Dagur - 28.09.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. september 1995 - DAGUR - 5
Kórar Hólmfríðar
Til sölu!
Til sölu tvær íbúðir í húsinu nr. 20 við Þingvalla-
stræti á Akureyri.
Efnt var kóratónleika í Glerár-
kirkju sunnudaginn 24. sept-
ember. Þar komu fram Kvenna-
kórinn Lissý, Stúlknakór Húsavík-
ur og Barnakór Akureyrarkirkju.
Stjórnandi kóranna allra er Hólm-
fríður Benediktsdóttir. Undirleik-
ari með kórunum var Helga Bryn-
dís Magnúsdóttir. Auk kóranna
komu fram nokkrir núverandi og
fyrrverandi söngnemendur Hólm-
fríðar og fluttu dúetta og einsöng.
Undirleikari þeirra var Guðrún A.
Kristinsdóttir.
Tónn tónleikanna var sleginn
þegar í upphafi þeirra, þegar kór-
arnir sameinaðir fluttu lagið ís-
land eftir Sigurð Þórðarson við
Ijóð Huldu. Bjartur tónn barna-
kórsins og stúlknakórsins likt og
rammaði inn raddir söngkvenn-
anna í Kvennakómum Lissý. Full-
ur lyftingur var í flutningi og var
hann þegar í þessu upphafslagi
hrífandi á að hlýða. Eftir upphafs-
lagið og lagið Við vatnið, sem er
finnskt þjóðlag við ljóð eftir
Huldu, átti Kvennakórinn Lissý
leik og flutti Fölnuð er lilja eftir
Friðrik Jónsson við ljóð Benedikts
Gröndals, þar sem Gunnfríður
Hreiðarsdóttir söng einsöng. Kór-
inn var heldur þróttmikill með
rödd hennar en að öðru leyti var
flutningur góður. Þá flutti kórinn
Islensk rímnalög í útsetningum
eftir annars vegar Jón Þórarinsson
og hins vegar Jón Ásgeirsson. í
syrpu Jóns Ásgeirssonar kom rétt
fyrir, að kórinn væri ekki alveg
hreinn, en í heild var flutningur
líflegur og öruggur. Hildur
Tryggvadóttir söng einsöng með
kórnum og hefði mátt draga held-
ur meira niður í styrk hans með
söng hennar. í hléi á kórsöngnum
komu fram annars vegar Margrét
Sigurðardóttir og Kristín Alfreðs-
dóttir og hins vegar Kolbrún Jóns-
dóttir og Sigrún Arngrímsdóttir og
fluttu dúetta. Þórhildur Örvars-
dóttir söng einsöng og Hildur
Tryggvadóttir og Þuríður Vil-
hjálmsdóttir sungu dúetta. Allar
þessar konur gerðu vel, en þó best
þær Hildur og Þuríður í dúettum
sínum. Raddir þeirra féllu
skemmtilega saman og veruleg
næmni var í flutningi. Einnig var
skemmtilegt að heyra einsöng
Þórhildar, en hann lofar góðu.
Næst söng Stúlknakór Húsa-
víkur lagið Edelweiss og gerði í
heild vel, þó að fyrir kæmi, að
hljómur hyrfi úr tóni á stöku stað.
Lagið var upphaf syrpu úr Sound
of Music eftir Rodger og Hamm-
erstein, en næst í henni söng
Barnakór Akureyrarkirkju lögin
Döggin á Rósum, ljóð eftir Flosa
Ólafsson, og Do re mí, ljóð eftir
Ingibjörgu Þorbergs. Kórinn söng
fallega og af gleði. Syrpunni lauk
með samsöng allra kóranna í lag-
inu Sæktu á brattan við ljóð Flosa
Ólafsson og var sá flutningur ná-
lega glæsilegur.
Kórarnir sameinaðir fluttu lag-
ið Reyndu aftur eftir Magnús
Eiríksson og gerðu mjög vel. Að
flutningi þess loknum söng
Kvennakórinn Lissý lögin Exodus
eftir Ernest Gold og Pat Boone,
All My Trials, sem er negrasálm-
ur, íslands lag eftir Björgvin Guð-
mundsson við ljóð Jóhannesar úr
Kötlum og Dómar heimsins eftir
Leiðrétting
í frásögn í blaðinu í gær af skag-
firsku hljómsveitinni „Norðan þrfr
+ Ásdís“ var sagt að sveitin yrði
með dansleik í Sjallanum á Akur-
eyri á föstudagskvöld. Svo mun
þó ekki verða því af óviðráðanleg-
um orsökum hefur heimsókn
sveitarinnar til Akureyrar verið
frestað. Þetta leiðréttist hér með.
