Dagur - 14.10.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 14. október 1995
Þann 10. október síðastliðinn var alþjóðadagur
geðheilbrigðis og var markmið alþjóðadagsins
m.a. að auka skilning almennings á geð- og til-
finningatruflunum. í tilefni geðheilbrigðisdags-
ins hitti Dagur Sigmund Sigfússon, yfirlækni geð-
deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, að
máli og ræddi við hann um málefni geðsjúkra,
viðhorfin í þjóðfélaginu og hvað sé hægt að gera
til að bæta geðheilbrigðisþjónustu hérlendis.
Talið er að um 20% íslendinga
þjáist af geðkvillum sem eru á því
stigi að viðkomandi gæti haft
gagn af hjálp. Að stærstum hluta
eru þetta vandræði hjá fólki sem
er vinnufært en innan við 5% á
við alvarlega geðsjúkdóma að
stríða. Sigmundur segir að margir
eigi erfitt með að trúa að hlutfall
geðsjúkra sé jafn hátt og raun ber
vitni. „Fólk veit lítið um geðsjúk-
dóma miðað við hve algengir
þessir sjúkdómar eru,“ segir hann
og bendir á að varla sé til sú fjöl-
„Það var mikil
breyting hjá fjöl-
skyldum áfengis-
sjúkra eftir að um-
ræðan fór að vera
opin í lok áttunda
áratugarins og f ólk
þorði að viðurkenna
það sem áður þótti
mikil skömm og
þurfti að leyna. Pað
er auðvitað að hluta
til enn viss leynd yf-
ir sjúkdómnum en
ég fann þó á þessum
tima að mörgum
fjölskyldum létti við
að hægt væri að
fjalla um áfengis-
sýki á opnari hátt.“
skylda í landinu sem hafi ekki ein-
stakling innanborðs sem hefur
gengið í gegnum alvarlega sál-
ræna kreppu einhvem tímann á
ævinni. Hins vegar hafi geðsjúk-
dómar verið bundnir þagnargildi,
eða talað um þá í hálfum hljóðum,
lengi fram eftir þessari öld. Um-
ræðan hafi þó opnast á síðustu
áratugum og yngra fólki virðist
þykja það minna mál að leita til
geðlæknis í fyrsta sinn en fólki
sem er yfir fimmtugsaldri.
„Þjónustan hefur breyst. Fyrir
um 25 árum störfuðu geðlæknar
nær eingöngu með innlagða sjúk-
linga sem voru mikið veikir en í
kringum 1980 var farið að fjalla
meira um fólk utan stofnana. Sál-
fræðingar og geðlæknar fóru líka
á þessum tíma að opna stofur í
Reykjavík og vinna með ýmis
konar lífsvanda hjá fólki. Þegar
talað er um lífsvanda er ekki endi-
lega átt við sjúkdóma heldur sál-
rænt kreppuástand t.d. eftir slys-
farir eða ástvinamissi."
- Hvemig er samvinnan milli
geðlækna og sálfræðinga?
„Yfirleitt er hún góð. Ég segi
stundum að sálfræðingar hafi það
fram yfir okkur að hafa lært mikið
um það í sínu grunnnámi hvemig
eðlileg manneskja hegðar sér en í
grunnnámi lækna er meiri áhersla
á líffræðilegu hliðina. En ég hef
auðvitað lært hvað geti talist eðli-
legt, bæði af lífinu almennt og svo
hef ég lesið mér til í sérnáminu."
Rétt greining mikilvæg
Sigmundur leggur mikla áherslu á
góða og rétta greiningu strax í
upphafi þegar sjúklingur leitar sér
hjálpar. Þar geti læknismenntunin
komið til góða því oft fylgi geð-
ræn einkenni ýmsum líkamlegum
sjúkdómum og öfugt, líkamleg
einkenni geti stafað af geðrænum
sjúdómi.
„Greiningarvinnan er aldrei of
vönduð og að mörgu þarf að
hyggja. T.d. er mikilvægt þegar
kona leitar sér hjálpar að fara vel
ofan í hennar fjölskylduaðstæður.
Konur taka oft á sig ábyrgð fyrir
hönd fjölskyldunnar og vel getur
verið að konan sé ekki mesti sjúk-
lingurinn á heimilinu. Hún hefur
kannski einhver einkenni eins og
svefntruflanir og kvíða en þegar
spurt er ítarlega um heimilishagi
kemur kannski í Ijós að annar ein-
staklingur á heimilinu er ekki síð-
ur hjálpar þurfi og jafnvel frekar.“
Flestir sem leita hjálpar geð-
læknis í fyrsta skipti segir Sig-
mundur að hafi hugsað sig vel um.
„Þegar ég spyr hvenær fólki hafi
dottið fyrst í hug að leita sér hjálp-
ar kemur oft í ljós að það hafi ver-
ið á leiðinni árum saman. Rétt er
að minna á að nær 90% þess fólks
sem er með geðkvilla leitar með-
ferðar hjá heimilislæknum. Að-
eins lítið brot er hjá geðlæknum.
Heimilislæknar eru oft að með-
höndla einkenni eins og svefn-
truflanir, magabólgur og fleira
sem trúlega tengist geðrænum
vanda og ég er þeirrar skoðunar
að geðlæknar eigi að koma meira
til ráðgjafar inn á heilsugæslu-
stöðvamar. Við eigum að vera
nær heimilislæknunum því þannig
gætum við nýst fleirum þó við sjá-
um ekki alla sjúklingana."
Geðklofi og geðbrigðasjúkdómur
- Hverjir eru helstu flokkar geð-
sjúkdóma?
