Dagur


Dagur - 04.08.1995, Qupperneq 7

Dagur - 04.08.1995, Qupperneq 7
Föstudagur 4. ágúst 1995 - DAGUR - 7 p Hríseyingur gerir það gott á suðurhveli jarðar: „íslendingar þurfa meira erlent Qármagn inn í atvinnulífíð “ - segir Sigurður Björnsson sem býr í Auckland á Nýja- Sjálandi Ævintýraþráin er mörgum í blóð borin. Margir láta það eftir sér að fullnægja henni með einum eða öðrum hætti, aðrir hugsa með sér að gaman væri að láta eftir sér eitt og annað, en þegar að framkvæmd kemur verður minna um efndir. Is- lendingar hafa löngum sótt erlendis bæði til náms og í atvinnuskyni, stundum vegna atvinnuleysis, eins og á sjöunda áratugnum þegar fjöldi Islendinga flutti til Svíþjóðar í atvinnuleit og atvinnleysisvofan helltist yfir landsmenn í fyrsta skipti af einhverjum þunga síðan á kreppuárunum. Aðrir sækja miklu lengra, stað- næmast jafnvel ekki fyrr en hinu megin á hnettinum. Þannig var því farið með Sigurð Bjömsson frá Hrísey sem á níunda áratugnum flutti til Nýja-Sjálands. Hann er um þessar mundir staddur hér á Fróni þegar sumri fer að halla en þegar hann kemur aftur til Nýja-Sjálands er þar nú að vora. Það útheimtir 25 tíma setu í flugvél að ferðast milli þessara ólíku landa en ferðalag Sig- urðar Bjömssonar hingað tók 36 tíma en það kostaði um 120 þúsund krónur báðar leiðir. Ibúafjöldi Nýja-Sjálands er um 3,5 milljónir manna af mörgu þjóðemi, margir af asískum kynstofni, en um þriöj- ungur landsmanna býr í stærstu borginni, Auckland. Sigurður kynntist einni af þeim nýsjálensku konum eða farand- verkafólki sem komu til Hríseyjar í byrjun níunda áratugarins og þau hófu saman búskap. Hennar nafn er Shona. Það er algengt að Nýsjá- lendingar og Astralar fari einu sinni á ævinni í svokallað „trip for a life- time“, sem er þá ferð til Englands og síðan ferðast um Evrópu og endað í London. Það var auglýsing frá Islandi þar sem óskað var eftir fiskvinnslufólki sem dró Shonu til Hríseyjar. „Shona fór svo í ljósmóðumám í Edinborg í Skotlandi en ég í Sam- vinnuskólann að Bifröst en áður hafði ég unnið fjögur ár hjá Kaup- félagi Eyfirðinga í Hrísey. Eftir námið fór ég til Sambandsins og vann þar við verðlagningar. Þá gerðum við okkur ljóst aö þetta dæmi gengi ekki upp, þ.e. að búa á Islandi, spumingin var raunar aldrei um það hvort hún settist að á íslandi. Þetta gat ekki orðið verra svo við ákváðum að flytja til Nýja- Sjálands árið 1984. Þá áttum við tveggja ára dóttur en nú eru bömin tvö% Ég fékk strax vinnu gegnum ráðningarskrifstofu, en þær em með fólk á sínum snærum sem þær leigja út til lengri eða skemmri tíma. Þetta var vinna í banka í fjóra daga, en bankinn var eiginlega byggingarsamvinnufélag þar sem fólk gat lagt inn til þess að fá lán til húsbygginga. Þegar ég hafði svo verið lausráðinn hjá þessari ráðn- ingarskrifstofu í sex mánuði keypti byggingarsamvinnufélagið mig af ráðningarskrifstofunni. Það var betra að vera leigður svona út, hærra kaup, en atvinnuöryggið auð- vitað minna. Árið 1987 breyttist svo þetta byggingarsamvinnufélag í banka, Country Wade Bank, og komu þá nýir hluthafar inn. Skot- landsbanki átti 40%, skoskt trygg- ingarfyrirtæki átti 20%, starfsmenn 20% og ýmsir viðskiptamenn 20% en árið 1990 keypti bankinn allt hlutaféð upp að undanskildum hlut Skotlandsbanka og er í dag rekið sem dótturfyrirtæki hans. I dag er ég orðinn skrifstofustjóri bankans í aðalstöðvum hans í Auckland og jafnframt með einna lengstan starfsaldur allra starfsmanna hans en starfsmannafjöldinn er um 1.200 manns og rekur hann 75 útibú," segir Sigurður Bjömsson. Nær 90% nýsjálenskra banka eru í erlendri eign og atvinnurekst- urinn er allnokkuð í erlendri eign. Þar gætir nokkuð áhrifa Malasíu- manna, Kínverja og Tævana og Kóreumenn eru í auknu mæli að hasla sér völl á Nýja- Sjálandi. Jap- önsk fyrirtæki eru einnig með ítök, aðallega í timbri. „Það er mikill uppgangur í dag í nýsjálensku þjóðfélagi. Atvinnu- leysi er komið niður í 6% en þegar ég kom þangað hafði allt verið fryst, bæði vextir sem voru þá 11 % en þeir áttu eftir að fara upp í 22% en í dag eru þeir 7,5% af húsnæðis- lánum. Húsnæðislánakerfið er gjör- ólíkt því sem tíðkast hér. Byrjað er að meta greiðslugetu einstaklings- ins, kanna viðskipti umsækjandans í bankakerfinu. Ef umsækjandi reynist lánshæfur getur hann fengið lánað allt að 90% af kaupverði hússins. Gefið er út skírteini að ákveðinni upphæð sem viðkomandi getur t.d. farið með til fasteignasala og gengtá þar frá