Dagur - 02.09.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 02.09.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 2. september 1995 eyri,“ segir Jóhann. „Tækið býr yfir þeim eiginleikum að vera allt í senn hefill, ýta og vörubíll, auk þess að komast inn í Twin Otter vél og meiningin er að flakka með þetta milli flugbrauta,“ segir Jó- hann og bætir við að þetta tæki sé einungis eitt fjölmargra sérsmíð- aðra tækja sem Jóhann Gíslason hafi smíðað. „Hann tekur við þeg- ar allir spekingar heimsins hafa sagt að eitthvað sé vonlaust." Flugbrautir á færibandi Einn aðalkostur FN vélanna er að þær geta lent á stuttum vegalengd- um. Til að komast á loft þurfa þær þó lengri braut og segir Jóhann að helst þurfi 200 skrefa flugbraut sem er alþjóðleg lengd á flugvöll- um. Þegar lent er í fyrsta sinn er þó ekki alltaf um svo langa braut að ræða og þurfa flugmennirnir að skoða svæðið vel úr lofti áður en þeir lenda til að meta hvort hægt sé að búa til nógu langa flugbraut svo vélin geti hafið sig á loft. Þeir félagar kunna margar skemmtileg- ar sögur sem tengjast fyrstu lend- ingunni á nýjum stað. Jóhann hefur orðið: „Á Hval- rosodden (Rostunganes) er gömul veiðistöð og þar hafa menn hingað til talið að ekki væri hægt að lenda. Síríus hafði mikinn áhuga á að koma þama upp lendingarað- stöðu og við fundum blett á milli steina sem við gátum tyllt okkur á. Síðan ruddust Síríusmennimir út með verkfæri og dýnamít og eftir 2/ tíma var búið að ryðja þarna 200 skrefa alþjóðlegan flugvöll. Þetta er alveg dæmigert fyrir sam- starf FN og Síríus þar sem haft er að leiðarljósi að ekkert sé ómögu- legt fyrr en þú hefur sannprófað að það sé ómögulegt." Og önnur saga í svipuðum dúr: „Við áttum að skoða lendingar- stað á stað sem heitir Nyjonsbu. Við sáum að þama var melur sem var nánast láréttur á um 250 metra kafla. Vandamálið var hinsvegar að melurinn var þverspmnginn af sífrera, sem brýtur gjaman upp yfirborðið og myndast þá nokkurs konar skurðir og háir ruðningar sitt hvorum megin. Við gerðum nokkur aðflug til að skoða aðstæð- ur og í 10-12 atrennu lentum við. Þetta var mjög stutt og þegar við skrefuðum melinn sáum við að við höfðum haft 85 skref til um- ráða og vélin hafði stoppað eftir 65 skref. Við höfðum þessa sömu Síríusmenn með okkur og á rúm- um hálftíma var búið að fylla í annan skurðinn og við fengum 140 skrefa braut sem nægði okkur til að fara í loftið.“ Jóhann leggur áherslu á að þó oft virðist sem tekin sé nokkur áhætta þegar lent er í fyrsta sinn á nýjum stað sé alls ekki um neina fííldrifsku að ræða. Eitt af því fyrsta sem hermönnunum sé kennt er að þeir séu ekki Rambó og ekki eigi að tefla í tvísýnu að óþörfu. Stórkostleg fegurð -Margir sem hafa dvalið á Græn- landi eiga vart til orð til að lýsa fegurð landsins. Hver er ykkar upplifun á Grænlandi? „Landið er alveg stórkostlegt og öðruvísi en allt annað sem þú sérð í veröldinni. Það eru í raun forréttindi að fá að ferðast um svæði þar sem nánast enginn er og má heita að við þekkjum hvem einasta manri sem er á svæðinu,“ segir Jóhann. „Sagan er líka hluti af sjarmanum,“ bætir hann við og nefnir nokkur örnefni sem bera með sér ýmislegt sem hefur gerst á þeim stöðum sem þau eiga við. Ömefni á einum skaga sé t.d. „Hold with Hope“ eða „Haldið í vonina“ og á norðvesturhorninu sé höfn sem beri nafnið „Thank God Harbour" sem þýða mætti