Dagur - 14.10.1995, Qupperneq 22
22 - DAGUR - Laugardagur 14. október 1995
LAUQAHDAGUR14. OKTÚBER
09.00 Morgunsjónvarp bamanna. Myndasafniö. Sögur bjóra-
pabba. Stjömustaðir. Burri. Okkar á milli. Emil í Kattholti.
10.55 Hlé.
13.30 Syrpan. Endursýnd frá fimmtudegi.
13.55 Enska knattspyman. Bein útsending frá leik Manchester
United og Manchester City í úrvalsdeildinni.
16.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður bein útsending frá
leik HK og Holte í Evrópukeppninni í blaki.
17.50 Táknmálsfréttir.
18.00 Ævintýri Tinna.
18.30 Flauel. í þættinum em sýnd tónlistarmyndbönd úr ýmsum
áttum. Umsjón og dagskrárgerð: Amar Jónasson og Reynir
Lyngdal.
19.00 Strandverðir. (Baywatch V) Bandarískur myndaflokkur
um ævintýri strandvarða í Kalifomíu. Aðalhlutverk: David Has-
selhof, Pamela Anderson, Alexandra Paul, David Charvet, Jer-
emy Jackson, Yasmine Bleeth og Jaason Simmons. Þýðandi: Ól-
afur B. Guðnason.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.40 Radíus. Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon
bregða sér í ýmissa kvikinda líki í stuttum grínatriðum byggðum
á daglega lífinu og því sem efst er á baugi hverju sinni. Stjóm
upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson.
21.05 Hasar á heimavelli. (Grace under Fire II) Ný syrpa í
bandaríska gamanmyndaflokknum um Grace Keily og hama-
ganginn á heimili hennar. Aðalhlutverk: Brett Butler. Þýðandi:
Þorsteinn Þórhallsson.
21.35 Vinnukonuvandræði. (Maid to Order) Bandarísk gaman-
mynd frá 1987 um dekurdrós sem neyðist til að fá sér vinnu og
gerist hjú á heimili hjóna á Malibu-strönd. Leikstjóri: Amy Jo-
nes. Aðalhlutverk: Ally Sheedy, Beverly D’Angelo, Michael
Ontkean, Valerie Perrine, Dick Shawn og Tom Skerritt. Þýðandi:
Guðni Kolbeinsson.
23.15 Horft um öxl. (Waterland) Bresk bíómynd frá 1992 byggð
á frægri skáldsögu eftir Graham Swift um sögukennara í sálar-
kreppu. Leikstjóri er Stephen Gyllenhaal og aðalhlutverk leika
Jeremy Irons, Sinead Cusack, Ethan Hawke og John Heard. Þýð-
andi: Kristmann Eiösson.
00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
09.00 Morgunsjónvarp barnanna. Vegamót. Sunnudagaskól-
inn. Geisli. Oz-bömin. Undir Dauðaeyðimörkinni. Dagbókin hans
Dodda.
10.35 Morgunbíó. Spýtukarlinn. Dönsk bíómynd frá 1992 byggð
á sögu eftir Benny Andersen um ævintýri Egils litla og vina
hans. Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
12.05 Hlé.
15.15 Frúin fer sína leið..
15.15 Böm sem staraa. (Stuttering and Your Child) Mynd um
erfiðleika þeirra barna sem stama.
15.45 Katherine Hepbum - Brot af því besta. (All About Me:
Katherine Hepbum) Heimildarþáttur um leikkonuna góðkunnu,
en föstudaginn 20. október verður sýnd myndin Bringing Up the
Baby þar sem hún leikur aðalhlutverk. Þýðandi: Ásthildur
Sveinsdóttir.
16.55 Lágu dyr og löngu göng. Að Skarðsá í Sæmundarhlið í
Skagafirði var eftir því sem best er vitað síðasti torfbærinn á ís-
landi sem búið var í og líktist þeim húsakynnum sem íslensk al-
þýða bjó í um aldir. Þar bjó Pálína heitin Konráðsdóttir, bóndi og
einbúi á níræðisaldri, og undi hag sínum vel. Ómar Ragnarsson
gerði þátt um Pálínu sem sendur var út á nýársdag 1984 og
verður nú endursýndur.