sínum fasteigna- kaupum. Á þessum lánum em engir ábyrgðarmenn, allt byggist þetta á þinni greiðslugetu. Það er gripið miklu fyrr í taumana þama en hér á Islandi ef afborganir ganga ekki eftir, enda miklu minna um nauð- ungamppboð á eignum. Bankinn veitir einnig þá þjónustu að koma til viðskiptavinarins eftir venjuleg- an vinnutíma eða um helgar, og em t.d. á okkar snæmm um 30 starfs- menn sem sinna þessari þjónustu sem nýtur vaxandi vinsælda." -Ertu nokkuð á heimleið aftur? „Nei, mér líður mjög vel þama en það er gaman að koma hingað í heimsókn og hitta sína fjölskyldu. Ég kom hingað árið 1991 og svo aftur nú. Bróðir minn, Almar, sem býr í Hrísey heimsótti mig þegar ég haföi verið þar í mánaðartíma. Hann hafði ekki áhuga á því að setjast þama að en ferðalagið hefur ömgglega víkkað hans sjóndeildar- hring. Við fáum nú ekki daglegar fréttir héðan, en á Nýja-Sjálandi er starfandi átthagafélag sem kemur saman a.m.k. einu sinni á ári, yfir- leitt í marsmánuði þegar hitastigið er ekki of hátt en aðalsumarmánuð- imir eru janúar og febrúar. Nú er vetur á Nýja-Sjálandi en hitastigið fer þó aldrei neðar en í 5 til 6 gráðu hita. Á síðasta vetri kom aðeins einu sinni næturfrost. Það er gott fyrir íslending að búa þama en nú er komið punkta- kerfi eða kvótakerfi á innflytjendur. Þú þarft að eiga eitthvað af pening- um þannig að þú getir komið yfir þig þaki og jafvel hafið atvinnu- rekstur. Þetta beinist fyrst og fremst að Asíubúum, t.d. frá Hong- Kong, sem verður kínverskt um aldamótin. Islendingar geta haft það gott á Nýja-Sjálandi en þeir þurfa að að- lagast hugsunarhætti heimamanna og ekki vera að bera saman hluti þar og hér og hugsa sem Islending- ur. Það tekur vissan tíma en laun em nokkuð góð og vinnudagurinn sjö og hálfur tími á dag. Eftir- eða aukavinna þekkist varla. Áskrif- endum að launum hefur verið sagt upp, það em gerðar kröfur til starfsmanna en á móti hlýtur þú þína umbun. Núllarinn á sér ekki viðreisnar von, uppgangur mikill og mikið um erlendar fjárfesting- ar.“ - Hvað kom þér mest á óvart þegar þú komst til Nýja- Sjálands? „Tvímælalaust hversu þjóðfé- lagið er afslappað. Þar er ekkert verið að metast um það að eiga stærri bíl eða stærra hús nágranninn og fólk yfirleitt mjög nægjusamt. Loftslagið er einnig mjög þægilegt, sumrin nokkuð mild en ekki of heit. Vorið byrjar í október eða nóvember og það fer að hausta í mars eða apríl. Það var mjög und- arlegt að halda jólin í sumarblíðu. Vaknað er klukkan sjö að morgni jóladags og farið að opna jóla- pakka, kannski í 25 stiga hita og sól. I vissum tilvikum hef ég sakn- að íslenskra jóla, einnig sjómanna- dagsins eða 17. júní þegar maður veit að allir eru í hátíðarskapi en maður verður þá að láta sér nægja að láta hugann reika yfir hnöttinn til Islands. Sumir Nýsjálendingar vita nokkuð um Island, m.a. um eldfjallavirknina hér en margir halda að hér sé yfirleitt allt á kafi í snjó og ennfremur standa margir í þeirri trú að hér sé búið í snjóhús- um. Ég hugsa að nafnið á landinu ýti undir þá trú.“ - Finnst þér þjóðfélagið hér hafa breyst mikið á þeim tíma sem þú hefur verið erlendis? „Já, og það eru bæði jákvæðar og neikvæðar breytingar. Ég skil ekki að á sama tíma og fiskveiðar dragast stöðugt saman er verið að kasta stórum fjárhæðum í dýrar hafnarframkvæmdir í stað þess að huga að öðrum atvinnutækifærum sem ekki tengjast sjósókn. Ég tek t.d. eftir því í Hrísey að fólk er meira farið að huga að sínu nánasta umhverfi t.d. með garðrækt en það er ein afleiðing minnkandi fisk- gengdar. Fleiri áhuga- eða tóm- stundamál fá nú rýmri tíma og það er vel. Það er mjög ánægjulegt hversu fólk er glaðara í dag. Islendingar þurfa að fá meira er- lent fjármagn inn í atvinnulífið til að auka fjölbreytnina, og ég held að ef fleiri erlendir aðilar kæmu ná- lægt atvinnurekstrinum væri betur staðið að málum og meira aðhald. Hvítflibbaglæpir væru þá eflaust fátíðari. Mikil fjárfesting frá Asíu- löndum hefur verið vítamínsprauta fyrir Nýsjálendinga og ég er ekki í vafa um að það sama yrði upp á teningnum hér. Hér eru tækifæri falin í jarðorku, fallvötnum og fleiru sem útlendingar væru tilbúnir að fjárfesta í og skapa fleiri at- vinnutækifæri sem ekki tengdust sjávarútvegi og þannig dreifa áhættunni af því að byggja allt at- vinnulíf að mestu á útgerð og fisk- vinnslu,“ segir Sigurður Bjömsson, innflytjandi í Nýja-Sjálandi með rætur í Hrísey. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.