Dagur - 08.09.1995, Síða 1

Dagur - 08.09.1995, Síða 1
Þriggja ára áætlun íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar: Sundlaugin hafi forgang - stofnað hlutafélag um úrbætur knattspyrnumanna - íþróttahús á svæði Þórs Þriggja ára áætlun íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar var afgreidd frá ráðinu á fundi þess í fyrrakvöld. Þar er lögð fram stefna í uppbyggingarmál- um íþróttamannvirkja á næstu þremur árum og skiptist áætlun- in í fjóra liði. Forgangsverkefni verður að ljúka uppbyggingu sundlaugarinnar á næstu 2-3 ár- um. Önnur verkefni verða að bærinn hafi forgöngu um stofn- un hlutafélags sem hefur að markmiði að bæta aðstæður til knattspyrnuiðkunnar á Akur- eyri, að gerður verði bygginga- samningur við Þór um byggingu íþróttahúss á svæði félagsins og að lokum uppbygging aðstöðu skauta- og skíðafólks í tengslum við Vetraríþróttamiðstöð fslands á Akureyri. Sem fyrr segir hefur forgang að klára uppbyggingu Sundlaugarinn- ar. Á næsta ári er áætlað að klára nýja 25 metra laug og steypa grunn og kjallara fyrir nýtt sund- laugarhús, sem bætist við það eldra. Annar áfangi er að klára nýja húsið og tengja við það eldra og sennilega einnig íþróttahúsið í Laugargötu. Þriðji áfangi er breyt- ing á núverandi sundlaugarhúsi og síðast breytingar á núverandi sundlaug, en það er áfangi sem átti að fara í næst en var færður aftur fyrir. í þetta hafa verið áætlaðar 60-80 milljónir á næstu árum. Annað atriði þriggja ára áætlun- arinnar er að Ákureyrarbær hafi forgöngu um stofnun hlutafélags sem hafi að markmiði að bæta að- stæður til knattspyrnuiðkunar á Akureyri, t.d. með yfirbyggingu. Akureyrarbær leggi fram hlutafé á næstu tveimur til þrentur árum, allt að 60 milljónir, en jafnframt mun hlutafélagið leitast við að fá sem flesta til liðs við sig, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki. Þórar- inn E. Sveinsson, formaður ÍTA, sagðist gera sér vonir um að hægt verði að stofna hlutafélagið strax í þessum mánuði, eða um leið og bæjarstjóm hefur afgreitt málið. Að sögn Þórarins liggja fyrir kostnaðartölur um að 44-57 millj- ónir muni kosta að byggja vatns- og vindhelt skýli yfir hálfan fót- boltavöll og í því ljósi er talan 60 milljónir sett fram. Nú eru að klár- ast byggingastyrkir við félögin í bænum og í það hafa farið 34 milljónir á ári. Staðsetningu húss- ins yrði nýja hlutafélagið að ákveða. Þórarinn sagði það sína skoðun að athuga verði vel hvort ekki gæti verið hagkvæmur kostur að fara út í þessa framkvæmd í samvinnu við Skautafélagið eða jafnvel hestamenn. Þriðja atriði þriggja ára áætlun- arinnar er að gerður verði bygg- ingasamningur við íþróttafélagið Þór um byggingu íþróttahúss á svæði félagsins, þannig að greiðslur geti hafist ekki síðar en á árinu 1998. „I mínum huga er ekki spum- ing hvort heldur hvenær ráðist verð- ur í þetta verkefni og þess vegna vil ég að bæjarstjóm lýsi þessu yfir hér og nú,“ sagði Þórarinn. Fjórða atriði áætlunarinnar snertir úrbætur skauta- og skíða- fólks, þ.e. uppbyggingu Vetrar- íþróttamiðstöðvar Islands, sem er sameign ríkisins og Akureyrar- bæjar og var stofnuð sl. vetur. Þórarinn er formaður nýskipaðrar stjómar miðstöðvarinnar og verð- ur fyrsti fundur hennar væntan- lega í næstu viku. HA A næsta ári er áætlaö að Ijúka við 25 metra laug og steypa grunn og kjallara fyrir nýtt sundlaugarhús. Mynd: BG Tónlistarskólinn á Akureyri: Nemendur heldur fleiri en í fýrra Tónlistarskólinn á Akureyri verður settur sunnudaginn 17. september klukkan 18:00 á sal Tónlistarskólans. 