Dagur - 22.09.1995, Side 11
Föstudagur 22. september 1995 - DAGUR - 11
Hef áhyggjuraf frost-
nóttum og rígningu
- segir Eiríkur Sigfússon, kartöflubóndi
á Sílastöðum í Kræklingahlíð
Hverri árstíð í sveitinni fylgja æv-
inlega nokkurra daga taniir við
einstök verk. Þannig þurfa fjár-
bændur að hleypta hrútum sínum
til í kringum áramótin, sauðburð-
urinn er í maí, kartöflurnar eru
settar niður í maí, sláttur hefst
uppúr miðjum júní, fé er rekið á
fjall í júlíbyrjun og af fjalli og til
rétta í september og í sama mán-
uði eru kartöflurnar teknar upp.
Allt er þetta hluti af hringrásinni
sem virðist nánast eilífleg.
Samkvæmt venjubundnum
gangi haustsins byrjaði Eiríkur
Sigfússon, bóndi á Sflastöðum í
Kræklingahlíð, ásamt sínu fólki,
að taka upp kartöflur sl. miðviku-
dag. Alls eru ræktaðar af félags-
búinu á Sflastöðum og Einarstöð-
unt kartöflur í tólf hekturum lands
í moldargörðum sem liggja frá
bæjunum og niður að þjóðvegi.
„Við erum svona rétt að kom-
ast í þjálfun. Við vorum að byrja
núna rétt eftir hádegið. Við vorum
að fá nýja upptökuvél og það er
búinn að fara dágóður tími í að
stilla hana,“ sagði Eiríkur, þegar
blaðamaður Dags tók hann tali
síðdegis á miðvikudag. Uppsker-
una segir viðmælandi okkar vera í
meðallagi, þetta allt að tífalda.
„Eg á von á því að skilaverð kart-
aflna í ár verði í hærri kantinum.
Þegar uppskeran er mjög góð hef-
ur verðið farið langt niður. Víða
um landið er uppskera langt frá
því góð. Best er hún í Hornafirði.
I Þykkvabænum er hún slök. í
minni ræktun í sumar dró ég mjög
úr notkun köfnunarefna í áburði.
Að sama skapi eykst hlutfall fos-
fórs og kalíum. Með þessu ættu
kartöflunar að vera þéttari og
þurrefnisríkari - og jafnvel betri
vara,“ segir Eiríkur.
A Sflastöðum og Einarsstöð-
um, sem eru samliggjandi jarðir,
er stundaður félagsbúskapur. A
Sflastöðum búa Eiríkur Sigfússon
og Soffía Alfreðsdóttir, kona
hans, og á Einarsstöðum Stefán
Björnsson og Ragnhildur Sigfús-
dóttir, sem er systir Eiríks. Sam-
eiginlega standa þessi tvenn hjón
að þvotti á kartöflunum og pökk-
un þeirra, sem og sölu en félags-
búið selur kartöflur beint til versl-
ana á Norðurlandi, svo sem á Ak-
ureyri, Húsavík og Sauðárkróki
svo nokkrir staðir séu nefndir.
„Nei, það er engin sérstök
stemmning sem fylgir kartöflu-
upptökunni. Það er miklu frekar
að maður hafi áhyggjur af frost-
nóttum eða rigningu, sem gera
myndu garðinn að eðju. Það þarf
heldur ekki nándar nærri sama
mannskap við upptökuna eins og
var. Mér sýnist ekki þurfa nema
sex manns í þetta verkefni og við
verðum líka (Ijót með þetta. Þetta
er sama og með heyskapinn; með
þeirn vélum sem komnar eru er
hægt að Ijúka honum af á fáeinum
dögum, eitt árið tók hann ekki
nema eina viku hjá okkur,“ sagði
Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sfla-
stöðum. -sbs.
Eiríkur bóndi á Sílastöðum segist eiga von á því að skilaverð kartailna til
bænda í ár verði í hærri kantinum.
Bétveir
Laugardaginn 16. september
fruntsýndi Furðuleikhúsið barna-
leikritið Bétveir í Samkomuhúsinu
á Akureyri í leikstjórn Jóns St.
Kristjánssonar. Verkið er byggt á
barnasögu eftir Sigrúnu Eldjárn,
en leikgerðin er eftir félagana í
Furðuleikhúsinu. Söngtextar í
verkinu eru eftir Sigrúnu Eldjárn
og Ólöfu Sverrisdóttur, en tónlist
eftir Valgeir Skagfjörð. Leikmynd
og búningar eru eftir Helgu Rún
Pálsdóttur.
