Dagur - 04.08.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 4. ágúst 1995
FRÉTTIR
Lagning Fljótsdalslínu 1:
Ferðafólk mótmælir til Skipulags ríkisins
- vill ekki aö Ódáöahraun verði skoriö í tvennt
Mótmælabréf gegn lagningu
Fljótsdalslínu 1 liggja frammi
hjá Iandvörðum í Herðubreiðar-
Iindum og Þjóðgarðinum í Jök-
ulsárgljúfrum, en frestur til að
skila athugasemdum við lagn-
ingu Iínunnar til Skipulags ríkis-
ins rennur út 10. ágúst.
„Það ýtti mjög við fólki hér á
tjaldstæðunum að skrifa undir
mótmælabréfin þegar iðnaðar-
ráðuneytið og Landsvirkjun stóðu
fyrir könnun á viðhorfum fólks til
virkjanaframkvæmda á Austur-
landi. Niðurstöðurnar úr könnun-
inni verða ekki tilkynntar fyrr en í
október en ég heyrði á hluta fólks-
ins að það var mjög á móti þess-
um hugmyndum. Mér fannst
margir vera þannig stemmdir að
þeir gætu ekki hugsað sér að
byggð yrðu miðlunarlón sem
sökkva myndu grösugum dölum
austurlands og að þeir kæmu ekki
aftur að Dettifossi ef vatnið yrði
tekið af fossinum að miklu leyti,“
sagði Kári Kristjánsson, landvörð-
ur í Herðubreiðarlindum, sem
heyrði ferðafólkið ræða um könn-
unina.
Á mótmælabréfunum, sem fá-
anleg eru á íslensku eða erlendum
málum, er mynd af Herðubreið
með volduga háspennulínu í for-
grunni. íslenski textinn á bréfinu
er á þessa ieið: „Með bréfi þessu
mótmæli ég þeim hugmyndum
sem fram koma í auglýstum tillög-
um Skipulags ríkisins um lagn-
ingu háspennulínu um Ódáða-
hraun, Fljótsdalslínu 1. Ódáða-
hraun er eitt stærsta ósnortna víð-
lendi í Evrópu og býr yfir fjöl-
breyttri náttúru. Hluti af töfrum
svæðisins felst í þeirri staðreynd
að svæðið er lítt mótað af athöfn-
um manna og þar ríkir friðsæld og
ró, fjarri umferð og mannvirkjum.
Lagning stórrar háspennulínu
klýfur svæðið og hún verður sýni-
Ieg langt að, hversu vel sem reynt
verður að fela hana í landslagi.
Línunni fylgir vegalagning, en
reynslan sýnir að út frá línuvegum
myndast slóðir í allar áttir, skipu-
lagslaust. Engin leið er að koma í
veg fyrir að svæðið verði allt út-
sporað í bílslóðum, með tilheyr-
andi landspjöllum og sjónmengun.
Þá mun sjálf vitneskjan um tilvist
línunnar vinna þungt gegn tilfinn-
ingu fólks um að það sé að fara
um ósnortið svæði. Náttúruvernd
er grundvöllur ferðaþjónustu á ís-
landi. Þörf og löngun þeirra sem
búa í manngerðu umhverfi til að
komast út í óspillta náttúru fer
stöðugt vaxandi. Óskemmt
Ódáðahraun býður upp á einstæða
möguleika til að mæta þeirri þörf.
Svæðið er göngusvæði á heims-
mælikvarða, vegna hins óspillta
og fjölbreytta náttúrufars og þess
hversu aðgengilegt það er. Verði
lína og vegur lögð um það, hefur
það í för með sér að núverandi
eiginleikar þess glatast um aldur
og ævi. Það verður ekki aftur snú-
ið. Slíkt þýðir stórfellda skerðingu
á framtíðarmöguleikum ferða-
þjónustu til skipulagningar vist-
vænnar ferðamennsku á þessu
svæði. Hljótast mun af mikið
tekjutap vegna þess að þeir ferða-
menn sem eru að leita að friðsæld
og náttúrulegu umhverfi neyðast
til að fara eitthvert annað.
Ábyrgð íslendinga í umhverfis-
málum er mikil, þeir eru herrar yf-
ir náttúru sem stenst samjöfnuð
við það sem merkast þekkist á
jörðinni. Þjóðinni ber því skylda
til að forðast öll spjöll sem rýra
gildi náttúru landsins. Mistök sem
gerð eru í dag fylgja okkur um
alla framtíð. Og við eigum bara
þetta eina land.
Látum því ekki peningaleg
skammtímasjónarmið og þröng-
sýni verða þess valdandi að ómet-
anlegri náttúruperlu verði fórnað
undir mannvirki. Ef þau eru nauð-
synleg má vafalaust finna þeim
annan stað en leið Fljótsdalslínu 1
gerir ráð fyrir, þar sem spjöllin af
þeim verða minni.“ IM
Eyjafjörður:
Akureyri:
Verður Borgarbraut þjóðvegur?
Vegaframkvæmdir
milli Þverár
og Laugalands
Áætlað er að hönnun vegna
framkvæmda við Borgarbraut
ljúki snemma í haust og þá verði
verkið tilbúið til útboðs. Þessa
dagana er skipulagsnefnd Akur-
eyrarbæjar að reyna að fá Borg-
arbrautina viðurkennda sem
þjóðveg þannig að ríkið myndi
borga framkvæmdirnar en ekki
er ljóst hvemig verkið verður
fjármagnað ef Borgarbrautin
verður ekki viðurkennd sem
þjóðvegur.
Gísli Bragi Hjartarson, formað-
ur skipulagsnefndar, segir að sam-
B00 flofifð BQDQDQÍB
Föstudagur 4. ágúst
Harpa Björnsdóttlr opnar sýn-
ingu í Glugganum.
