Dagur - 08.09.1995, Side 5

Dagur - 08.09.1995, Side 5
Föstudagur 31. ágúst 1995-DAGUR-5 HVAÐ ER AÐ 6ERA5T Töðugjöld í Vín Töðugjaldadagar verða í Blómaskál- anum Vín í Eyjafjarðarsveit um helg- ina og verða pönnukökur með rjóma bakaðar í veitingasal skálans. Kristján Stefánsson frá Gilhaga leikur á harm- oniku fyrir gesti báða dagana. AliaíTBob í Deiglunni Hljómsveitin Alias Bob kemur fram á tónleikum í Deiglunni á Akureyri á laugardagskvöld. Þó nafn sveitarinnar hljómi ekki kunnuglega er hér á ferð- inni sveit sem spilað hefur um margra ára skeið undir mismunandi nöfnum. Á tímaili bar hún nafnið 200 þúsund naglbítar og Askur yggdrasils en und- ir fyrra nafninu náði sveitin þriðja sæti í Músíktilraunum í Reykjavík. Efnið sem sveitin flytur á tónleikun- um annað kvöld er allt frumsamið - nýbylgja með melódísku ívafi og suð- uramerískum rythma. Tónleikarnir hefjast milli kl. 21.30 og 22 og er að- gangseyri stillt í hóf með 200 kr. miðaverði. Ferðafélagar til Mývatnssveitar Ferðafélag Ákureyrar efnir á morgun til skoðunarferðar að Seljahjallagili í Mývatnssveit. Gilið þykir hin merki- legasta náttúrusmíð og segir í bókinni Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson að svo virðist sem það sé heljarmikill gígur er opnist fram á sléttlendi Mývatns- sveitar. Þar finnast mjög fallegar berggerðir úr kubbabergi og stuðlum er hallast á ýmsa vegu. Leysingavatn fellur um það á vorin og myndast þá efst í því foss, allt að 80 metra hár. Fyrirhugað er að leggja upp frá skrifstofu Ferðafélagsins að Strand- götu 23 kl. 8.30 í fyrramálið og fer ferðafólkið á einkabílum að Víkumesi í Mývatnssveit en þaðan sér Jón Ámi Sigfússon urn að flytja fólk að gilinu sem síðan verður skoðað undir leið- sögn staðkunnugs manns. Skrifstofa félagsins verður opin í dag milli kl. 17.30 og 19 til skráningar í ferðina. Sími Ferðafélags Akureyrar er 422720. Flóamarkaður NLFA Flóamarkaður NLFA í Kjamalundi verður á morgun, laugardginn 9. sept- ember, frá kl. 14 til 17. Sumarfatnað- ur og ýmislegt annað býðst á mark- aðnum á stórlækkuðu verði. Vakin er athygli á að opnunartími hefur aftur verið færður yftr á laugardaga. Reikifélagið fundar Reikifélag Norðurlands boðar til fyrsta fundar haustsins á sunnudags- kvöld kl. 20 í Bamaskóla Akureyrar. Allir sem hafa stig í reiki eru vel- komnir á fundinn. Síðustu forvöð að sjá sýningu Sirrku Þann 9. september lýkur sýningu Sirrku Könönen í Punktinum á Akur- eyri en þar gefst tækifæri til að sjá góða sýningu á prjónhönnun og fjár- festa í fallegum fatnaði. Brimkló á sveitaballi í Sjallanum Hljómsveitin Brimkló ásamt Björg- vini Halldórssyni mun Ieika á svoköll- uðu sveitaballi á mölinni sem haldið A morgun verður opnuð á Café Karólínu á Akureyri sýningin „Myndir af skáldum“. Um er að ræða þurrkrítarmyndir eftir Aðalstein Þórsson. Mynd- irnar eu allar unnar á þessu ári. Sýningin stendur í þrjár vikur hið minnsta. verður í Sjallanum á Akureyri annað kvöld. Sveitaböll af þessu tagi eiga rætur sínar að rekja til Hótels Islands sem tók þennan sið upp í fyrra. Nú í sumar hefur þetta verið endurtekið við góðar móttökur og ætla félagarnir í Brimkló að bregða sér til Akureyrar með sveitaballastemmninguna um helgina. Hljómsveitina Brimkló skipa núna þeir Björgvin Halldórsson, sem spilar á gítar og syngur, Haraldur Þorsteins- son, bassaleikari, Ragnar Sigurjóns- son, trommuleikari og Arnar Sigur- bjömsson, gítarleikari. Einnig verður hinn