Dagur - 08.09.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. september 1995
LEIÐARI------------------
Talnaleikfimin
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 464 1585, fax 464 2285),
FROSTI EIÐSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
Talnaleikfimi hefur um langa hríð verið sérgrein ís-
lenskra stjórnmálamanna. Þeir byggja málflutning
sinn að stórum hluta á óskOjanlegum hagfræðistærð-
um sem eru til þess fallnar að rugla fólk í ríminu og
sjá tO þess að hinn venjulegi Jón Jónsson stendur eft-
ir sem stórt spurningarmerki. Oft á tíðum er engu lík-
ara en stjórnmálamennirnir hafi ekki hugmynd um
hvað þeir eru að tala þegar þeir beita talnaleikfiminni,
þeir skýla sér á bakvið hana og telja sjálfum sér og
öðrum trú um að hún sé lykOatriðið í því að teljast trú-
verðugir stjórnmálamenn.
Þessi hugsun pólitOcusanna er vitaskuld hinn mesti
misskilningur. Almenningur sér í gegnum háfleyga og
óskiljanlega pólitík sem byggist á vísitölum, meðaltöl-
um og prósentum. Hann sér að á bakvið slíkan mál-
flutning er málefnaleg fátækt stjórnmálamannanna.
Þeir geta ekki komið fram með staðreyndir á manna-
máli, hafa ekki hugmynd um hvernig á að miðla upp-
lýsingunum tO fólks á skOjanlegan hátt. Þess vegna er
gripið tO þjóðhagsstærða sem ekki nokkur maður skO-
ur með góðu móti.
Það er ekki gott að segja hvað ræður því að stjórn-
málaumræðan er komin á hið gelda talnaplan. Ef tO
vOl er skýringin þó að einhverju leyti sú að drjúgur
hluti stjórnmálamanna er ættaður úr möppugeira
þjóðlífsins, þar sem tölurnar hafa tekið völdin og
skýrslur sem enginn skilur eru skrifaðar daginn út og
inn. Þessir ágætu fuOtrúar fólksins tala ekki sama
málið og fiskvinnslukonan og hafnarverkamaðurinn.
Þess vegna verður umræðan svo geld og óskiljanleg.
Gott dæmi um hvernig talnaleikfimin birtist lands-
mönnum eru tölur sem veifað hefur verið að undan-
förnu framan í landsmenn til þess að færa sönnur á að
efnahagsbatinn hafi skilað sér tO almennings. Hætt er
við að fjölskyldufóUtið hrökkvi í kút þegar það fær slík-
ar tölur framan i andlitið. Koma þær heim og saman
við stöðuna á launareikningnum? Eru meiri fjármunir
aflögu nú en á undanförnum árum þegar búið er að
greiða húsnæðisreikningana, bílatryggingarnar, mat-
inn, námslánin, orkureikninga o.s.frv.? Nei, heldur er
það nú ósennilegt. Miklu lOdegra er að fjölskyldufólk-
ið eigi nú um stundir erfiðara með að ná saman end-
um en nokkru sinni áður. Eða er það ekká einmitt
helsta skýringin á því að tugir fjölskyldna hafa flust
búferlum tO nálægra landa og freista þess að ná þar
endum saman? Væri ekki ráðlegra fyrir ábyrga pólitík-
usa að hætta heimskulegri talnaleikfimi og tala á
mannamáli um fólksflóttann sem er eitt stærsta
vandamál sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir
í dag?
Vemd gegn „hvít£libbaglæpum“
Það er ekki ýkja langt síðan við
íslendingar hentum gaman af því
hvernig einum af „sonum þjóðar-
innar“ tókst með klækjum að selja
útlendum mönnum Norðurljósin
og þúfu í Borgarfirði. Þá vorum
við í sporum fátækra kotbænda,
hlakkandi yfir óförum ríkra og
auðtrúa manna einhverstaðar langt
úti í heimi. Nú er öldin önnur og
fáum dettur í hug að dást að
„snilli og kænsku" þess manns
sem selur eitthvað sem hann á
ekki. jafnvel þó kaupandinn sé
auðtrúa útlendingur. Það sem einu
sinni voru spaugileg tilvik í út-
löndum og hent var gaman að
meðal almennings heima á Fróni,
er orðið að vandamáli á fslandi í
dag. Til okkar sem vinnum að
neytendamálum leitar stöðugt
fleira fólk sem orðið hefur fómar-
lömb óheiðarlegra viðskipta, þá á
ég ekki við fólk sem óvænt hefur
fengið gallaða smávöm eða þjón-
ustu, heldur einstaklinga sem á
skipulagðan hátt hafa verið hlunn-
famir í viðskiptum. Margur gæti
haldið að einföld lausn væri innan
seilingar, nefnilega sú að leita til
opinberra stofnana eða dómstóla
og fá þann sem hin óheiðarlegu
viðskipti stundaði, skikkaðan eða
dæmdan til að bæta fyrir mis-
gjörðir sínar. En málið er ekki
svona einfalt. Seinagangurinn inn-
an íslenska stjómkerfisins er iðu-
lega svo mikill, að erindum er
ekki sinnt svo mánuðum skiptir ef
þeim er þá yfir höfuð svarað (það
eru fleiri en nefndir Sameinuðu
þjóðanna sem hafa ástæðu til að
kvarta yfir sinnuleysi íslenskra
stjómvalda).
