Dagur


Dagur - 02.09.1995, Qupperneq 15

Dagur - 02.09.1995, Qupperneq 15
UTAN LANDSTEINA Laugardagur 2. september 1995 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Johnny Depp og Kate Moss í innilegum samræðum. Ukaminn et besta mgbékin JOHNMY DEPí* fer ekki leynt með það að hann er öðruvísi en fólk er flest. Hann hefur nú upplýst að hann sker sjálfan sig með hnífi í hvert sinn sem eitthvað merkilegt ger- ist í ástarlífi hans. Þessi 32 ára leikari er með nokkur ör á hægri handlegg eftir að hafa byrjað þessa undarlegu hefð þegar hann missti sveindóminn 13 ára. Síðan þá hefur hann skorið sjálfan sig í handlegginn í upphafi og við lok hvers ástarsambands og eru leik- konurnar Winona Ryder, Sheri- lyn Fenn og Jennifer Grey í hópi þeirra sem skilið hafa eftir sig ör á upphandlegg kauða. Sennilega hefur núverandi unnusta hans, fyrirsætan KATE MOSS, fengið ör sér til heiðurs þegar þau byrj- uðu saman, „Þetta er auðvitað brjálæði en ég geri þetta til að minnast alls þess markverðasta sem gerist í lífinu. Ef tilfinning- amar rista mjög djúpt vill maður minnast þeina um aldur og ævi. Líkaminn er besta dagbókin," segir Depp um þessa óvenjulegu siði sína. Eldr enpabbi Ni Iýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum myndin Species og fékk hún mun meiri aðsókn en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þar fer tví- tug leikkona, MATASHA rlEMSTRIDGE, með eitt aðalhlut- verkið en hún er fyrrum fyrir- sæta og er spáð bjartri framtíð. Hún leikur hálfa mannveru og hálfa geimveru, sem búin er til á rannsóknarstofu. Hún sleppur frá skapara sínum og rannsakar heiminn. Nat- asha hefur oft setið fyrir Evuklæðum og segist ekki hafa átt í erfiðleikum nteð nektarsen- urnar en varð þó vandræðalegri þeg- ar karlmaður var kominn í spilið og ból- farirnar voru festar a filmu. Mótleikari hennar var leikarinn gamal- reyndi Alfred Molina. Natasha var taugaóstyrk og spurði Molina hversu gantall hann væri. Hann svaraði því til að hann væri 41 árs og þá tók stúlkan andköf. Pabbi er bara 38, kallaði hún upp yfir sig. Henni var þó huggun í því að Molina var ekki mikið reyndari í bólför- um fyrir framan ntyndavélarnar en hún og var alveg jafn tauga- óstrykur. Hann segist aðeins hafa leikið þrisvar sinnum í ástarat- riðum í myndum sínum og tvisv- ar hafi það verið með karlmönn- um Natasha Henstridge er talin eiga bjarta framtíð í leiklistinni. Brjúst- erekta Sagt hefur verið að ofurfyrir- sætan Naomi Campbell skipti um elskhuga eins oft og flest- ir aðrir skipti um nærföt. Nýlega sást hún í fylgd með sænskum strák sem á margt sameiginlegt með Na- omi, því hann er ofurfyrirsetill. Þetta er Markus Schenkenberg en hann þénar manna mest í tísku- bransanum í dag. Markus þessi er 27 ára og vann eitt sinn fyrir sér sem au-pair við barnapössun. Hann hefur oft þurft að hlusta á sögur um að hann og aðrir í sama fagi séu samkynhneigðir. „Mér finnst það ekki koma neinum öðrum við hvort ég er samkynhneigður eða ekki. Ég er með mína kynhneigð á hreinu en ef fólk heldur að ég sé hommi þá er það í lagi, það er alls ekkert athuga- vert við það,“ segir Markus, sem fyrst varð frægur í auglýsingum á Calvin Klein nærfötum. Hann hefur stæltan og glæsilegan líkama og í heimalandi hans hafa verið sögu- sagnir á kreiki um að hann sé með sílikon í brjóstunum, líkt og margar frægar fyrirsætur og leikkonur, auk þess sem hann er sagður upp- fullur af ster- um. Markus hlær að þessum sögum. „Brjóstkassinn er alveg ekta. Ég æfi fimm daga vikunnar en eins og flestir aðrir verð ég leiður á að lyfta og verð Naomi °8 Markus una sér vel saman en ef- . P ^ laust er hún knmin mig atram, meg nýjan ástmann í segir Markus. dag. Sænska djásniö. Markus Schenkenberg er eftirsóttasti fyrirsetill heims. Hinn jfu II komni MADONNA, sem mun leika Evu Peron í kvikmyndinni Evita í leikstjórn Alan Parkers, þráir að verða móðir og er nú að leita sér að hinum fullkomna föður. Þessi 37 ára söng- og leikkona missti móður sína þegar hún var aðeins 5 ára. Ég vil verða hin hefð- bundna móðir. Kannski er þetta örðin þráhyggja vegna þess að ég átti aldrei mömmu, segir Mad- onna. Draumamaðurinn yrði að vera kvenleg- ur. Menn sem eru kvenlegir að eðlisfari eru mun meðvitaðri um þarfir kvenna. Þeir menn sem ég hef mesta óbeit á eru þeir sem vilja ekki kannast við kvenlegt eðli sitt, segir Madonna. Hin djarfa Madonna segist tilbúin til að hægja á ferðinni og snúa sér að móöurhlutverkinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.