„Mörkin milli þess hvað er
sjúkdómur og hvað er lífsvandi er
eitt af því sem sálfræðinga og
geðlækna greinir kannski helst á
um þó að við beitum svipuðum
aðferðum við að leysa hlutina. En
þeir þungu geðsjúkdómar sem all-
ir eru sammála um að geðlæknar
eigi að fjalla um eru t.d. geðveiki
eins og geðklofi og geðbrigða-
sjúkdómur. Geðklofa fylgir alltaf
viss dómgreindarbrestur og per-
sónuleikabreytingar og oft byrjar
sjúkdómurinn hjá tiltölulega ungu
fólki, jafnvel yngra en tvítugu.
Fólk með geðbrigðasjúkdóm
sveiflast milli þess að vera þung-
lynt og örlynt. Djúpt þunglyndi
lýsir sér í ástandi þar sem viðkom-
andi hefur misst sína dómgreind
og er mjög svartsýnn. Hægt er að
telja upp mörg einkenni eins og að
hætta að borða, langa ekki til að
lifa og tilfinning um að vera vald-
ur að allri ógæfu mannkynsins. Sá
örlyndi getur verið ofvirkur, sefur
ekki og gerir hluti sem hann
myndi annars ekki gera og iðrast
síðar, t.d. eins og að eyða pening-
unum sínum, Ienda í ástarævintýr-
um og annað.“
Sigmundur segir hópinn sem
þjáist af geðbrigðasjúkdómi vera
stærri og sá hópur sé yfirleitt betur
settur í samfélaginu en t.d. geð-
klofasjúklingar. Geðsveiflusjúk-
dómamir byrji yfirleitt síðar þegar
viðkomandi sé búinn að koma sér
fyrir, mennta sig og gifta sig. Þeg-
ar geðklofi byrji innan við tvítugt
nái sjúklingur því stundum aldrei
að hafa reynslu fullorðins manns.
„Þó geðklofi sé tiltölulega fátíður
er hann valdur að mjög háum hluta
örorku. Ég held að um 25% þeirra
sem em með fulla örorku séu með
hana vegna geðsjúkdóma og stór
hluti þeirra vegna geðklofa. En
svartsýnin er þó ekki jafnmikil
gagnvart geðklofa og var. Ef við
náum snemnta í þessa sjúklinga og
getum greint sterkar hliðar sjúk-
lingsins er hægt að byggja við-
komandi upp. Við eigum lyf sem
slá á erfiðustu einkenni sjúkdóms-
ins þannig að hægt er að ná tals-
ambandi við sjúklinginn og vinna
með honum í iðjuþjálfun, félags-
legri þjálfun og slíku. Án þess að
nota lyfin gætum við ekki stundað
annars konar meðferð. Með lyfj-
unum getum við haldið í horfinu
þannig að flestir sjúklingar geta
búið sjálfstætt eða í verndaðri bú-
setu en þurfa ekki að lokast inn á
hæli alla sína lífstíð."
Vegna umræðu um lyf í þjóðfé-
laginu tekur Sigmundur sérstak-
lega fram að þau lyf sem notuð
eru í geðlækningum við geðklofa
og til að vinna á þunglyndi, eru
ekki vanabindandi lyf.
JL. Sigiuundur Sigfússon er
yfirlæknir geðdeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Sig-
mundur nam geðlækningar í Osló
á árunum 1974-8. Að námi loknu
starfaði hann í 2 ár hjá land-
lækni, var fjögur ár á geðdeild
Landspítalans en hefur starfað á
FSA síðan 1984 eða í 11 ár.
Mynd: AI
Þörf á opnari umræðu
- Hvernig finnst þér umræðan um
geðsjúka vera?
„Ég held að umræðan mætti
vera meiri og opnari og umræðan
af hálfu neytenda mætti vera
kröftugri. Fólk, sem haldið er geð-
sjúkdómum, er ekki mikill þrýsti-
hópur og aðstandendur eru fremur
þögulir líka þannig að við sem
störfum í þjónustunni erum aðal
þrýstihópurinn. Við höfum séð
hverju þrýstihópar hafa fengið
áorkað. Áfengissjúklingar hafa
staðið sig vel að þessu leyti og
náð miklum árangri. Það var ntikil
breyting hjá fjölskyldum áfengis-
sjúkra eftir að umræðan fór að
verða opin í lok áttunda áratugar-
ins og fólk þorði að viðurkenna
það sem áður þótti rnikil skömm
og þurfti að leyna. Það er auðvitað
að hluta til enn viss leynd yfir
sjúkdómnunt en ég fann þó á
þessum tíma að mörgunt tjöl-
skyldum létti við að hægt væri að
fjalla um áfengissýki á opnari
hátt. Þannig að áfengissjúklingar
hafa nokkra sérstöðu. Foreldrar
þroskaheftra eru einnig dæmi uin
hve miklu þrýstihópur getur feng-
ið áorkað. En hvað varðar geð-
sjúka eru það sennilega við sem
stundum þá sent erum stærsti
þrýstihópurinn.
Umræðan um geðsjúka er mis-
mikil milli þjóðfélaga og Sig-
mundur segir að í Noregi, þar sem
hann hefur mikið verið, sé óvenju-
mikið rætt í fjölmiðlum um geð-
rænan vanda, þjónustubrögð og
endurbætur í þessum málaflokki.
„Þetta er býsna mikið í umræð-
unni þar og töluverð fræðsla fyrir
almenning. Það er m.a. þess vegna
sem ég gríp tækifærið þegar ég er