Dagur - 04.08.1995, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 4. ágúst 1995
HVAÐ ER AÐ GERAST?
Kaffísala í Tunguseli
Konur í Kvenfélaginu Tilraun í
Svarfaðardal verða með kaffisölu í
Tunguseli, húsi því sem staðsett er
við Tungurétt í Svarfaðardal, nk.
sunnudag, 6. ágúst, kl. 14-17.
Kvenfélagskonur hafa á undan-
förnum árum selt kaffi íTunguseli
á sunnudeginum um verslunar-
mannahelgina og svo verður
einnig nú.
Greta Berg sýnir
á Hótel Hjalteyri
Greta Berg opnar sýningu á verk-
um sínum á Hótel Hjalteyri kl. 13
á morgun, laugardag. Sýningin
stendur til 18. ágúst nk. Sýninguna
kallar Greta „Hin draumbláa júlí-
nótt“ og á henni eru myndir sem
Greta kallar fléttu úr ljóðum Dav-
íðs Stefánssonar. Myndirnar eru
unnar í akrýl, málverk og pastel.
Eftirfarandi Ijóðlínur úr ljóði
Davíðs, „Nú sefur jörðin“, eiga vel
við þessa sýningu Gretu Berg:
Nú sefurjörðin sumargrœn.
Nú sér hún rœtast hverja hœn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumhláa júlínótt.
Gönguferð um Innbæinn
Minjasafnið á Akureyri verður op-
ið alla verslunarmannahelgina,
milli kl. 11 og 17. Þá verður opið í
Sigurhæðum, minningarsafni um
Matthías Jochumsson, skáld og
prest, milli kl. 14 og 16 alla dag-
ana. Laxdalshús verður hins vegar
opið á sunnudag frá kl. 13 til 17
og þar verður sýning á gömlum
Ijósmyndum frá Akureyri og sýnt
myndbandið „Gamla Akureyri". Á
sunnudaginn verður farið í göngu-
ferð um Innbæinn og sagt frá
byggðinni í fjörunni. Lagt verður
af stað frá Laxdalshúsi kl. 13.
Hlaðin veisluborð
hjá Hótel Vin
Mikið verður við haft f veitingum
hjá Hótel Vin í Eyjatjarðarsveit í
tilefni Ættarmóts Helga magra um
verslunarmannahelgina. í kvöld
verða „Vegleg veisluborð", þar
sem boðnir verða hinir fjölbreytt-
ustu réttir á hlaðborðum milli kl.
19 og 22. Þar verða í boði bæði
heitir og kaldir réttir, desert og
kaffi og verð 1890 kr. Alla þrjá
dagana verður svo léttur réttur með
súpu og salatbar í hádeginu og
verður hann boðinn frá 11.30 til
13.30. Verð er kr. 750 og sama
verð er á hinu vinsæla Sautján
sorta sveitahlaðborði sem boðið
verður upp á á sunnudag og mánu-
dag milii kl. 15 og 18.
Hlaðborð hjá Hótel
Eddu á Þelamörk
Að vanda verður hlaðborð á
sunnudag hjá Hótel Eddu á Þela-
mörk og hefst það kl. 14.30.
Vegna verslunarmannahelgarinnar
verður einnig boðið til hlaðborðs á
mánudag á sama tíma.
Hótel KEA
Sveiflan tekur völdin á Hótel KEA
um helgina þegar Skagfirðingur-
inn hressi, Geirmundur Valtýsson
treður upp á tveimur dansleiicjum.
Hinn fyrri verður í kvöld og sá
síðari annað kvöld. Að þessu sinni
syngur Helga Möller með hljóm-
sveit Geirmundar og tekur öll
bestu lög kappans.
Töffarar og flottir
bílar í Borgarbíói
Bad Boys er aðalmynd Borgarbíós
á Akureyri um verslunarmanna-
helgina. Þar er á ferðinni spennu-
mynd með tveimur töffurum,
flottum bílum og svölum pfum.
Myndin hefur verið sumarsmellur
í kvikmyndaheiminum í Banda-
ríkjunum og Evrópu enda hefur
hún upp á að bjóða góða tónlist og
eftirminnilegan hasar. Borgarbíó
hefur áfram til sýninga myndirnar
Batman forever og First Knight.
Listasumar:
Síðustu sumartón-
leikar Más
Síðustu sumartónleikar Más
Magnússonar í tónleikaröðinni
„Kvöld lokka“ verða í Listasafn-
inu á Akureyri næstkomandi
mánudagskvöld.
Már Magnússon, söngvari,
starfar við Tónlistarskólann á Ak-
ureyri og hefui í sumar haldið tón-
leika á mánudögum í Deiglunni á
vegum Listasumars. Tónleikarnir
á mánudagskvöld heQast kl. 21.
Már lagði stund á söng í Vínar-
ámánudag
borg þar sem hann dvaldi árum
saman. Hann söng við^ Wiener
Kammeroper en hefur miícið feng-
ist við söngkennslu eftir að heim
kom.
Við hljóðfærið situr Gerrit
Schuil, píanóleikari og hljóm-
sveitarstjóri. Gerrit hefur unnið
með og stjómað mörgum af helstu
söngvurum þessarar aldar. Einn af
kennurum hans var hinn óviðjafn-
anlegi Cyril Kondrashin.
f i \
Vegleg veisluborð
Borðin svigna undan krásum og
góðgœti hvert föstudagskvöld
frá kl. 19.00-22.00.
