafjöldi er um 20 manns. Helga II RE fer væntanlega úr viðskiptum þegar hún verður af- hent nýjum eigendum, Samherja hf. á Akureyri, og segir Ómar að verið sé að kanna hvernig þeirri hráefnisskerðingu verði mætt. Einn af möguleikunum í því sambandi sé að festa kaup á rækjuskipi en útlitið varðandi hrá- efnisöflun sé gott fram til næstu áramóta og eins hefur verksmiðj- an aðgang að kvóta þangað til nýja Helgan, þ.e. togarinn sem er í smíðum í Noregi, kemur til lands- ins og vonandi fáist einhver til að veiða hann en auðvitað gæti það reynst torsótt því verksmiðjan á engan kvóta sjálf. Ómar segir mjög nauðsynlegt að lögum um fiskveiðar verði breytt á þann hátt að verksmiðjan geti átt kvóta en því miður séu engar líkur á því að þeim þætti fiskveiðistjórnunarinn- ar verði breytt í bili. GG Kartöfluuppskera: Kartöflur seinna á markað en vanalega Uppskera á kartöflum virðist ætla að vera með seinna fallinu í ár og eru kartöflubænd- ur sammála um að helst sé um að kenna þeim miklu snjó- þyngslum sem í vetur voru. Hjá Öngli hf. fengust þær upp- lýsingar að enn væru kartöflurnar mjög smáar og of snemmt að segja til um hvenær búast mætti við fyrstu uppskerunni, það færi alfarið eftir því hvernig ágúst og september kæmu út. Á Lómatjörn varð fyrir svörum Sigríður Sveinsdóttir og sagði hún að þar á bæ væri fólk aðeins farið að skoða uppskeruna en eitthvað væri í að hægt yrði að fara að selja. „Það er aðeins komið undir, við erum rétt að byrja að smakka sjálf en ef vei viðrar styttist kannski í að við getum farið að taka eitthvað upp á sumarmark- að.“ Aðspurð um hvernig búast mætti við að uppskeran í ár yrði sagði Sigríður „Eg hef trú á því að hún verði þónokkuð mikið Iakara í ár en oft áður. Við settum mun seinna niður en vanalega og svo hefur ekki viðrað vel fyrr en núna síðustu daga. Eg gæti alveg trúað að uppskeran yrði svona allt að hálfum mánuði seinna á ferðinni en vanalega. Hins vegar veltur þetta allt á haustinu, ef haustið verður gott og grasið fær að standa þá getur allt gerst.“ Sömu sögu var að segja á Ás- hóli en þar eru kartöflur enn mjög smáar og allt útlit fyrir að ekki ná- ist að setja neitt á sumarmarkað, en vanalega hefur fyrsta uppsker- an á Áshóli komið á sumarmarkað í kringum verslunarmannahelgi. GH Deiliskipulag vöruhafnar: Bæjarráð samþykkti að rifta samningum við Form hf. Eins og skýrt var frá í Degi á miðvikudaginn samþykkti hafnarstjórn Akureyrar einróma á fundi sl. mánudag, að segja Teiknistofunni Formi hf. upp samningum um hönnun á deili- skipulagi vöruhafnar á Oddeyr- artanga. Bæjarráð fundaði um málið í gær og staðfesti af- greiðslu hafnarstjórnar. Bæjarráð hefur falið hafnar- stjóra og skipulagsstjóra að ganga frá verklokum við teiknistofuna, en verkinu er því sem næst lokið, einungis er eftir að skipta svæðinu upp í lóðir. Eimskipafélagið og FMN hafa sótt um lóðir á svæðinu og ljóst er að svæðið uppfyllir ekki óskir beggja, en eins og fram kom í fréttinni á miðvikudaginn, telur hafnarstjórn að hönnuðurinn, Bjarni Reykjalín geti ekki talist hlutlaus ráðgjafi þar sem hann hafi tekið að sér verkefni fyrir annan lóðarumsækjandann. shv

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.