Dagur - 04.08.1995, Page 9

Dagur - 04.08.1995, Page 9
Föstudagur 4. ágúst 1995 - DAGUR - 9 Systurnar Sigríður og Þuríður Kristjánsdætur, frá Hellum á Ársskógsströnd. Ættarmót Veðrið var Ijómandi gott og sumum þótti ákjósanlegt að slaka á í sólinni. Katrín Sigurjónsdóttir er efri á myndinni og Sigurbjörg Snorradóttir neðri. Fjölmenni var á ættarmóti Kussungsstaðaættarinnar um síð- ustu helgi, 700-800 manns. Þar komu saman afkomendur Jóhannesar Jónssonar Reykjalín og Guðrúnar Hallgríms- dóttur, en þau bjuggu mestan hluta sinnar búskapartíðar á Kussungsstöðum í Hvalvatnsfirði. Ýmislegt var gert fólki til skemmtunar, en þó mest fyrir ungviðið. Hestaleiga var á staðnum, boðið var upp á stang- veiði í tjöm, kaffihús var opið og Valgarður Egilsson, lækn- ir, sýndi litskyggnur frá Fjörðum og af skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda; heimaslóðum ættarinnar, svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöldið var haldin mikil gleði í nýja íþróttahúsinu og það þætti saga til næsta bæjar í flestum ættum að fimmhundruð manna hús rúmaði ekki alla þátttak- endurna á ættarmótinu. Sú var þó raunin og varð nokkur hluti gestanna að sitja í eldri salnum en það kom ekki að sök og skemmtu aliir sér konunglega. shv Valgarður Egilsson, læknir, Ijóða- og leikritaskáld, ásamt frænku sinni; Guðnýju Sverrisdóttur, frá Lómatjörn, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Valgarður og Guðný eru systkinabörn. Sigurður G. Tómasson, dagsskrárstjóri Rásar 2, er kvæntur inn í ættina, en kona hans er Steinunn Bergsteinsdóttir. Guðný Sverrisdóttir setti ættarmót- ið á íþróttavellinum á Grenivík. Sig- ríður Schiöth situr í makindum í sólstól til vinstri. Valgerður, dóttir Jóhannesar á Kussungsstöðum var ◄ föðuramma Guðnýjar og móðir Sigríðar. Það var þétt setinn bekkurinn í veislunni á laugardagskvöldinu. Farið var í gönguferð upp á K Þcngilhöfða og tóku margir þátt r í henni, þó leiðin væri aðallega á fótinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.