Dagur - 22.09.1995, Page 9

Dagur - 22.09.1995, Page 9
Föstudagur 22. september 1995 - DAGUR - 9 fslenskur heimsforseti Kiwanishreyfíngarinnar: „Á næsta heimsþingi mun íslenskur vísinda- maður ræða um vistvæna framleiðslu“ - segir Eyjólfur Sigurðsson, fyrsti fslendingurinn til að gegna starfi heimsforseta í alþjóðahreyfingu 30. september nk. tekur íslending- ur við forsetaembætti alþjóðlegrar hreyfingar sem telur 330 þúsund félaga í 78 löndum. Hér er um að ræða Kiwanishreyfinguna, sem var stofnuð í Bandarfkjunum árið 1915, en varð síðan alþjóðleg árið 1961. Fyrsti íslenski Kiwanis- klúbburinn var stofnaður árið 1964, Hekla í Reykjavík, og varð klúbburinn sá 9. í Evrópu. I dag eru starfandi á Islandi 46 klúbbar með um 1220 félögum, þar af 11 á Norðurlandi. Fjórir klúbbanna eru eingöngu skipaðir konum, þar af einn á Akureyri, Kiwanisklúbbur- inn Embla, en í nokkrum þeirra eru félagar af báðum kynjum. Þessi íslendingur sem nú er að verða heimsforseti Kiwanishreyf- ingarinnar heitir Eyjólfur Sigurðs- son, og er hann jafnframt fyrsti Evrópubúinn til þess að gegna þessu embætti og annar maðurinn utan Norður-Ameríku, en Eyjólfur tekur við embættinu af Astrala. Enginn Islendingur hefur áður svo vitað sé gegnt embætti heimsfor- seta alþjóðlegra hreyfinga, tveir Lionsmenn hafa setið í heims- stjóm sem fulltrúar Skandinavíu og fyrir nokkrum áram var íslend- ingur í kjöri til heimsforseta JC- hreyfingarinnar en tapaði þeirri kosningu. Eyjólfur hefur auk þess gegnt embætti Evrópuforseta hreyfingarinnar. Eyjólfur hefur undanfarna daga ferðast um landið til að kynna væntanlegt starf sitt meðal ís- lenskra Kiwanisfélaga. Alþjóðlegt átak gegn joðskorti Fyrir skömmu var Eyjólfur á Ak- ureyri þeirra erindagjörða og þá tók blm. Dags hann tali. Eyjólfs bíður þegar í upphafi mikið starf en í næsta mánuði er að hefjast umfangsmikil söfnun í samstarfi við bamahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Hugmyndin er að safna 75 milljónum dollara fram til næstu aldamóta, sem verður varið til berjast gegn joðskorti í heiminum en hann þjakar böm í yfir 100 þjóðlöndum. Joðskortur getur m.a. orsakað heilaskemmdir, að börn fæðist vangefin og ofvöxtur hlaupi í Eyjólfur Sigurðsson, verðandi heimsforscti Kiwanishreyfingarinnar, ávarp- ar Kiwanismenn á fundi á Hótel KEA nýverið. Mynd: GG skjaldkirtilinn. Meginmarkmið hreyfingarinnar undanfarin sex ár hefur verið í þágu barna, og hér- lendis hafa Kiwanismenn selt lykla til hjálpar geðsjúkum og hef- ur sú sala skilað nær 170 milljón- um króna á sl. 20 árum. Næsti K- dagur verður 21. október nk. Eyjólfur var kjörinn féhirðir heimshreyfingarinnar árið 1993 og þá var ljóst að hverju stefndi. Sl. ár hefur hann varið til undir- búnings starfi sínu sem heimsfor- seti og hefur ekkert annað gert og mun ekki gera næsta ár. Til þess fær hann styrk frá höfuðstöðvum Kiwanis í Indianapolis í Banda- ríkjunum. Þá mun hann ferðast til liðlega 40 landa í öllum heimsálf- um og taka ferðalögin um 270 daga, eða sem svarar 9 mánuðum. „Eg mun