Dagur - 04.08.1995, Page 5

Dagur - 04.08.1995, Page 5
Föstudagur 4. ágúst 1995 - DAGUR - 5 Samanburður Félags íslenskra bifreiðaeigenda á bifreiðatryggingum á íslandi og í nágrannalöndunum: Sænsku iðgjöldin meira en helmingi lægri en þau íslensku - FÍB segir að íslensku tryggingafélögin verði að nota aíkomubatann til að lækka iðgjöldin Samkvæmt skýrslu sem Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda hefur látið gera fyrir sig kosta bifreiðatrygging- ar í Svíþjóð um 40% af sambærileg- um iðgjöldum hér á íslandi. FÍB hef- ur boðað að samanburði á trygging- um við Evrópulönd verði fylgt fast eftir og hefur félagið þegar lýst sig reiðubúið til viðræðna við erlend tryggingafélög sem haft hafa sam- band við félagið í framhaldi af sam- anburði iðgjalda á íslandi við önnur Evrópulönd. Félag íslenskra bifreiðaeigenda kynnti könnun sína nú í vikunni. Þar var annars vegar aflað upplýsinga um grunniðgjald ábyrgðartrygginga og hins vegar var tekið raunhæft dæmi sem var samanburðarhæft milli allra landanna. í dæminu var miðað við ábyrgðar- og kaskótrygg- ingar af algengum meðalbíi, Toyota Corolla 1600, árgerð 1991. Miðað var við 15 þúsund kílómetra meðal- akstur og fertugan, tjónlausan eig- anda með búsetu í 150 þúsund manna borg. Könnunin leiddi í Ijós að þessi bíleigandi þurfti að greiða hér á landi 56 til 58 þúsund krónur að meðaltali í tryggingar. í Svíþjóð þurfti hann hins vegar ekki að greiða nema 22.500 kr. að meðaltali, eða 40% af iðgjöldunum á íslandi. Næsta land í röðinni var Noregur með 29.600 kr. að meðaltali og síð- an Finnland með 33.200 kr. í Danmörku var meðalkostnaður- inn í hærri kantinum eða 40.400 kr. Hærri tryggingaiðgjöld þar kunna að skýrast af því að þar í landi er lagður 50% skattur á ábyrgðartryggingar. Sé litið á meðaltals grunniðgjald ábyrgðartrygginga kemur í Ijós að á meðan það er 78.826 á ísíandi er það 24.640 kr. í Svíþjóð. í Færeyj- um kostar ábyrgðartryggingin tæpar 38 þúsund krónur og í Noregi, Lux- embourg og Finnlandi er iðgjaldið 47-48 þúsund krónur. Aðstæður í löndunum svipaðar í gögnum sem FÍB hefur sent frá sér segir að þessi munur sé hrópandi, hvort heldur horft sé á Svíþjóð eða Færeyjar. Erfitt sé að sjá hvers vegna kostnaður við þessar trygg- ingar þurfi að vera 20-35 þúsund krónum meiri að meðaltali hér á landi en í nágrannalöndunum. „Aðstæður í þessum samanburð- arlöndum eru um margt svipaðar. Bílar eru dýrir vegna hárra tolla og verð varahluta í samræmi við það. Laun eru tiltölulega há, sem aftur á móti veldur háum viðgerðakostnaði. Eldsneyti á bíla er á svipuðu verði í þessum löndum. í þeim tveimur löndum sem einna best komu út úr samanburðinum, Noregi og Svíþjóð, eru miklar vegalengdir. Bifreiðaeign á hvern íbúa er svipuð í þessum löndum og nýlega kom fram að meðalaldur bíla í Noregi og Svíþjóð er hærri en hér á landi. Þrátt fyrir svipaðar aðstæður eru iðgjöld bifreiðatrygginga miklu hærri hér á landi. Þessi munur skýr- ist ekki af kostnaði við yfirbyggingu tryggingafélaganna hér, því þar hafa fyrirtækin náð miklum árangri og eru með einn lægsta stjórnunar- kostnaðinn á Norðurlöndunum. Hátt verð bifreiðatrygginga hér á landi í samanburði við önnur Evr- ópulönd er sérstaklega umhugsunar- vert í Ijósi þess að afkoma trygg- ingafélaganna hér hefur stórbatnað undanfarin ár, einkum vegna minni tjóna á ökutækjum. Umsvif íslensku tryggingafélag- anna á lána- og hlutabréfamarkaði eru mikil og fara ört vaxandi. Trygg- ingafélögin fjármagna nú orðið stór- an hluta af bifreiðakaupum lands- manna, jafnt á nýjum sem notuðum bílum. Það er merki um þörf félag- anna til að ávaxta sjóði sem safnast hafa saman. Þessi sjóðasöfnun