Dagur - 02.09.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 02.09.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 2. september 1995 - DAGUR - 3 Skipverjarnir fjórir af Málmey SK, sem gerðu sér dagamun og leigðu limosínu frá Sauðárkróki og til síns heima í Hafnarfirði. Með þeim á myndinni er bílstjóri bifreiðarinnar. F.v. Friörik Sigurðsson, Kjartan Ólafsson, Sigfús Magnússon, Jóhann Hilmar Haraldsson og bílstjórinn Árni Þorvaldsson. Myndir: ÁS Málmey SK til heimahafnar meö metafla: Kallinn er fískinn og skipið er gott - segir Sigfús Magnússon, skipverji, sem ásamt þremur öðrum tóku limosínu á leigu frá Sauöárkróki til Hafnarfjarðar eftir vel heppnaðan túr Það ríkti sannkölluð hátíðar- stemmning á Sauðárkróki á fímmtudag, þegar Málmey SK, togari Fiskiðjunnar Skagfírðings, kom úr Smugunni með metafla, 442 tonn af frystum flökum og aflaverðmæti upp á einar 105 milljónir króna. Þessi afli sam- svarar um 1000 tonnum af slægð- um fiski og er hásetahluturinn í þessum túr um 1 milljón króna. Málmey SK var keypt úr Hafn- arfirði og hluti áhafnarinnar býr einmitt þar. Fjórir skipverjanna ákváðu að gera sér dagamun og tóku glæsilega limosínu á leigu frá Akureyri og þeir létu því fara vel um sig á leiðinni suður. Aðrir úr áhöfninni, sem búa fyrir sunnan létu sér hins vegar nægja að fara með rútunni sem þeim stóð til boða. „Við fengum þessa hugdettu á leiðinni í land og vildum með þessu lyfta okkur aðeins upp eftir góðan túr. Ferðin til Hafnarfjarðar gekk vel en við gáfum okkur góðan tíma,“ sagði Sigfús Magnússon, einn fjórmenninganna sem fóru heim í limosínunni. Þessi túr togar- ans tók eina 47 daga og sagði Sig- fús að svona túrar tækju á mann- skapinn. Hins vegar væri gaman þegar gengi svona vel. „Túrinn gekk mjög vel og það gekk nánast allt upp. Það var ekkert um bilanir enda er þetta mjög gott skip. Það er góður mannskapur um borð og auk þess er „kallinn" rnjög fiskinn. Það slasaðist að vísu einn skipverji á fæti og við vorum fyrstir til þess að leita aðstoðar hjá læknin- um í borð í Óðni í Smugunni." Sigfús sagði að skipverjamir hefðu verið að reikna það út að gamni sínu og fengið þá niðurstöðu að skatturinn sem áhöfnin á Málm- ey borgar eftir þennan eina túr næg- ir til þess að greiða kostnaðinn við að senda Óðinn í Smuguna og ör- ugglega einhvem hluta af læknis- kostnaðinum líka. „Þannig að við fáum þetta ekki allt í vasann.“ KK | Málmey SK, kemur til heimahafnar á Sauðárkróki á fimmtudag, með met afia úr Smugunni. Þróunarverkefni i Valsárskóla á Svalbarseyri: Hefur nýst feykilega vel - segir Gunnar Gíslason, skólastjóri Valsárskóli á Svalbarðsströnd hefur undanfarna tvo vetur unn- ið að þróunarverkefni sem snýst um námsmat og að gera námið skilvirkara, en skólinn fékk styrk til verkefnisins úr þróun- arsjóði grunnskóla skólaárið 1993-94. í Valsárskóla em rúmlega 50 nemendur og segir Gunnar Gísla- son, skólastjóri, að verkefnið hafi að hluta til falist í því að fá utanað- komandi aðila til að meta skóla- starfið og draga fram einkenni skólans. Hinn hluti verkefnisins fólst í því að vera með gátlista í stærðfræði. „Gátlisti þýðir að mað- ur býr til lista yfir öll þau atriði sem maður ætlar nemendum að vera búnir að læra eftir hvert ár. Síðan er merkt inn á gátlistann eft- ir ákveðnu kerfi hvort þeir hafi lært þessi atriði eða ekki og þannig er reynt að fylgjast með því að ekkert fari fram hjá þeim. Þannig er unnið kerfisbundið að því að kenna það sem nemendur þurfa nauðsynlega að kunna til að kom- ast yfir á næsta stig,“ segir Gunnar og bendir á að með þessu móti sjái kennarar ekki aðeins betur hvort kennslan sé skilvirk, heldur geti nemendurnir sjálfir og foreldrar einnig betur áttað sig á hvemig þeir standi. „En þetta er fyrst og fremst vinna sem snýst í um námsmat og að gera starfið skil- virkara,“ segir hann. Fengu ekki framhaldsstyrk Gunnar segir að undirbúningsvinn- an hafi að mestu leyti verið unnin skólaárið 1993-94 þegar styrkur- inn fékkst og síðasta skólaár hafi farið í að pmfukeyra þessa gátlista. Staða verkefnisins nú væri þó nokkuð óljós. Sótt hafi verið um framhaldsstyrk til að klára verk- efnið en hann hafi ekki fengist og því sé meiningin að reyna að vinna að verkefninu jafnhliða kennsl- unni. „í vetur ræðst þetta af nokkr- um þáttum. Við emm að taka 9. bekk heim í vetur og eins emm við að flytja í nýtt húsnæði og þetta tvennt þýðir að við þurfum að skipuleggja starfið aðeins öðruvísi en við höfum gert undanfarin ár og það verður að hafa forgang áður en við getum farið að hella okkur út í þróunarverkefnið aftur.