Dagur - 22.09.1995, Side 1

Dagur - 22.09.1995, Side 1
78. árg. Akureyri, föstudagur 22. september 1995 182. tölublað Skandia Ufandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Útgerð á Nýfundnalandi: Sýnir áhuga á Hrímbaki EA Hrímbakur bundinn við bryggju á Akureyri í gær. Mynd: BG Fulltrúar útgerðar frá Ný- fundnalandi komu til Akur- eyrar í vikunni í þeim tilgangi að skoða einn togara Útgerðar- félags Akureyringa hf., Hrímbak EA-306, sem verið hefur á sölu- skrá. Yfirmönnum togarans hef- ur verið sagt upp störfum. Verðmæti togarans liggur fyrst og fremst í úreldingarverðmæti hans en reynt verður að auka það vermæti að einhverju marki. Hvort af samningum verður skýr- ist væntanlega á næstunni. Ekki verður keypt nýtt skip fyrir Hrím- bak EA, kvóti hans verður færður á önnur skip útgerðarinnar og þannig verður stefnt að meiri hag- ræðingu í útgerðinni. Samningaumleitanir hafa einnig átt sér stað milli Útgerðar- félags Akureyringa hf. og útgerðar í Olafsvík um kaup á togaranum Svalbak EA-302, sem ekki hefur neinar veiðiheimildir en hefur í ár og á síðasta ári stundað veiðar í Smugunni og er þar um þessar mundir. Óskað var eftir fresti af hálfu Ólafsvíkinga en þeir fengu höfnun á umsókn sinni í sjávarút- vegsráðuneytinu. Togarinn var úr- eltur á sínum tíma þegar ÚA keypti Svalbak EA-2, en reglurnar segja að taka megi þrjú skip út á móti nýju og það gerði ÚA á sín- um tíma. Hugmynd Snæfelling- anna var að taka Svalbak „gamla“ inn en taka út tvö skip á móti og þannig væri búið að taka út fjögur skip fyrir nýja Svalbak samkvæmt túlkun laganna. GG Búið að klæða allar götur í Grimsey Amiðvikudaginn lauk vinnuflokkur frá Klæðn- ingu hf. í Garðabæ við að leggja bundið slitlag á allar götur í Grímsey. Verkið sjálft gekk vel, en sem kunnugt er varð það óhapp að tankbíll með tjöru sem lagt hafði verið við höfnina rann í sjóinn. Sæ- fari flutti tækjabúnaðinn sem notaður var við verkið til lands, að undanskildum tjóna- bflnum, sem sóttur verður seinna. Að sögn Þorláks Sigurðsson- ar, oddvita í Grímsey, eru menn afar ánægðir með að þetta skuli vera komið í höfn, en kostnaður skiptist milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins. Fleiri verk- legar framkvæmdir hafa verið í Grímsey að undanförnu því fyrr í sumar var vinnuflokkur í grjót- vinnslu framan við eldra hafnar- mannvirkið. „Við eram að sjálf- sögðu mjög ánægð með að vera búin að fá þessi verk unnin,“ sagði Þorlákur. í þeim vestanáttum sem ríkt hafa að undanförnu segir hann Grímseyinga lítið hafa fiskað, en í þeirri vindátt er bæði erfitt að sækja sjó og eins virðist fiskur síst gefa sig til í þeirri átt. Ann- ars segir Þorlákur veður hafa verið gott í sumar, sem deyfi leiðindahugsun til síðasta vetrar og geri menn betur undirbúna að takast á við næstu leiðinda tíðar- kafla. HA Fimmtugir Akur- eyringar efna til stórveislu Ekið á hryssu á Fljóts- heiði og stungið af - skepnan skilin eftir slösuð og kvalin Tveggja vetra hryssa var aflíf- uð á Fljótsheiði um hádegi í gærdag. Ekið hafði verið á skepnuna og hún skilin eftir með opið beinbrot á hægra framfæti auk fleiri áverka. Um- merki á slysstað báru með sér að skepnan hafði lengi legið brölt- andi í blóði sínu og taldi lögregla að slysið hefði orðið snemma um morguninn eða um nóttina. Það var rétt fyrir hádegi í gær Fýrsta hausthretið Igær var skaplegt veður á Norðurlandi og grunnskóla- börnin á Akureyri voru úti við eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, fer hins vegar ekki í grafgötur með að nú verði snögg veðurumskipti á Norð- urlandi. Stíf norðanátt með slyddu eða snjókomu verður í dag um norðanvert landið, sér- staklega á Norðurlandi vestra. Einar segir skýringu á þessu einfalda. „Það er kalt loft í há- loftunum fyrir norðan okkur sem er að fá útrás suður á bóginn og veðrið kólnar