Dagur - 22.09.1995, Síða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 22. september 1995
MINNIN C
* Helgi Sigurgeirsson
Fæddur 11. júní 1909 - Dáinn 18. september 1995
Helgi Sigurgeirsson fæddist á
Stokkseyri 11. júní 1995, en flutt-
ist til Reykjavíkur með foreldrum
sínum þegar hann var á öðru ald-
ursári. Foreldrar Helga voru hjón-
in Agnes Pálsdóttir, ættuð úr
Meðallandi í Skaftafellssýslu og
Sigurgeir Jónsson frá Skarði í
Gnúpverjahreppi. Eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur reistu þau
sér hús að Bergþórugötu 8A, þar
sem þau bjuggu meðan þeim ent-
ist líf og heilsa. Þau eignuðust 6
börn og var Helgi númer fjögur í
systkinaröðinni. Þau eru nú öll lát-
in.
Systkini Helga voru Jóhanna,
Gréta, Sigrún, Guðsteinn og Páll.
Skólaganga Helga var ekki
löng, hann lauk barnaskólaprófi
og fór strax að vinna. Þetta var á
kreppuárunum og lffsbaráttan
hörð. Til að byrja með vann hann
mikið við Reykjavíkurhöfn og á
fyrstu árunum þar var hann m.a.
við það að teyma hestvagna þegar
verið var að skipa upp saltfiski.
Helgi fór síðar í byggingarvinnu
og varð þekktur og eftirsóttur af
byggingarverktökum, sérstaklega
sem snjall járnabindingarmaður.
Hann ílentist við byggingu virkj-
ana, við Sogsvirkjanir fyrir sunn-
an og síðan fór hann norður í Að-
aldal þegar verið var að byggja
Laxárvirkjun II. 6. júní 1952 gift-
ist Helgi Sigríði Bjömsdóttur sem
bjó í Presthvammi í Aðaldal og
þar átti hann heimili þar til leiðir
þeirra skildu. Helgi fluttist þá til
Húsavíkur og átti síðan heima þar
allt til dauðadags.
Til að byrja með starfaði hann
við byggingarvinnu, m.a. hjá
Byggingar- og steypustöðinni
Varða hf. Síðar réðst hann í ýmis
eftirlitsstörf hjá Hótel Húsavík og
var þar meðan starfsævin entist.
Segja má að Helgi hafi tekið ást-
fóstri við Húsavík og hann ákvað
að eyða ævikvöldinu þar og var
síðustu æviárin á dvalarheimilinu
Hvammi á Húsavík. Helgi eignað-
ist ekki afkomendur. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Húsavík þann 18.
september sl., 86 ára að aldri.
Ég kynntist Helga fljótlega eft-
ir að ég flutti til Húsavíkur í lok
sjöunda áratugarins. Helgi var þá
kominn nær sextugu, með fulla
andlega og lfkamlega orku, þó að
hann gengi ekki alveg heill til
skógar hvað líkamlega heilsu
snerti. Okkur varð strax vel til
vina, þó við værum ekki jábræður
á þjóðmálasviðinu. Helgi var
skarpgreindur maður, víðförull og
víðlesinn, sjálfmenntaður eins og
flestir alþýðumenn voru um og
eftir aldamót. Það var því bæði
fróðlegt og skemmtilegt að ræða
við Helga og kynnast honum nán-
ar, enda var hann þar að auki góð-
ur húmoristi og hnyttinn í tilsvör-
um og því alltaf tilhlökkunarefni
að eiga stund með honum. Helgi
starfaði ásamt Katrínu konu minni
á Hótel Húsavík um nokkurra ára
skeið og upp úr því má segja að
hann hafi orðið eins konar fjöl-
skylduvinur, sem iðulega kom í
heimsókn. Til dæmis varð hann
fastagestur á heimili okkar á
gamlárskvöld og sat þá sviða-
veislu með fjölskyldunni. Hafði
þá ævinlega pela með sér til að
gleðja sig og aðra. Við Helgi fór-
um líka í nokkrar ferðir saman, en
Helgi var bíllaus, en hafði unun af
að ferðast. Það kom því fyrir að
ég gerðist bílstjóri Helga og fór
með honum í ferðalög um landið.
