Dagur - 14.10.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 14. október 1995 - DAGUR - 3 Nú er víðast farið að síga á seinni hiuta sláturtíðar. Slátur- hússtjórar á Norðurlandi sem haft var samband við voru allir ánægðir og sögðu sláturtíð hafa gengið vel að þessu sinni. Lömb eru víðast léttari en í fyrra, nema hjá KS á Sauðárkróki þar sem meðalvigt er nákvæmlega sú sama. Hjá Kaupfélagi Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga sagði Eggert Ó. Levy, skrifstofustjóri, að búið væri að slátra um 26 þús- undum fjár en ekki liggur fyrir að sögn Eggerts hversu miklu verður slátrað að þessu sinni. Meðal- þyngd er 15,5 kg, um 900 grömm- um minni en í fyrra, miðað við sama fjölda sláturdaga, en þess ber að geta að þá var fé óvenju Akureyri: Björgvin Halldórsson í Sjallann Verið er að semja um að fá sýningu Björgvins Halldórs- sonar, „Þó líði ár og öld“, til Akureyrar og er ætlunin að í byrjun nóvember verði tvær sýningar í Sjallanum. Það mun síðan ráðast af viðtök- um hvort sýningarnar verða fleiri; en til að standa undir sér verður aðsókn að vera góð og helst þyrfti húsið að fyllast. „Framhaldið er allt undir því komið hvaða móttökur Björgvin fær því það er mjög dýrt að fá sýninguna hingað norður. En okkur langar engu að síður að bjóða Akureyring- um upp á þetta,“ segir Elís Ámason hjá Sjallanum. „Þó líði ár og öld“ hefur gengið á Hótel íslandi í á annað ár og Elís segir sýninguna vera ntjög skemmtilega. „Ég fór á sýn- inguna um síðustu helgi og hún var miklu betri en ég bjóst við. Fólk var uppi á borðum og stundum þurfti Björgvin ekki að syngja því fólkið söng svo hátt í salnum. Þetla var alveg meiriháttar." Allur tæknibúnaður, eins og ljós og annað, sem notaður er fyrir sunnan verður fluttur norður til að sýningin verði sem líkust því sem hún er á Hótel íslandi. Þrátt fyrir mik- inn tlutningskostnað hækkar ekki miðaverðið og það verður það sama og fyrir sunnan, 4.600 krónur. Þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um þessar sýningar eða vilja tryggja sér miða í tíma er bent á að hafa samband við ntiðasölu Sjall- ans. AI vænt. Á Blönduósi er búið að slátra rúmlega 21 þús. fjár, hjá Kaupfé- lagi A-Húnvetninga, af 32 þús- undum alls. Meðalvigt er 15,3 kíló sem er u.þ.b. 300 grömmum minna en í fyrra. Mjög góð sala hefur verið í slátri, en góður hluti þess fer til Reykjavíkur, alls 14-15 þúsund slátur, sem seld eru í Nóa- túnsbúðunum. „Við klárum á þriðjudaginn,“ sagði Vésteinn Vésteinsson, hjá Sláturhúsi KS á Sauðárkróki. Búið er að slátra um 25 þús. fjár af um 30 þúsundum. Meðalvigt er ná- kvæmlega sú sama og í fyrra, 14,6 kíló. Skrokkar eru að sögn Vé- steins ekki eins feitir og flokkast því betur. Sátursala hefur verið með minna móti, þó verðið sé Mývetningar munu innan tíðar fá bankaþjónustu í héraðið en í undirbúningi er að opna af- greiðslu frá íslandsbanka á Húsavík, sem staðsett verður í Hótel Reynihlíð. Örn Björnsson, útibússtjóri íslandsbanka á Húsavík, segir að þau fimm ár sem hann hafi starfað á Húsavík hafi umræða um það að auka þjónustu við Mývetninga stöð- ugt verið í umræðunni. Ráðnir verða tveir starfsmenn við