524 nem- endur hafa sótt um skólavist sem eru heldur fleiri en í fyrra. Guðmundur ÓIi Gunnarsson, skólastjóri, segir að verið sé að leita leiða til að geta tekið við þessum fjölda en skólinn hafi ekki fengið neitt aukafjármagn til að bregðast við aukinni að- sókn. Það sé því ekki útséð enn hve mörgum nemendum verður hægtað taka við í vetur. Guðmundur segir að cin- setning grunnskólans valdi nokkrum vanda í starfsemi Tónlistarskólans. „Við óbreytt fyrirkomulag mun starfsdagur kennara í tónlistarskóla, sem á bam í grunnskóla, verða þann- ig að kennarinn þarf að vakna og koma baminu í skóla og þegar barnið kemur heim getur foreldrið farið niður í Tónlist- arskóla að kenna, því fyrr verða engir nemendur til að kenna þar sem þeir verða allir í skólanum," segir Guðmundur og þykir þetta slærn framtíðar- sýn fyrir tónlistarkennara sem eru með fjölskyldur. „Við þessu þarf að bregðast á einhvern hátt en við höfum í sjálfu sér enga töfralausn á þessu vandamáli,“ segir Guð- mundur en ekki er gert ráð fyr- ir neinum skipulagsbreytingum á starfi Tónlistarskólans í velur vegna einsetningar grunnskól- ans. AI Skagstrendingur hf. rekinn með 20 milljóna tapi fyrstu sex mánuði ársins: Stefnum að því að vera með þrjá öfluga frystitogara eftir uppstokkun Utgerðarfyrirtækið strendingur hf. á Skag- Skaga- strönd var rekið með 20 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði Norðurland: Fyrstu fjárréttir haustsins í dag Fyrstu íjárréttir á Norður- landi á þessu hausti fara fram í dag en þá verður réttað í Landsrétt í Öxarfirði og Gróf- argilsrétt í Seyluhreppi í Skaga- firði. Það ríkir jafnan mikil eftir- vænting eftir réttum á hverju hausti og bæði sveitafólk og fólk úr þéttbýlinu tekur þátt í réttar- störfum af miklum áhuga. Á morgun, laugardag, verður svo réttað í Tungurétt í Öxarfirði, í Auðkúlurétt í A- Húnavatns- sýslu, í Miðfjarðarrétt og Hrúta- tungarétt í V-Húnavatnssýslu, í Illugastaðarétt og Víðikersrétt í S- Þingeyjarsýslu og í Skarðarétt í Skagafirði. Stóðréttir eru oftast nokkuð seinna á ferðinni en fjárréttir en þó verður réttað í Miðfjarðarrétt í V-Húnavatnssýslu á morgun, laugardag og nk. föstudag verður hrossastóð rekið til réttar í Mæli- fellsrétt í Skagafirði. I Degi í gær voru birtar tíma- setningar helstu fjár- og stóðrétta á Norðurlandi á þessu hausti. KK - segir Oskar Þórðarson, framkvæmdastjóri ársins sem er 4% af veltu tíma- bilsins. Á sama tíma á sl. ári var rekstrartapið 10 milljónir króna og rekstrartekjur lækkuðu um tæpar 50 milljónir króna milli ára, voru 554 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins 1994 en eru 507 milljónir króna fyrstu sex mánuði þessa árs. Óskar Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, segir að með sölu á togaranum Amari gamla HU-101 til Samherja hf. á Akureyri og Amari HU-1 til Royal Greenland sé verið að snúa þessari þróun við en þessi afkoma sé óviðunandi. Við þessar breytingar á útgerðinni rnuni skuldir fyrirtækisins lækka um allt að 500 milljónir króna þegar allt er gengið í gegn en áhrifa aðgerðanna mun ekki gæta að marki fyrr en á árinu 1996. Verið er skoða kaup á frysti- skipi í stað Amars HU-1 og eins og fram hefur komið hefur útgerð- in fest kaup á rækjufrystitogara frá Grænlandi í stað Arnars gamla HU- 101. „Við stefnum að því að vera Sala á Arnari HU er aögerð til að snúa við rekstri Skagstrendings. með þrjá öfluga frystitogara eftir þessa uppstokkun á fyrirtækinu, ekkert „súperskip“ eins og Arnar HU en heldur ekkert mjög gamalt skip. Skipið sem kemur frá Græn- landi er smíðað 1977 en er með nýrri vél og spilum sem endumýj- að var árið 1986,“ sagði Óskar Þórðarson. Togarar Skagstrendings hf. hafa ekki verið á rækjuveiðum undanfarin ár nema í mjög óveru- legu mæli þar til nú er þetta skip fer á slíkar veiðar hér á heimaslóð og einnig í Flæmska hattinn. Sá hluti aflans sem ekki fer í pakkningar á Japansmarkað, þ.e. iðnaðarrækjan, fer til vinnslu hjá rækjuverksmiðju Hólaness hf. á Skagaströnd. Eftir að gengið var frá sölu á Amari HU-1 til Grænlands í júlí- mánuði sl. hefur gengi hlutabréfa félagsins farið hækkandi og tölu- vert verið sóst eftir bréfum í félag- inu en gengi hlutabréfanna er um 3,0 en var 2,5 í aprílmánuði sl. Hjá Kaupþingi Norðurlands feng- ust þær upplýsingar að frá 1. júlí sl. hefðu verið seld hlutabréf í Skagstrendingi hf. fyrir um 17 milljónir króna, eða liðlega 5 milljónir króna að nafnvirði. Stærstu hluthafar í Skagstrend- ingi hf. er Höfðahreppur með 26%, Burðarás hf. með 12%, Jökl- ar með 6%, Sveinn Ingólfsson með 5%, Tryggingamiðstöðin hf. með 4%, Hólanes hf. með 3% og Bjöm Rúríksson með 2% en alls eru hluthafar 503 talsins. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.