Dagur - 14.10.1995, Síða 9

Dagur - 14.10.1995, Síða 9
Laugardagur 14. október 1995 - DAGUR - 9 jnrouY' ^ §H§ ■■tm ^ , ■*' „ - | \M Hinn hugrakki hópur sem fór í fyrstu ferðina út í óvissuna. í byrjun þekktist fólk ekki neitt en í lokin voru allir Dalvíkingarnir Júlíus Júlíusson og Bjarni Jónsson skipuleggja óvissuferð- orðnir hinir bestu „félagar.“ Myndir: irnar og eru sérfræðingar í að halda uppi stanslausu fjöri og spennu. Ævintýraferð út í óvissuna landsteinanna þurfa þó ekki að örvænta því tveir framtakssamir Dalvíkingar, þeir Júlíus Júlíusson og Bjami Jónsson, bjóða í vetur upp stórskemmtilegar helgarferðir út í óvissuna fyrir starfsmanna- hópa, félaga og vini, saumaklúbba og aðra hópa. Dagskráin er skipu- lögð af þeim félögum og mótast af því að engar tvær ferðir verða eins. Ekkert er gefið upp um dag- skrárliði fyrir fram annað en að helgin verði spennandi, fróðleg, menningarleg, skemmtileg og ógleymanleg. Fyrsta ferðin út í óvissuna var um síðustu helgi og blaðamaður Dags slóst í hópinn. Allir voru hálf vandræðalegir í byrjun enda vissi enginn á hverju var von. Ekki leið þó á löngu þar til hópur- inn fór að hristast saman enda byrjaði dagskráin strax í rútunni á leið til Dalvíkur með standandi bingói og léttum leikjum. Öll helgin var síðan stanslaus dagskrá sem litaðist einkum af því að þátt- takendur vissu aldrei hvað beið þeirra næst. Það sem gilti var að njóta líðandi stundar og í hvert skipti sem var stigið upp í rútu var aftur haldið út í óvissuna. Prautir og leikir Dagskráratriðin vom óteljandi og mörg hver óvænt. Fyrsta kvöldið var t.d. kvöldverður á bflaverk- stæði og eftirmaturinn var borðað- ur inni í helli. A laugardeginum var farið í fjós, sund, þolfimi, rat- leik og sjóferð svo eitthvað sé nefnt. Einnig var komið við á Ak- ureyri þar sem var m.a. farið í heimsókn í bjórverksmiðju og skemmtistaðir bæjarins voru kannaðir. Inn í dagskrána fléttuð- ust léttar þrautir og leikir þar sem lið, sem vom skipuð í upphafi ferðarinnar, keppust um að safna stigum. Þessi létta keppni setti skemmtilegan blæ á helgina og var ungmennafélagsandinn í al- gleymingi. Enginn mátti svindla og allir voru með. Óvissuferð er ekki hægt að lýsa, hana þarf að upplifa. Þeir sem fóru í fyrstu ferðina höfðu sjaldan skemmt sér jafnvel sem lýsir sér kannski best í því að eng- inn tók eftir því að rigndi alla helgina fyrr en Dalvíkingar minnt- ust á hve vont veðrið hefði verið. Óvissufaramir voru allt of upp- teknir við að njóta lífsins og skemmta sér til að taka eftir veðr- inu. AI Á föstudagskvöld var hópurinn sendur á ball þar sem hljómsveitin Sixties sá um að halda uppi stemmningu. Norðlendingar og aðrir landsmenn flykkjast nú umvörpum til er- lendra borga í leit að tilbreytingu frá hversdagsleikanum. Dæmi eru um að heilu saumaklúbbamir fari til útlanda saman og starfsmanna- hópar haldi árshátíðir erlendis. Þeir sem vilja halda sig innan í byrjun ferðarinnar var hópnum skipt í fjögur lið sem kepptu sín á milli í alls kyns óvæntum þrautum sem blönduðust inn í dagskrána. Hér er Rögn- valdur Friðbjörnsson, bæjarstjóri á Dalvík, að veita sigurliðinu verðlaun. Eldsnemma á laugardag fóru allir í fjós þar sem sumir fengu að mjólka í fyrsta sinn á ævinni. Matur og drykkur var vel útilátinn. Hér sést starfsmaður Pizza 67 með grill- kjöt sem var á borðum fyrsta kvöldið. Ein af fjölmörgum keppnisgreinum var þolfimikcppni. Keppendur höfðu tvær mínútur til að undirbúa sig og skipti fyrri reynsla í þolfími litlu máli en frumlegheit voru í hávegum höfð. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Hér er nokkrir að koma úr hress- andi sjóferð. Að sjálfsögðu var nýja sundlaugin á Dalvík heimsótt en þar fór fram æsi- spennandi keppni í rennibrautinni.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.