Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 9. nóvember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARl: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ----LEIÐARI------------------------- Standið á Stækkun álversins í Straumsvík má alls ekki leiða til fjárfestingafyllerís í landinu. Þvert á móti verða stjórnendur fyrirtækja að nýta þennan glaðning inn í efnahagskerfið til þess að styrkja fyrirtækin enn frekar. Dýfa í efna- hagslífi undanfarinna ára eftir tímabil of- þenslu og fjárfestingafyllerís, hefur kennt stjórnendum fyrirtækja að halda að sér hönd- um og fara varlega í sakirnar og taka eitt skref í einu. Innspýting fjármagns í efnahags- kerfið gæti vitanlega afvegaleitt menn, en hættan er þó ekki eins mikil og áður, menn hafa brennt sig og ættu því að vera gætnari. Ef rétt er á málum haldið ætti stækkun ál- versins að verða mikil búbót fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki aðeins hefur hún mikil áhrif á meðan á framkvæmdum stendur. Áhrifin til lengri tíma litið eru ekki síður mikilvæg. Eins og fram kom í máli hagfræðings á Þjóðhags- stofnun í sjónvarpsfréttum sl. þriðjudags- kvöld, þýðir stækkun álbræðslunnar í Straumsvík 10 þúsund króna árlegan tekju- auka á hvert mannsbarn í landinu. Og hvað þýðir það í raun? Jú, klárlega að veltan í þjóð- bremsunni félaginu eykst umtalsvert og það skilar sér vitaskuld til atvinnulífsins og almennings. Mikilsvert er að nýta rétt þann efnahags- bata sem stækkun álbræðslunnar hefur í för með sér. Það gildir um fyrirtækin en þó kannski fyrst og fremst ríkissjóð. Ljóst er að afkoma ríkisins vegna m.a. aukinnar veltu í efnahagskerfinu mun batna svo nemur einum milljarði króna. Ekki er óeðlilegt að ætla að auknir veltuskattar skili ríkissjóði 7-800 millj- ónum króna í auknar tekjur og minna atvinnu- leysi þýðir sparnað í atvinnuleysisbótum svo nemur hundruðum milljóna króna. Ekki var gengið út frá álversframkvæmdum í forsendum fjárlagafrumvarpsins fyrir 1996, en þar er gert ráð fyrir um 4 milljarða króna halla. Mikilvægt er að standa um það vörð að auknar tekjur ríkissjóð verði nýttar til að minnka halla ríkissjóðs enn frekar á næsta ári. Því aðeins verður unnt að halda áfram á þeirri braut að lækka vexti, draga úr fjármagns- kostnaði fyrirtækja og einstakhnga og búa í haginn fyrir fjárfestingum í raunhæfu efna- hagsumhverfi. Krafa Þórsara, skautasvellið og Amtið Ég geri mér Ijósa grein fyrir því að ég hlýt að reyna á langlundar- geð Akureyringa þegar ég skrifa enn einu sinni um væntanlegar íþróttahúsabyggingar hér í bæ. Ég ætla engu að síður að taka þessa áhættu en reyni í staðinn að vera stuttorður. Krafa Þórsara Sumir Þórsarar standa í þeirri trú að KA-menn séu einn helsti bandamaður þeirra í baráttunni fyrir íþróttahúsi við Hamar. Og ég gæti best trúað því að þeir hefðu rétt fyrir sér því að á meðan Þórs- arar heimta það sama og KA hefur nú þegar er engin hætta á því að Þór fái eitthvað umfram KA, t.d. yfirbyggðan knattspymuvöll. Það gefur auga leið að Þór á ekki að setja íþróttahús á oddinn, heldur á félagið að berjast fyrir því að fá yfirbyggðan knattspymuvöll við Hamar. Skautasvæðið En jafnvel þótt Þórsarar sæju að sér myndi það í engu breyta þeirri sannfæringu minni að