Dagur - 22.09.1995, Síða 5
HVAÐ ER AÐ OERAST?
Föstudagur 22. september 1995 - DAGUR - 5
Konukvöld og
Stjómin í Sjallanum
Flóamarkaður í K jarnalundi
Á morgun, laugardaginn 23. sept-
ember, kl. 14-17 verður flóamark-
aður í Kjarnalundi. Þetta er kjör-
inn vettvangur þeirra sem kjósa
frumlegan fatnað á gjafverði.
Einnig er kominn ýmiskonar varn-
ingur, t.d. fatnaður, prjónadót,
skraut og nytjahlutir.
Klemmusala Sjálfsbjargar
um helgina
Um helgina verður Sjálfsbjargar-
klemman svokallaða boðin til sölu
um allt land. Klemmusalan er
helsta fjáröflunarleið Sjálfsbjarg-
ar. Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra, sem er samnefnari sextán
Sjálfsbjargarfélaga um land allt,
gefur út klemmuna sem er úr
hvítu plasti með áletrun.
Verð klemmunnar er kr. 300 og
skiptist jafnt milli landssambands-
ins og Sjálfsbjargarfélaganna, sem
selja hvert á sínu svæði.
Fólk er hvatt til að styðja gott
málefni og taka vel á móti sölu-
fólki um helgina.
Mikið verður
um að vera í
Sjallanum á
Akureyri: um
helgina. í
kvöld verður
þar konukvöld
þar sem Heið-
ar Jónsson
snyrtir verður”e,(’ar'
kynnir. Púls
180 verður með sýningu og
tískusýning frá Vera Moda og
Joe’s. Þá verður karlafatafellan
Alex á staðnum og dansar hann
erótískan dans og „Erotik og un-
aðsdraumar" kynna varning
sinn, Stjáni blái verður með
vídeóatriði.
Heiðar Jónsson verður með
nýja dagskrá og ætlar hann m.a.
að tala um stjörnumerkin. Boðið
verður upp á pasta- og pizzu-
hlaðborð. Tekið verður á móti
konunum með fordrykk. Húsið
verður opnað
fyrir karl-
miiiinum á
miðnætti.
Hljómsveitin
Bylting leikur
fyrir dansi.
Borðapantanir
eru í síma
4622770 og
4622970. Verð
kr. 1790 og er innifalinn matur,
skemmtun og dansleikur. Verð á
dansleik kr. 800.
Annað kvöld, laugardags-
kvöld, sér hljómsveitin Stjórnin
ásamt Siggu Beinteins og Grét-
ari um fjörið í Sjallanum. Húsið
verður opnað kl. 23 og er aldurs-
takmark 18 ár.
Á Góða dátanum spilar
hljómsveilin 66 í kvöld og
hljómsveitin Karakter annað
kvöld.
Sigga.
íslandsfrumsýning
á Judge Dredd
í Borgarbíói
í kvöld kl. 21 verður íslands-
frumsýning í Borgarbíói og
Laugarásbíói á nýjustu mynd
Sylvester Stallone, Judge Dredd.
í þessari mynd er Stallone alit í
senn lögga, dómari, kviðdómari
og sá sem sér um að lífláta þá
sem óhlýðnast hafa settum lög-
um. Þetta er framtíðarsýn, Stall-
one er uppi á 22. öldinni og
staðsettur í Mega City 1. Óvinir
Judge Dredd gera honum að
vonum lífið leitt, en þá er að sjá
hvemig á því máli er tekið.
í öðrum helstu hlutverkum
eru Armand Assante, Diane
Lane og Rob Schneider.
Judge Dredd verður í kvöld
og næstu kvöld sýnd kl. 21 og
23 í Borgarbíói.
Önnur stórmynd í Borgarbíói
um helgina kl. 21 er Braveheart,
sem gagnrýndandi Dags hefur
larið mjög lofsamlegum orðum
um.
Á barnasýningum á sunnudag
verða sýndar myndirnar Lion
King og Casper.
Bétveir í
Samkomu-
húsinu
Furðuleikhúsið sýnir um helg-
ina í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri í samvinnu við Leikhús
Akureyrar bamaleikrit Sigrún-
ar Eldjárn. Sýnt verður á
sunnudag kl. 15 og 17 og
mánudag kl. 10, 13 og 14.30.
