Dagur - 26.08.1995, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1995
I VINNUNNI HJÁ HAUKI ÁRMANNSSYNl, BÍLASALA
Vmnubrögðm hafa gjörbreyst
Haukur Ármannsson: „Manni líður ósköp vel þegar maöur er búinn að
selja nokkra bíla yfir daginn.“ Mynd: BG
Haukur Ármannsson er einn
eigandi Bílasölunnar Stórholts á
Akureyri og vinnur þar sem
bflasali. Hann hefur gegnt þessu
starfi frá 1985 með þriggja ára
hléi og vill hvergi annars staðar
vera. „Ég hætti um tíma og fór
út í annan rekstur og ég get
varla líkt því saman hvað bfla-
salan er mikið skemmtilegri.“
Haukur segir erfitt að lýsa
dæmigerðum vinnudegi því þeir
séu mjög misjafnir. „Þetta er svip-
að eins og að fara að veiða, maður
veit aldrei hvort verður mikið að
gera eða lítið. Við byrjum morg-
uninn á því að fara í skyldustörf
eins og bifreiðarskoðun, þinglýs-
ingar og banka og erum búnir að
því unr tíuleytið og opnum þá söl-
una. Síðan ræðst dagurinn af því
hvað er mikið að gera. Sumarið í
sumar er t.d. búið að vera mjög
líflegt. Okkar vinna er náttúrulega
fyrst og fremst að þjóna þeim við-
skiptavinum sem koma á staðinn
eða hringja."
Bílasalan Stórholt selur bæði
notaða og nýja bíla og segir Hauk-
ur starfið vera geysilega fjölbreytt
en allt tengist auðvitað bflum á
einn eða annan hátt.
- Er þá ekki nauðsynlegt að
hafa mikinn áhuga á bílum og vita
allt um þá?
„Jú, það hjálpar auðvitað.
Kannski er samt aðallega nrikil-
vægt að hafa gaman af að tala við
mikið af fólki. Fjölbreytnin liggur
í því hvað maður hittir margs kon-
ar fólk og enginn kemur með eins
mál en það er nauðsynlegt líka að
hafa ákveðna þekkingu á bílum.“
Aðalverksvið Hauks er sölu-
mennska og passa að allt sé í lagi,
stjóma fyrirtækinu og halda utan
um reksturinn. Auk Hauks vinna
tveir aðrir við söluna, einn í fullu
starfi og annar í hálfu. Tveir
starfsmenn sjá síðan um þrif. „Við
kappkostum að halda öllum bílun-
um hreinum og fínum og vel upp-
röðuðum," segir Haukur.
Okkar verksvið að
leysa málin
- Hverjar eru skemmtilegustu
stundirnar?
„Þegar vel gengur og góð sala
er. Manni líður ósköp vel þegar
maður er búinn að selja nokkra
bíla yfir daginn. Eins hefur nraður
mikil samskipti við fólk og oft
koma kúnnar utan úr sveit sem
einhvem tíma hafa keypt af okkur
bíl og fá sér kaffi þegar þeir koma
í bæinn. Þetta gefur nranni ótrú-
lega mikið en það getur verið ansi
erfitt ef einhver hnútur kemur í
málið sem í sjálfu sér gerist oft í
þessu starfi líka. Það geta komið
upp leiðindi af beggja hálfu, bæði
kaupanda og seljanda en þá er það
í okkar verksviði að reyna að
leysa málin þannig að báðum lflci.
Hinsvegar hefur vandamálum af
þessu tagi fækkað á síðustu tveim-
ur árum því vinnubrögðin í bíla-
sölunni hafa gjörbreyst. Við könn-
um öll mál mjög vel fyrirfram,
látum skoða bíla, könnunr
greiðslugetu þeirra sem eru að
kaupa og fleira í þessum dúr.
Þannig að við vöndum okkur
meira fyrirfram og þar af leiðandi
koma færri vandamál upp en áð-
ur.“
Langur vinnutími
Haukur segir að vinnutími bflasal-
ans sé mjög langur. „Ég fer alltaf
á fætur klukkan átta á morgnana
og fer strax af stað og við lokum
aldrei fyrr en milli sex og sjö á
kvöldin og vinnum líka á laugar-
dögum. Oft er líka hringt í mann
heim á kvöldin og í raun er vinnu-
tíminn á meðan kúnninn þarf á
manni að halda, þó auglýstur opn-
unartími sé frá tíu til sex og eitt til
fimm á laugardögum."
- Hvernig eru launin?
„Þau fara mikið eftir því hvað
er að gera. Þetta ár hefur verið
mjög gott og síðasta ár var ágætt.