m.a. koma til Gimli í Kanada en félagar í þeim klúbbi eru um 90% af íslenskum ættum og mér fannst það mjög við hæfi að íslenskur heimsforseti kæmi þangað. Ég mun þó ekki komast til nema um þriðjungs allra um- dæmanna, eftirmaður minn mun svo taka annan þriðjung o.s.frv. í Bandaríkjunum eru starfræktir unglingaklúbbar sem hafa þjón- ustu á sinni stefnuskrá. Þessir klúbbar eru kallaðir lykilklúbbar eða byggjendaklúbbar og er Ki- wanisklúbbur ávalll ábyrgur fyrir þeirra starfi. Þessir klúbbar hafa t.d. tekið að sér að vemda ein- staklinga, sem verða fyrir einelti í skólakerfinu en það er mjög mik- ilvægt eins og allir vita. f undir- búningi er stofnun eins byggj- endaklúbbs í Reykjavík en hann verður með töluvert öðrum hætti vegna þess að skólakerfið hér er allt öðru vísi uppbyggt. Megintil- gangur þessa er að fá ungt fólk til þjónustustarfa. Ég er með í undirbúningi að á næsta heimsþingi Kiwanis í Salt Lake City í Bandaríkjunum muni íslenskur vísindamaður flytja er- indi um vistvæna framleiðslu og vemdun heimsins gangvart meng- un. Einnig kann hann að ræða um eyðingu ósonlagsins. Þar verður íslensk list einnig kynnt því Sig- rún Hjálmtýsdóttir, Diddú, mun syngja á hátíðinni," sagði Eyjólfur Sigurðsson. Island í umræðunni - Er hægt að meta áhrif þess að íslendingur gegnir starfi heimsfor- seta í alþjóðlegri þjónustuhreyf- ingu? fþrótta- og tómstundaráð Akureyrar: Námskeið í félagsmiðstöðvunum 1995-1996 Þá eru skólarnir teknir til starfa af fullum krafti. Sól sumarsins og haustsins hefur fyllt okkur starfs- orku sem tilvalið er að nýta í vet- ur, því nóg framboð er af nám- skeiðum og allskyns tómstundatil- boðum sem iþrótta- og tómstunda- ráð Akureyrar stendur fyrir. Tæki- færin eru ótal mörg, því í boði eru mörg mjög fjölbreytt og skemmti- leg námskeið. Þátttaka í tómstundastarfi er hverjum einstaklingi jafn mikil- væg og eðlileg og skólaganga frá 6 ára aldri. Ef til vill gæti þar þró- ast hjá einstaklingunum þáttur eða hugmynd að framtíðarstarfi. Iþrótta- og tómstundaráð gefur út á hverju hausti bækling sem hefur að geyma upplýsingar varðandi unglinganámskeiðin, en námskeið sem þessi eru aðallega ætluð ungl- ingum og gildir hann allan vetur- inn. íþrótta- og tómstundaráð held- ur einnig námskeið fyrir fullorðna. Félagsmiðstöðvar Í.T.A. eru starfræktar í þremur af grunnskól- „ísland verður gífurlega mikið í umræðunni vegna þessa og ég mun leggja mitt lóð á þær vogar- skálar. T.d. mun verða minnt á ís- land á öllum fundum heimsstjóm- ar með þeim hætti að þar verður íslenskt vatn á boðstólum. Starfs- menn Flugleiða hafa þegar orðið varir við það með aukinni bókun á ferðum til landsins, sem rekja má til þeirrar umræðu að íslendingur sé að taka við starfi heimsforseta. Þetta er tækifæri sem margir gætu nýtt sér, m.a. fyrirtæki í útflutn- ingi. Fólk, sérstaklega Bandaríkja- menn, vilja heimsækja smáþjóð sem hefur náð svo langt innan hreyfingarinnar. Við sem smáþjóð höfum annan sjóndeildarhring en íbúar margra annarra þjóða. Ég hef í rúman áratug verið að berjast