Ekki tekur betra við ef leitað er
til dómstóla, þar geta málin þvælst
fram og til baka í mörg ár og hlað-
ið á sig ómældum lögfræðikostn-
aði. Vegna þessa mikla seina-
gangs og kostnaðar, hafa sum
fómarlambanna ekki þrek eða
fjármuni til að bera hendur fyrir
höfuð sér og leggja hreinlega árar
í bát. Önnur leita til neytendafé-
laganna og biðja þau að aðstoða
sig.
Fagmenn með kusk á
hvítflibbanum
Þegar farið er að reyna að hjálpa
þessu fólki kemur mjög oft í ljós
að það hefur orðið fyrir barðinu á
ófyrirleitnum einstaklingum sem
beinlínis spila á það ástand sem
ríkir í íslenskum viðskiptaheimi.
Fyrir mörgum svikahrappinum
snýst matið á glæpnum eingöngu
um hlutfallið milli áhættu og
ávinnings, hann veit sem er, að ef
upphæðin sem svikin er út úr ná-
unganum er ekki því hærri, þá eru
sterkar líkur á því hvað fólk
treysti sér ekki til að fóma mikl-
um tíma og peningum til að ná
fram rétti sínum. Stórtækustu
svikahrapparnir búa yfirleitt yfir
eða hafa aðgang að sérþekkingu í
að þvæla málum fram og aftur.
Þeir athafna sig á gráu svæðunum
við jaðra þess siðlausa og ólög-
lega og verjast með málþófi og
lögfræðilegum útúrsnúningum ef
upp um þá kemst. Slík mál taka
nær alltaf mörg ár og enda oftar
en ekki með því, að fómarlömbin
gefast upp og svikahrappurinn
stendur eftir með pálmann í
óhreinum höndunum.
En af hverju er svona fyrir okk-
ur komið í þessu „velferðarþjóðfé-
lagi“?
Sinnulitlir alþingismenn
íslenskt réttarfar var meira og
minna látið danka í áratugi. Fyrir
og eftir viðskilnaðinn við hinn
danska kóng, hafa íslenskir al-
þingismenn haft litla sinnu á því
að leyfa réttarfarsmálefnum að
þróast á eðlilegan hátt, alþingis-
menn hafa að mestu látið reka á
reiðanum, og reyndar gengið svo
langt að ákveða formlega að rétt-
arfarskerfið skyldi vera í andstöðu
við stjórnarskrána vegna þess að
breytingar væru „hvorki þingi né
þjóð neitt áhugamál“. Það þurfti
því ekki að koma neinum á óvart
þegar hið íslenska löggjafarvald
var loksins rassskellt á erlendri
gntnd.
Löggjafinn, hið íslenska Al-
þingi, var gripið með buxumar á
hælunum þegar mannréttinda-
nefnd Evrópuráðsins staðfesti
formlega það sem margir vissu, en
enginn hafði haft sinnu á að bæta
úr, að aðskilnaður dóms- og fram-
kvæmdavalds var ekki í samræmi
við stjómarskrána. Ekki bætti það
heldur úr skák þegar íslenskar
dómsniðurstöður í mannréttinda-
málum voru ítrekað dæmdar
dauðar og ómerkar.
Með skottið á sínum stað, hefur
Alþingi íslendinga síðan verið að
berja í brestina (samkvæmt hinu
útlenda boði), en vinnubrögðin
því miður bæði hæg og slorleg,
enda viðkomandi ráðherrar gjama
verið uppteknari af sjávarútvegi
og fiski en dómsmálum og fólki.
Vanburða og
glæpahvetjandi kerfi
Afleiðing þess að réttarfarskerfinu
hefur ekki verið sinnt sem skyldi
og því leyft að þróast í samræmi
við þörf og aðstæður, er sú, að
upp hefur hlaðist hjá flestum dóm-
stólum landsins fjöldi óleystra
mála, mála sem verða að bíða úr-
lausnar eins og fyrr segir, jafnvel
árum saman. Þó hefðbundnir
smákrimmar og glæpamenn fái á
færibandi sínar venjulegu áminn-
ingar og dóma sem ekki er hægt
að fullnusta fyrr en eftir dúk og
disk vegna húsnæðisskorts, er
langt frá því að nóg sé að gert, því
ekki hefur verið bmgðist nægilega
við hinum vaxandi fjölda hvít-
flibba- eða skrifborðsglæpum.
Skrifborðsglæpamenn em ekki
ósjaldan menntaðir „fag- eða
embættismenn“ sem gerast áræðn-
ari með hverju ódæði, vegna þess
að þeir vita að kerfið sem á að
vemda borgarana hefur takmarkað
„Til okkar sem vinnum að neytenda-
málum leitar stöðugt fleira fólk sem
orðið hefur fórnarlömb óheiðarlegra
viðskipta, þá á ég ekki við fólk sem
óvænt hefur fengið gallaða smávöru
eða þjónustu, heldur einstaklinga sem
á skipulagðan hátt hafa verið hlunn-
farnir í viðskiptum.“
bolmagn til að bregðast við og
skerast í leikinn.
