Dagur - 28.09.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 28.09.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 28. september 1995 FRÉTTIR Nýjustu tölur Hagstofu íslands: Sjö Norðlendingar eldri en 100 ára Sjö Norðlendingar, þar af fimm konur, eru eldri en 100 ára. Elsti Norðlendingurinn er Kristín Hallgrímsdóttir í Glæsibæjarhreppi, sem verður 103ja ára í næsta mánuði. Átt- undi Norðlendingurinn brýtur 100 ára múrinn í nóvember. Þetta kemur fram í tölum sem blaðið aflaði sér hjá Hagstofu íslands. Sá Norðlendingur sem síðast náði þessum áfanga er Helgi Sfmonarson, fyrrum bóndi og kennari á Þverá í Svarfaðardal. Hann varð 100 ára fyrr í þessum mánuði og minntist tímamótanna þá með veglegum hætti. Norðlendingar sem eru 100 ára eða ná þeim áfanga innan tfð- 100 ára heiðursmenn, Helgi Sím- onarson á Þverá í Svarfaðardal og Jóhann Kriiyer á Akureyri. ar eru: Sigrún Jónsdóttir á Hvammstanga fædd 23. aprfl 1895, á Akureyri eru það Ágústa Gunnlaugsdóttir fædd 1. ágúst 1895, Jóhann Kröyer fæddur 21. janúar 1895 og Elín Magnúsdótt- ir verður 100 ára þann 4. nóvem- ber næstkomandi. Úr Glæsibæj- arhreppi kemur Kristín Hall- grímsdóttir fædd 17. október 1892 og síðan fyrrnefndur Svarf- dælingur, Helgi Símonarson, fæddur 13. september 1895. Tveir Þingeyingar hafa náð 100 ára aldri. Annars vegar er Gunnlaug Þórðardóttir í Öxar- fjarðarhreppi, fædd 4. janúar 1894, og hins vegar Þorbjörg Gestsdóttir, fædd 12. janúar 1895. -sbs. Drangeyjarferöir á svipuðu róli og í fyrra: Fólk mjög ánægt Svipað var að gera í Drangeyjar- ferðum í sumar og í fyrra, að sögn Jóns Eiríkssonar í Fagra- nesi, sem er með ferðir í eyna. Hann segir mikla ánægju ríkj- andi hjá þeim sem fara í þessar ferðir, en hins vegar virðist sem skipulagðir hópar á vegum fera- skrifstofa séu yfirleitt á svo mik- illi hraðferð að varla gefíst tími til mikilla útúrdúra. Yfirleitt er farið frá Sauðárkróki eða Reykj- um, en þar er Grettislaug, sem margir hafa áhuga á að sjá. Jón segir landslagið og fulgl- ana í Drangey hafa mjög sterk áhrif á fólk. „Það er eins og það verði nánast bergnumið þegar maður kemur inn á víkina. Fólk hefur almennt látið mjög mikla aðdáun í ljós.“ Hann segir vissara að vera ekki lofthræddur þegar farið er upp á eyjuna en það er þó flestum fært. „í sumar kom 64 ára Dani, sem var nýbúinn að fót- brjóta sig á Fimmvörðuhálsinum. Hann var á tveimur hækjum en komst samt upp hjálparlaust," sagði Jón. Hann kvartar undan því að skipulagðir hópar séu á allt of mikilli hraðferð. „Manni virðist þessar hópferðir vera keyrðar svo hratt áfram að fólk hefur varla tíma til neins nema rétt að sigla hringinn í kringum eyna og þá helst ekki fyrr en eftir kvöldmat. Það er eins og það sé stflað upp á að komast sem mest á sem skemmstum tíma.“ Að sögn Jóns eru það ekki nema um 2 mánuðir á hverju sumri sem vertíðin stendur. „Þetta byrjar yfirleitt ekki fyrr en seinni- partinn í júní og stendur fram um 20. ágúst. Skemmtilegasti tíminn til að fara finnst mér hins vegar vera frá 20. maf og fram um Jóns- messu. Þá nær fólk í sigtíðina, fuglalífið er í algleymingi og dag- urinn langur.“ Annars segir Jón hafa gengið á ýmsu í sumar. I heila viku var ekkert hægt að fara vegna veðurs og þá þurfti hann að fá nýja vél í bátinn þar sem hin eyðilagðist. „Manni finnst undarlegt að þurfa að borga virðisaukaskatt af vélinni í bátinn þegar hann er notaður til að flytja þýska ferðamenn út í Drangey, en ekki ef hann væri notaður til að veiða grásleppu og selja hrognin til Þýskalands," sagði Jón Einksson. HA Norðurland: Toluverð hálka a heiðum en spáð hlýnandi í gærmorgun var lítil hálka á Öxnadalsheiði og Víkur- skarði, en hins vegar varð vart við hálku á Holtavörðu- heiði. Þegar leið á daginn myndaðist hálka í Bakkasels- brekku og varð þar árekstur eftir hádegi. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á Ákureyri var töluverð hálka á Öxnadals- heiðinni fyrr í vikunni en tvo morgna var dreift sandi á veg- inn og var hann orðinn auður og þurr í gærmorgun. Vegaeft- irlitsmaður vildi koma því á framfæri að menn aki varlega og sýni aðgætni, enda sé bróð- urpartur bifreiða enn á sumar- hjólbörðunum. Samkvæmt spá Veðurstofu íslands í gær snýst vindur til suðvestlægrar og síðar suðaust- lægrar áttar með umtalsvert hlýnandi veðri. Jafnvel má reikna með strekkingsvindi um helgina og rigningu. Það bend- ir því allt til þess að snjóinn taki að mestu upp, þar sem hann á annað borð er á lág- lendi, og hálkan verði á bak og burt. óþh Formleg opnun nýs vegar og brúar um Vesturós Héraðsvatna: Halldór enn með skærin á lofti Á morgun, fostudaginn 29. sept- ember, kl. 15, mun Halldór Blöndal, samgönguráðherra, opna með formlegum hætti nýj- an veg og brú um Vesturós Hér- aðsvatna í Skagafirði. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar var verkið unnið í þrem áföngum. Fyrsti áfanginn, sem var unninn undir lok árs 1993, var gerð fyllingar að brúar- stæðinu og á brúarstæðinu sjálfu, en brúin var byggð á þurru. I öðr- um áfanga var brúin byggð og í þriðja áfanga voru vegatengingar að brúnni byggðar. Byrjað var á byggingu brúarinnar í aprfl 1994 og því verki lauk í október sama BIODROGA snyrtivönikyimíng fóstudaginn 29. september kl. 13-18 Nýju haust- og vetrarlitimir kynntir Snyrtifrceðingur leiðbeinir um val á litum og kremum 15%kynníngarafsláttur BIODROGA - lífrænar jurtasnyrtivörur. Handhafar Evrópugæðaverðíaunanna 1994 og 1995 VÓRUHU5 , £v> ) SNYRTIVÖRUDEILD ár. Síðan var unnið við vegateng- ingar að brúnni og var umferð hleypt á brúna þann 11. desember á sl. ári. Verkinu var að fullu lokið með lögn á efra lagi klæðningar 23. ágúst sl. Nýi vegurinn er 1,9 km langur, 7,5 km breiður og á kafla er hann breikkaður um 1,25 m vegna göngu og reiðleiðar. Nýi vegurinn er 0,3 km styttri en sá gamli. Brú- in er 100 m löng steypt eftirspennt bitabrú í þremur höfum, tvíbreið með 7 m akbraut og 1,5 m gang- braut. Heildarkostnaður við verkið var 108 milljónir króna. Vegurinn var hannaður af Heimi F. Guðmundssyni umdæ- mistæknifræðingi en brúin var hönnuð af Einari Hafliðasyni yfir- verkfræðingi. Báðir eru þeir starfsmenn Vegagerðar ríkisins. Fyrsti áfangi verksins var boð- inn út í október 1993. Samið var við Króksverk hf„ sem átti lægsta tilboðið í verkið, 3,85 milljónir króna (44% af kostnaðaráætlun). Brúin var byggð samkvæmt samn- ingi við vinnuflokk Guðmundar Sigurðssonar brúarsmiðs. Heildar- kostnaður við brúarbygginguna var 61 milljón króna, sem var um 20% lægri upphæð en áætlað hafði verið. Þriðji áfangi verksins var boðinn út í september 1994. Lægsta tilboðið kom frá Króks- verki hf„ 14,77 milljónir króna (63,7% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar). Króksverk hf. vann verkið og var Klæðning hf. undir- verktaki. Gömlu brúnni, sem byggð var á árunum 1925-1926, hefur verið breytt í sitt upprunalega form og mun í framtíðinni þjóna gangandi og ríðandi umferð. Bundið slitlag var lagt á nýja veginn í júnímánuði sl. og þar með er komið samfellt bundið slitlag á milli Hofsóss og Sauðár- króks. óþh Heyskap í Eyjafirði lokiö: Lítil hey engóð „Hljóðið í mönnum virðist vera þannig að heyfengur sumarsins sé heldur í minna lagi. Hins veg- ar benda sýni úr þeim heyjum sem hingað hafa borist til að þau séu ágæt að gæðum,“ sagði Guðmundur Steindórsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjaljarðar, í samtali við Dag. Heyskap á Eyjafjarðarsvæðinu er lokið. Tíð til heyskapar var fremur slæm í sumar, seint voraði en spretta tók við sér þegar hlý- indakafli kom í júlí. Þannig slapp allt fyrir horn, en þegar upp er staðið segir Guðmundur að hey- fengur sé þó í minna lagi. Hann býst þó varla við heyskorti í vetur. „Við verðum að hafa í huga að eftir síðasta vetur voru litar fyrn- ingar. Því er staðan víða knöpp og menn verða að fara varlega við alla ásetningu og gæta hófs,“ sagði Guðmundur Steindórsson. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.