fyrir aukinni alþjóðlegri samvinnu og hejd að mér hafi orðið nokkuð ágengt. Menn þurfa hins vegar að bera virðingu fyrir þjóðarvenjum annarra, en það er iðulega mikil hætta á því að þegar svo stór hluti hreyfingar eins og Kiwanis er frá einu landi, Bandaríkjunum, að reynt sé að þvinga þeirra venjunt upp á íbúa annarra heimsálfa. Það er hins vegar að breytast og ég tel mig eiga einhvem þátt í því. Það hefur ekki síst gerst í kringum undirbúning að þessu nýja þjón- ustuverkefni, þ.e. að baráttunni gegn joðskorti," sagði Eyjólfur Sigurðsson, verðandi heimsforseti Kiwanishreyfingarinnar. GG Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, sími 462 26900. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Brekkugata 10, neðsta hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Tryggvi Kjartans- son, gerðarbeiðandi Samvinnulíf- eyrissjóðurinn, 27. september 1995 kl. 11.00. Hafnarstræti 18, 3. hæð, Akureyri, þingl. eig. Guðmundur Þorgilsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sýslumaðurinn á Akur- eyri, 27. september 1995 kl. 11.30. Langholt 24, Akureyri, eig. Lilja Margrét Karlesdóttir, gerðarbeið- andi Kaupþing h.f., 27. september 1995 kl. 14.00. Melgerði 2, Akureyri, þingl. eig. Sparisjóður Ólafsfjarðar, gerðar- beiðandi íslandsbanki h.f., 27. september 1995 kl. 14.30. Núpasíða 4g, Akureyri, þingl. eig. Birgir Á. Þorvaldsson, gerðarbeið- endur Björn Pálsson, Byggingar- sjóður ríkisins og íslandsbanki h.f., 27. september 1995 kl. 15.00. Sunnuhlíð 12, Þ-hl. Akureyri, þingl. eig. Skúli Torfason, gerðarbeiðend- ur Akureyrarbær og íslandsbanki h.f., 27. september 1995 kl. 15.30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 21. september 1995. HOTEL KEA í SÍÐASTA SKIPTl I SUMAR HIN FRÁBÆRA DANSHLJÓMSVEIT um bæjarins; Lundarskóla, Síðu- skóla og Glerárskóla, svo og í Dynheimum og eru námskeiðin haldin á þessum stöðum ákveðin kvöld í viku. Auk námskeiða- haldsins eru félagsmiðstöðvarnar opnar ákveðin kvöld og í félags- miðstöðinni Dynheimum er opið starf alla daga og dansleikir um helgar. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi tómstundatilboðin hjá foreldrum eða forráðamönnum unglinganna eru þeir eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu íþrótta- og tómstunda- ráðs, sem er í Strandgötu 19b, sími 4622722. Skráning á námskeiðin fer fram í öllum félagsmiðstöðvunum hjá umsjónarmönnum, þau kvöld sem opið er, og á skrifstofu íþrótta- og tómstundafulltrúa í síma 4622722. Verum virk og tökum þátt í vetrarstarfinu. Bergljót Jónasdóttir, umsjónarmaður tómstundastarfs. LAUGARDAGSKVÓLD Bjóðum meðal annars 5 rétta „Surprice menu" þar sem hver réttur kemur skemmtilega á óvart Verð aðeins kr. 3.200,- __________________________ TIL SKEMMTINEFNDA FYRIRTÆKJA OG FÉLAGA! Nú er rétti tíminn til að huga að árshátíðinni. Bjóðuni glæsilega veislusali fyrir allar stærðir hópa. Allt frá 10-200 manna. Allar nánari upplýsingar hjá veitingastjóra í síma 462 2200 HÓTEL KEA liilig

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.