Misjafn sauður í mörgu fé
Það er að sjálfsögðu mikil einföld-
un að taka eina stétt rnanna og út-
hrópa hana sem blóraböggul, en
því miður og af mörgum gefnum
tilefnum tel ég mig geta nefnt til
sögunnar lögfræðingastéttina sem
ég í starfi mínu að neytendamál-
um hef orðið að verja miklum
tíma í að kljást við. Ég tel að gera
verði meiri kröfur um siðferðis-
styrk og vönduð vinnubrögð af
löglærðum manni en ólöglærðum,
því sérstaða lögfræðinga er sú að
þeir hafa í gegnum nám sitt og
starf, öðlast þekkingu umfram
aðra í mögulegum klækjum og
refilstigum, jafnframt standa þeir
öðrum oftar frammi fyrir tækifær-
um til að láta fallast í freistni. Sá
vandi og niðurlæging sem lög-
fræðingastéttin á við að glíma, er
að mínu mati sjálfskapaður, til-
kominn vegna afskipta- og sinnu-
leysis starfsbræðra sem horft hafa
með blinda auganu á endurteknar
misgjörðir kollega sinna. Fagfélög
lögfræðinga virðast ekki vinna
samkvæmt virkum siðareglum líkt
og fagfélög lækna telja sig gera,
þannig að svið óheiðarlegra
starfandi lögfræðinga á íslandi
spannar allt frá þjófum sem stela
frá öryrkjum og gömlu fólki, upp í
dæmda stórglæpamenn. Síðan eru
ótaldir allir þeir sem feta sig á
gráu svæðunum. Af slíkum kveð-
ur svo rammt, að forseti Hæsta-
réttar gefur í skyn að tilteknir lög-
menn hindri eðlilegan framgang
dómsmála með því að beita mál-
þófi og áfrýja málsmeðferð í tíma
og ótíma til hæstaréttar.
Hvað er til ráða?
Það er ekki að ófyrirsynju að for-
seti Hæstaréttar hefur nokkrar
áhyggjur af seinaganginum í
dómskerfinu og leiti sökudólga
meðal kollega sinna. Með aukinni
tímaeyðslu í óvandaðan og óþarf-
an málaflutning innan dómskerfis-
ins, skapast síaukið svigrúm fyrir
glæpamennina. Ég tel, að auk þess
að sinna betur dómstólum og rétt-
arfarskerfi, verði að gera neyt-
endafélögum landsins fjárhags-
lega kleift að hafa á sfnum snær-
um fagmenn á ýmsum sviðum,
ekki síst lögfræðinga sem kunna
að láta krók koma á móti bragði
og leysa mál áður en til málaferla
þarf að koma. (íslensk stjórnvöld
verja því miður hlutfallslega
minni fjárhæðum í þágu neytenda,
en stjórnvöld í nokkurri annari ná-
grannaþjóð okkar.)
Hérlendis sem erlendis hafa
kvörtunamefndir skipaðar fulltrú-
um úr hinum ýmsu starfsgreinum
ásamt fulltrúa neytenda gefið
góða raun. Nú þegar em nokkrar
slíkar nefndir starfandi á vegum
Neytendasamtakanna en nauðsyn-
legt er að fjölga þeim.
Það er hins vegar álitamál en
engu að síður vert nákvæmrar
skoðunar, hvort ekki megi ein-
falda dómstólaleiðina með því að
hafa einskonar „smámáladóm-
stól“, þar sem tekin væri fyrir all-
ur sá aragrúi smámála sem er að
flækjast um og tefja fyrir í dóms-
kerfinu, en þyrfti í raun mjög ein-
falda afgreiðslu og úrskurð til að
báðir málsaðilar létu þar við sitja.
A sama hátt og hægt er að tak-
marka hvaða hagsmunir þurfa að
vera í húfi til að hægt sé að áfrýja
máli til Hæstaréttar, hlýtur að vera
hægt að setja leiðbeinandi mörk á
lægra dómsstigi.
Vilhjálmur Ingi Árnason.
Höfundur er formaður Neytendafélags Akur-
eyrar og nágrennis.
Freymóðs
Jóhannssonar
mínnst
Á morgun, laugardag kl. 15.00,
mun áhugamannahópur standa
að dagskrá í Árskógi til að
heiðra minningu Freymóðs Jó-
hannssonar í tilefni 100 ára árs-
tíðar hans.
Sett hefur verið upp sýning
með málverkum hans og teikning-
um og einnig verður flutt sýnis-
hom af ljóðum hans óg lögum. Þá
mun Birgir Sveinbjömsson flytja
æviágrip Freymóðs og fleira verð-
ur til gamans gert. Aðgangur er
ókeypis og mun kvenfélagið selja
kaffiveitingar á staðnum. Á
sunnudaginn verður málverkasýn-
ing og kaffisala kl. 13-17.