Dagur - 02.09.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 2. september 1995
FRÉTTIR
Launaður framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 1998 ráðinn innan tíðar:
Ætlum að vera með besta landsmótssvæðið
- segir Sigfús Helgason, formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri
Aðalfundur Melgerðismela hf.
var haldinn fyrr í vikunni en að
félaginu standa félagsmenn í
þremur hestamannafélögum á
Eyjaíjarðarsvæðinu. Verkefni fé-
lagsins er að byggja upp aðstöðu
til mótshalds á Melgerðismelum,
en Landsmót hestamanna verður
Heldur færri
atvinnulausir
Atvinnulausum hefur heldur
fækkað á skrá hjá Vinnumiðlun-
arskrifstofu Akureyrarbæjar en
31. ágúst voru 407 á skrá, þar af
166 karlar og 241 kona, miðað
við 422 sem voru skráðir at-
vinnulausir í lok júlí.
Atvinnuleysisdagar í ágústmán-
uði voru hins vegar fleiri en í júlí.
í ágúst voru þeir 7928 en 7628 í
júlímánuði. I fyrra voru atvinnu-
lausir á skrá í lok ágúst 375 en 424
í júlflok. Atvinnulausum hefur því
ekki fækkað eins mikið í ágúst í ár
og í sama mánuði í fyrra. AI
haldið þar sumarið 1998. Á
fundinum var endanlega gengið
frá skipulagi svæðisins, og m.a.
ákveðið að byggja einn keppnis-
völl í viðbót. Sigfús Helgason,
formaður Léttis, segir fundar-
menn hafa verið samstíga um
það að hefja þegar á þessu hausti
af fullum krafti undirbúning fyr-
ir landsmótið, m.a. með jarð-
vegsframkvæmdum, útboði
verka o.fl., til dæmis við bygg-
ingaframkvæmdir á svæðinu.
í stjóm félagsins voru kosnir
Stefán Erlingsson og Garðar
Lámsson frá hestamannafélaginu
Létti á Akureyri, Bjarni Kristins-
son og Valdimar Hallsson frá
hestamannafélaginu Funa í Eyja-
fjarðarsveit og Guðni Sigþórsson
frá hestamannafélaginu Þráni á
Grenivík en stjómin mun velja
formann úr sínum röðum á fyrsta
stjómarfundi Melgerðismela hf.
Sigfús Helgason segir að ráð-
inn verði innan tíðar sérstakur
launaður framkvæmdastjóri
Landsmóts hestamanna 1998 en
það sé verkefni framkvæmda-
nefndar landsmótsins sem ekki
hefur enn verið skipuð. Það gera
stjómir þeirra 17 norðlensku
hestamannafélaga sem koma til
með að standa að landsmótinu.
Stefnt er að því að skipa fram-
kvæmdanefnd og ráða l'ram-
kvæmdastjóra landsmótsins í fyrri
hluta septembermánaðar á fundi
sem lfldega verður haldinn á Ak-
ureyri.
„Við ætlum að vera með besta
landsmótssvæði sem þekkst hefur
á landinu og okkur er það nauðsyn
til að sanna að það hafi verið rétt
ákvörðun Landssambands hesta-
manna að fela okkur framkvæmd-
ina árið 1998. Við óskuðum eftir
því að fá að sanna okkur og við
munum gera það eins og okkur er
einum lagið. Á Melgerðismelum
hafa verið haldin glæsileg fjórð-
ungsmót og þau gerast ekki betri.
Nú stendur til að gera svæðið enn
glæsilegra og stefna að glæsilegu
landsmóti. Mér finnst líklegt að í
framtíðinni verði landsmót haldin
til skiptis á Melgerðismelum og á
Vindheimamelum í Skagafirði
þegar landsmót verða haldin norð-
an heiða. Ég vona að ákvörðunin
um mótsstað 1998 hafi eytt þeirri
togstreitu sem vissulega hefur ver-
ið til staðar milli Eyfirðinga og
Skagfirðinga vegna mótsstaðanna.
Við höfum verið tilbúnir árum
saman en á okkur hefur ekki verið
hlustað fyrr en nú,“ sagði Sigfús
Helgason, formaður Léttis. GG
Biskupsstofa hefur enn ekki tekið ákvörðun um afleysingaprest
í Hrísey og á Árskógsströnd:
„Þetta óvissuástand er
alls ekki þægilegt"
- segir formaður sóknarnefndar Stærri-Árskógssóknar
" HLAÐBORÐSKAFFI "
Við höfum heitt á könnunni
á sunnudaginn frá kl. 14.30.
Allt heimabakað á fjölbreyttu hlaðborði.
Verið uelfeomin!
Gistiheimilið Engimýri
—t Öxnadal, sími 462 6838. j—
Sóknarprestur Hríseyinga og Ár-
skógsstrendinga, sr. Hulda
Hrönn Helgadóttir, er farin í
námsleyfi og mun dvelja í Edin-
borg í Skotlandi næsta árið.
Fleiri „yfirvöld“ Hríseyinga
verða í leyfi í vetur, því skóla-
stjóri grunnskólans, Einar Georg
Einarsson, sest á skólabekk í Há-
skóla íslands og mun Sigurður
H. Þorsteinsson gegna hans
störfum í vetur.
