Dagur - 22.09.1995, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 22. september 1995
FRÉTTAVIf>TAL Á FÖSTUPEOI
!
Teiknistofan Form hf. á Ak-
ureyri sætti nokkuð harðri
gagnrýni á fundi bæjarstjórnar
Akureyrar sl. þriðjudag. Tilefn-
ið var bókun hafnarstjórnar um
verklokasamning við teiknistof-
una vegna skipulagsvinnu við
Akureyrarhöfn. Þeir bæjarfull-
trúar sem til máls tóku á bæjar-
stjórnarfundinum létu mörg
stór orð falla, t.d. „trúnaðar-
brestur“, „skelfilegt mál“ og
„nauðarsamningur“. Eigendur
Teiknistofunnar Forms hf.,
Bjarni Reykjalín og Árni Árna-
son, eru afar óhressir með
hvernig þetta mál hefur gengið
fyrir sig og gera ýmsar athuga-
semdir. Þeir eru í fréttaviðtali
dagsins.
Bjarni Reykjalín segir að upphaf þess
að málið hafi farið í þann farveg sem það
nú sé í, sé tillaga Bjöms Jósefs Amviðar-
sonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í hafnar-
stjórn, um að rifta samningum hafnar-
stjórnar við Teiknistofuna Form vegna
trúnaðarbrests.
„A þessum fundi kom fram hjá honum
m.a. að hann teldi að við hefðum brotið
siðareglur Arkitektafélagsins ásamt fleiri
Þessi mynd var tekin af Bjarna Reykjaiín og Árna Árnasyni á Teiknistofunni Formi í gær.
Mynd: BG
Forráðamenn Teiknistofunnar Forms um uppsögn verksamnings vegna
skipulagsvinnu við Akureyrarhöfn:
Orökstuddar árásir á okkur
órökstuddum fullyrðingum. Það sem hann
aðallega setti út á var það að við værum
að vinna fyrir annan þeirra tveggja aðila
sem höfðu sótt um lóð á hafnarsvæðinu.
Það var alltaf ljóst að á þessu svæði áttu
tveir aðilar að fá aðstöðu; Samskip og
Eimskip, og síðan þegar Flutningamiðstöð
Norðurlands kom inn í myndina var gert
ráð fyrir að hún kæmi inn á það svæði
sem Samskip átti að vera upphaflega. í
millitíðinni höfðu farið fram viðræður
milli okkar, Flutningamiðstöðvarinnar og
Forms, þar sem forráðamenn hennar
spurðust fyrir um hvort við værum fáan-
legir til þess að vinna fyrir hana þegar hún
hefði fengið úthlutað lóð. Það voru hins
vegar engir samningar gerðir milli Flutn-
ingamiðstöðvarinnar og Forms og við
höfðum gert hafnarstjóra grein fyrir því að
mögulegt væri að við ynnum fyrir Flutn-
ingamiðstöðina. Það átti því ekki að koma
hafnaryfirvöldum á óvart.
Á hafnarstjómarfundi var ég síðan
spurður um hvort það væri rétt að Form
væri að vinna fyrir Flutningamiðstöð
Norðurlands. Ég svaraði því þannig til að
til stæði að við gerðum það, þegar og ef
samningar næðust, en ég teldi það fyrst og
fremst okkar verkefni að ljúka við hafnar-
skipulagið. Við þetta voru engar athuga-
semdir gerðar og engar fyrirspurnir komu
fram á fundinum. Á næsta hafnarstjómar-
fundi var síðan lögð fram tillaga um riftun
samnings við okkur og trúnaðarbresti bor-
ið við. Málið hélt síðan áfram og rætt var
um það að formaður hafnarstjórnar ætti tal
við okkur um hvort við værum tilbúnir að
afsala okkur öðru hvoru verkinu til þess
að leysa þetta vandamál. Við sögðum að
við værurn tilbúnir til að leggja ansi ntikið
á okkur til þess að reyna að leysa málið í
sátt og samlyndi. Þessi skilaboð ræddi for-
maður hafnarstjórnar við flutningsmann
tillögunnar, en hann tjáði mér að flutn-
ingsmaður gæti ekki fallist á að draga
þessa tillögu til baka. Ég óskaði þá eftir
því að við fengjum að koma á hafnar-
stjómarfund og gera grein fyrir okkar mál-
um. Formaður hafnarstjórnar spurði hvort
við vildum ekki koma á fundinn kl. 18, en
ég tjáði honum að ég vildi ekki mæta
nema fyrir því væri vilji meirihluta hafn-
arstjórnar. Ég kysi fremur að bíða hér á
stofunni og hann gæti hringt í mig og boð-
að mig á fundinn þegar og ef hafnarstjórn
vildi. Fundinum lauk kl. 19 en við biðum
hér til kl. 19.30 án þess að haft væri sam-
band við okkur. Á þessum hafnarstjórnar-
fundi var samþykkt tillaga um að rifta
verksamningi við okkur vegna trúnaðar-
brests.
