Dagur - 08.09.1995, Síða 14
FROSTI EIÐSSON
>3^' _ Pll POD h lorjrrirjtrtfto Cí -! inrhi rf-oo’J
14 - DAGUR - Föstudagur 8. september 1995
ÍÞRÓTTIR
Danmerkurferð Þórs
120 unglingar frá Akureyri
voru á faraldsfæti í sumar
Fimmti flokkur I’órs sem keppt í
handknattleik á móti í Danmörku í
sumar.
Að kvöldi sunnudagsins 9. júlí
lagði leiguflugvél upp frá Akur-
eyrarflugvelli með 120 unglinga
úr Þór innanborðs. Ferðinni var
heitið til Randers í Danmörku til
að taka þátt í mótum í handbolta
og fótbolta. Það var hress hópur
sem var um borð, loksins var
ferðin hafin eftir mikla vinnu við
undirbúning og íjáröflunarstarf
sem allir tóku þátt í.
Hugmyndin að keppnis- og
skemmtiferð unglinga til Dan-
merkur kviknaði fyrir tæpum 2 ár-
um hjá Jan Larsen, handknatt-
leiksþjálfara Þórs. Akveðið var að
miða þátttökuna við árgangana
1979-1982 bæði stráka og stelpur
og stefna að keppni í handbolta og
fótbolta. Frá upphafi var ákveðið
að tengja saman þátttöku, æfinga-
sókn og vinnu við fjáröflun, en
ekki árangur. Þannig var ferðin
aldrei hugsuð sem keppnisferð
þeirra bestu heldur ferð sem allir
sem á annað borð vildu leggja á
sig æfingar og fjáröflunarvinnu
áttu kost á. Síðast liðið vor var
skipuð 7 manna nefnd foreldra til
að sjá um undibúning, skipulag og
fjáröflun vegna ferðarinnar.
Nefndin skipulagði margs konar
fjáraflanir allt fram á síðasta dag
til að afla sem mestra tekna upp í
ferðina. Þátttakendurnir lögðu all-
ir hart að sér við að afla Ijár til
fararinnar. Viðamesta aðgerðin
var sala Bingólottómiða allan síð-
asta vetur.
Til Danmerkur
Lent var í Billund um kl. eitt að
nóttu að staðartíma. Þá tók við
tveggja tíma rútuferð til Randers,
en aðsetur okkar var grunnskóli
við miðbæinn. Þetta er gömul
skólabygging með malbikuðum
skólagarði sem girtur var háum
múrvegg, enda höfðu nokkrir á
orði að þeir væru kornnir í klaust-
urskóla. Eftir að menn höfðu
komið sér fyrir var gengið til náða
enda stutt í fótaferðartíma. Daginn
eftir átti að setja mótin tvö, World
Cup handboltamótið í Randers og
Dana Cup knattspymumótið í
Fredrikshavn. Flesta dagana var
hópnum því skipt í tvennt, annar
hópurinn ók til Fredrikshavn á
hverjum morgni næstu daga til að
keppa í knattspymu, en hinn hlut-
inn varð eftir í Randers og keppti í
handbolta.
World Cup
í Randers er ár hvert haldið stórt
handboltamót undir þessu nafni. í
ár voru þátttakendur 2500 í 154
liðunt. Þátttakendur komu frá 11
þjóðum og 3 heimsálfum, þar af
voru lið frá 4 íslenskum félögum:
Þór, Fjölni, KR og Val. Ekkert fé-
lag mætti þó með jafn fjölmennan
hóp og Þór, en við vorum með 4
lið í keppninni (5. og 4. flokk
drengja og stúlkna). Mótið var sett
í 25 stiga hita og sól á aðalleik-
vanginum í Randers en síðan hófst
keppnin sem fór fram á grasvöll-
um. Næstu dagar liðu við hand-
boltakeppni á daginn og skemmt-
anir og afslöppun á kvöldin. Ár-
angur okkar fólks var góður og
komust 2 lið Þórs í undanúrslit og
annað þeirra lenti í 3. sæti í
keppni A liða. Mótinu lauk með
úrslitaleikjum föstudaginn 14. júlí.
Dana Cup
Knattspyrnumót þetta er haldið í
Fredrikshavn á Norður-Jótlandi.