bend- ir til þess að iðgjöld séu mun hærri en þörf krefur,“ segir í gögnum FÍB. Þennan mun telur FÍB mun meiri en eðlilegt megi teljast. Eftirtektar- vert sé að þrátt fyrir samkeppni sex tryggingafélaga muni sáralitlu á ið- gjöldum þeirra. Þess beri þó að gæta að tvö félaganna, þ.e. VÍS og Sjóvá- Almennar, ráði um tveimur þriðju hlutum af markaðnum. Samkvæmt upplýsingum Vátryggingaeftirlitsins voru heildariðgjöld árið 1993 rúm- Náttúruverndarráð Eyja§arðarsýslu: Umgengni í héraðinu yfírleitt góð - malarnámur víða ófrágengnar Náttúruverndarráð Eyjafjarðarsýslu fór snemma í júlí um héraðið í þeim tilgangi að kanna hvað helst væri aðfinnsluvert eða hrósvert í náttúru- verndarmálum í sýslunni. Með í för var fulltrúi Náttúruverndarráðs, Hjalti Jóhannesson, en í nefndinni eru Bjarni E. Guðleifsson, Möðru- völlum, Haukur Steindórsson, Þrí- hyrningi, og Sigurgeir Hreinsson, Hríshóli. Ekið var fram Eyjafjarðarsveit utanverða, í Hörgardal og Öxnadal og hringinn í Svarfaðardal. Að ferð lokinni voru gerðar bókanir um þau atriði sem betur mættu fara og verða athugasemdir sendar viðeigandi að- ilum með von um úrbætur. Hlutverk Náttúruverndarnefndar er að hafa gát á því að land og um- hverfi sé ekki spillt að óþörfu með athöfnum manna, koma með ábend- ingar um það sem betur má fara og gefa umsagnir um væntanlegar framkvæmdir. Það er mat nefndar- *■ Samanburðurinn á iögjöldum bifreiðatrygginga hér á landi og í nágrannalöndunum leiddi í Ijós mun sem FÍB segir hrópandi. í framhaldinu hljóti aö veröa haldiö uppi fullum þrýstingi á tryggingafélögin aö ná þessum kostnaöarliö íslenskra bifreiöaeigcnda niöur. lega 15,5 milljarðar króna. Þar af námu ökutækjatryggingar um 5,3 milljörðum króna. Af ökutækja- tryggingum voru ábyrgðartryggingar rúmlega 3,2 milljarðar króna. Erlend félög hafa áhuga FÍB segir að eitt af meginmarkmið- um FÍB sé að lækka kostnað af bif- reiðum fjölskyldunnar. Heimilisbíll- inn sé orðinn stærsti einstaki rekstr- arliður fjölskyldunnar, dýrari en matvörurnar. Félagið muni því fylgja þessu fast eftir og fyrst og fremst verði skorað á tryggingafé- lögin að nota afkomubatann og fækkun tjóna til að lækka iðgjöldin. „Ef tryggingafélögin treysta sér ekki til að lækka iðgjöldin þarf að stuðla að því að þau erlendu trygg- ingafélög sem vilja bjóða lægri ið- gjöld, hefji hér rekstur. Tvö erlend félög hafa þegar haft samband við FÍB í kjölfar kannana félagsins. FÍB hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna við þessa aðila.“ JÓH manna að umgengni í héraðinu sé almennt góð, þó sáust ónýtar plast- pakkaðar heyrúllur sem spilltu um- hverfinu og minna var um rúllu- baggaplast hangandi á girðingum en menn gátu búist við. Tómir áburðar- pokar sáust sjaldan á víðavangi. Á stöku bæ voru gömul bílhræ til lýta, en víða hefur þeim verið komið haganlega fyrir þannig að þau spilla ekki ásýnd landsins. Helstu lýtin tengjast vegagerð og annarri mann- virkjagerð þar sem taka þarf möl, og allt of víða mátti sjá ófrágengnar og illa nýttar malarnámur. Vegagerð ríkisins sem er einna stærsti malar- námsaðilinn á svæðinu hefur á seinni árum bætt umgengni sína verulega, bæði í námu og nánasta umhverfi veganna. Náttúruverndarnefnd vill hér með hvetja alla íbúa svæðisins til góðrar umgengni og varfærni í sam- skiptum við náttúruna. (Fréttatilkynning) ^x\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\wm 111 m 111II/ {////////////////y/////////////^^ \'^\\^wwwww\iwuhuuuuu[}uuuuuuuuuuLJL/L//yL/iy/y/yi/í HEIMILISTÆKI BÚSÁHÖLD | CJAFAVÖRUR 06 MARCT, MARCT | VERKFÆRI | FLIiRA. ÚRVAUP ER HIÁ OKKUR. Cli&ILECA VERSIUNAR MANNAHELCI!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.