Við höfðum í framhaldi af þessari at-
burðarrás samband við tvo lögmenn og
fengum álit þeirra á því hvort þama væri
eðlilega að verki staðið. Þeir töldu báðir
að forsendur fyrir riftuninni væm mjög
hæpnar. Sömu sögu er að segja af við-
brögðum formanns siðanefndar Arkitekta-
félags íslands.
Samþykkt hafnarstjómar fór síðan fyrir
bæjarráð og að okkar beiðni fengum við
tækifæri til að koma okkar sjónarmiðum á
framfæri við það. Það sem við heyrðum
frá bæjarráðsmönnum, þá vom þeir á
þeirri skoðun að í þetta mál hafi verið far-
ið af heldur miklum gassagangi. Þeir létu
þess einnig getið að þeir teldu að hægt
hefði verið að leysa málið áður en það fór
í þennan erfiða farveg,“ sagði Bjami
Reykjalín og Ámi Ámason bætti við:
„Okkur virðist sem okkur hafi vísvitandi
verið haldið utan við málið. Við óskuðum
eftir að koma upplýsingum á framfæri í
hafnarstjóm, en það vildi enginn við okk-
ur tala. Það hefur meira að segja enginn
sent okkur bréf vegna þessa máls. Við
höfum einungis lesið um málið í blöðun-
um. Það hefur með öðrum orðum enginn
vilji verið fyrir hendi til þess að skoða
málið í kjölinn og leysa það.“
Bjarni ítrekar að þeir Formsmenn hafi
athugað þann möguleika að fara í mál
vegna riftun samningsins, „en okkur var
tjáð það undir rós eða með beinum orðum
af ákveðnum bæjarfulltrúa, að þá myndi
það rýra okkar möguleika í framtíðinni til
þess að fá verkefni hjá Akureyrarbæ. Við
urðum því að vega málið og meta og nið-
urstaðan varð sú að úr því sem komið
væri, væri ekkert um annað að ræða en að
klára málið og ljúka því sem fyrst.“
- Þið hafið verið harðlega gagnrýndir
fyrir að tímaáœtlanir ykkar hafi ekki stað-
ist. í því sambandi hefur komið fram að
upphaflegur samningur gerði ráð fyrir 727
tíma vinnu en þeir eru nú orðnir 1150.
Jafnframt haft verið framvísað reikningum
fyrir 2,5 milljónir króna en upphaflega
samningsfjárhœðin var 1,6 milljón. Hverju
svarið þið þessari gagnrýni?
„Við viljum benda á það í upphafi að
þetta uppgjör var samþykkt í hafnarstjórn.
Málið er það að þetta verk var bókað und-
ir einn gjaldlið," sagði Bjarni Reykjalín,
„og ekki sundurliðað hvað er samnings-
verk og hvað aukaverk. Skipulagsstjóra og
hafnarstjóra var falið að gera verkloka-
samning við okkur og í framhaldi af því
fór hafnarstjóri í gegnum alla vinnuseðla
og reikninga frá okkur og sundurliðaði
hvað væri samningsverk og hvað auka-
verk. Það er nú svo að þegar við fórum að
vinna verkið, þá komu ýmsir nýir þættir
inn. Ég nefni sem dæmi umferðarmálin,
varðandi Hjalteyrargötuna, sem þurfti að
endurskoða. Við lukum við skýrsluna Ak-
ureyrarhöfn - deiliskipulagsstillögur í
mars 1993 og hún lá í bæjarkerfinu í tvö
ár og það var ekkert unnið í málinu af
þess hálfu. Síðan kom ný hafnarstjórn eft-
ir síðustu kosningar og hún var ekkert inni
í þeirri vinnu sem við höfðum lagt fram
og vorum fyrir löngu búnir að skila. Það
fór því töluvert mikil vinna í það að setja
nýja hafnarstjórn inn í það sem hafði verið
gert áður. Og svo kom það upp í sumar
þegar Flutningamiðstöð Norðurlands sótti
um lóð á hafnarsvæðinu, að þá þurfti að
vinna aðrar tillögur. Forsendurnar breytt-
ust, fyrirsjáanlegt var að umferðin inn á
hafnarsvæðið yrði mun meiri, bæði af
flutningabílum og einkabílum. Mikið af
okkar vinnu á liðnu sumri við þetta skipu-
lag kom til vegna þessara breyttu for-
sendna. Ekki er gerð grein fyrir því í upp-
gjöri hjá Akureyrarbæ hvað er samnings-
verk og hvað aukaverk. Auðvitað voru
engir reikningar borgaðir nema þeir sem
embættismenn bæjarins skrifuðu upp á.“
- Hverjir skrifuðu upp á reikningana?