Þetta er mjög stórt mót með 9000
þáttakendum frá 27 löndum eða
310 lið. Þór er fyrsta íslenska liðið
sem tekur þátt í þessu móti, en
auk okkar voru Kólumbía og Ástr-
alía þama í fyrsta sinn. Aðstæður
til að spila knattspymu voru mjög
góðar, frábært veður og góðir
grasvellir. Þór sendi lið í 4. og 3.
sba ’i
kbiÍvSm
akureyraji j.
sba |
SÍRltYflSaíUR
AKURfíWR
sba
SýlFYHSSf LAS
v 4AiíiIfVBAS
sba
ÍIEYFISBÍUR
tKL'RiYRAR
XtlEVFlMlÚl
I. ‘KI-StYSM
ítlltYffá,,
Ly|r .. .' v; m ífelpi
Lífínu tekið rólega á varamannabekknum. Frá vinstri: Hölli, Gísli, Steini,
Jónas þjálfari og Jói.
Fararstjóra- og þjálfaraliö feröarinnar. Frá vinstri í aftari rööinni: Hreinn,
Arni, Oli, Gunni og Siggi og í neðri röðinni eru þeir Bjarni, Jónas, Jónas og
Valdi.
flokki drengja og stúlkna, alls 4
lið. Hér náði okkar fólk einnig
góðum árangri og 2 lið unnu sína
riðla og komust vel áleiðis í úr-
slitakeppni A liða.
Keppnin í fótboltanum reyndi
mjög á okkar fólk, því vegna nið-
urröðunar leikja þurfti að leggja
snemma af stað á morgnana frá
Randers og komið seint til baka.
Til að bæta fótboltafólkinu upp
langar rútusetur var farið í
skemmtigarðinn Fámp Sommer-
land á milli leikja í riðlakeppn-
inni. Það var vel þegið og vatns-
rennibrautir og önnur skemmti-
tæki nýtt til síðustu mínútu þann
tfma sem við höfðum í Sumar-
landinu.
í Randers
Föstudaginn 14. júlí vorum við
boðin í móttöku til borgarstjórans
t Randers. Hann tók á móti okkur
í gömlu húsi frá 16. öld og bauð
upp á drykki og kökur og sagði
jafnframt frá ýmsu varðandi
Randers. Randersbær styrkti þessa
ferð myndarlega og kom fram hjá
borgarstjóranum að viðburðir sem
þessi væm mjög mikilvægir í
vinabæjasamstarfmu. Akureyrar-
bær sá sér þó ekki fært að styrkja
ferðina, þannig að skilningur á
vinabæjasamstarfínu er greinilega
ekki sá sami hjá Akureyrarbæ og
Randers.
Þennan dag höfðu allir lokið
keppni nema tvö lið sem þurftu að
fara til Fredrikshavn vegna síð-
ustu leikja sinna í úrslitakeppn-
inni. Dagurinn var því frjáls fyrir
flesta sem nutu þess að slappa af
eftir erfiða viku. Daginn eftir fór
allur hópurinn í skemmtigarðinn
Sommerland Djurs og skemmtu
allir sér vel í sól og 30 stiga hita.
Hinn fjölmenni hópur vakti að
sjálfsögðu töluverða athygli þar
sem hann fór, enda hressir krakkar
á ferð. Framkoma og hegðun ak-
ureyrsku unglinganna var þó til
fyrirmyndar og góð landkynning
að öllu leyti.
Aftur heim
Á sunnudag var ekið til Billund
og á meðan beðið var eftir flugi
fór allur hópurinn í Legoland.
Ýmsir voru fegnir að komast um
borð í flugvélina um kvöldið og
var farið að langa heim, en aðrir
vildu gjaman vera lengur. Flestir
voru hins vegar enn í stuttbuxum
og sólarfatnaði þegar komið var út
í norðan nepjuna á Akureyrarflug-
velli að kvöldi 17. júlí. En það
kom ekki að sök því frábærri ferð
var lokið og gott að vera komin
heim.
Ferð sem þessi er mjög mikils
virði í því uppeldisstarfi sem unn-
ið er á vegum íþróttafélaganna,
því allir fá að vera með sem á
annað borð vilja æfa og sinna fjár-
öflun. Fararstjórar og þátttakendur
í Danmerkurferð Þórs 1995 vilja
hér með koma á framfæri þökkum
til allra sem styrktu ferðina með
einhverjum hætti.
sba j
'<iUYFi\8llAR'
sba, ‘
Hressar stúlkur sem æfa handknattleik meö Þór. Frá vinstri: Hrafnhildur, Heiða, Berg-
lind, Hildur, Diddí og Rannveig.
-----..... -----------^ ■ ■■ - • ; ^ ■■ • . : - V • • ' •
Ungar knattspyrnustúlkur úr Þór ásamt þjálfara sínum, Sigurjóni Magnússyni.