Dagur - 04.08.1995, Síða 16

Dagur - 04.08.1995, Síða 16
Halló Akureyri! Tökum vel á móti öllum alla verslunarmannahelgina Hafnarframkvæmdir í Hrísey: Heimamenn með lægra tilboðið Fyrirtækið Björk hf. í Hrísey, átti lægra tilboöið í vinnu við þekju og lagnir við stálþil á Suðurgarði í Hrísey en tilboðin voru opnuð í gær. Aðeins tvö til- boð bárust í verkið. Heimamenn hjá Björk eru til- búnir að vinna verkið fyrir kr. 10.994.670.-, sem er tæplega 94% af kostnaðaráætlun en hún hljóð- Húsavík: Kolbeinsey á leið í Smuguna - grænlenski togarinn kemur í desember aði upp á kr. 11.741.657.-. Hitt til- boðið kom frá Sigbirni H. Páls- syni í Reykjavík og var hann til- búinn að vinna verkið fyrir kr. 15.936.000.-, sem er tæplega 36% yfir kostnaðaráætlun. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Hríseyjarhrepps, sagðist í samtali við Dag, reikna með að fljótlega yrði farið í samningaviðræður við lægstbjóðanda. Hann vönast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst en verkinu á að vera lokið 1. nóv- ember nk. Þetta er jafnframt stærsta verkefnið á vegum sveitar- félagsins í ár. KK Vinna viö nýja stjórnunarálmu Glerárskóla hófst í gær. Mynd: BG Vinna hafin viö stjórnunarálmu Glerárskóla: Kolbeinsey ÞH-10 er á leið í Smuguna. Þetta er fyrsta veiðiferð skipsins þangað á þessu ári en það fór eina veiði- ferð í Smuguna í fyrra. Helgi Kristjánsson hjá íshafi hf. sagði að ekki væri vitað hvað skipið yrði lengi að veiðum ef olía yrði fáanleg á miðunum, en ef svo yrði ekki kæmi skipið heim eftir 19 daga. Aflinn verður frystur um borð og sfðan endurunninn hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Skipstjóri á Kolbeinsey er Benjamín Antonsson. Grænlenski togarinn sem Höfði hf. hefur fest kaup á kemur til Húsavíkur í desember. Skipið er um 430 tonn, 42 m langt og 1720 rúmmetrar. Örlög togarans Júlíus- ar Havsteen hafa ekki verið ráðin enn, að sögn Helga. IM Verklok í júnímánuði 1996 - um 440 nemendur í Glerárskóla á komandi vetri Framkvæmdir hófust í gær við stjórnunarálmu Glerár- skóla á Akureyri og er búið að girða byggingarsvæðið af. Það er Hyrna hf. á Akureyri sem er verktaki en fyrirtækið var með lægsta tilboðið í verkið, tæpar 50 milljónir króna. Uppgröftur hófst í gær og á honum að ljúka um helgina og vinna hefst við uppslátt strax eftir verslunarmannahelgina. Stjórnunarálmunni á verktaki að skila fullbúinni í júnímánuði 1996 en segja má að stjórnunar- álman hafi í mörg herrans ár verið á óskalista stjómenda og kennara Glerárskóla. Nú hillir undir það að sú ósk fáist uppfyllt. í vetur stunda um 440 nemendur nám við Glerárskóla sem er nær 40 nem- enda fækkun frá síðasta skólaári og má að hluta til rekja þá fækkun til þess að nýr Giljaskóli tekur til starfa á þessu hausti með nemend- ur í 1. og 2. bekk. Flestir voru nemendur Glerárskóla í byrjun ní- Stálþilsbakki í Krossanesi: Valfell hf. átti lægsta tilboðið Þrjú tilboð bárust í gerð stál- þilsbakka í Krossanesi en til- boðin voru opnuð samtímis hjá Akureyrarhöfn og Hafnamála- stofnun í gær. Lægsta tilboðið átti Valfell hf., sem er tilbúið að vinna verkið fyrir kr. 24.368.395.- eða tæplega 77% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun Hafnamála- stofnunar hljóðaði upp á kr. 31.716.002.- og voru hin tilboðin fyrir ofan þá upphæð. Hagtak hf. bauð kr. 34.535.533.-, sem er tæp- iega 9% yfir kostnaðaráætlun og Völur hf. og Byggingarfélagið Stapar hf. buðust sameiginlega til að vinna verkið fyrir kr. 54.103.965.