Dagur - 08.09.1995, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 8. september 1995
FRÉTTIR
Halldór Blöndal, samgönguráöherra, segir aö sér „líði óskaplega vel í ríkisstjórnni“:
Ráðherrar sem kunna að þegja
Halldór Blöndal, samgönguráð-
herra, segir að með Sjálfstæð-
isflokki og Framsóknarflokki
hafi tekist mjög gott samstarf í
ríkisstjórn og hann notar þau orð
að „sér líði óskaplega vei í ríkis-
stjórninni“. Hann er ágætlega
sáttur við afgreiðslu stjórnar-
flokkanna á íjárlagafrumvarpinu
sem nú hefur fengið grænt ljós
þingmanna beggja flokka.
„Fjárlagafrumvarpið verður lagt
fram með eins og við höfum stefnt
að fjögurra milljarða halla. Við
vonumst til þess að geta staðið við
það. A næsta ári verður síðan reynt
að ná jafnvægi í rflcisbúskapnum.
Það verður auðvitað erfitt verk, við
verðum að ráðast á ýmsa rekstrar-
liði. En á undanfömum áratugum
hefur ríkið safnað skuldum sem
við verðum að horfast í augu við
og við getum ekki haldið áfram á
sömu braut.“
- Er jafnvœgi í ríkisbúskapnum
forsenda vaxtalækkunar?
b “ BNGIN HÚS jTfj jj
[J
5
d
S3
AN HITA
Blöndunar
Nýjar gerdir
Gott verb
Okkar verð er
alltaf betra
W3Í3
Verslift
vi&
fagmann.
j| DRAUPNISGÖTU 2 ■ AKUREYRI
jj SÍMI 462 2360
‘i Op/ð á laugardögum kl. 10-12. U
BHQQBBBBBBBySByQBBBBBBQBQQyQBBBBU
Ibisley
skjaiaskápar
BI5LEY skjalaskáparnir
eru einfaldlega betri
LVUTÆKI
Furuvöllum 5 ■ Akureyri
Sími 462 6100
L______________________Á
„Það stuðlar
að lægri vöxtum
og hilt er það að
hér hefur verið
aukið þjónustu-
stig á mörgum
sviðum án þess
að nokkur hafi í
rauninni óskað
eftir því. Rekstur
ríkisins hefur vaxið of mikið, hrað-
ar en þjóðartekjumar, meira en af-
rakstur þjóðarbúsins, og þannig
getum við ekki haldið áfram.“
- Verðurþá ekki aðfœkka ríkis-
starfsmönnum?
„Ef við vinnum betur verkin og
skilum betri afköstum eða hættum
að sinna því sem óþarft er, þá
fækkar þeim sem koma að slíkum
störfum. Við getum þá kannski
nýtt starfskraftana til annars betra,
ef okkur tekst að halda vöxtum og
opinberum gjöldum niðri og ef
okkur tekst að bæta rekstrarum-
hverfi fyrirtækja."
- Telurðu, eins og töluvert hef-
ur verið í umrœðunni að undan-
förnu, að skattar séu einfaldlega
orðnir ofháir?
„Ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að við höfum verið of
kærulausir í skattlagningu, bæði
sveitarfélög og ríki. Við höfum
hins vegar ekki verið að tala um að
lækka skatta, við erum að reyna að
halda í horfinu og koma niður rík-
isútgjöldum. En okkur hefur tekist
að breyta sköttum og lækka skatta
á fyrirtækjareksturinn, þannig að
skattalegt umhverfi fyrirtækja er á
við það sem best gerist annars
staðar."
- Fjölskyldufólk kvartar undan
skattbyrðinni og töluvert margar
fjölskyldur liafa verið að flytja úr
landi að undanförnu. Er ekki kom-
ið út á hœttulega braut í skattlagn-
ingu á fjölskyldufólk?
„Skattkerfið er mjög flókið og
sömuleiðis styrkjakerfið hér sem
og á Norðurlöndum. I nágranna-
löndunum er atvinnuleysið meira
en hér og það er alveg augljóst ef
við berum saman lífskjör hér og í
nágrannalöndunum, þá geta ekki
allir á íslandi verið með miklu
verri kjör en allir í hinum löndun-
um. Einkaneyslan hér á landi sýnir
að við stöndum nágrannaþjóðunum
ekki langt að baki. Ef við viljum
hins vegar setja meiri kraft í að
auka kaupmátt launa og bæta lífs-
kjörin, þá verðum við að leggja
áherslu á að auka útflutningstekj-
umar. Forsenda þess er sú að af-
rakstur þjóðarbúsins vaxi jöfnum
höndum við lífskjörin.“
- En það er staðreynd að marg-
ir hafa verið að flytja aflandi brott
á síðustu misserum.
