Dagur - 28.09.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 28.09.1995, Blaðsíða 12
Fjölskylduvemd ...eíns og þú vílt hafa hana Fjölskyíduvernd er ný þjónusta Tryggíngar hf. Hún felur í sér míkínn sveigjanleíka fyrír hvern og eínn tíl að sníða tryggíngarpakkann að sínum þörfum. TRYGGING HF Hofsbót 4 • Sfmi 462 1844 © VEÐRIÐ Mikill áhugi í ár á beinu flugi frá Akureyri til borga í Evrópu: Eftirspurnin sjaldan eða aldrei veriö meiri - fyrsta ferðin í dag - um 190 manns í beinu flugi til Glasgow Eftir því sem Dagur kemst næst hafa aldrei jafn margir bókað sig í beint flug frá Akur- eyri í haustferðir til borga í Evr- ópu og á þessu hausti. „Vertíð- in“ hefst í dag kl. 18.25 þegar 757 Boeing vél Flugleiða hefur sig á loft frá Akureyrarflugvelli með um 190 manns til Glasgow í Skotlandi. Samkvæmt upplýs- ingum ferðaskrifstofanna má ætla að um 1400 manns fari í beinu flugi frá Akureyri til borga í Evrópu. Þær ferðir sem þegar hafa verið ákveðnar eru eftirfarandi: 28. september - Glasgow, 6. október - Dublin, 9. október - Dublin, 12. október - Dublin, 12. október - Glasgow, 15. október - Glasgow, 18. október - Newc- astle, 20. október - Cork, 30. októ- ber - Dublin og 9. nóvember - Ed- inborg. Ferðin í dag til Glasgow er á vegum Flugleiða og dugir ekki minna en stærsta vél fyrirtækisins, sem tekur 189 manns í sæti. A vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals-Utsýn er áætlað að fari um 500 manns til Glasgow og Edin- borgar. Samkvæmt upplýsingum ferðaskrifstofunnar í gær er þessi sala með meira móti. Aberandi hefur verið að fólk á vinnustöðum taki sig saman og fari í slíka ferð og dæmi er um að starfsmannafé- lög hyggist halda árshátíð ytra. Bróðurpartur þeirra sem keypt hafa ferð til Glasgow og Edin- borgar á vegum Úrvals-Útsýnar er frá Akureyri en einnig eru þar nokkrir stórir hópar, til dæmis frá Ólafsfirði og Húsavík. Samvinnuferðir-Landsýn selur ferðir lil Dublin og Cork á írlandi. Dublinarferðir hefur fyrirtækið selt í nokkur ár en þetta er í fyrsta skipti sem selt er í beint flug til Cork. í gær áætlaði Ásdís Áma- dóttir hjá Samvinnuferðum- Landsýn að búið væri að selja 535 sæti í þessar í ferðir. Uppselt er í nokkrar þeirra en laus sæti í aðrar. Ásdís sagði þetta ekki ósvipaða sölu og undanfarin ár. Hún kann- aðist líka við að vinnustaðahópar færu í þessar ferðir, stærsti hópur- inn væri um 100 manns. Ásdís bætti við að síðan byrjað var að bjóða upp á beint flug frá Akur- eyri til borga í Evrópu hafi orðið áberandi samdráttur í sölu á svo- kölluðum helgarpökkum til Reykjavflcur. Þær upplýsingar fengust hjá ferðaskrifstofunni Alís í Hafnar- firði að boðið væri upp á eina ferð í beinu flugi frá Ákureyri til Newcastle í Englandi. Hluti af far- þegunum kemur um borð í vélina í Keflavík, en norðanfólk í þessari vél er líklega um 120 talsins. Búist er við að selt verði í þau sæti sem enn eru laus í þessar vél- ar og gangi það eftir má ætla að um 1400 manns fari í haustferðir til borga í Evrópu í beinu flugi frá Akureyri á þessu hausti. óþh Fræðslustjórum sagt Menntamálaráðherra hefur sent fræðslustjómm landsins uppsagnarbréf og tek- ur uppsögnin gildi 1. ágúst 1996, en þá flyst rekstur grunnskólans endanlega frá ríkinu yflr til sveitarfélaganna. Jafnframt er fræðslustjórum gert að segja upp starfsfólki fræðsluskrifstofanna og tekur uppsögn þeirra sömuleiðis gildi 1. ágúst 1996. Únnið er að undirbúningi verkefnaflutningsins og em upp- sagnir fræðslustjóranna liður í því. Fræðsluskrifstofurnar verða lagðar niður, en ekki er að í'ullu ljóst hvað við tekur og er það raunar töluvert mismunandi eftir kjördæmum. Til dæmis komu fram mjög skiptar skoðanir á að- alfundi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir skömmu og er stjórn samtakanna að vinna áfram að málinu í framhaldi af umræðum á aðalfundinum. Með- al annars hefur verið lagt til að sjálfstæðar launaskrifstofur verði við hvem skóla í kjördæminu. Þá em skiptar skoðanir um hvemig ráðgjöf; kennsluráðgjöf, sér- kennsluráðgjöf og sálfræðiþjón- ustu verði fyrir komið. óþh Eftir þetta norðankast virðist sem eigi að rofa til og jafnframt á að hlýna. í dag er spáð létt- skýjuðu veðri um nær allt land og hita á bilinu 3-8 stig. Á föstudag snýst vindur til suð- vestlægrar