17.40 Hugvekja. Flytjandi: Gunnar Hersveinn heimspekingur.
17.50 Táknmálsfréttir.
18.00 Flautan og litimir. Þættir um blokkflautuleik fyrir byrj-
endur byggðir á samnefndum kennslubókum. Umsjón: Guð-
mundur Norðdahl.
18.15 Þrjú ess. (Tre áss) Finnskur teiknimyndaflokkur um þrjá
slynga spæjara sem leysa hverja gátuna á eftir annarri. Þýðandi:
Kristín Mántylá.
18.30 Evrópska ungmennalestin. Þáttur um ferð íslenskra
ungmenna til Strassborgar. Dagskrárgerð: Reynir Lyngdal.
19.00 Geimstöðin. (Star Trek: Deep Space Nine n) Bandarískur
ævintýramyndaflokkur sem gerist í niðurníddri geimstöð í út-
jaðri vetrarbrautarinnar í upphafi 24. aldar. Aðalhlutverk: Avery
Brooks, Rene Auberjonois, Siddig E1 Fadil, Terry Fanell, Cinoc
Lofton, Colm Meaney, Armin Shimerman og Nana Visitor. Þýð-
andi: Karl Jósafatsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Siggi Valii trommari. Ljóðræn kvikmynd eftir Böðvar
Bjarka Pétursson um aldraðan trommuleikara sem býr sig undir
tónleika. Framleiðandi: 20 geitur.
21.00 Martin Chuzzlewit. Breskur myndaflokkur gerður eftir
samnefndri sögu Charles Dickens sem hefur verið nefnd fyndn-
asta skáldsaga enskrar tungu. Martin gamh Chuzzlewit er að
dauða kominn og ættingjar hans berjast hatrammlega um arf-
inn. Leikstjóri er Pedr James og aðalhlutverk leika Paul Schofi-
eld, Tom Wilkinson, John Mills og Pete Postlethwaite. Þýðandi:
Guðni Kolbeinsson.
21.55 Helgarsportið.
22.15 Náðarengillinn. (Anjel milosrdenstva) Tékknesk bíómynd
frá 1993. Ung eiginkona hermanns heimsækir hann á hersjúkra-
hús og við það breytist líf hennar mikið. Leikstjóri: Miloslav Lut-
her. Aðalhlutverk: Ingrid Timkova og Juraj Simko. Þýðandi: Jó-
hanna Þráinsdóttir.
23.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER
15.00 Alþingi. Bein útsending frá þingfundi.
16.35 Helgarsportið. Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi.
17.00 Fréttir.
17.05 Leiðarljós. (Guiding Light) Bandariskur myndaflokkur.
Þýðandi: Reynir Harðarson.
17.50 Táknmálsfréttir.
18.00 Þytur í laufi. (Wind in the Willows) Breskur brúðumynda-
flokkur eftir frægu ævintýri Kenneths Grahames. Þýðandi: Ólafur
B. Guðnason. Leikraddir: Ari Matthíasson og Þorsteinn Bach-
mann.
18.30 Leiðin til Avonlea. (Road to Avonlea V) Kanadískur
myndaflokkur um Söru og vini hennar í Avonlea. Aðalhlutverk:
Sarah Polley, Gema Zamprogna, Zachary Bennett og Cedric
Smith. Þýðandi: Ýn Bertelsdóttir.
19.30 Dagsljós.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagsljós. Framhald.
21.00 Lífið kallar. (My So Called Life) Bandarískur myndaflokk-
ur um ungt fólk sem er að byrja að feta sig áfram í lífinu.
22.00 Sameinuðu þjóðimar - Friðargæsla. (United Nations:
No Place to Hide) Heimildarmynd sem Sameinuðu þjóðimar létu
gera um friðargæslulið sitt í tilefni af hálfrar aldar afmæli sínu.
Þýðandi: Jón O. Edwald. Þulur: Þorsteinn Helgason.
23.00 Ellefufréttir og Evrópubolti.
23.20 Dagskrárlok.
Stöð 2
LAUGARDAGUR14. OKTÓBER
09.00 Með Afa. Mási makalausi. Prins Valíant. Sögur úr Anda-
bæ. Borgin mín. Ráðagóðir kiakkar.
