Dagur - 26.08.1995, Qupperneq 11
Laugardagur 26. ágúst 1995 - DAGUR - 11
| Mí HÓTEL \
| el&harpa \
\ Kaffiveitingar \
í fögru umhverfi
í Kjarnaskógi
miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14-17.
| HÓTEL HARPA |
í KJARNALUNDI í
Framlag Leikfélags Akureyrar á menningarhátíðina er leikritið Drakúla eftir írska höfundinn Bram Stoker. Á
myndinni ræðst Bela Lugosi á leikkonuna Helen Chandler í kvikmynd um Drakúla greifa frá árinu 1931.
Hreppstjóri
Laus er til umsóknar hreppstjóra staða í Eyjafjarð-
arsveit, Eyjafjarðarsýslu.
Umsóknir óskast sendar undirrituðum fyrir 31. ágúst
1995.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
3. ágúst 1995,
Elías I. Elíasson.
HLAÐBORÐSKAFFI
Við höfum heitt á könnunni
á sunnudaginn frá kl. 14.30
Allt heimabakað á fjölbreyttu hlaðborði
Verið velkominn!
Gistiheimilið Engimýri
Öxnadal, sími 462 6838
inu að slíkum verkefnum. „írland,
og þá sérstaklega Dublin, hefur
afar spennandi möguleika upp á
að bjóða. Sögulega er sérstakur
skyldleiki milli Eyfirðinga og
Dublinarbúa og samgöngur eru
góðar á þeim tíma árs þegar Sam-
vinnuferðir- Landsýn sjá um flug
milli íslands og Dublin. Það hefur
verið visst ójafnvægi í tengslum
milli þessara staða því íslendingar
hafa verið duglegir að fara til
Dublin að versla en færri írar sem
sækja okkur heim og það er mjög
áhugavert að freista þess að snúa
þessu við.“
Haraldur Ingi fór til Dublin fyr-
ir stuttu til að kynna sér menning-
arlíf borgarinnar, velja myndlist-
armenn sem sýna í Listasafninu
og ræða við ýmsa aðila um
áframhaldandi samskipti. Hann
segist hafa fundið fyrir miklum
áhuga og forvitni hvar sem hann
kom. Meðal þeirra sem hafa sýnt
hátíðinni á Akureyri áhuga er
írska fyrirtækið Guinnes, sem
frægt er fyrir bjórframleiðslu og
Menntamálaráðuneyti írlands hef-
ur lagt til húsnæði í ráðuneytinu
undir forsýningu á verkum írsku
málaranna sem koma til með að
sýna á Akureyri. Haraldur Ingi
telur því að töluverðs stuðnings sé
að vænta frá Irlandi ef íslendingar
endurgjaldi heimsóknina að ári og
fari með sambærilega íslenska
listviðburði til írlands en meining-
in er að halda þessum samskiptum
áfram. Hátíðin í haust verður því
vonandi aðeins byrjunin á grósku-
miklum menningarsamskiptum
milli þessara gömlu frændþjóða.
AI
Skógarhólar 5r Dalvík
Noröur
Til sölu einfalt og fallegt
einbýlishús við Skógar-
hóla 5, Dalvík.
Hægt er að velja um 4 herb. 139
fm. eða 5 herbergja 150 fm. með
innbyggðum bílskúr.
Afhending eftir samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar í síma
466 3151.
A
ÁRFELL HF