“ Gunnar segir að það sé visst vandamál með styrkina úr þróun- arsjóðinum að yfirleitt fáist aldrei sú upphæð sem þarf til að ljúka svona verkefni. Það gerist því ansi oft að þessi þróunarverkefni stöðv- ast hálfkláruð. Engu að síður segir Gunnar að vinnan í tengslum við verkefnið hafi skilað heilmiklu inn í starf Valsárskóla. „Það er ekki spuming, að þetta hefur nýst okkur alveg feykilega vel.“ segir hann. AI Akureyri: Samningur SH og Eimskips um vörugeymsluþjónustu í gær var undirritaður á Akur- eyri samningur milli Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Eimskips um vörugeymsluþjón- ustu á Akureyri. Samningurinn gildir frá 1. september 1995 og er til fjögurra ára. í samningnum felst að Eimskip muni annast alla vörumóttöku, lagerhald og afgreiðslu af umbúð- arlager SH á Akureyri en SH gerir ráð fyrir að flytja allt að 40% af umbúðarlager félagsins frá Reykjavík til Akureyrar í kjölfar aukinna umsvifa félagsins á Norð- urlandi. Fimm starfsmenn munu annast almenn lager- og afgreiðslustörf fyrir SH á umbúðalagernum, auk þeirra starfsmanna sem munu ann- ast vörudreifingu, segir í fréttatil- kynningu frá fyrirtækjunum. Til þess að mæta þörfum Sölu- miðstöðvarinnar um aðbúnað og aðstöðu þarf að framkvæma um- talsverðar endurbætur á hluta Oddeyrarskála, vöruhúsi Eimskips á Akureyri. í kjölfar þessara end- urbóta áformar Eimskip að bjóða vörugeymslu- og birgðastýringar- þjónustu í vönduðu húsnæði til annarra viðskiptavina félagsins á Norðurlandi. KK Rækjuvinnsla Meleyrar hf. á Hvammstanga: Fær hráefni af Sigurborgu, Jófri og Brimi - grálúða unnin í húsnæði skelfiskvinnslunnar Hráefnisöflun rækjuverksmiðj- unnar Meleyrar hf. á Hvamms- tanga hefur gengið sæmilega í sumar, nægilega vel til þess að halda úti vinnu í verksmiðjunni frá átta á morgnana til fimm á daginn. I kringum sjómanna- verkfallið í júnímánuði féllu þó niður nokkrir dagar. Hráefnið hefur fyrst og fremst komið af Sigurborgu VE-121 sem keypt var til Hvammstanga frá Vestmannaeyjum fyrr á þessu ári og af Jöfri ÍS-172 frá Hnífsdal sem er gerður út frá Hvammstanga. Jöfur-ÍS ísaði rækjuna fyrri hluta sumarsins og þá kom hún öll til vinnslu hjá Meleyri hf. Eftir það fór skipið á frystingu, m.a. í Flæmska hattinn, en þá fékk verk- smiðjan iðnaðarrækjuna til vinnslu. Einnig hefur rækjuvinnsla Meleyrar hf. fengið rækju af Brimi SU-383 frá Djúpavogi, bæði nteð- an skipið var á rækjuslóð fyrir Norðurlandi og eins meðan það var í Flæmska hattinum. í október- mánuði hefst væntanlega innfjarð- arrækjuveiði á Húnaflóa og þá mun aukast framboð rækju til vinnslu. Hjá rækjuvinnslu Meleyr- ar hf. starfa um 20 manns. Hjá Meleyri hf. hefur einnig verið unnin grálúða í sumar í húsa- kynnum þar sem skelvinnsla hefur verið og er gegnt rækjuvinnslunni. Stöðug og góð vinna hefur verið við þá vinnslu, byrjað sex á ntorgnana og unnið alla laugar- daga. Grálúðan hefur verið keypt af fiskmörkuðum um allt land, en nú standa yfir samningar um kaup á afla báts frá Fáskrúðsfirði. Afl- anum er þá ekið þaðan, um 560 km leið. Á miðvikudag var grá- lúðufarmur sóttur til Þorlákshafnar af enskum togara sem unnin verð- ur næstu daga. Athugasemdir voru gerðar í gærmorgun við löndun togarans þar sem togarinn hafði ekki tilkynnt Landhelgisgæslunni um komu skipsins til Þorlákshafn- ar. Guðmundur Tr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meleyrar hf„ segir aflann ltafa verið keyptan af fiskntarkaði í Þorlákshöfn og hann hafi farið á fjóra staði, um 27 tonn til Meleyrar hf„ og um mjög gott hráefni sé að ræða. Skelfiskkvóti Meleyrar hf. fór með sölu báta Meleyrar hf. og seg- ir Guðmundur Tr. Sigurðsson að þar með sé óvíst um framhald skelvinnslu hjá fyrirtækinu. Skel hefur þó verið unnin af og til í sumar en nú þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð verður hlé á henni. Verið er að athuga möguleika með kaup á skelfiskkvóta og gangi það eftir mun skelfiskvinnsla hetjast fljótt aftur á þessu hausti á Hvammstanga. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.