12.00 Sjónvarpsmarkaðurinn.
12.30 Að hætti Sigga Hal.
12.55 Fiskur án reiðhjóls.
13.15 Skólaklíkan. (School Ties) Myndin fjallar um heiftúðuga
fordóma á áhrifaríkan hátt. David Greene kemur frá smábænum
Scranton en þykir einkar efnilegur ruðningsmaður og fær styrk
til að nema við fínan einkaskóla í Nýja Englandi. Hann vingast
við syni efnamanna en það reynir á vinaböndin þegar það spyrst
út hverrar trúar Greene er.
15.00 3 BÍÓ.
Ævintýraför. (Homeward Bound) GullfaUeg Disney-mynd um
ótrúlegt ferðalag þriggja gæludýra sem fara um langan veg frá
Origon í Bandaríkjunum til stórborgarinnar San Francisco eftir
að eigendur þeina flytja þangað en skilja þau eftir hjá vinafólki.
Þetta eru tveir hundar og köttur sem þurfa nú að ferðast um
óbyggðir og komast meðal annars í kast við snáka, fjallaljón og
bimi. Óhætt er að mæla með þessari mynd fyrir alla fjölskyld-
una. Maltin gefur þrjár stjömur. 1993.
16.20 Andrés önd og Mikki mús. Næstu laugardaga verða
þessar sígildu teiknimyndir frá Walt Disney sýndar á Stöð 2.
17.00 Ophrah Winfrey.
7.45 Popp og kók.
18.40 NBA molar.
19.1919:19.
20.00 Bingólottó.
21.05 Vinir. (Friends).
21.40 Fíladelfía. (Philadelphia) Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi,
Tom Hanks, leikur ungan lögfræðing, Andrew Beckett, sem
starfar hjá virtasta lögfræðifirma Fíladelfíu. Hann er rekinn úr
starfi án nokkurs fyrirvara og því er borið við að hann sé van-
hæfur. En Beckett veit hver hin raunvemlega ástæða er: Hann er
með alnæmi. Nú hefst barátta hans fyrir því að halda virðingu
sinni og eina von hans er hinn bráðsnjalli lögfræðingur Joe Mill-
er. Milli þeina er hins vegar hyldjúp gjá og það gerir illt vena að
Miller er haldinn miklum fordómum gagnvart hommum. Myndin
var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og Tom Hanks hlaut Ósk-
arinn fyrir leik sinn. í öðmm helstu hlutverkum em Denzel
Washington, Jason Robards og Mary Steenburgen. 1993.
23.45 Grunaður um græsku. (Under Suspicion) Liam Neeson er
í hlutverki einkaspæjara sem fæst einkum við að útvega sönnun-
argögn um framhjáhald í skilnaðarmálum. Þessi vafasami ná-
ungi má muna sinn fífil fegurri og starfaði eitt sinn hjá lögregl-
unni. En nú er hann á mörkum hins löglega og hann er gmnaður
um morð þegar mál sem hann er með á sinni könnu fer alvarlega
úrskeiðis. Einkaspæjarinn verður nú að gera allt sem í hans valdi
stendur til að sanna sakleysi sitt en það er ekki auðvelt þegar
maður á óvini innan lögreglunnar. Myndin er frá 1992 og leik-
stjóri er Simon Moore. Stranglega bönnuð bömum.
01.25 9 1/2 Vlka. (Nine 1/2 Weeks)
Erótísk kvikmynd frá Zalman King með Mickey Rourke og Kim
Basinger í aðalhlutverkum. Tvær bláókunnugar manneskjur hitt-
ast í verslun á Manhattan, horfast í augu eitt augnablik og
hverfa síðan á braut. Áhuginn er vakinn. Þau hittast aftur og
það verður strax ljóst að þau hafa enga löngun til að feta hinn
venjubundna veg elskendanna. Hann mælir með því að þau geri
tilraun í erótísku sambandi og segja má að í fyrsta sinn sem
hann snerti hana sé það til þess að binda fyrir augu hennar.
Adrian Lyne leikstýrir þessari seiðmögnuðu mynd sem var gerö
árið 1986. Stranglega bönnuð bömum.
03.20 Siðleysi. (Damage) Stephen Fleming er reffilegur, mið-
aldra þingmaður sem hefur allt til alls. En tilvera hans umtum-
ast þegar hann kynnist Önnu Barton í kokkteilboði. Stúlkan er
unnusta sonar hans en þrátt fyrir það hefja þau sjóðheitt ástar-
samband. Stephen er heltekinn af stúlkunni og stofnar velferð
fjölskyldu sinnar í hættu með gáleysislegu framferði sínu. Aðal-
hlutverk: Jeremy Irons, Juliette Binoche, Miranda Richardson
og Rupert Graves. Leikstjóri er Louis Malle. 1992. Stranglega
bönnuð bömum. Lokasýning.