„Það koma líka margir til baka
og á þessu er áramunur. Sum árin
tala fjölmiðlar mikið um að fólk
flytji úr landi, en fjölmiðlar tala
minna uin þegar þetta snýst við.
Mér fínnst of mikið af því þessa
dagana að menn séu í fjölmiðlum
að kvarta yfir öllum hlutum og mér
finnst fjölmiðlar vera svolítið rolu-
legir að þessu leyti. En það alveg
rétt að |iað eru margir að flytja úr
landi, en það eru lfka margir að
koma heim.“
- Nút virðist samkomulagið í
ríkisstjórninni vera nokkuð gott, ef
horft er til þess að fjárlagafrum-
varpið rann í gegnum báða stjórn-
arflokka án stórátaka?
„Upphlaup í fjárlagagerð þýðir
einungis það að í rfldsstjóminni eru
menn sem ekki kunna að þegja.“
- Það vill segja að núsitjandi
ráðherrar kunna það?
„Já, já.“
- Ertu ánœgður í þessari ríkis-
stjórn?
„Mjög ánægður.“
- Anœgðari en í ríkisstjórn með
krötum?
„Mér líður óskaplega vel í ríkis-
stjóminni. Okkur hefur tekist að ná
saman um það sem við emm að
fást við.“
- Nú eru í gangi miklar opin-
berar framkvœmdir á Norðurlandi
eystra, ég nefni viðbyggingu FSA
og vegaframkvœmdir. Verður eng-
in breyting á áœtlun um þessar
framkvœmdir samkvœmt fjárlaga-
frumvarpinu?
„Við erum ekki búnir að af-
greiða fjárlagafrumvarpið og ég
tala ekki um það fyrr en það hefur
hlotið afgreiðslu. Þú færð ekkert
upp úr mér um þetta,“ sagði Hall-
dór Blöndal. óþh
Halldór Blöndal.
Staðan verri
en ég bjóst við
- segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokks
Valgerður Sverrisdóttir, þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins og þingmaður Norður-
lands eystra, segir að útgjöld
ríkisins verði meiri á næsta ári
en yfirstandandandi ári og því
sé vart hægt að tala um fjárlaga-
frumvarpið sem niðurskurðar-
frumvarp. Hins vegar séu niður-
stöðutölurnar fjarri útgjaldaósk-
um ráðuneytanna.
Valgerður sagði að þrátt fyrir
að fjárlagavinnan hafi farið fram á
lágum nótum hafi þetta verkefni
verið afar erfitt, kjarasamningamir
hafi kostað sitt og ríkissjóður hafi
orðið af umtalsverðum tekjum
vegna afnáms tvísköttunar á líf-
eyri. Valgerður sagðist fúslega
viðurkenna það að staða ríkissjóðs
og fjárlagadæmið væri því erfið-
ara en hún hefði ímyndað sér.
Eins og fram
hefur komið er
markmið stjórn-
arflokkanna að
ríkissjóður verði
ekki rekinn með
meiri halla en
sem nemur fjór-
um milljörðum
króna. Gangi
þetta eftir verður
hallinn á næsta ári um helmingi
minni en á yfirstandandi ári. Val-
gerður sagðist auðvitað gera sér
Ijóst að útgjöldin eigi eftir að auk-
ast í þinginu, en því verði þá að
mæta með því að skera niður á
móti eða auka tekjurnar.
- Sérðu fyrir þér að stórfram-
kvæmdum á vegum ríkisins verði
frestað á nœsta ári?
„Það verður öllum þeim stór-
framkvæmdum frestað á næsta ári
sem hægt er að fresta."
- Hvað með einstakar stór-
framkvæmdir í Norðurlandskjör-
dæmi eystra?
„Ég geri mér alveg grein fyrir
að mitt kjördæmi sleppur ekki frá
niðurskurðinum, en ég get ekki á
þessu stigi nefnt neinar sérstakar
framkvæmdir."
Valgerður segist sammála því
að ekki verði gengið lengra í að
hækka skatta á almenning. „Við
erum alveg hörð á því í Fram-
sóknarflokknum að skattahækkan-
ir komi ekki til greina og það
verður reynt að stíga skref í því að
lækka jaðarskattana fyrri hluta
kjörtfmabilsins."
- Þú segir að staða ríkissjóðs
sé verri en þú hafðir gert ráð fyr-
ir. Mun Framsóknatflokkurinn í
Ijósi þess geta efnt kosningaloforð
sín?