afgreiðslu íslandsbanka í Reynihlíð en ekki er um að ræða yfirtöku á Sparisjóði Mývetninga, en hann er með afgreiðslu á Helluvaði og í Reykjahlíð. „Það hefur áður verið leitað til okkar um þessa þjónustu og það hefur nú orðið að veruleika. Við- skipti mjög margra Mývetninga eru í bankastofnunum á Húsavík og víðar þannig að bæði eykst þjónustan við þá og eins gerum við okkur vonir um að markaðs- Flugmálastjórn hefur ekki enn gengið til samninga vegna leng- ingar flugbrautarinnar í Mý- vatnssveit en lægsta tilboðið var frá Arnarfelli hf. á Akureyri að upphæð 6,8 milljónir króna sem er 38% af kostnaðaráætlun. Jó- hann Helgi Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugvallaþjónustu, segir að framkvæmdir munu hefjast innan tíðar en um 160 metra lengingu er að ræða á flugbrautinni sem þá verður um 950 metra löng. Þessar framkvæntdir eru gífur- lega mikilvægar fyrir Mýflug hf. og áætlunarflug þess til og frá Mývatni, aðallega til Reykjavíkur, vegna þess að félagið hefur notað flugvél af Shiftain-gerð sem hefur haft undanþágu á brautina í Mý- vatnssveit vegna þess að hún hef- ur verið of stutt. Flugmálaáætlun gerir ráð fyrir breikkun flugbraut- arinnar á Ákureyri, þ.e. malbikaða svæðið breikkar, en þessar fram- kvæmdir eru hins vegar ekki inn í fjárlögum ríkisins því þar er gert hagstætt, en Vésteinn benti á að litlar sem engar auglýsingar hafi verið í gangi til að hvetja fólk til sláturkaupa, eins og oft áður. Hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri er vika eftir af sláturtíð. Búið er að slátra 25-26 þúsundum fjár af um 33 þúsundum, en að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra, hefur heldur verið að bætast við töluna undanfama daga þar sem bændur virðast ætla að fækka fé. Meðalvigt er um 800 grömmum minni en í fyrra, 15,4 kíló í stað 16,2. Slátursala hefur verið þokkaleg að sögn Óla. Páll Gústaf Amar, sláturhús- stjóri KÞ á Húsavík, sagði slátur- tíð hafa gengið mjög vel og útlit fyrir að henni ljúki næstkomandi miðvikudag. Alls verður slátrað hlutdeild íslandsbanka í Mývatns- sveit muni aukast þegar afgreiðsl- an hefur tekið til starfa,“ sagði Örn Bjömsson. Leitað var til Landsbankans á sínum tíma um að sá banki opnaði útibú eða afgreiðslu í sveitarfélag- inu en ekkert varð af því. Ámi Sveinsson, útibússtjóri Lands- bankans á Húsavík, segir að fyrir sjö árum síðan hafi verið rætt við þáverandi sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Mývetninga, Ingólf Jónas- Þorsteinn Jónsson í Samkomu- gerði í Eyjaljarðarsveit hefur verið skipaður nýr hreppstjóri í sveitinni. Sýslumaður skipar í þetta emb- ætti og er hlutverk hreppstjóra að vera umboðsmaður sýslumanns, ráð fyrir verulegum niðurskurði til flugmálaáætlana og því verða enn tafir á því að þær hefjist. Aukin þotuumferð um Akureyrarflugvöll hefur gert þessar framkvæmdir mikilvægar, aðallega beint leigu- flug, en með breikkun brautarinn- ar minnka líkumar á því að upp í þotuhreyflana sjúgist grjót og möl. 41-42 þúsundum fjár og voru um 34 þúsund búin í gær. Meðalvigt er 700 grömmum lakari en á sama tíma í fyrra, 14,6 kíló á móti 15,3. Slátursala hefur að