05.05 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR15 OKTÓBER
09.00 Baraaefni. Kata og Orgill. Dynkur. Náttúran sér um sína. í
Erilborg. T-Rex. Ungir Eldhugar. Brakúla greiíi. Sjóræningjar.
12.00 Frumbyggjar i Ameriku.
13.00 íþróttir á sunnudegi.
16.30 Sjónvarpsmarkaðurinn.
17.00 Húsið á sléttunni. (The Little House on the Prairie).
18.00 í sviðsljósinu. (Entertainment This Week).
18.45 Mörk dagsins.
19.1919:19.
20.00 Christy.
20.55 Gerð myndarinnar Benjamin Dúia. Fjallaö er um ís-
lensku bíómyndina Benjamín Dúfa.
21.15 Togstreita. (Mixed Blessings) Flestir líta á það sem mestu
gæfu lífs sins þegar blessuð börnin fæðast í þennan heim. En
það em ekki allir svo lánsamir að geta eignast böm þegar þeim
sýnist. Hér segir af þrennum bamlausum hjónum og erfiðleikum
þeirra. Andy og Diana geta ekki eignast böm, Brad og Pilar taka
þá áhættu að eignast bam þótt þau séu komin af léttasta skeiði,
og hjónabandi Charhes og Barbie er stofnað í hættu þegar í ljós
kemur að aðeins annað þeina vill eignast barn. Myndin er gerð
eftir sögu Danielle Steel en í aðalhlutverkum em Gabrielle
Carteris (Beverly Hills 90210), Bess Armstrong og Bmoe Green-
wood.
22.50 Spender.
23.45 Hlnir vægðarlausu. (Unforgiven) Stórmynd sem hlaut
fern Óskarsverðlaun árið 1992 og var meðal annars kjörin besta
mynd ársins. Hér greinir frá Bill Munny sem var alræmdur
byssubófi en dró sig í hlé fyrir ellefu ámm og hokrar nú við
þröngan kost ásamt bömum sínum. Dag einn riður The Schofi-
eld Kid i hlað og biður Munny að hjálpa sér að hafa uppi á eftir-
lýstum kúrekum en fé hefur verið lagt til höfuðs þeim. Maltin
gefur þijár stjömur. Með aðalhlutverk fara Clint Eastwood, sem
jafnframt leikstýrir, Gene Hackman, Morgan Freeman og Ri-
chard Harris. Stranglega bönnuð bömum.
01.50 Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER
16.45 Nágrannar.
17.10 Glæstar vonir.
17.30 Artúr konungur og riddaramir.
17.55 Umhverfis jörðina í 80 draumum.
18.20 Maggý.
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn.
19.19 19:19.
20.15 Eirikur.
20.40 Að hætti Sigga Hall.
21.10 Sekt og sakleysi. (Reasonable Doubts).
21.55 Ellen.
22.25 Síamstvíburamir Katie og Eilish. (Katie & EiIish:Siam-
ese Twins).
23.15 Einmanna sálir. (Lonely Hearts) Spennumynd með Eric
Roberts og Beverly D-Angelo í aðalhlutverkum. Alma leitar að
lífsfyllingu og telur sig hafa höndlað lífshamingjuna þegar hún
hittir Frank Williams. Hann er myndarlegur, gáfaður og um-
hyggjusamur, en stórhættulegur. 1991. Stanglega bönnuð
böraum. Lokasýning.
01.00 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER
6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Eiríkur Jóhannsson flytur.
Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.00
Fréttir. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni. heldur áfram. 9.00
Fréttir. 9.03 Út um græna grundu. Þáttur um náttúruna, um-
hverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 10.00 Frétt-
ir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 Með morgimkaffinu. 11.00 í vikulok-
in. Umsjón: Þröstur Haraldsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag-
skrá laugardagsins. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir og
auglýsingar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Tónlist að
sunnan. Trio da Paz, Hljómsveit Juan José Mosalini, Jill Gómez
og fleiri syngja og leika sömbur, tangóa og mambóa frá Suður-
Ameríku. 15.00 Strengir. Af tónlist heima og heiman. Umsjón:
Trausti Þór Sverrisson. 16.00 Fréttir. 16.05 Baukamenning. Lárus
Blöndal, fyrrverandi skjalavörður, talar um. tóbaksbauka. (Áður
á dagskrá í janúar 1971). 16.20 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisútvarps-
ins. Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.00 Myndir og tóna
hann töfraði fram. Hundrað ár frá fæðingu Freymóðs Jóhanns-
sonar listmálara, lagahöfundarins „Tólfta september". 18.00
Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. 18.48 Dánar-
fregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og
veðurfregnir. 19.40 Óperukvöld Útvarpsins. Umsjón: Ingveldur
G. Ólafsdóttir. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvöldsins:
Valgerður Valgarðsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón
Karl Helgason gluggar. Bréf frá Ingu I-III, þar á meðal í bréf.
Njálupersóna að handan. Lesari: Ingibjörg Haraldsdóttir. (End-
urfluttur frá því í sumar). 23.00 Dustað af dansskónum. 24.00
Fréttir. 00.10 Um lágnættið. Myndir á sýningu eftir Modest Mus-
sorgsky. 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns.
Veðurspá.
Sjónvarpið, laugard. ki. 23.15:
Sögukennari
horfir um öxl
Hjónin Jeremy Irons og Sinead Cusack
leika aðalhlutverk í bresku bíómynd-
inni Horft um öxl eða Waterland
ásamt þeim Ethan Hawke og John He-
ard. Myndin var gerð árið 1992 og er
byggð á frægri skáldsögu eftir Graham
Swift. Jeremy Irons er hér í hlutverki
sögukennara sem er kominn að kross-
götum á starfsferli sínum og í hjóna-
bandinu. Hann hefur lengi byrgt innra
með sér tilfinningar og minningar og
svo gerist það dag einn í kennslu-
stund að allar flóðgáttir opnast og
hann opinberar leyndarmál úr fortíð-
inni frammi fyrir nemendum sínum.
Leikstjóri myndarinnar er Stephen
Gyllenhaal.
Stöð 2, laugardagur kl. 21.40:
Tom Hanks í
Fíladelfíu
Fíladelfía er
mynd mánaðar-
ins á Stöð 2.
Tom Hanks er í
Óskarsverð-
launahlutverki
sem Andrew
Beckett, dug-
andi lögfræð-
ingur hjá stórri
og rótgróinni
lögfræðinga-
stofu í Fíladel-
fíu. Honum er
falið mjög mik-
ilvægt mál en nokkrum dögum síðar er
honum umsvifalaust vikið úr starfi.
Það hefur kvisast út að Andrew sé
með alnæmi. Því er borið við að hann
eigi sér enga framtíð á þessu sviði en
Andrew veit að hann var rekinn vegna
veikinda sinna. Hann ákveður að fara í
mál við þetta öfluga fyrirtæki en í Fíla-
delfíu finnst varla sá lögfræðingur sem
þorir að segja risanum stríð á hendur.
Loks tekur hinn lítils metni Joes Miller
að sér málið og hann reynist betri en
enginn. Tom Hanks sýnir magnaðan
leik í myndinni og í öðrum helstu hlut-
verkum eru Denzel Washington, Mary
Steenburgen og Jason Robards. Jonat-
han Demme, leikstýrir myndinni sem
er frá 1993.
SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
8.00 Fréttir. 8.07 Morgunandakt: Séra Tómas Guðmundsson flyt-
ur. 8.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. 9.00 Fréttir. 9.03 Stundar-
korn í dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. 10.00 Fréttir.
10.03 Veðurfregnir. 10.20 Velkomin stjarna - Leiftur frá lífshlaupi
séra Matthíasar Jochumssonar á 75. árið hans. Séra Sigurður
Jónsson í Odda blaðar í Söguköflum og Bréfum séra Matthíasar.
(3:5). 11.00 Messa í Dcmkirkjunni. Útvarpað frá guðsþjónustu
Hins íslenska biblíufélags 9. júlí í sumar. Dr. Sigurbjöm Einars-
son biskup prédikar. 12.10 Dagskrá sunnudagsins. 12.20 Hádeg-
isfréttir. 12.45 Veðurfregnir, auglýsingar og tónlist. 13.00 Rás
eitt klukkan eitt. Umsjón: Ævar Kjartansson. 14.00 Jón Leifs: í
hásölum menningarinnar. Annar þáttur af fjórum. Umsjón:
Hjálmar H. Ragnarsson. 15.00 Þú, dýra list. Umsjón: Páll Heiðar
Jónsson. (Endurflutt nk. þriðjudagskvöld kl. 20.00). 16.00 Fréttir.