Bétveir fjallar um geimveru,
sem kemur til jarðar í leit að
fræðslu. Hún er tvíhöfða gengur á
fjórunt fótum og hefur fjórar
hendur. Hún er búin tökkum eins
og hver önnur tölva og hefur ýmsa
getu, svo sent þá, að vera afar
minnisgóð og skörp. Það sem hún
sækist eftir á jörðinni er að kynn-
ast bókum, en þær eru ekki til á
hennar stjörnu, og hún kann ekki
að lesa.
Boðskapur verksins snýst um
gildi lesturs og bóka, þeirrar þekk-
ingar, sem þar er að finna, og þá
afþreyingu, sem í þeim má fá.
Slíkur boðskapur er þarfur nú á
dögum, þegar okkur er tjáð, að sí-
fellt dragi úr lestri barna og ungl-
inga og fólks almennt og að þátt-
tökulaus mötun afþreyingarefnis sé
það, sem flestir - og þá ekki síst
hin upprennandi kynslóð - sæki í.
Boðskapurinn kemst bærilega
til skila, en því miður ekki meira
en það. Á því stigi í ferli verksins,
þegar mest er vikið að bókum,
dalar það verulega eftir allfjörlegt
upphaf. í bókastofu afa og þar á
eftir er líkt og loft fari úr leikgerð-
LEIKLIST
HAUKUR ÁCÚSTSSON
SKRIFAR
inni og hún verður daufleg jafnt
hvað snertir sviðsferð sem texta.
Bétveir er leikinn af Margréti
Kr. Pétursdóttur og Ólöfu Sverris-
dóttur. Þær eru prýðilega sam-
hæfðar jafnt í fasi sem tali. Víða
tekst þeim vel að koma skopi til
skila, einkum framan af verkinu,
og vekja gjarnan kátínu á meðal
gesta.
Áki er leikinn af Eggerti Kaab-
er. Hann á góða spretti framan af
verkinu ekki síst í samleik við Bé-
tvo. Gunnar Gunnsteinsson leikur
þrjú hlutverk í verkinu. Hann er
Búi, bróðir Áka og fellur ekki svo
vel í það hlutverk sem skyldi. Þá
er hann aft og gerir þeirri persónu
allgóð skil, þó að betur hefði mátt
vinna úr fasi persónunnar, sem er
heldur tilgerðarlegt. Loks er hann
rithöfundurinn og tekst þar best
upp, ekki síst í upphafsenu sinni.
Katrín Þorkelsdóttir leikur Lóu,
systur Áka, og ömmu. Katrín er
tíðum fjörleg í hlutverki Lóu og
nær víða góðum tökum. Amma er
hins vegar ekki svo vel unnin, sem
vera mætti og líður að hluta fyrir
sömu atriði og afi í túlkun Gunn-
ars Gunnsteinssonar.
Sviðmyndin er einföld og
greinilega hönnuð til ferða. Hún
er þó fullnægjandi. Búningar eru
góðir og falla almennt vel að
verkinu. Skemmtilegt er gervi Bé-
tveirs, en það er í góðu samræmi
við meðaltalshugmyndir manna
um geimverur, en býr ekki yfir
neinni þeirri ógn, sem iðulega
tengist þeim.
Tónlist Valgeirs Skagtjörðs er
lipurleg og hæfilega einföld. Text-
ar falla almennt vel að lögunt og
talaður texti lætur vel í munni
leikenda, sem almennt bera hann
vel fram og greinilega.
Það er ætíð þakkarefni, þegar
upp eru sett leikverk fyrir böm. í
Bétveir er gerð allgóð tilraun með
ferðahæft verk. Það náði eyrurn og
augum hinna ungu áhorfenda, sem
tóku virkan þátt í verkinu og virt-
ust ekki síður njóta þess, þegar
þeim í lokin var boðið upp á sviðið
til þess að heilsa upp á leikendur.
Þao þarf mörg handtök við færibandiö í upptökuvélinni, svo sem að fylgjast
nieð að skenimd vara komist ekki í gegn. Myndir: Sigurður Bogi
Með þessari tækni eru kartöflukassar hífðir úr upptökuvélinni og á kerru
og síðan er kössunum ekið inn í kartöflugeymslu.
Nýtískulegar vélar auðvclda bændum mjög störfin við kartöfluupptökuna.