Franska lúörasveitln L’Enfant
de Bayard lelkur f göngugöt-
unni kl. 16.
Laugardagur 5. ágúst
Formlega opnuð skúlptúrsýn-
ing sem komið hefur verið fyrir
vfða utandyra og f Ketilhúsinu.
Sunnudagur 6. ágúst
Sumartónlelkar f Akureyrar-
kirkju. Tjarnarkvartettinn a ca-
pella. Kl. 17.
Aðgangur ókeypis.
Gönguferð um Innbœrinn.
Gengið frá Laxdalshúsi kl. 13.
kvæmt upphaflegri áætlun hafi
verið gert ráð fyrir að Dalsbraut
yrði aðalbraut og Borgarbraut
kæmi inn á hana en við nánari
skoðun hafi skipulagi verið breytt.
„Borgarbrautin verður aðalbraut
og Dalsbrautin kemur inn á þá
framkvæmd. En síðan er það tak-
mark okkar að tengja Dalsbrautina
sem fyrst suður Þingvallastrætið.“
Að sögn Gísla er skipulags-
nefnd þessa dagana að þrýsta á
samgöngumálanefnd ríkisins að
framkvæmdir við Borgarbraut
verið settar inn á vegalög. „Ef það
gerðist myndum við hefjast handa
sem allra fyrst þó svo að við
fengjum kannski verkið greitt eftir
2-3 ár. Ef Borgarbrautin verður
ekki viðurkennd þurfa menn hins-
vegar að setjast niður og leita ann-
arra leiða. Sú leið sem menn sjá
einna helst, þar sem Iftið er til af
peningum, er hrein lántaka og ég
er nú ekki búinn að sjá að menn
séu neitt spenntir fyrir því.“
Nýi vegurinn mun liggja frá
horninu á Glerárgötu og Tryggva-
braut, ganga upp með Gleránni og
upp brekkurnar hjá Sólborg. Þar
verður síðan byggð brú yfir Gler-
Leiðrétting
í fréttatilkynningu sem birtist í
blaðinu í gær um fjölskyldutjald-
stæði í Kjarnaskógi segir að tjald-
stæðin séu rekin af Skógræktarfé-
lagi Eyfirðinga í samvinnu við
skátafélagið Klakk og tjaldstæði
Akureyrarbæjar. Hið rétta er að
rekstur tjaldstæðanna er í höndum
Klakks en ekki Skógræktarfélags-
ins og er því hér með komið á
framfæri.
ána og vegurinn tengist Borgar-
brautinni sem nú er og heldur svo
áfram norður byggðina og tengist
út í Glæsibæjarhrepp. AI
Hafísjaðarinn var við ískönnun-
arflug Landshelgisgæslunnar sl.
miðvikudag næst landi um 46
sjómflur norðvestur af Straum-
nesi. Líkur á því að hafísinn
komi inn á siglingarleiðina fyrir
Horn eru ekki taldar mikiar
miðað við ríkjandi vindátt og
veðurspá. Borgarísjaki sást við
hafísjaðarinn.
fsinn er heldur meiri nú en í
meðalári og eins heldur nær landi
en oft getur reynst erfitt að meta
magnið og verður þá að taka inn í
flatarmál hans og þéttleika. Hafís-
inn er heldur að færast nær landi
þessa dagana en það eru helst vest-
an- og suðvestanáttir sem hafa
mest áhrif í þá veru.
Spáð er sunnan og suðvestan átt
á þessum slóðum næstu daga svo
eitthvað kann hafísinn að færast
nær landi meðan þær áttir eru ríkj-
andi þó ekki verði hann landfastur.
Hafísdeild Veðurstofunnar fær
alltaf töluvert af fyrirspurnum um
hafís á þessum slóðum og eins um
hafís á Barentshafi, ekki síst í
Smugunni.
Framkvæmdir við lagningu
bundis slitlags á vegarkaflanum
milli Þverár og Laugalands í
Eyjafjarðarsveit eru enn ekki
hafnar þrátt fyrir að samkvæmt
verksamningi eigi þeim að vera
lokið fyrir 1. september nk.
Verktaki er Klæðning hf.,
Reykjavík.
Sigurður Oddson umdæmis-
stjóri Vegagerðar ríkisins á Norð-
urlandi eystra segir það ekkert
óeðlilegt þótt framkvæmdir séu
ekki hafnar þar sem samið hafi
verið við Klæðningu hf. um að
ljúka fyrst framkvæmdum í Náma-
skarði, Mývatnssveit, sem þeir eru
einnig verktakar að.
Á því sviði er gott samstarf við
Norðmenn þótt stórir hnökrar séu
á öðru samstarfi við þá á því svæði
því þeir senda Veðurstofunni
Samkvæmt samkomulagi milli
Vegagerðarinnar og Klæðningar
hafa verklok við lagningu slitlags á
kaflann milli Þverár og Lauga-
lands verið færð fram í október.
„Fresturinn samkvæmt útboðs-
gögnum var upphaflega fyrsta
september 1995 en það er sami
verktaki með þetta verk og verkið í
Mývatnssveit í gegnum Náma-
skarðið og hann átti að klára fyrri
hluta þess verks fyrir verslunar-
mannahelgi sem hann og gerði en
seinni hlutann átti ekki að klára
fyrr en í október. Vegagerðin
óskaði eftir því að verkið í Náma-
skarði yrði klárað að fullu áður en
byrjað væri í Eyjafjarðarsveit." GH
hafískort þaðan sé eftir því leitað.
Enginn hafís er í Smugunni en
nokkur ís er hins vegar nærri Sval-
barða. GG
Hafísinn 46 mílur frá Straumnesi og færist nær:
Norskar upplýsingar
um hafís í Smugunni