16.05 Sameinuðu þjóðimar. Umsjón: Jón Ormur Halldórsson.
17.00 Sunnudagstónleikar í umsjá Þorkels Sigurbjömssonar.
18.00 Ungt fólk og vísindi. Umsjón: Dagur Eggertsson. 18.50
Dánarfregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Veður-
fregnir. 19.40 Tónlist. Þættir úr Rósamundu eftir Franz Schubert.
Orfeus kammersveitin leikur. 20.00 Hljómplöturabb. Þorsteins
Hannessonar. 20.40 Þjóðarþel. Endurtekinn sögulestur vikunnar.
22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. Orð kvöldsins: Valgerður Val-
garðsdóttir flytur. 22.20 Tónlist á síðkvöldi. 23.00 Frjálsar hend-
ur. Umsjón: Illugi Jökulsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkom í
dúr og moll. Þáttur Knúts R. Magnússonar. (Endurtekinn þáttur
frá morgni). 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morg-
uns. Veðurspá.
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER
6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Eiríkur Jóhannsson flytur. 7.00
Fréttir. Morgunþáttur Rásar 1.7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Tíðindi úr
menningarlífinu. 8.00 Fréttir. 8.10 Hér og nú. 8.30 Fréttayfirlit.
8.31 Pistill. 8.35 Morgunþáttur Rásar 1 heldur áfram. 9.00 Frétt-
ir. 9.03 Laufskálinn. Afþreying og tónlist. 9.38 Segðu mér sögu,
Bráðum fæðist sál eftir Öjvind Gjengaar. 9.50 Morgunleikfimi.
með Halldóm Bjömsdóttur. 10.00 Fréttir. 10.03 Veðurfregnir.
10.15 Tónstiginn. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 11.00 Fréttir.
11.03 Samfélagið í nærmynd. Umsjón: Ásgeir Eggertsson og Sig-
ríður Arnardóttir. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan.
(Endurflutt úr Hér og nú frá morgni). 12.20 Hádegisfréttir. 12.45
Veðurfregnir. 12.50 Áuðlindin. Þáttur um sjávarútvegsmál. 12.57
Dánarfregnir og auglýsingar. 13.05 Stefnumót. Umsjón: Svan-
hildur Jakobsdóttir. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan, Strandið
eftir Hannes Sigfússon. Höfundur les. (7:11). 14.30 Miðdegistón-
ar. 15.00 Fréttir. 15.03 Aldarlok: Á leið til Tipperary. 15.53 Dag-
bók. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónlist á síðdegi. 17.00 Fréttir. 17.03
Þjóðarþel - Gylfaginning. Fyrsti hluti Snona-Eddu. Steinunn Sig-
urðardóttir les. (3). 17.30 Síðdegisþáttur Rásar 1. Umsjón: Hall-
dóra Friðjónsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Jón Ásgeir Sigurðs-
son. 18.00 Fréttir. 18.03 Síðdegisþáttur Rásar 1. - heldur áfram.
18.35 Um daginn og veginn. 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir. 19.40
Morgunsaga bamanna endurflutt. 20.00 Tónlistarkvöld Útvarps-
ins - Evróputónleikar. Bein útsending frá tónleikum í Cankar
salnum í Ljubljana í Slóveníu. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir.
Orð kvöldsins: Valgerður Valgarðsdóttir flytur. 22.20 Ungt fólk
og vísindi. Umsjón: Dagur Eggertsson. 23.00 Samfélagið í nær-
mynd. Endurtekið efni úr þáttum liðinnar viku. 24.00 Fréttir.
00.10 Tónstiginn. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 01.00 Nætur-
útvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá.
LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER
8.00 Fréttir. 8.07 Morguntónar fyrir yngstu bömin. 9.03 Laugar-
dagslíf. 11.00-11.30 Ekki fréttaauki á laugardegi. Ekkifréttir vik-
unnar rifjaðar upp og nýjum bætt við. Umsjón: Hrafnhildur Hall-
dórsdóttir. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Á mörkunum. Umsjón:
Hjörtur Howser. 14.00 Heimsendir. Umsjón: Jón Gnarr og Sigur-
jón Kjartansson. 16.00 Fréttir. 16.05 Rokkland. Umsjón: Ólafur
Páll Gunnarsson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gestur
Einar Jónasson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Milli
steins og sleggju. 20.00 Sjónvarpsfréttir. 20.30 Vinsældalisti göt-
unnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 22.00 Fréttir. 22.10 Veð-
urfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már
Henningsson. 24.00 Fréttir. 24.10 Næturvakt Rásar 2. - heldur
áfram. 01.00 Næturtónar á samtengdum rásum til morguns.
Veðurspá. NÆTURÚTVARPIÐ. Næturtónar á samtengdum rás-
um til morguns: 02.00 Fréttir. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir
og fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.00 Fréttir og
fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER
08.00 Fréttir. 08.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 09.00
Fréttir. 09.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. Sígild
dægurlög, fróðleiksmolar, spurningaleikur og leitað fanga í seg-
ulbandasafni Útvarpsins. 11.00 Úrval dægurmálaútvarps liðinnar
viku. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Umslagið. Af risum og öðru
fólki. 14.00 Þriðji maðurinn. Umsjón: Ámi Þórarinsson og Ingólf-
ur Margeirsson. 15.00 Tónlistarkrossgátan. Umsjón: Jón Grön-
dal. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónlistarkrossgátan heldur áfram. 17.00
Tengja. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32
Milli steins og sleggju. 20.00 Sjónvarpsfréttir. 20.30 Ljúfir kvöld-
tónar. 22.00 Fréttir. 22.10 Frá Hróarskelduhátíðinni. Umsjón: Ás-
mundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.00 Rokkland.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. (Endurtekið frá laugardegi).
24.00 Fréttir. 24.10 Ljúfir næturtónar. 01.00 Næturtónar á sam-
tengdum rásum til morguns: 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ. 02.00
Fréttir. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð
og flugsamgöngum. 06.00 Fréttir og fréttir af veðri, færð og flug-
samgöngum.
MÁNUDAGUR 16. OKTÓBER
6.00 Fréttir. 6.05 Morgunútvarpið. - Magnús R. Einarsson leikur
músík fyrir alla. 6.45 Veðurfregnir. 7.00 Fréttir. Morgunútvarpið.
7.30 Fréttayfirlit. 8.00 Fréttir. „Á níunda tímanum” með Rás 1
og Fréttastofu Útvarps: 8.10 Hér og nú. 8.30 Fréttayfirlit. 8.31
Pistill. 8.35 Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Lísuhóll. Tónlist-
armaður dagsins kynnir uppáhaldslögin sín. 10.40 íþróttir:
íþróttadeildin mætir með nýjustu fréttir úr íþróttaheiminum.
12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Hvítir máfar. Tón-
listarmaður dagsins kynnir uppáhaldslögin sín. 14.03 Ókindin.
Tónlistarmaður dagsins kynnir uppáhaldslögin sín. 16.00 Fréttir.
16.05 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og fréttir. 17.00 Fréttir. - Ekki
fréttir: Haukur Hauksson flytur. - Dagskrá. 18.00 Fréttir. 18.03
Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Héraðsfréttablöðin.
Fréttaritarar Útvarps líta í blöð fyrir norðan, sunnan, vestan og
austan. Síminn er 568 60 90.19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir
endurfluttar. 19.32 í sambandi. (Endurtekið úr fyrri þáttum).
20.00 Sjónvarpsfréttir. 20.30 Ljúfir kvöldtónar. 22.00 Fréttir.
22.10 Blúsþáttur. Umsjón: Pétur Tyrfingsson. 24.00 Fréttir. 24.10
Ljúfir næturtónar. 01.00 Næturtónar á samtengdum rásum til
morguns: Veðurspá. Næturtónar á samtengdum rásum til morg-
uns: 02.00 Fréttir. 04.30 Veðurfregnir. 05.00 Fréttir og fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum. 06.00 Fréttir og fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum. 06.05 Morgunútvarp. LANDSHLUTA-
ÚTVARP Á RÁS 2. Útvarp Norðurlands kl. 8.10-8.30 og 18.35-
19.00.