Helgi fann upp á ýmsu kostu-
legu til að gleðja okkur ef svo bar
undir. Ein skemmtilegasta uppá-
koman var sú að Helgi birtist einn
morguninn með stærðar málning-
arfötu og kúst og sagði að það
væri engin hemja, að hafa grind-
verkið í kringum garðinn okkar
svona illa málað. Hann létti ekki
fyrr en hann hafði lokið við að
mála allt grindverkið.
Helgi var alla tíð mjög róttækur
í stjómmálaskoðunum. Hann mun
ekki hafa verið einn af stofnend-
um Kommúnistaflokks íslands, en
var allavega einn af frumkvöðlun-
um og gekk í flokkinn skömmu
eftir að hann var stofnaður. Hann
tók virkan þátt í verkalýðsbarátt-
unni í Reykjavík á kreppuárunum,
var ötull baráttumaður verkalýðs-
hreyfingar og harður í horn að
taka, eins og gamall kunningi
hans úr hreyfingunni orðaði það.
Eftir að ég kynntist Helga voru
tímarnir að sjálfsögðu breyttir, en
Helgi samt sent áður jafn ákveð-
inn í stjórnmálaskoðunum sem
fyrr. Afstaða hans hafði þó mild-
ast og hann var oft fundvís á hinar
spaugilegu hliðar stjórnmálanna,
jafnvel hjá sínum eigin mönnum.
Það var því alltaf gaman að ræða
stjómmálin við Helga, en oft á tíð-
um áttaði maður sig ekki á hvar
mörkin milli alvörunnar og gálga-
húmorsins lágu.
Eins og áður hefur komið fram
hafði Helgi unun af ferðalögum
og hann ferðaðist um Island þvert
og endilangt. Það nægði Helga
ekki, hann var einnig mjög víðför-
ull á heimsmælikvarða og hafði
farið um allar heintsálfur nema
Norður-Ameríku og Astralíu.
Honum þótti leitt að hafa aldrei
komist til Eyjaálfunnar, en hins
vegar vildi hann ekkert með Norð-
ur-Ameríku hafa, enda var þar
höfuðvígi kapítalismans. Helgi fór
einu sinni í langferð um Suður-
Ameríku og hafði mikla ánægju af
því. Hann fór einnig margar ferðir
til Austur-Evrópu, m.a. tvær ferðir
um Sovétríkin og einnig fór hann
um Kína. í ferðalögunum tók
hann mikið af myndum, hafði un-
un af að sýna þær og segja frá.
Síðustu ár ævinnar var Helgi
mjög heilsuveill og ekki með
sjálfum sér. Það dró smátt og
smátt af honum uns hann lést
þann 18. þ.m.
Með Helga er genginn mjög
eftirminnilegur persónuleiki og
góður drengur í orðsins fyllstu
merkingu og við hjónin munum
alltaf minnast hans nteð sérstök-
um hlýhug.
Far þú vel vinur.
Eftirlifandi ættingjum Helga
vottum við okkar dýpstu samúð.
Gísli G. Auðunsson.
Hólmfríður Magnúsdóttir
U Fædd 26. maí 1910 - Dáin 10. september 1995
Með þessum fáu orðum viljum
við minnast ömmu okkar, eða
ömmu á Sigurhæðum.
Barátta hennar er nú á enda og
vonandi líður henni vel þar sem
hún er nú.
Amma á Sigurhæðum var
amma í orðsins fyllstu merkingu,
alltaf stóð hún eins og klettur,
hvað sem á gekk. Það var gott að
leita til hennar og jafnan fann hún
leiðir út úr öllu.
Oft höfum við hugsað um
hvernig hún fór að því að gera
þrennt í einu; prjóna eitt par af
sokkum, horfa á sjónvarpið og
segja brandara. Hún sagði meira
en brandara, hún hafði frásagnar-
hæfileika, og sagði lifandi sögur,
sem gaman var að hlusta á.
Oft töluðum við líka um trúna
og kenndi hún okkur ófáar bæn-
irnar sem við höfðum yfir á
kvöldin. Þó fannst okkur
skemmtilegast þegar hún fór með
kvæðið um Hjálmar og Huldu áð-
ur en við sofnuðum.
Minningar um liðnar stundir,
góðar stundir, eru eitthvað sem
aldrei hverfur og sannar hversu
ríkur maður er.