sem „Guði sé lof höfn“ og vel hægt að ímynda sér fögnuð nafngjafans þegar honum, eftir langa siglingu um ísilagðan sjóinn, tókst loksins að koma að landi. AI Eins og flestir vita hefur Flugfélag Norðurlands (FN) um árabil haldið uppi flug- samgöngum milli þéttbýlis- staða á Norðurlandi. Ef til vill eru þeir færri sem gera sér grein fyrir að innan- landsflugið er aðeins einn hluti af starfsemi flugfélags- ins og í tæp tuttugu ár hefur Síríus, sem er sérsveit innan danska hersins og sér um eftirlit á Grænlandi, verið einn stærsti og mikilvægasti viðskiptavinur félagsins. Jó- hannes Skírnisson og Ágúst Jóel Magnússon, eru ný- komnir úr tveggja vikna túr til Grænlands þar sem þeir flugu með vistir fyrir her- mennina og aðstoðuðu þá við að búa sig undir vetur- inn. Þeir bera hermönnun- um vel söguna og virðist sem almenn ánægja ríki á báða bóga með samstarfið milli hersins og flugfélags- ins. Síríus er sérsveit innan danska hersins og rekur sögu sína aftur til ársins 1941 en þá var nokkrum dönskum veiðimönnum á Græn- landi smalað saman og þeir látnir mynda varðsveit. Tilgangurinn með varðsveitinni var að hafa eft- irlit með austurströnd Grænlands, frá Scoresbysundi og norður á Hvalrosodden, sem er á 76 gráð- um norður. Sveitin átti að fylgjast með ferðum Þjóðverja sem reyndu ítrekað að koma upp veðurathug- unarstöð á þessum slóðum. Eftir stríð var hlé á starfsemi varðsveit- arinnar en þegar spennan fór að magnast milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, í upphafi Kalda stríðsins, var stofnuð ný sveit sem árið 1953 fékk nafnið Slædepatro- len Sirius, eða Sleðavarðsveitin Síríus. Á meðan á Kalda stríðinu stóð var fyrst og fremst um hern- aðareftirlit að ræða og átti sveitin að koma í veg fyrir að óvinurinn gæti komið sér upp aðstöðu en Sírius hermennimir þurfa líka að ferðast um svæðið til að Danmörk geti haldið tilkallinu á NA-Græn- landi og því heldur sveitin starf- semi sinni áfram þrátt fyrir að Kalda stríðið sé nú liðið undir lok. I Síríus eru 12 hermenn hverju sinni og er helmingnum skipt út á hverju ári. Hver hermaður er því í sveitinni í tvö ár, fyrra árið sem nýliði en það seinna sem foringi. Hinn dæmigerði Síríusmaður Jóhann og Ágúst hal'a fengið tæki- færi á að kynnast hermönnunum í Síríus nokkuð vel og greinilegt að ekki er um neina meðaljóna að ræða. Jóhann lýsir hinum dæmi- gerða Síríusmanni á eftirfarandi hátt: „Vöðvabúnt á þrítugsaldri sem er ávallt í góðu skapi og tekur hverju því sem að höndum ber af fullkomnu æðruleysi. Hann vinnur óhemjumikið og að hans mati er aldrei neitt vonlaust því á öllum vandamálum er til lausn.“ Slíkir afburðamenn finnast ekki á hverju strái og sum ár tekst ekki að finna sex hermenn sem uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og segir Jó- hann að þá sé reynt að semja við einhvem sem hefur verið áður svo hægt sé að halda starfseminni áfram. Hermennimir ferðast um á hundasleðum, tveir menn með einn sleða með 11 hundum fyrir, og þeir sem fara lengst ferðast upp í 3000 km yfir veturinn. Sleðamir eru reyrðir saman og engir naglar í þeim. Hermennimir smíða sleð- ana sjálfir sem þeir ferðast á en Ágúst og Jóhann ásamt þremur Síríus hermönnum fyrir utan gamlan veiðimannakofa. Samstarf FN og herdeildarinnar Síríus á Grænlandi: Ekkert er ómögulegt - fyrr en sannprófað er að það sé ekki hægt hugmyndin er að það sem þeir smíði sjálfir geti þeir sjálfir gert við enda langt í næsta verkstæði á þessum slóðum. Sleðahundarnir eru sérræktaðir og segja Jóhann og Ágúst að þetta séu stærstu sleðahundar í heiminum og geti vegið allt að 50 kílóum. FN nýtur mikillar virðingar Upphaflega var það danski herinn sem sá um flug fyrir Síríus á Ca- talina flugbátum. Síðan tók Græn- landsflug við og notaði þyrlur sem var mjög dýrt. Árið 1976 fór Flug- félag Norðurlands fyrst að fljúga fyrir sveitina. „Þetta er samstarf sem byrjaði smátt en er nú orðið gríðarlega umfangsmikið," segir Jóhann en félagið sér nú um alla flugþjónustu fyrir Síríus. Vélamar sem FN notar eru Twin Otter vél- ar og hafa STOL eiginleika (Sure Ágúst að hlúa að meiddum sleðahundi. Myndin er dæmigerð að því leyti að hún sýnir að FN flugmennirnir gera ýmislegt annað en að fljúga og ganga í öll störf með Síríus hermönnunum. Myndir: ájm take off and landing) sem þýðir að þær geta lent á mjög stuttri vallar- vegalengd. „Eiginlega eru þetta einu vélamar sem geta gert það sem þarf að gera,“ segir Jóhann en eitt af aðalverkefnum FN flug- mannanna er að fljúga með vistir í kofa, bæði sem Síríus hefur byggt og eins gamla veiðikofa, sem her- mennimir þræða á milli í vetrar- ferðunum til að byrgja sig upp af mat og öðmm nauðsynjum. „Twin Otter vélarnar eru búnar að sanna yfirburði sína og nú eru komnir lendingarstaðir við nánast hvem einasta kofa,“ heldur Jóhann áfram og leggur áherslu á að reynslan af þessu samstarfi sé mjög góð og Síríus reiði sig á FN hvað varðar alla flugþjónustu. „ís- lendingar hafa kynnt sig vel og flugmennimir hafa samlagast sveitinni að mörgu leyti. Þegar ekki er flogið, t.d. vegna slæms veðurs, sitjum við ekki og bíðum heldur göngum til allra verka með hermönnunum. Við njótum þess trausts að með okkur fljúga her- menn, sem eru vinir okkar og okk- ur þykja verðmætastir af öllum, og einnig hafa æðstu yfirmenn hers Danmerkur, ráðherrar og Smáatriðin skipta máli Þó FN fljúgi fyrir Síríus árið um kring má segja að aðalferðin á hverju ári sé síðla sumars þegar flogið er í alla kofana með vistir fyrir veturinn. „Það þarf að koma með bæði fisk fyrir hundana, mat fyrir mennina, skíði og annan út- búnað," segir Ágúst og segir miklu máli skipta að öll smáatriði séu í lagi. „I hverjum kofa er rað- að þremur eldspýtustokkum á borðið og upp úr standa eldspýtur þannig að hermennimir geta tekið utan um þær og kveikt í þeim þó fingur séu loppnir. Það er búið að opna alla olíubrúsa svo hægt sé að hella beint í miðstöðina og kveikja fljótt upp. Þannig er allt undirbúið vandlega enda aðstæðumar yfir veturinn ótrúlega harðar og því nauðsynlegt að huga að hverju smáatriði.“ Ferð þeirra Jóhanns og Ágústs var sérstök að því leyti að með í ferð var sérsmíðað tæki til að búa til flugbrautir. „Þetta er tæki smíð- að af Jóhanni Gíslassyni, ýtustjóra og uppfinningamanni frá Akur- Jóhann Gíslason, ýtustjóri og uppfínningamaður, að setja sérsmíðað tæki upp í Twin Otter. Tækið er allt í senn hefill, ýta og vörubíll. jafnvel konungsborið fólk flogið með okkur. Háttsettir herforingjar úr NATO herjum koma líka stundum í heimsókn og það var einmitt meðal verkefna FN í sum- ar að flytja marga af æðstu yfir- mönnum sumra NATO herjanna. Þannig að margt tengist þessu og flugfélagið nýtur gríðarlegrar virðingar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.