yfirbyggt skautasvell er það verkefni á íþróttalistanum sem á að hafa for- gang. Rökin fyrir því em marg- þætt. Má til dæmis nefna: 1. Ef byggt yrði yfir skauta- svellið myndi það án nokkurs vafa efla íþróttaiðkun almennings á Akureyri meira og betur en nokk- uð annað sem talið er upp á fram- kvæmdalista íþróttamála hér í bæ. 2. Akureyri á að heita Vetrar- íþróttamiðstöð íslands en slíkur titill er nafnið tómt á meðan ekki er hægt að stunda hér skautaíþrótt- ina, óháð veðri og vindum. 3. Yfirbyggt skautasvæði myndi vafalaust styrkja mjög þann túrisma sem búið er að koma á í sambandi við skíðin og Hlíðar- fjall. Eitt með fleiru er gerir þessa umræðu um yfirbyggingu skauta- svæðis á Akureyri erfiða er að fé- lagssvæði Skautafélags Akureyrar er á Krókeyri. Þetta er afskekkt fyrir flesta'bæjarbúa og þyrfti því að athuga vel um flutning á frysti- tækjum ef til yfirbyggingar kæmi. Em þá tveir staðir nærtækastir, í nágrenni íþróttahallarinnar á brekkunni eða í þorpinu á félags- svæði Þórs. Ef seinni kosturinn yrði valinn mætti þá ekki velta fyrir sér að byggja eitt stórt hús, kannski í tveimur áföngum, þann- ig að skautasvellið yrði í öðmm helmingnum en knattspymumenn í hinum? Segjum að knattspymumenn fengju með þessu móti hálfan lög- giltan völl en við sérstök tækifæri mætti opna á milli húshelming- anna og stækka völlinn þannig að kominn væri löglegur fótbolta- völlur undir þaki. Minnumst þess að þegar Svíamir héldu heims- meistaramótið í handbolta fyrir .. .bæjarfulltrú- arnir okkar eru á góðri leið með að henda 30 milljónum af skattpeningum okkar út um gluggann. Er þetta eitthvað sem við getum sætt okkur við? ekki svo löngu síðan fóru fjöl- margir leikjanna fram í skauta- höllum. Amtsbókasafnið Það er gott að hafa drauma en gallinn við stóra drauma er að þeir kosta mikla peninga og þessa pen- inga sækir bæjarsjóður í vasa okk- ar Akureyringa. Við verðum því að gera þá kröfu til bæjarfulltrúa að vel sé með þessa peninga farið og skipulega staðið að uppbygg- ingu þeirrar menningar er við vilj- um hafa. Og við verðum líka að átta okkur á því að þrátt fyrir að málaflokkamir séu margir þá er Jón Hjaltason. sjóðurinn aðeins einn; þannig að þegar fé er varið til eins verkefnis á sviði til dæmis íþróttamála þá er óhjákvæmilegt að önnur verkefni sitji á hakanum. Eitt af því sem bæjarfulltrúar okkar hafa kosið að geyma er við- bygging við Amtsbókasafnið. Við skulum rifja upp að á sínum tíma stóð valið á milli þessarar bygg- ingar og uppbyggingar listamið- stöðvar í Grófargili. Seinni kostur- inn var valinn þrátt fyrir að þá þegar væri búið að eyða einhverjum milljónum í undirbún- ing títtnefndrar viðbyggingar við Amtsbókasafnið. Ég held að skattgreiðendur þessa bæjar ættu flestir að geta tekið undir með mér um að svona á ekki að standa að málum. Og nú er búið að setja um 30 milljónir í þetta verkefni að byggja við Amtsbókasafnið án þess að þar sé enn farið að örla á nokkmm fram- kvæmdum. Með öðrum orðum; bæjarfulltrúamir okkar eru á góðri leið með að henda 30 milljónum króna af skattpeningum okkar út um gluggann. Er þetta eitthvað sem við getum sætt okkur við? Ég segi nei. Valið er ósköp ein- falt. Það gildir einu hvað okkur íþróttaáhugamönnum langar mik- ið í ný