Dagur - 02.09.1995, Side 7
Laugardagur 2. september 1995 - DAGUR - 7
lega mikil vinna og maður verður
að vera stilltur inn á það að vilja
kynna sig og fara milli landa.
Þetta er líka ntínus peningalega.
Sumir fara hreinlega út á staði þar
sem þekktari deildin er, eins og
Erró og Sigurður Guðmunds í
Hollandi og fleiri. Ég hef bara
sent á sýningar og þá helst þegar
mér er boðið og hef hugsað mér
að láta það nægja. Nema ef eitt-
hvað dettur upp í hendurnar á mér,
þá mun ég sinna því. Ég held að
ég sé að vinna að smá kapítula í
íslenskri myndlist og er alveg sátt-
ur við að vera bara þokkalegur
kapítuli í íslenskri myndlist."
Reikna ekki með kollsteypu
- Með hverju reiknarðu í framtíð-
inni?
„Ég reikna nteð að reyna að
halda mínu, svo lengi sem ég mála
enn, kannski 10-20 ár. Það er ekki
gott að vita hvað ntaður verður
hraustur. Ég mun fyrst og fremst
halda áfram að grúska í landinu,
ftnna ný afbrigði á íslensku lands-
lagsntálverki. Ég hef aldrei tekið
virkilega kollsteypu og reikna
ekki með að ég eigi það eftir.
Suntir eru alltaf í heljarstökkum
og geta gert mjög gott í þeim. En
hjá mér urðu kaflaskipti eftir
fyrstu 10 árin, en aldrei nein helj-
arstökk því ég er ekki þannig inn-
réttaður. Ég held að ég þrjóskist
við að reyna að bæta það sem ég
er búinn að gera. Myndimar geta
tekið einhverjum breytingum, sótt
í að verða mýkri eins og á tímabili
og með dularfyllra landslagi. Ég
hef svolítið verið í því í 2-3 ár.
Það kemur þoka og sólmóða,
þessi ntjúka rómantík sem ég á
eftir að sinna betur. Ég finn að
þarna er eitthvað sem menn hafa
ekki sinnt og hægt er að gera
meira í, en ég er alltaf að reyna að
þróa eitthvað og vera ekki ofan í
öðrum.“
Dalurinn mjög ljóðrænn
- Aðaldalurinn hefur fóstrað
ntargt listhneigt fólk og hér eru
bæir margra skálda. Þú ert skyldur
listafólki.
„Ég er ákaflega slappur í ætt-
fræði. Fyrir löngu voru feðgar í
Laxárdal sent voru altaristöflu-
málarar. Þeir voru góðir, ekki
mikið lærðir en gerðu góða hluti.
Ég er skyldur þeirn.
Þorri sonur rninn er orðinn
sæmilega menntaður í myndlist.
Það var eins nteð hann og mig að
hann fór að skera sig úr um ferm-
ingu og þetta virðist liggja vel fyr-
ir honum. Ég veðja á að hann
verði góður, en þetta allt kostar
baráttu og menn verða að sýna dá-
litla hörku ef þeir ætla að sinna
þessu.
Auðvitað er ég skyldur öllu
rithöfundadæminu, bæði frá Fjalli
og Sandi. Það eru mörg skáld
rneðal forfeðranna. Hér voru skáld
og hagyrðingar á hverjum bæ og
ef menn gátu ekki lært ljóð og vís-
ur nokkuð hratt þóttu þeir annars
flokks.
Þrír fjórðu af því sem ég geri er
héðan úr Aðaldalnum, og það er
ekkert út í loftið að ég geti hvergi
annars staðar unnið. Mér fmnst
ómögulegt að vinna nokkuð af viti
nema hér. Ég held að dalurinn sé
mjög ljóðrænn. Hann er fínlegur,
mjúkur, fjölbreyttur og mjög list-
rænn. Landið hafði meiri áhrif á
myndimar mínar en fólkið, því ég
byrjaði snemma að grúska í land-
inu, dýrunum, fuglunum og öllu
lífinu.