TONLIST
HAUKUR ÁíÚSTSSON
SKRIFAR
Valgeir Guðjónsson við ljóð Jó-
hannesar úr Kötlum. All My Tri-
als og íslands lag flutti kórinn fal-
lega og þá ekki síst hið fyrr-
nefnda, sem var verulega þrungið
tilfmningu. Exodus tókst lakast
þeirra verka, sem flutt voru á
þessum tónleikum og náði ekki
flugi.
Stúlknakór Húsavíkur söng fal-
lega, en þó með örlítið sárum tóni
á hæstu stöðum, lagið Hljómar nú
haustblær, sem er þjóðlag frá
Úkrafnu við ljóð eftir Sigríði I.
Þorgeirsdóttur, en þar á eftir flutti
Bamakór Akureyrarkirkju lagið
Mánuvers eftir Pál ísólfsson við
ljóð Davíð Stefánssonar. Þessum
miklu og sem næst lotulausu tón-
leikum lauk með söng kóranna
sameinaðra í laginu Úr útsæ rísa
íslands fjöll eftir Pál ísólfsson og
Davíð Stefánsson. í þessu síðasta
lagi kann einhver þreyta að hafa
verið tekin að gera vart við sig, en
nokkrir tónar urðu lítils háttar sár-
ir.
Píanóleikaramir, Helga Bryn-
dís Magnúsdóttir og Guðrún A.
Kristinsdóttir, studdu við söng
kóranna af prýði og áttu sannar-
lega sinn hlut í þessum mikla kór-
söngsatburði, en honum lauk með
því, að kórarnir endurtóku tvö lög
af söngskrá sinni fyrir hrifna
áheyrendur sína, sem virtust helst
vilja fá enn meira.
Hólfríður Benediktsdóttir á
mikið lof skilið fyrir það verk,
sem hún hefur unnið með kórun-
um þrernur, sem fram komu.
Stjórn hennar á flutningi var fjör-
leg og lifandi og hafði án efa sitt
að segja í því að hrífa jafnt áheyr-
endur sem kórkonur og veita öll-
um viðstöddum ógleymanlega
stund.
Akureyri:
Opið hús í kvöld
hjá Samhygð
- Asta Jónsdóttir fjallar um reynslu
kvenna af fósturláti
Opið hús verður í kvöld í safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju á
vegum Samhygðar - samtaka
um sorg og sorgarviðbrögð.
Að þessu sinni verður Ásta
Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
gestur kvöldsins og fjallar hún um
reynslu kvenna af fósturláti. Allir
eru velkomnir á opna húsið en
dagskráin hefst kl. 20.30. JÓH
Fyrsta hæð, söluverð kr. 6.800.000.
Kjallari, söiuverð kr. 5.500.000.
Nánari upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni.
Fasteignasalan hf.
Gránufélagsgötu 4, Akureyri
Opið frá kl. 10-12 og 13-17.
Sími 462 1878.
Myndriti 461 1878.
Hermann R. Jónsson, sölustjóri, heimasími 462 5025
AKUREYRARB/ÍR
Ritarastarf
Laust er til umsóknar starf ritara á skrifstofu
öldrunardeildar í Hlíð.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi próf frá versl-
unarbraut eða góða reynslu í skrifstofustörfum.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Launa-
nefndar sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar um starfið veita skrifstofustjóri í síma
462 7930 og starfsmannastjóri í síma 462 1000.
Umsóknarfrestur er til 6. október nk.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar, Geislagötu 9.
Starfsmannastjóri.
SKILAFBESTUR
AUGLÝSINGA
Auglýsendur!
Athugið að skilafrestur
í helgarblaðið okkar
ertil kl. 14.00
á fimmtudögum
- já 14.00 á fimmtudögum
auglýsingadeild, sími 462 4222
Opið frá kl. 08.00-17.00
Munið söfnun Lions
fyrir endurhœfingarlaug í Kristnesi
Söfnunarreikningur í Sparisjóði
Glœsibœjarhrepps á Akureyri
nr. 1170-05-40 18 98
ð
a
3