„I upphaflegum verksamningi kemur
fram að hafnarstjóri og skipulagsstjóri eigi
að fylgjast með framgangi verksins fyrir
hönd verkkaupa. Okkar var að gefa þeim
upplýsingar um stöðu verksins þegar þeir
óskuðu eftir. Hafnarstjóri skrifaði upp á
reikningana áður en þeir fóru til greiðslu
hjá bæjargjaldkera og ekki hafa verið
gerðar neinar athugasemdir við þá,“ sagði
Bjarni og Árni bætti við: „Við vinnum
ekki ákveðna hluti að okkar frumkvæði,
án þess að við séum ekki beðnir um þá
vinnu. Slíkt gengur ekki. Við vinnum
ákveðin verk ef um er beðið og það var í
einu og öllu gert í þessu verki.“
„Þessi samningur var rammasamningur
og það er ekkert óeðlilegt, þegar um svo
langt tímabil er að ræða, að forsendur
hans breytist. Maður getur verið vitur eftir
á og sagt sem svo að við hefðum átt að
gera grein fyrir því að við værum að rukka
fyrir aukaverk og að sama skapi hefði
hafnarstjóm átt að endurskoða samnings-
forsendur þegar hún sá að upphafleg
samningsfjárhæð myndi ekki standast.
Það var hins vegar ekki gert. Við vorum
að vinna fyrir hafnarstjóm og á meðan
hún samþykkti okkar reikninga, þá stóð-
um við í þeirri trú að sátt væri um það sem
við vomm að gera,“ sagði Bjami.
- Eruð þið ósáttir með þessi málalok?
„Já, vægast sagt mjög ósáttir,“ svaraði
Bjarni. „Tilgangurinn virðist vera sá að
klekkja á okkur því við lítum svo á hér sé
um órökstuddar árásir á okkur að ræða.
Það hefur aldrei komið fram málefnaleg
gagnrýni og út á okkar faglegu vinnu-
brögð hefur aldrei verið sett. En því er
ekki að leyna að í bæjarkerfinu er ákveð-
inn pirringur út í hönnuði, ekki bara í okk-
ar garð heldur einnig í garð annarra hönn-
uða, og ég hef á tilfinningunni að þessi
gremja sé komin í einn farveg og henni
eigi að beina gegn okkur. Við viljum segja
það í þessu sambandi að okkur hefur
fundist samstarf Akureyrarbæjar og hönn-
uða í gegnum tíðina hafa verið stirt. Það
er því miður erfitt að vinna fyrir bæjarfé-
lagið, því maður veit í raun oft ekki fyrir
hvern er unnið, það er enginn einn aðili
frá bænum sem hönnuðir hafa samskipti
við. Það er engin spurning að það þarf að
vera einn ábyrgur aðili frá bænum sem
gerir samning við hönnuði og fylgir verk-
inu til enda. Það er engum til góðs að hafa
það fyrirkomulag sem nú er, að margir
menn komi að hlutunum og vísi síðan
hver á annan. Bæjarfulltrúar vita upp á sig
skömmina, þeir vita að eftirlitskerfi bæjar-
ins virkar ekki sem skyldi.“
- Hefur þetta mál skaðað ykkur hjá
Formi?
„Alveg tvímælalaust. Það hefur verið
sagt opinberlega að við höfum hagað okk-
ur óheiðarlega og að við stundum óheiðar-
leg vinnubrögð og það hlýtur að skaða
okkur. Það er mjög erfitt að bera hönd fyr-
ir höfuð sér í slíkurn málum,“ segja eig-
endur Teiknistofunnar Forms, Bjarni
Reykjalín og Árni Árnason. óþh