-, sem er um 70% yfir kostnaðaráætlun. Verkefnið er fólgið í því að reka niður 106 m langt stálþil, fylla um 8.000 m3 af fyllingarefni og ganga frá þybbum á þili. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri, sagði í samtali við Dag, að næsta verk væri að yfirfara tilboðin og síðan að ganga til samninga við lægst- bjóðanda. Einhver töf verður á því að stálþilið komi til landsins, þar sem skipið sem er að flytja það frá Hull, tók niðri við austurströnd Englands. Skipið þarf í slipp og því þarf að færa farminn yfir í annað skip. Guðmundur átti ekki von á því að þetta óhapp tefði verkið, sem skal vera iokið þann 15. desember nk. KK VEÐRIÐ I dag er útlit fyrir gott veður á Norðaustur- og Norðvest- urlandi, skýjað með morgn- inum en léttir til á Norðaust- urlandi þegar líður á daginn. Á Norðvesturlandi verður heldur skýjaðra. Hiti upp undir 20 á Ákureyri og í inn- sveitum á Norðausturlandi, en 10-16 stig norðvestan- lands. unda áratugarins, alls 697. Skóla- nefnd Akureyrar hefur samþykkt að mæla með því við menntamála- ráðherra að Halldór Gunnarsson verði ráðinn aðstoðarskólastjóri í stað Úlfars Björnssonar sem tók við starfi skólastjóra Oddeyrar- skóla 1. ágúst sl. Halldór var áður skólastjóri Lundarskóla í Öxar- firði. GG Umsókn suðursveitunga um einkaskóla: Málið í athugun - segir Hrólfur Kjartansson, hjá menntamálaráöuneytinu Þrjú tilboð bárust í gerð stálþilsbakka í Krossanesi og var aðeins eitt þeirra undir kostnaðaráætlun. Verkinu skal lokiö 15. desember nk. Mynd: BG Dagur greindi frá því í fyrra- dag að suðursveitungar í Mývatnssveit hefðu sótt um leyfi til að reka einkaskóla að Skútu- stöðum, en þeir vonast til að geta opnað skólann í haust. Að sögn Hrólfs Kjartanssonar hjá menntamálaráðuneytinu er allur gangur á því hversu langan tíma ferlið hefur tekið frá því að sótt var um leyfi fyrir þá einkaskóla sem reknir eru á landinu, þang- að til þeir hófu starfsemi. Hrólfur segir að meðal annars hafi það tekið Miðskólann í Reykjavík nokkur ár að fá leyfið, en þá hafi reyndar staðið styr um rekstur einkaskóla almennt. í blaðinu í vikunni sagði Krist- ján Yngvason á Skútustöðum að nýju grunnskólalögin geri ráð fyr- ir að farið verði í auknum mæli út í rekstur einkaskóla en Hrólfur vill ekki kannast við það, og segir hann að 56. grein grunnskólalag- anna sem fjallar um einkaskóla sé lítið breytt frá fyrri lögum. „Þetta mál er nýkomið inn í ráðuneytið, það er í athugun og engin niðurstaða komin,“ sagði Hrólfur. Aðspurður um hvenær líklegt væri að niðurstaða fengist í málinu sagði hann að það væri ekki dagsett. „Ég býst við að næsta skref verði að afla nánari upplýsinga um ýmsar forsendur. Við förum hér eftir grunnskóla- lögum, en þar er gert ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að löggilda grunnskóla, en til þess þurfa um- sækjendur að leggja fram skipu- lagsskrá og það er sú skipulags- skrá sem ráðuneytið staðfestir og þar með er komin heimild til að starfrækja grunnskóla." Nokkrir einkareknir grunnskól- ar eru reknir á landinu; Tjarnar- skóli, Miðskólinn, Sjöunda dags aðventistar reka tvo skóla, og Kaþólska kirkjan rekur skóla í Reykjavík svo dæmi séu tekin. Hrólfur sagðist ekki geta sagt til um líkur fyrir leyfinu eða hversu langan tíma þetta tæki í vinnslu, en málið er fyrst og síðast í höndum Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, en hann er sem stendur erlendis. shv Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg. simi 23565

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.