Ef ég hefði ekki fengið þessa
málaradellu hefði ég sennilega
orðið ljóðskáld. Ég hef aðeins
prófað að yrkja ljóð og finnst
þetta skylt, tel að ég hefði getað
ort líka ef ég hefði sinnt því,“ seg-
ir Hringur, skáld ljóssins og lit-
anna í Aðaldalnum. IM
„Mér er eðlilegt að koma hér og vinna vel á sumrin.“ Hringur við nokkur nýjustu verka sinna sem verða á sýningunni á Húsavík.
Hringur og hlær við. Hann segir
að ekki gangi eins vel að selja fyr-
ir norðan og fyrir sunnan en sýn-
ingin sé ekki haldin til að safna
auði, heldur voni hann að eitthvað
af fólki komi til að sjá myndirnar.
í Haga er hann kominn með
góða vinnustofu og aðstöðu í
heilsársbústað þar sem hann finn-
ur óþrjótandi myndefni allt í
kring. Hann segist hafa gott sam-
band við fólkið sitt á staðnum,
enda skín birtan og oft gamansemi
frá verkum hans.
Vinnufriður og
jarðsamband
„Hér þekki ég landið svo vel og
finnst það svo ekta. Ég hef reynt
að fara annað en næ ekki almenni-
lega jarðsambandi. Hér er góður
vinnufriður og ég er vanur að
vinna hérna, eins og þegar ég var
strákur og vann eins og berserkur
við heyskap og annað slfkt á
sumrin. Mér er því eðlilegt að
koma hér og vinna vel á sumrin en
veturnir eru síðan rólegri fyrir
sunnan. Þar er ég að ganga frá
myndum fyrir sýningar, kenna
svolítið og fleira."
- Er ekki ntikil vinna við gerð
myndanna, það er t.d. eins og
hvert strá sé málað á mynd með
túni í bakgrunni?
„Sumt af þessu er svolítil
tækni. Hún kemur ekki eins og
skot heldur af margra ára þjálfun.
Mynd af grasbrekku sem gæti
virst hálfsmánaðarverk þarf ekki
að vera nema fjögurra daga vinna.
En ég vinn vel og hratt þegar ég er
að vinna. Ég vinn að minnsta kosti
átta tíma á dag.“
- Skortir þig aldrei myndefni?
„Það er eins og það rætist alltaf
úr því. Það kemur samt fyrir að ég
sit fram á nótt og grúska yfir því
hvað ég eigi að gera næst. Stund-
um hef ég skipulagt hvað ég ætla
að ntála en langar ekki að fást við
viðfangsefnið þegar að því kemur.
Þá þarf ég að fara að grúska. Oft
nota ég ljósmyndir eða teikningar,
tek part úr þeim og breyti þeirn
eitthvað eða tek tvær saman og þá
finn ég venjulega eitthvað sem
mig langar til að mála.“
Sáttur við að vera
þokkalegur kapítuli í
íslenskri myndlist
- Sækir aldrei að þér ótti við að
ímyndunaraflið þverri?
„Jú, það kemur fyrir og þá sest
ég niður og liugsa hvort ég hafi
þrælnotað allt og það er éins og
alltaf rætist úr. Ég finn nýjar leiðir
og þessi stíll býður líka upp á það.
Þó ég máli skyldar myndir reyni
ég alltaf að finna nýjan flöt. Enda
er ekki garnan að mála nema að
vera að gera þó nokkuð nýtt í
hverri mynd. Fyrst og fremst verð
ég að hafa gaman af og áhuga á að
vinna.“
- Ertu hamingjusamur með
þinn árangur eða viltu ná lengra,
verða þekktari erlendis?
„Nei, ég hef aldrei staðið í því
að koma mér á framfæri erlendis.
Það er mikil vinna og ég öfunda
þetta fólk sem er svo duglegt að
þrælast úti í löndum, kynna sig og
tala við gallerístjóra. Þetta er ótrú-
„Ef ég hefði ekki fengið þessa málaradellu hefði ég sennilega orðið Ijóðskáld."
Myndir: IM
J