„Já, ég held að við getum gert
það. Við lofuðum kjarabótum, en
tókum fram að það yrði á síðari
hluta kjörtímabilsins. Þess vegna
erum við nú að búa í haginn fyrir
síðari hlutann. Við erum alveg
sannfærð um það að það verður að
ná niður þessum halla á rík-
isrekstrinum til þess meðal annars
að lækka vexti. Einnig má ekki
gleyma því að halli á fjárlögum
hefur meiri áhrif á íslandi en víð-
ast annars staðar vegna þess hve
hagkerfið er smátt og þjóðhags-
legur sparnaður er lítill. Svo má
ekki gleyma því að til þess að
byggja upp tiltrú á efnahagsstefnu
ríkisstjómarinnar er nauðsynlegt
að leggja fram raunhæft fjárlaga-
frumvarp." óþh
Málverkasýning
Söngur og dans í Árskógi 9. og 10. september
í tilefni 100 ára árstíðar
Freymóðs Jóhannssonar, 12. september.
Flutt æviágrip listamannsins, einnig lög og Ijóð
12. september.
Sýnd verða málverk og teikningar eftir Freymóð.
Laugardaginn 9. september hefst dagskráin kl. 15.
Adgangur ókeypis en Kvenfélagid Hvöt selur kaffiveitingar.
Sunnudaginn 10. september, málverkasýning
og kaffisala frá kl. 13-17.
Undirbúningsnefnd.
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð samþykkii á fundi
sínum í gær að Akureyrarbær
kaupi húseignina Sæból í
Sandgerðisbót af Lífeyrissjóði
sjómanna. Húseignin er á
bráðabirgðastöðuleyfi og í
samræmi við reglur bæjar-
stjórnar um kaup á slíkum
eignum er kaupverð kr.
619.000.-. Bæjarlögmanni var
falið að ganga frá samningi um
kaupin og tæknideild að láta
rífa húsið.
■ Bæjarráði hefur borist erindi
frá héraðsnefnd Eyjatjarðar,
þar sem leitað er eftir samstarfi
við Akurcyrarbæ um bruna-
vamir og þess óskað, að bær-
inn tilnefni fulltrúa til við-
ræðna við nefndina um málið.
Bæjarráð hefur óskað eftir um-
sögn slökkviliðsstjóra um er-
indið, sem skilað verði til bæj-
arráðs fyrir 18. september nk.
■ Bæjarráði hefur borist erindi
frá félagsmálaráðuneytinu, þar
sem tilkynnt er um ákvörðun
ráðuneytisins um stuðning við
Menntasmiðju kvenna á Akur-
eyri sem þróunarverkefni í tvö
skólaár, 1995-1996 og 1996-
1997. Hvort ár mun ráðuneytið
leggja fram til verkefnisins kr.
1.500.000.-. Við framkvæmd
verkefnisins skal hafa samráð
við starfsmenntaráð og vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
neytisins og senda ráðuneytinu
í lok hvors árs yfirlit um fjár-
hagslega stöðu og útgjöld
verkefnisins. Bæjarstjóra var
falið að leita frekari skýringa á
fjárveitingu lil verkefnisins.
■ Guðmundur Guðlaugsson,
yfirverkfræðingur, hefur með
bréfi til bæjarráðs sótt um
námsleyfi til endurmenntunar
frá 1. desember 1995 til 1. júní
1996, í samræmi við samþykkt
bæjarstjómar um námsleyfi
fyrir starfsmenn Akureyrarbæj-
ar. Bæjarráð samþykkti að
verða við erindinu.
■ Bæjarráð hefur samþykkt að
erindum sem kunna að berast
um niðurfellingu eða lækkun á
útsvari vegna fjárhagserfið-
leika eða sjúkleika gjaldanda
verði framvegis vísað til ráð-
gjalardeildar til faglegrar um-
fjöllunar og afgreiðslu.
■ Bæjarráð hefur hafnað erindi
frá Náttúrulækningafélagi Ak-
ureyrar, þar sem leitað var eftir
styrk úr Bæjarsjóði til þess að
mæta hækkun á fasteignaf-
gjöldum af húseigninni Kjarna-
lundi.
■ Bæjarráði hefur borist erindi
frá Randers, þar sent boðað er
til fundar með fulltrúum frá
norrænu vinabæjunum um auk-
ið samstarf á sviði heilbrigðis-
og öldrunarmála. Gert er ráð
fyrir að tveir fulltrúar frá
hverjum vinabæ sæki fundinn
og verði hann haldinn f Rand-
ers í október eða nóvember nk.
Bæjarráð fól félagsmálastjóra
að svara erindinu.
■ Ámi V. Friðriksson, Magnús
Gauti Gautason og Baldvin
Valdimarsson, hafa verið end-
urkjörnir í stjóm Fóðurverk-
smiðjunnar Laxár hf. til eins
árs. Til vara eru Jóhann A.
Jónsson, Einar Sveinn Ólafs-
son og Öm Þórsson.
■ Bæjarráð hefur tilefnt Jakob
Bjömsson, bæjarstjóra, og Sig-
urð J. Sigurðsson, bæjarráðs-
mann, til samningaviðræðna
við Jón Hjaltason, sagnfræð-
ing, um l'ramhald á ritun sögu
Akureyrar.