Borðapantanir í síma 463 1400.
Vegleg veisluborð - Verið velkomin
INNBÆRINN
BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR
HELGI GÍSLASON
HREFNA HARÐARDÓTTIR
ANNA EYJÓLF5DÓTT1R
5.-29. AGUST
MIÐBÆRINN
KETILHUSIÐ
HALLSTEINN SIGURÐSSON
HREFNA HARÐARDÓTTIR ■ INGA JÓNSDÓTTIR •
RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR
SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR • ÞÓR VIGFÚSSON
KETILHÚSIÐ OPIÐ
DAGLEGA
FRÁ KL. 16.00 TIL 18.00
Akureyri:
Skúlptúrasýning á Listasumri
A morgun verður formlega opnuð
Skúlptúr-sýning á Listasumri ’95
á Akureyri. Sýningunni er aðal-
lega komið fyrir á tveimur svæð-
um í bænum, í Innbænum og í ná-
grenni Grófargils. Einnig eru
verk í Ketilhúsinu í Grófargili en
þar var vinnuaðstaða fyrir lista-
mennina á meðan á uppsetningu
sýningarinnar stóð.
Sýningin er samvinnuverkefni
Listasumars og Myndhöggvara-
félagsins. Hluti verkanna var unn-
inn í Ketilhúsinu og hluti þeirra
er unninn út frá því umhverfi sem
þau standa í og eiga trúlega eftir
að koma mörgum á óvart.
Fimmtán listamenn eiga verk á
sýningunni. Þeir eru: Anna Eyj-
ólfsdóttir, Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, Finnur Arnar Arnarson,
Hallsteinn Sigurðsson, Helgi
Gíslason, Hlynur Hallsson,
Hrefna Harðardóttir, Inga Jóns-
dóttir, Kristinn Hrafnsson, Ragn-
hildur Stefánsdóttir, Sólrún Guð-
björnsdóttir, Sólveig Baldursdótt-
ir, Sólveig Eggertsdóttir og Þór
Vigfússon
Sýningin mun standa fram yfir
afmæli Akureyrarbæjar þann 29.
ágúst og í Ketilhúsinu alla daga
frákl. 14 til 18.
Franska lúörasveitin sem heimsækir Akureyri í dag
Akureyri:
Lúðraþytur
í Göngu-
götunni
í dag kl. 16 leikur franska Lúðra-
sveitin L’Harmonie des Enfants
de bayard í Göngugötunni á Akur-
eyri. Lúðrasveitin var stofnuð árið
1880 og er því 115 ára gömul.
Hún kemur frá bænum Pntcarra í
frönsku Ölpunum og er efnisskrá-
in mjög fjölbreytt og skemmtileg.
Hljómsveitin ferðast nú um ísland
og eru tónleikarnir á Akureyri í
röð fernra tónleika.
Verslunarmannahelgin:
Fjölbreytt dagskrá í þjóð-
garðinum í Jökulsárgljúfrum
gönguferðir um Vesturdal og Ásbyrgi
Þeir sem hugsa sér að dvelja í
þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum
um verslunarmannahelgina geta
vænst fjölbreyttrar dagskrár. Um
miðjan dag í dag verður farið í
fyrstu gönguferðina frá tjaldstæð-
inu f Vesturdal og í kvöld kl. 20
verður rölt um botn Ásbyrgis þar
sem hugað verður að Iífríkinu.
Kl. 21 verður svo farið í stutta
gönguferð frá tjaldstæðinu í
Vesturdal.
Á morgun kl. 11 verður barna-
stund á tjaldstæðinu í Ásbyrgi
þar sem sagðar verða sögur og
farið t leiki. Á sama tíma verður
bamastund á tjaldstæðinu í Vest-
urdal. Klukkan 14 verður farið í
göngu frá tjaldsvæðinu í Ásbyrgi
og gengið á Áshöfða. Á leiðinni
verður farið framhjá Ástjörn og
hinu foma höfuðbóli Ási. Sagt
verður frá sögu jarðarinnar og
landkostum. Einnig verður hugað
að gróðurfari og tekur ferðin um
3 klst. Á sama tíma verður farið í
göngu frá tjaldsvæðinu í Vestur-
dal. Þar verður gengið framhjá
Kastalanum og Kastalatjömum
og norður á Rauðhóla. Á leiðinni
til baka verður gengið um
Hljóðakletta, rætt verður um
jarðsögu svæðisins, eldvirkni og
hamfarahlaup en það eru þau
nátttröll sem hafa átt stærstan
þátt í mótun svæðisins. Kl. 20
verður svo farið f stutt rölt um
Ásbyrgi.
Á sunnudag hefst dagurinn
með barnastundum á tjaldsvæð-
unum kl. 11. Kl. 14 verður farið f
gönguferð frá tjaldsvæðunum f
Ásbyrgi og gengið með brúnum
byrgisins að austan. Á leiðinni er
gott útsýni yfír byrgið. Sagt verð-
ur frá kenningum um myndun
Ásbyrgis, skoðaðar einstakar
menjar um hamfarahlaup,
skessukatlar skoðaðir sem og
vatnssorfnar klappir.
Kl. 17 verður farið í stutta ferð
frá tjaldsvæðunum í Vesturdal,
gengið á Eyjuna í Vesturdal og á
leiðinni hugað að plöntum og líf-
ríkinu. Um kvöldið er svo stutt
röltferð um Ásbyrgi.