sögn Páls verið svipuð og í fyrra en heldur hefur verið að draga úr sölu á slátri und- anfarin ár. Sláturtíð er lokið hjá Fjalla- lambi á Kópaskeri. Þar var slátrað 22 þúsund dilkum og um 900 full- orðnum kindum. Meðalvigt var 14,2 kfló, sem er 1300 grömmum lakara en í fyrra. Fé flokkaðist þó betur vegna minni fitu. Aðeins var flutt til Húsavíkur til umsýslu- slátrunar. Fjallalamb hefur út- flutningleyfi á Japansmarkað, en ekki til Evrópu og Bandaríkjanna og því þarf að slátra því sem þangað á að fara á Húsavík. HA son, um yfirtöku Landsbankans á starfsemi hans en ekkert varð úr því eftir umtjöllun stjómar sjóðs- ins. Fyrir tveimur árum síðan var svo aftur á dagskrá hjá Lands- bankanum að opna afgreiðslu eða útibú í Mývatnssveit án yfirtöku eða þátttöku Sparisjóðs Mývetn- inga en það leiddi ekki til þeirrar niðurstöðu að það væri hagkvæmt fyrir bankann, heldur yrði það eingöngu þjónustuatriði ef af yrði. GG það er umboðsvaldsins. Þorsteinn Jónsson tekur við embættinu af Kristjáni H. Theódórssyni á Brún- uin, sem gegnt hafði því frá því hið sameinaða sveitarfélag, Eyja- fjarðarsveit, var stofnað í byrjun árs 1991. -sbs. Unnið er að stækkun flugstöðvar- innar á Akureyri og verður við- byggingin væntanlega tekin í notkun á útmánuðum en nýlega var boðinn út síðasti áfangi í við- byggingunni. Frá því er efnisvinnsla hófst í júnímánuði í sumar hefur verið Hrímbakur EA: Undirmönnum sagtupp störfum innan tíöar Togarinn Hrímbakur EA-306 kom til hafnar á Akureyri sl. miðvikudag með 70 tonn af blönduðum afla, mest karfa, sem fór til vinnslu hjá ÚA. Togarinn fer tvo túra enn áð- ur en honum verður svo lagt í næsta mánuði. Yfirmönn- um skipsins hefur verið sagt upp störfum, en þeir hafa þriggja mánaða uppsagnar- frest, en undirmönnum verð- ur sagt upp innan tíðar. í desembermánuði verða eftirstöðvar kvóta Hrímbaks EA færðar yfir á önnur skip Útgerðarfélags Akureyringa hf. Skipstjóri á Hrímbak EA er Stefán Sigurðsson. Tveir tog- arar ÚA, Hrímbakur og gamli Svalbakur, eru á söluskrá en þrátt fyrir nokkrar þreifmgar hefur ekkert gerst enn í sölu- málum. GG Útvarpað frá útför séra Þórhalls Höskuldssonar Ákveðið hefur verið að útvarpa frá útfór séra Þórhalls Hösk- uldssonar sem gerð verður frá Akureyrarkirkju nk. mánudag, 16. október. Útsending hefst kl. 13.30. Útvarpað verður á FM-tíðninni 104,9 og annast forsvarsmenn Út- varps VMA, sem hóf útsendingar sl. föstudag, útsendinguna. Ef marka má tilraunaútsendingu Út- varps VMA sl. fimmtudagskvöld, ætti útsending frá útförinni að heyrast mjög vel á Akureyri og um stóran hluta Eyjafjarðarsvæð- isins. óþh unnið að því að leggja bundið slit- lag á Alexandersflugvöll á Sauð- árkróki og lauk verkinu 9. októ- ber. Jóhann H. Jónsson segir að ekki séu fyrirhugaðar neinar nýjar framkvæmdir á Norðurlandi að sinni, þær gætu hins vegar séð dagsins ljós með nýrri flugmála- áætlun. GG íslandsbanki opnar afgreiðslu í Mývatnssveit: „Vonum að markaðshlutdeild bankans og þjónusta aukist“ Breikkun flugbrautar Akureyrar- flugvallar ekki á framkvæmdaáætlun Eyjafjarðarsveit: Nýr hreppstjóri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.