góðkunni tónlistarmaður Þórir Baldursson með í för og leikur hann á orgel og píanó. Ætlunin er að vekja upp gömlu stemmninguna sem alltaf var til staðar á hinum frægu Brimkló- arböllum. Bændaklúbbsfundur um kartöflurækt Bændaklúbbsfundur verður haldinn í Valsárskóla á Svalbarðseyri mánudag- inn 11. september nk. og hefst kl. 21. Framsögumenn verða Sigurgeir Ólafs- son, sérfræðingur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur, og munu þeir ræða um kartöflurækt. Fjallað verður m.a. um upptöku kartaflna, geymslu kartaflna og kartöflusjúkdóma. Einnig mun sagt frá ferð til Skotlands í máli og myndum þar sem heimsótt var miðstöð útsæðisræktar þar í landi. Flóamarkaður Hjálpræðishersins. Flóamarkaður verður á Hjálpræðis- hernum að Hvannavöllum 10 á Akur- eyri í dag kl. 10 til 17. Þar gefst fólki kostur á að fata sig upp fyrir veturinn án þess að pyngjan finni mikið fyrir því. Mikið úrval verður af góðum fatnaði. Tvö skákmót um helgina Vetrarstarf Skákfélags Akureyrar er að byrja. Keppt verður á móti í kvöld kl. 20, svokölluðu tíu mínútna móti með forgjöf. Fyrirkomulag verður þá þannig að þeir sem eru stigalágir eða stigalausir fá meiri tíma en hinir. Á sunnudag kl. 14 verður svo Startmót, sem er hraðskákmót. Bæði mótin verða í skákheimilinu og verður öllum áhugasömum skákmönnum opið. Hlaðborð í Engimýri Hlaðborð verður á Engimýri á sunnu- dag frá kl. 14.30. Um er að ræða dæmigert hlaðborð með heimabakstri Ný húsfridunarnefnd: Guðný Gerður varaformaður Menntamálaráðherra hefur skipað húsfriðunarnefnd ríkisins til næstu 5 ára. Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, er formaður ept varaformaður er Guðný Gerður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri. Aðrir í nefndinni eru Guðmundur Gunnarsson, arkitekt, Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakkahrepps og Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Varamenn eru Katrín Fjeldsted, lækn- ir, Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri sem tilvalið er að njóta á heimleiðinni úr berjaferðinni. Spaugstofan komin aftur Vegna mikillar aðsóknar á 10 ára af- mælissýningu Spaugstofunnar á Akur- eyri á dögunum hafa þeir félagar ákveðið að bregða undir sig betri fæt- inum og halda norður á ný og sýna tvær sýningar á laugardag og sunnu- dag fyrir spaugþyrsta bæjarbúa sem þurftu frá að hverfa um daginn. Sýn- ingarnar verða í Samkomuhúsinu og er forsala þar. UMFERÐAR Iráð HRISALUNDUR - fyrir ÞW Skólatilbo& Frissi fríski, epla 3x33 cl kr. 99 Frissi fríski, appelsínu 3x33 cl kr. 99 Kynm Frissa fríska epla föstudag frá kl. 16 til 19 Tilboð Súpukjöt kr. 399 kg Reykt folaldakjöt kr. 395 kg Afgreiðslutími: Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30 laugard.kl. 10.00-18.00 Byggðasafns Skagfirðinga, Pétur H. Ármannsson, arkitekt og Guðrún Ög- mundsdóttir, borgarfulltrúi. Húsfriðunamefnd starfar sam- kvæmt þjóðminjalögum og eiga sæti í henni tveir fulltrúar tilnefndir af þjóð- minjaráði, einn af Arkitektafélagi ís- lands og einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, auk þess sem þjóð- minjavörður á sæti í nefndinni sam- kvæmt stöðu sinni. KK tilboðstorgi iaugardaginn 9. sept AEG bakarofn og helluborð „pússað stál" 30% afsláttur AEG kæli-/frystiskápur 25% afsláttur Búsáhöld 25-50% afsláttur BYGGINGAVORUR LONSBAKKA . 601 AKUREYRI cr 463 0321, 463 0326, 463 0323 FAX 462 7813

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.