Dagur - 08.09.1995, Side 9
Föstudagur 8. september 1995 - DAGUR - 9
rT
ÍV
HOTEL
Uppselt ÍYrir matargesti
leíkur fyrír dansí
Húsíð opnað fyrír
aðra en matargesti kl. 23.30
Miðaverð á dansleik aðeíns kr. 500
u betínahTrai
V
B
ELKOMIN A VERALDARVEF
AHA’I SAMFELAGSINS A
I
.SLANDI
Netfang: http ://www.nyherj i. is/bahai/
Jörðin er aðeins eitt land og allt mannkynið íbúar þess. - Bahá’u'lláh
NÝTT! Ráðstefna SÞ um málefni kvenna.
Dönsku fulltrúarnir tveir ásamt Arvid Kro, framkvæmdastjóra Sambands loðdýraræktenda, en hann var með þeim
í för um ísland þar sem þeir hittu íslenska loðdýrabændur. Honum á hægri hönd er Torben Nilsen frá danska loð-
dýrasambandinu og á vinstri hönd er Mikael Sanfin, sölustjóri uppboðshússins í Kaupmannahöfn. Mynd: bg
Danskir fulltrúar hitta íslenska loðskinnaframleiðendur:
Spá góðu verði á skinna
uppboðum í september
í ágúst komu hingað til lands
fulltrúar danska loðdýrasam-
bandsins og uppboðshússins í
Kaupmannahöfn þar sem ís-
lenskir loðskinnaframleiðendur
selja þorra sinnar framleiðslu á
hverju ári. í heimsókn sinni
ræddu þeir Torben Nilsen og
Mikael Sanfin við íslenska loð-
dýrabændur og voru markaðs-
málin og horfur helsta umræðu-
efnið.
Eitt af reglulegum skinnaupp-
boðum í Kaupmannahöfn ár hvert
er í september og að þessu sinni
verða boðin upp refaskinn, sem er
nýlunda. Septemberuppboðin hafa
alla jafna gefið gott verð en auk
refaskinnanna verða boðnar 2,9
milljónir ntinkaskinna og athygli-
vert er að verði þau seld verða all-
ar minkaskinnabirgðir á Norður-
löndum úr sögunni.
Varðandi spár um verð nú í
september töldu Danimir tveir að
ekkert bendi til annars en það
verði gott. Frá því á uppboði í júní
hafi verð hækkað, sérstaklega á
minkaskinnum en refaskinnin eru
meira spumingarmerki í framhald-
inu vegna meiri framleiðslu.
Eins og margoft hefur komið
fram er loðdýrarækt hér á landi
mun minni en var fyrir 6-7 árum.
Þá var framboð á heimsmarkaði í
hámarki en núna er heimsfram-
leiðslan um 24 milljónir minka-
skinna og á fjórðu milljón refa-
skinna. Urvinnsla skinnanna fer
að stærstum hluta fram í Kína og
Suður-Kóreu en einnig er töluvert
unnið úr skinnum í Grikklandi.
JÓH
Nemar í sjávarútvegsdeild HA:
Félag nemenda aflar
§ár með blaðaútgáfu
- þriðja tölublað af Stafnbúa gefið út
Nemar við Sjávarútvegsdeild
Háskólans á Akureyri hafa gefíð
út blaðið „Stafnbúa“ þar sem
fjallað er um sjávarútvegsmál.
Sú hefð hefur skapast að þriðja
árs nemar við deildina gefí blað
út og er leitast við að hafa grein-
ar og efni í blaðinu sem vandað-
ast og er í þeim tilgangi leitað til
aðila sem standa framarlega í ís-
lenskum sjávarútvegi.
Blaðinu er dreift til sjávarút-
vegsfyrirtækja, sem og til stofn-
ana og einstaklinga sem hafa með
sjávarútvegsmál að gera. Það er
fjármagnað með auglýsingum en
ágóðanum, þegar þannig ber við,
er varið til að styrkja félag sjávar-
útvegsfræðinema sem og þá út-
skriftamema sem hyggjast fara til
útlanda og kynna sér eitthvað
sjálfvalið efni tengt fiski eða físk-
vinnslu annarra þjóða.
I blaðið að þessu sinni skrifa
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, Sigfús Jónsson, ráðgjafi,
Brynjólfur Bjamason, forstjóri
Granda og Pétur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudisksframleiðenda. Aðsend-
ar greinar í blaðinu tengjast á einn
eða annan hátt markaðsmálum
sem segja má að sé útgangspunkt-
ur blaðsins. Þá eru m.a. viðtöl við
Jakob Jakobsson, forstjóra Haf-
rannsóknastofnunar og Friðrik
Pálsson, framkvæmdastjóra Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna.
JÓH