íþróttahús, á meðan Amts- bókaasfnið er ekki annað en riss á 30 milljón króna pappír getur bæj- arstjóm Akureyrar ekki leyft sér að gæla við íþróttaverkefni upp á tugi og jafnvel hundmði milljóna. Sú óráðssía að hefjast alltaf handa um ný verkefni án þess að ljúka þeim sem komin em á veg má aldrei verða að reglu. Tillaga mín er því sú að bæjar- stjóm Akureyrar setji viðbyggingu við Amtsbókasafnið á oddinn og fyrst þegar hún er risin verði ráð- ist í brýn íþróttaverkefni og þá yfirbyggt skautasvæði látið sitja fyrir öðrum. Með þökk fyrir birtinguna. Jón Hjaltason. Pirraður meirihluti Fyrir nokkru skrifaði ég grein í Dag sem fjallaði meðal annars um erfíða fjárhagsstöðu Ólafsfjarðar- bæjar. I greininni vitnaði ég í bréf endurskoðenda bæjarins vegna ársreikninga ársins 1994, þar sem bent var á að miklar skuldir og dýr rekstur væru að gera bænum erfitt fyrir. Nefndi ég nokkur dæmi úr bréfi endurskoðenda því til stað- festingar. Jafnframt tók ég undir vamaðarorð endurskoðenda og taldi að snúa bæri vöm í sókn og greiða niður skuldir bæjarins í stað þess að auka þær áður en illa færi. Eitthvað fór þessi greinarstúfur minn í pirmmar á meirihluta bæj- arstjómar sem ritaði heilsíðugrein í Dag þar sem útlistað var í löngu máli hve óvönduð umfjöllun mfn væri, þar sem allt væri slitið úr samhengi, farið frjálslega með sannleikann, eitt og annað gefið í skyn o.s.frv. Þó var ekkert af því sem ég skrifaði hrakið á einn eða neinn hátt enda var uppistaðan í grein meirihlutans skítkast að hætti hússins eins og þeirra er von og vísa. Nokkrar staðreyndir Það er staðreynd að bæjarsjóður Ólafsfjarðar stendur illa. Það er staðreynd að endurskoðendur bæj- arins hafa varað við slæmri stöðu bæjarsjóðs. Það er staðreynd að samkvæmt fjárhagsáætlun vantar bæjarsjóð aura til að standa undir rekstri og afborgunum lána. Það er staðreynd að samkvæmt sömu fjárhagsáætlun á að taka hærri lán en greiða á niður. Það er stað- reynd að rekstur bæjarins er kom- inn fram úr viðmiðun félagsmála- ráðuneytisins, að mati endurskoð- enda. A þessu öllu eru margar Við stöndum ein- faldlega frammi fyrir þeirri stað- reynd að skuldir eru að sliga bæjar- sjóð Ólafsfjarðar og hvaða skýringar kunna að vera á því breytir þeirri staðreynd ekki neitt. skýringar sem ekki verða raktar hér. En breytir það öllu hverjar ástæðumar eru fyrir þessari slæmu stöðu? Mun slæm staða bæjar- Björn Valur Gíslason. sjóðs eitthvað lagast við það að meirihlutanum tókst í grein sinni að gera grein fyrir 33 millj. af 55 millj. umframkeyrslu á síðasta ári? Ég hef ekki trú á því. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri staÖreynd að skuldir eru að sliga bœjarsjóð Ol- afsfjarðar og hvaða skýringar kunna að vera á því breytir þeirri staðreynd ekki neitt. Bærinn er varla í stakk búinn til að mæta minnstu áföllum hvað þá þeim sem urðu á höfninni okk- ar á dögunum. Þar þyrftum við þó að geta gripið til ráðstafana sem fyrst. Það er því verðugt verkefni að takast á við að greiða niður skuldir bæjarins og í það ber að fara. Miðað við gusuganginn og venjubundið skítkast meirihlutans gegn þeim sem reyna að vekja umræðu um bæjarmálin, er því miður ekki mikil von til þess að svo verði. Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.