Fólk er beðið að athuga að
ekki eru ráðgerðar fleiri sýn-
ingar á leikritinu.
Saga klass
á Hótel
KEA
Hljómsveitin Saga klass leikur
fyrir dansi á Hótel KEA á Ak-
ureyri annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Hótel KEA minnir
á að í boði er 5 rétta „Surprice
menu“ þar sem hver réttur
kemur skemmtilega á óvart.
Verð er kr. 3200.
Páll Sólnes sýnir
í Ketilhúsinu
Á morgun, laugardaginn 23. september, kl. 16 opnar Páll Sólnes sýningu
á málverkum sínum í Ketilhúsinu í Grófargili á Ákureyri. Sýningin verð-
ur opin daglega kl. 14 til 18 og stendur til 8. október nk.
Nikkudansleikur á
Fiðlaranum
Harmonikudansleikur verður á
Fiðlaranum, 4. hæð Alþýðuhúss-
ins, annað kvöld, laugardags-
kvöld, kl. 22-03. Allir eru vel-
komnir. Fyrir dansleiknum stend-
ur Félag harmonikuunnenda við
Eyjafjörð.
Fyrirlestur um sálina
í HA á morgun
Á morgun, laugardag, kl. 14 flytur
Garret Barden, heimspekiprófess-
or við University College í Cork í
Irlandi, opinn fyrirlestur á vegum
kennaradeildar Háskólans á Akur-
eyri. Þar fjallar hann um sálina og
ólíkar hugmyndir um eðli manns-
sálarinnar.
Algengt er að sálin sé lífgjafi
mannslíkamans en geti lifað áfram
eftir andlát hans. Meðal heim-
spekinga er hefð fyrir því, allt frá
dögum Aristotelesar, að fjalla um
sálina með öðrum orðaforða en
raunvísindamenn hafa gert. Hefur
þetta einatt valdið miklum rugl-
ingi sem fyrirlesari hyggst reyna
að greina úr með kenningu sinni
um það að eigna einhverjum sál sé
að eigna honum skilning.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
enda sérstaklega saminn fyrir al-
menning. Fyrirlesturinn verður í
húsi Háskólans á Akureyri við
Þingvallastræti.
Flóamarkaður á
Hjálpræðishernum
Hjálpræðisherinn verður með
flóamarkað í húsakynnum sínum
að Hvannvöllum 10 í dag, föstu-
dag, kl. 10-17. Margt ódýrt er í
boði, verð kr. 50-200 kr. flíkin.
ít 0pjnn
fyri rlestur
Tími: Laugardagur 22. september 1995, kl. 14.00.
Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti,
stofa 24, 2. hæð.
Flytjandi: Dr. Garrett Barden, heimspekiprófessor við
University College í Cork á írlandi
Efni: „Um sálina“. Fyrirlesturinn fjallar um ólíkar
hugmyndir manna um mannssálina
Öllum er heimill aðgangur!
Söngur að
hausti hjá
Hólmfríðí
Söngur að hausti, nefnast tón-
leikar þriggja kóra undir stjórn
Hólmfríðar Benediktsdóttur.
Nemendur hennar, núverandi
og fyrrverandi, koma einnig
fram og syngja einsöng og tví-
söng. Píanóleikurar eru Helga
Bryndís Magnúsdóttir og Guð-
rún Anna Kristinsdóttir.
Það er Kvennakórinn Lissý,
Stúlknakór Húsavíkur og
Barna- og unglingakór Akur-
eyrarkirkju sem syngja á tón-
leikunum. Einsöngvarar eru
Hildur Tryggvadóttir og Gunn-
fríður Hreiðarsdóttir.
Fyiri tónleikarnir verða
haldnir í sal Borgarhólsskóla á
Húsavík kl. 15 á morgun, iaug-
ardag, en þeir síðari í Glerár-
kirkju kl. 20.30 á sunnudag.
Efnisskrá er tjölbreytt.
MAfVERKA
SYNING
Opnun í HekLusaL, GaLLem' ALLm Hanba,
29. sepreœken 1995
K 0 M I Ð 0 G N J Ó T I Ð