og síðan suðaust- lægrar áttar. Það má búast við rigningu um allt land og um- talsvert hlýnandi. Veturinn hef- ur því hopað - í bili að minnsta kosti. Veiði í Mývatni lauk í gær: Niðursveiflunni lokiö etta hefur verið sæmilegt sumar í veiðinni og langt yfir meðallagi seinni ára,“ sagði Héðinn Sverrisson, bóndi á Geit- eyjarströnd í Mývatnssveit í gær en þá lauk veiði á þessu ári í Mývatni. Eins og flestum er ef- laust kunnugt hefur verið niður- sveiflutímabil í silungsveiðinni í vatninu í rúma tvo áratugi en miðað við síðustu tvö árin er að sjá sem nú sé loks að rætast úr. Aðspurður hvort einhver svæði bæti við sig umfram önnur segir Héðinn að framan af sumri hafi verið þokkaleg veiði í Norðurflóa og vestantil í suðurhluta vatnsins. „Svo virðist sem veiðin nái sér síður upp hér austantil í suðurhlut- anum,“ sagði Héðinn. Silungurinn í sumar hefur verið feitur og nokkuð vænn sem sýnir að áta hefur verið næg fyrir fiskinn. „Þetta virðist vita á að veiðin sé upp á við og stofninn að styrkj- ast. Þetta hefur, að undanskildum 2-3 árum, verið í niðursveiflu allt frá 1970 en í ágúst 1993 fór virki- lega að rætast úr.“ Flestir bændur við vatnið reykja silunginn og senda á mark- að, jafnt sunnan heiða sem norð- an. Héðinn segir að alla jafna sé barátta um fiskinn síðustu dagana veiðitímabilsins enda Mývatnssil- ungurinn vinsæll. Veiðitímabilið hefst aftur 1. febrúar og leggja bændur þá undir ís. JÓH KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 Sjúkrahúsið á Húsavík. Mynd: IM Húsavík: Er heilbrigðisþjón- usta grundvallar- atriði fyrir búsetu? - fundur um framtíð héraðssjúkrahúsa verður haldinn á Húsavík á laugardag Fundur um framtíð héraðs- sjúkrahúsa verður haldinn á Hótel Húsavík nk. Iaugar- dag. Það eru sjúkrahús á landsbyggðinni sem til fundar- ins boða en tilefni hans er að forsvarsmönnum sjúkrahúsa á landsbyggðinni finnst óeðlilega staðið að skýrslugerðum um þessi mál þar sem lítið eða ekkert samráð sé haft við það fólk sem vinnur við viðkom- andi stofnanir. „Yfirlýst markmið er að spara og dreifa valdi en okkur sýnist að í mörgum tilfellum stefni lausnirnar í þveröfuga átt. Þessi mál þarf að ræða mikið betur og það ætlum við okkur að gera á þessum fundi,“ segja fundarboð- endur, sem telja mikilsvert að sem flestir mæti á þennan fund, en fólki gefst þar tækifæri til að láta í sér heyra. Fundurinn er op- inn almenningi og til hans eru boðaðir fulltrúar sjúkrahúsa, hei- brigðisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins, landlæknir og starfsmenn landlæknisembættis- ins, sveitarstjórnarmenn, þing- menn og fréttamenn. Frummælendur á fundinum eru: Ólafur Ólafsson, landlækn- ir, Kristján Erlendsson, kennslu- stjóri læknadeildar Háskóla ís- lands, Torfi Magnússon, for- maður læknaráðs Borgarspítal- ans, Ólafur R. Ingimarsson, yfir- læknir Sjúkrahúss Skagfirðinga, Þorsteinn Jóhannesson, yfir- læknir Sjúkrahúsinu á ísafirði, Jón Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúsinu á Siglufirði og Haukur Gunnars- son, kennari við Borgarhóls- skóla á Húsavík. Umræður verða að loknu hádegisverðar- hléi. „Ég hvet fólk til að mæta á fundinn sem verður án efa skemmtilegur og fræðandi. Fram hefur komið að fagfólki í Reykjavík finnst stóra málið að loka sjúkrahúsum úti á landi og breyta þeim í hjúkrunarheimili. Er ekki heilbrigðisþjónustan á hverju svæði grundvallaratriði þess að fólk vilji búa þar?“ spyr Friðfinnur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins á Húsavík, í viðtali í opnu Dags í dag. Dagur heimsótti sjúkrahús- ið og ræddi við starfsfólk þess til að vapa ljósi á hvaða starfsemi fer fram á einu af landsbyggðar- sjúkraliúsunum. IM Þessa dagana er hópur ítala frá vikublaðinu Gioa á Akureyri í þeim tilgangi að safna efni. Fjórar íslenskar fyrirsætur, sem sjást á meðfylgjandi mynd er tekin var fyrir utan Hótel KEA á Akureyri í gær, sýna fatnað frá þekktum erlendum hönnuðum og einnig sýna þær íslenskan fatnað. Þessi heimsókn ítalanna er afar dýrmæt land- kynning, enda er Gioa gefið út í 400 þúsund eintökum og er eitt þekktasta tísku-, mannlífs og ferðamálatímaritið á Ítalíu. Nánar verður fjallað um heimsókn ítalanna í helgarblaði Dags. óþh Módelin fest á fílmu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.