Dagur - 08.09.1995, Síða 3
T
f
PPOt" -laHrnQtn/ap P i! iiichi itpnP — Pl IflAn — C
Föstudagur 8. september 1995 - DAGUR - 3
c^ÖNÖUM /i
FRÉTTIR
B0LUR FYLGIR HVERJU 10 TIMA - 3JA MANAÐA KORTI
Minnisvarði um sr. Friðrik
Friðriksson afhiúpaður
Næstkomandi sunnudag, 10.
september, kl. 14 verður afhjúp-
aður minnisvarði um séra Frið-
rik Friðriksson, æskulýðsleið-
toga og stofnanda KFUM og
KFUK, á fæðingarstað hans,
Hálsi í Svarfaðardal.
Húsfreyjan að Hálsi, Guðrún
Þorsteinsdóttir, mun afhjúpa
minnisvarðann, Kór Dalvíkur-
kirkju syngur sálma eftir sr. Frið-
rik Friðriksson og séra Jón Helgi
Þórarinsson, sóknarprestur á Dal-
vík, annast bænagjörð.
Að afhjúpuninni lokinni verður
farið í safnaðarheimili Dalvíkur-
kirkju þar sem boðið verður til
kaffidrykkju. Við það tækifæri
mun dr. Sigurbjöm Einarsson,
biskup, flytja ræðu um sr. Friðrik
Friðriksson. Kór Dalvíkurkirkju
syngur og leiðir almennan söng.
Síðar um daginn, nánar tiltekið
kl. 17, verður hátíðarmessa í Dal-
víkurkirkju í tilefni 35 ára vígslu-
afmælis kirkjunnar. Dr. Sigur-
björn Einarsson, biskup, predikar.
Allir eru velkomnir að vera
viðstaddir afhjúpun minnisvarð-
Sr. Friðrik Friðriksson.
ans og þiggja kaffi í safnaðar-
heimili Dalvíkurkirkju.
Þess má geta að þeir sem stóðu
að því að reisa minnisvarðann um
sr. Friðrik Friðriksson eru nokkrir
áhugamenn um minningu hans.
Náið samstarf hefur verið haft við
ábúendur á Hálsi og Vegagerð rík-
isins um staðsetningu minnisvarð-
ans. óþh
Alvarlegt vinnuslys um borð í Óðni:
Skipverji fluttur með
þyrlu til Hammerfest
Alvarlegt slys varð um borð í
varðskipinu Óðni í gær þar sem
það var með Vestmannaeyjatog-
arann Sindra í togi í leiðinlegu
veðri. Að sögn Helga Hallvarðs-
sonar, skipherra hjá Landhelgis-
gæslunni, slitnaði keðja með
þeim afleiðingum að einn skip-
verja fótbrotnaði á báðum fótum
og rifbeinsbrotnaði.
Þyrla frá norsku strandgæsl-
unni sótti hann og flutti á sjúkra-
hús í Hammerfest. Óðinn mun
draga togarann í átt til Tromsö þar
sem norskur dráttarbátur tekur við
skipinu. Nokkur erill hefur verið
hjá lækninum um borð í Óðni, þó
ekkert mjög alvarlegt hafi komið
upp að þessu slysi undanskildu,
þó hafa ýmsir hlotið mar og brák-
ast. Óðinn hélt í Smuguna 21.
ágúst og verður í allt að tvo mán-
uði ef þjónustunnar verður enn
þörf, þ.e. ef einhverjir íslenskir
togarar verða þá enn í Barentshaf-
inu. GG
Aðeins smá-
loðna fannst
Loðnuskipið Hólmaborg frá
Eskifirði fékk um 170 tonn af
loðnu í tveimur köstum um 90
mflur norður af Horni, eða um
10 mflur innan grænlensku lög-
sögunnar. Þijú skip hafa verið
við loðnuleit fyrir Norðurlandi.
Þessar veiðifréttir kveiktu von-
ameista hjá ýmsum en hann kóln-
aði verulega þegar fréttist að um
smáloðnu var að ræða. Frekari
aflafréttir hafa ekki borist af þessu
svæði. GG
Fleecefatnaður
í úrvali, s.s jakkar, buxur, peysur, húfur, lúffur,
lambhúshettur, eyrnaskjól o.fl.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem er.
Saumastofan HAB
Árskógsströnd, sími 466 1052.
P.S. Fatnaðurinn fœst einnig í versluninni Gilitrutt, Kaup- \
vangsstrœti, Akureyri, sími 462 1 916,
ásamt prjónavörum og handverksmunum.
THvalin ®*íavara!