heldur hastarlega," segir Einar. Hann segist reikna með slydduéljum í byggð en til fjalla verði snjókoma. Norðlendingum til huggunar þá stendur þetta norðanhret stutt því eftir daginn í dag hlýnar eitthvað á nýjan leik þó áfram sé spáð norðanátl og umhleypingasömu veðri. JÓH sem lögreglu á Húsavík var tilkynnt um aðkomuna á heiðinni, og vora bændur fengnir til að af- lífa hryssuna. Af ummerkjum á slysstað má sjá að það var bíll á leið vestur sem ekið hefur á hryssuna og hef- ur hægra framljós bílsins brotnað. Lögreglan á Húsavík hvetur þá sem orðið hafa varir við bíla á ferð í gærmorgun og fyrrinótt að láta vita. IM Mikið verður um að vera nk. laugardag hjá fólki sem er fætt í stríðslok, þ.e. á árinu 1945 og hefur því verið að fagna 50 ára afmæli sínu á þessu ári og mun væntanlega gera allt til loka þessa árs. Um 140 manns hafa þegar tilkynnt þátttöku en bréf voru send út til Iiðlega 200 manns. Flestir þeirra búa á Ak- ureyri í dag samkvæmt þjóð- skrá, bæði „originalar“ og aðrir sem flutt hafa til bæjarins síðar, en einnig voru send bréf til fólks sem var hér í 1. bekk Gagn- fræðaskólans á sínum tíma og fætt 1945 auk fermingarbarna. Fagnaðurinn hefst klukkan þrjú síðdegis með því að afmælisböm- in hittast á veitingahúsinu Við Pollinn og síðan verður sest að snæðingi kræsinga og fylgst með skemmtiatriðum í Iþróttahöllinni klukkan sjö, þá væntanlega með mökum. M.a. mun Jóhann Már Jóhannsson, einn Konnaranna, syngja á skemmtuninni ef hann verður kominn aftur til landsins frá því að skemmta erlendis með bróður sínum, Kristjáni. Jóhann Már er fæddur 1945. Auk þess verða dansatriði o.fl. atriði sem sjá munu dagsins ljós nk. laugardag. Hljómsveitin Félagar mun sjá til þess að hrista saman þessa síungu jafnaldra ásamt þeirra mökum í dillandi dansi. Tveir menn eiga hálfrar aldar afmæli þegar skemmtunin fer fram. Það eru Friðbjörn Jónsson í Hrafnagilsstræti 33, sem verður fimmtugur daginn sem hátíðin hefst, þ.e. á laugardaginn, og Pálmi Sigurðsson í Bjarmastíg 15, sem fagnar sínu afmæli á sunnu- daginn þegar gleðskapnum væntanlega lýkur formlega. GG Sauðárkrókur: Máki fær styrk frá ESB Fiskeldisfyrirtækið Máki á Sauðárkróki hefur ásamt er- lendum samstarfsfyrirtækjum sínum fengið 55 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Hjá Máka er sem kunnugt er stundað eldi á hlýsjávarfiskinum barra og er fyrirtækið í samstarfi við aðila í fjórum löndum, mest þó í Frakklandi. Guðmundur Öm Ingólfsson, sjávarlíffræðingur og fram- kvæmdastjóri Máka, segir að þessi styrkur hafi mikið að segja fyrir starfsemi fyrirtækjanna. Bæði er um umtalsverða tjármuni að ræða og eins hafa fyrirtækin aðgang að mikilli þekkingu gegnum þetta. „Við erum með tvö verkefni í gangi, EUREKA verkefni sem gengur út á eldið á tegundinni barra. Hins vegar er verkefni sem gengur út á tæknina við þetta, óháð tegund, þ.e. að endurnýta eldissjóinn," sagði Guðmundur. Hann segir liggja fyrir að ís- lensk fyrirtæki eigi ýmsa mögu- leika að sækja sambærilega styrki til Evrópusambandsins, en svo virðist sem mikil tregða eða hræðsla sé meðal íslenskra fyrir- tækja að sækja um. „Til þess að þetta sé mögulegt verður þú að hafa mjög trausta samstarfsaðila sem trúa á það sem þú ert að gera. Það er kannski það sem er hvað erfiðast en Máki hefur alltaf verið mjög sterkur erlendis. Grunnur fyrirtækisins er byggður upp sem samevrópskt viðfangsefni þannig að samstarfsaðilamir hafa verið til staðar alveg frá upphafi. Það er mjög stór þáttur í þessu,“ sagði Guðmundur. Hann segir starfsemi Máka vera í góðum farvegi. Stöðin á að vera fullbyggð á næstu sex mán- uðum, en þá mun framleiðslustöð sem er í byggingu taka við barra- seiðum frá seiðaeldisstöðinni og ala í sláturstærð, en ársframleiðsla af barra er áætluð 70 tonn. HA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.