Það er ákveðið prósentukerfi í
jressum viðskiptum þannig að ef
það er mikil sala eru launin ágæt
en minni ef það er rólegt og lítið
að gera.“
- Hvaða bílar eru vinsælastir í
augnablikinu?
Hjá okkur er það Toyota, en
það ræðst auðvitað af því að við
erum með umboð fyrir Toyota
bíla og þeir sem eiga þannig bíla
leita til okkar. Það er hinsvegar
engin launung að japanskir bílar
eru mjög vinsælir með einni og
einni undartekningu þó. En það
kemur hingað mikill tjöldi fólks
og allir hafa mismunandi óskir.“
AI
MATA RKRÓKUR
Kjúklingur í bjór
- og fleiri góðir réttir
Helga Matthíasdóttir frá Dalvík
leggur til uppskriftir í Matar-
krókinn að þessu sinni. Helga
vinnur sem kokkur á Pizza 67 en
áður vann hún í mötuneyti í
Stýrimannaskólanum á Dalvík.
Hún er þriggja barna móðir og
er sá elsti, Heiðar Sigurjónsson,
18 ára, Lóreley Sigurjónsóttir
er 15 ára og yngst er Herdís
Magnúsdóttir sem er á myndinni
með mömmu sinni.
Réttirnir sem Helga býður
upp á segir hún að séu allir
mjög fljótlegir nema kjúklinga-
rétturinn sem tekur lengri tíma
að gera. „En rétturinn er rosa-
lega góður og svolítið óvenju-
legur," segir hún, enda varla
hœgt að flokka bjór eða pilsner
undir hefðbundnar sósur. Hum-
arrétturinn er forréttur en það
er líka hœgt að nota sjávarrétt-
inn sem forrétt. Þá þarfbara að
minnka aðeins magnið en ann-
ars getur sjávarrétturinn líka
verið stakur réttur.
Helga skorar á Söndru vin-
konu sína í nœsta Matarkrók.
„Hún er portúgölsk en býr á Ak-
ureyri og er algjör snillingur í
matargerð, “ segir Helga.
Humar í ofni
(forréttur fyrir 4)
20 stórir humarhalar
30 gr. srnjör
4-5 marin hvítlauksrif
sítrónupipar
salt
‘á dl. koníak
'A dl. hvítvín
Humarinn lagður í ofnskúffu.
Smjörið brætt og sett í skál. Kon-
íak, hvítvín, hvítlaukur, salt og
pipar sett út í smjörið. Humarinn
penslaður með þessu. Ofnskúffan
sett efst í ofninn og bakað í 5-6
mínútur á 180° C hita. Borið fram
með brauði og fersku salati.
Blandaðir sjávarréttir
(fyrir 4)
1 bréf hörpudiskur
100 gr. rœkjur
100 gr. sveppir
1 rauð paprika
‘á rjómi
100 gr. rjómaostur
1 tsk. karrý
salt
pipar
Brytjið sveppi og papriku og
brúnið aðeins í smjöri. Kryddið
með salti, pipar og karrý. Fiskur-
inn settur út í, rjómanum hellt yf-
ir og þykkt með rjómaostinum.
Þetta er svo sett í álskeljar og ost-
ur yfir. Sett í ofn undir grill þar til
osturinn er bráðnaður. Borið fram
með ristuðu brauði.
Pastaréttur
Pastaslaufur
1 bréf pepperoni
200 gr. sveppir
1 rauð paprika
100 gr. rjómaostur
5-6 hvítlauksrif
sítrónupipar
salt
'A rjómi
smá mjólk
Pepperoni, sveppir, paprika og
hvítlaukur brytjað srnátt og brún-
að á pönnu. Rjóma, rjómaosti og
smá mjólk hellt út í og soðið
saman í 5 mínútur. Soðnu pasta
er svo bætt við. Gott að bera fram
með hvítlauksbrauði.
Kjúklingaréttur
1 kjúklingur
1 uxahalasúpa (Maggi)
1 laukur
ferskir sveppir
2-3 hvítlauksrif
rjómasletta
salt
pipar
Á lítri bjór eða pilsner
Kjúklingurinn brytjaður smátt og
skinnið tekið al'. Velt upp úr uxa-
haladufti, salti og pipar. Látið
bíða í 2-3 tíma. Laukur, hvítlauk-
ur og sveppir brúnaðir á pönnu.
Kjúklingurinn settur út í og brún-
aður. Á lítra af bjór hellt yfir og
látið malla í 30-40 mínútur. Smá
slettu af rjóma hellt í restina.
Borðað með hrísgrjónum. AI
Helga Matthíasdóttir og Herdís dóttir hcnnar seni er sex ára. Mynd: BG