Fram til 15. október nk. mun sr.
Torfi Hjaltalín Stefánsson, sóknar-
prestur á Möðruvöllum sinna þess-
um prestaköllum. Hvað þá tekur
við er óráðið. Sigurlaug Gunn-
laugsdóttir, formaður sóknarnefnd-
ar Stærri-Árskógsóknar segist ekk-
ert hafa frétt um hvað þá taki við,
Haustdagskráin
í erobik
■ LIKAMSRÆKTIN
HAMRI
og M, r & I fer í fullan gang
mánudaginn 4. september.
♦ Tímar við allra hæfi, drífðu
þig strax af stað.
♦ Ókeypis bolur á fyrsta haust-
námskeiði.
Kl. Mánud. Þriöjud. Miövikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
11-12 M, r & I
12-13 Karlapúl Pallahr. 3
17.15-18 M, r&l
18.15-19 Pallapuð 2 Karlapúl Vaxtm.erob. 2 Karlapúl Pallahringur 2
19.15-20 Pallapuð 1 Pallapuð 3 Vaxtm.erob 1 Vaxtm.erob. 3 Pallahringur 1
Erobik og sól:
4ra vikna námskeið 3x í viku kr. 3.000 + 10 tíma mánaðarljósakort kr. 4.500 ítækjasalur innifalinn).
Lokaðir kvennatímar - Karlapúl
Vatnsgufubað, nuddpottur og frábærir Ijósabekkir.
Alltaf heitt á könnunni.
Mánaðarkort í tækjasalinn aðeins kr. 2.400, ótakmörkuð mæting.
Opið frá kl. 9.00-23.00 virka daga, til kl. 18.00 um helgar.
Ath! Munið ódýru morguntímana í Ijósabekkina, aðeins kr. 270, frá kl. 9.00-14.00.
Skráning og allar upplýsingar í
Hamri, símí 461 SOBO.
lmI (D
Greiðslukjör við allra hæfi
hvorki frá Biskupsstofu né prófasti
Eyjafjarðarprófastdæmis, sr. Birgi
Snæbjömssyni á Akureyri.
„Þetta óvissuástand er alls ekki
þægilegt en við eigum ekki ann-
arra kosta völ en að bíða og sjá til.
Sr. Torfi Hjaltalín sagði upp í vet-
ur og þá var þess farið á leit við
sr. Jón Helga Þórarinsson á Dal-
vík að hann leysti hér af, en síðan
dró sr. Torfi uppsögn sína til baka.
Samkvæmt samkomulagi milli
prestakallanna á Möðruvallaprest-
ur rétt á að leysa sóknarprest Hrís-
eyjar- og Árskógsstrandar af,“
sagði Sigurlaug Gunnlaugsdóttir.
Baldur Kristjánsson, biskups-
ritari, segir að nokkrir prestar víðs
vegar um landið, m.a. einn á
Norðurlandi, séu að fara í náms-
leyfi í októbermánuði og ekki sé
búið að ganga frá því hverjir leysi
þá af. Biskupsstofa hefur samband
við prófastana og biður þá um til-
lögur. Ekki hefur enn verið haft
samband við prófast Eyjafjarðar-
prófastdæmis en það verður gert
innan tíðar. GG
Ny hafnarvog byggö a Húsavík
Byggingu nýju hafnarvogarinnar á Húsavík er að Ijúka. Á myndinni er ver-
ið að leggja síðustu hönd á frágang fyrir malbikun við nýja vigtarhúsið og
reiknað er með að vogin verði tekin í notkun innan fárra vikna. Mynd: im
Visst uppgjafarhljóð komiö í marga
skipstjóra í Smugunni:
Sléttbakur og
Margrét á landleið
Lítil veiði hefur verið í Smug-
unni alla síðustu viku og veður
oft leiðinlegt. Að sögn Magnúsar
Magnússonar, útgerðarstjóra
ÚA, er komið nokkuð uppgjaf-
arhljóð í flotann en skipin hafa
verið dreifð um Smuguna. Það
er ólíkt því sem var í fyrra er
skipin voru á veiðum við norsku
landhelgismörkin og þannig
hindruðu þau óbeint fiskgöngur
í Smuguna á því svæði. Þá var
meira fiskað í botntroll en nú
eru flestir togaranna einnig með
flottroll.
ÚA-togarinn Sléttbakur EA
kemur tii Akureyrar á mánudags-
kvöld með 50 milljón króna afla-
verðmæti en hann hefur verið 44
daga í túmum, þar af 34 daga á
veiðum. Togarinn verður ekki
sendur aftur í Smuguna. Árbakur
EA kom í gær með fullfermi af
karfa til Akureyrar, og var afla-
verðmætið 8 milljónir króna.
Samherjatogarinn Margrét EA
kemur úr Smugunni á þriðjudag
með 180 tonn af frystum flökum.
Verðmæti þess er á bilinu 40 til 45
milljónir króna. Akureyrin EA er
enn í Smugunni og hefur veiði
gengið mjög vei. Skipið verður
einhverja daga enn í Smugunni.
GG