Elsku amma, nú ert þú komin
til afa, Þuru, Jonna og allra hinna.
Niða vöin án afláls undirhrami
eilífgláp í landsins heila barmi.
Mirning þín, þinn hlátur, grýtta gleði
glitrar enn sem dögg á vorsins hvarmi;
leitarfersk sem lindin undan klaka
leyndan vegfrá innstu hjartarótum:
streymir fram þann dag er þeyrinn þíðir
þvala mold og lcekir verða að fljótum.
Og þótt í okkar tíð sé margt að muna
og inargt sé það, sem finnst mér kvöð að skrifa,
þín minning bregður lcerum hlátri á haustið
og hennar vegna er skemmtiiegt að lifa.
(Matthías Johannesen)
Pála og Fjóla.
íslenski kiljuklúbburinn:
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HÓLMFRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
áður til heimilis að Goðabraut 13, Dalvík.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Utför föðurbróður míns,
HELGA SIGURGEIRSSONAR,
Hvammi, Húsavík,
fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
23. septemberkl. 10.30.
F.h. aðstandenda,
Geir A. Guðsteinsson.
BELTIN
,6 ^nd
mÉUMFERÐAR
lÍRÁÐ
Þrjár nýjar bækur komnar út
Út eru komnar hjá íslenska kilju-
klúbbnum þrjár nýjar bækur. Þær
heita Harún og sagnahafið,
Hundrað góðir réttir frá Miðjarð-
arhafslöndum og Sub Rosa.
Harún og sagnahafið er skáld-
saga eftir Salman Rushdie, sú
fyrsta sem hann skrifaði eftir að
hann lauk við Söngva Satans og
hlaut líflátsdóm klerkaveldisins í
íran. Dag einn fer allt úrskeiðis
hjá sagnaþulnum Rashíd Khalífa:
kona hans fer frá honurn og þegar
hann opnar munninn til að segja
eitt af sínum frægu ævintýrum
kemur hann ekki upp orði heldur
krunkar. Rashíd hefur misst frá-
sagnargáfuna og í ljós kemur að
hinn fláráði Khattam Shúd ætlar
að menga sjálft sagnahafið. Hann-
es Sigurðsson þýddi bókina sem
er 163 blaðsíður. Hún kostar 799
krónur.
Hundrað góðir réttir frá Mið-
jarðarhafslöndum er matreiðslu-
bók eftir Diane Seed. í bókinni
eru hundrað uppskriftir frá ýmsum
Miðjarðarhafslöndum, súpur,
brauð, pasta- og hrísgrjónaréttir,
grænmetisréttir, fisk- og kjötréttir
og ábætisréttir. Aður hafa komið
út eftir sarna höfund bækurnar 100
góðar pastasósur og 100 góðir
ítalskir réttir. Helga Guðmunds-
dóttir þýddi bókina sem er 127
blaðsíður. Hún kostar 890 kr.
Sub Rosa er spennusaga eftir
norska höfundinn Kim Smage. í
vetrarhörkunum í Þrándheimi
opnar listamaður sýningu á mynd-
um sem unnar eru úr mörgum lög-
um af veggfóðri í íbúðinni sem
hann býr í. Skömmu síðar finnst
eigandi gallensins myrtur í sömu
íbúð. Brotist er inn í galleríið og
þar er stolið myndinni Sub Rosa.
Rannsóknarlögreglukonan Anne-
kin Halvorsen fær málið til með-
ferðar og verður að fara sínar eig-
in leiðir við lausn þess. Illugi Jök-
ulsson þýddi bókina sem er 277
blaðsíður og kostar 799 krónur.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080
Ti
Vinningstölur
20.09.1995
VINNINGAR FJÖLDI UPPHÆÐ
n6afe 1 108.250.00
GJ 5 af 6 U33+bónus 0 405.651
ftl 5 af 6 5 63.740
Qj 4af6 273 1.850
| 3 af 6 1.093 190
£yUinningur: fór til Danmerkur
Aðaltölur:
■§X§)@
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæð þessa viku:
109.687.071
áísi.: 1.437.071
UPPLYSINGAR, SIMSVARI 568 1511
GRÆNT NR. 800 6511 - TEXTAVARP 453
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR