Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, fimmtudagur 9. nóvember 1995 216. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyri: Stórtónleikar til styrktar Flateyringum Nú eru í undirbúningi stór- tónleikar á Akureyri til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda eftir snjóflóðið á Flat- eyri. Tónleikarnir verða að öllu óbreyttu haldnir í fþróttahöll- inni sunnudaginn 19. nóvember nk. og þar mun koma fram flest okkar besta tónlistarfólk um þessar mundir. Að sögn Pálma Gunnarssonar, tónlistarmanns, sem unnið hefur að undirbúningi, liggur væntan- lega fyrir í dag hverjir þarna verða en Páimi sagðist geta lofað því að engin yrði svikinn af þeirri skemmtun sem boðið verður upp á. „Við treystum á að Akureyring- ar og aðrir Norðlendingar drífi sig af stað og komi til þess að hlusta og leggi um leið þessu góða mál- efni lið,“ sagði Pálmi. HA Akureyri: Borgar- braut á teikni- borðinu * Atæknideild Akureyrar- bæjar er haftn vinna við hönnun lagningar Borgar- brautar og brúar yfir Glerá norðan við Sólborgarhúsin. Þetta er umtalsverð fram- kvæmd og óvíst hvenær í hana verði ráðist. Um er að ræða lagningu götu sem mun tengja núver- andi Borgarbraut og Dalsbraut niður með Glerá og alla leið að gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að Dalsbraut verði lögð frá Borg- arbraut í suður að KA-húsinu og þaðan áfram suðurundir Verkmenntaskóla. Þessi Dals- brautarhugmynd er þó ekki á teikniborði tæknideildar að sinni, fyrst og fremst er sjón- um beint að Borgarbrautinni. Guðmundur Guðlaugsson, verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, segir engan vafa á því að Borgarbraut sé mjög mikilvæg tenging efri hverfa bæjarins við miðbæjarsvæðið. Hann vill á þessu stigi engu um það spá hvenær í þessa brýnu fram- kvæmd verði ráðist, það fari að töluverðu leyti eftir því hverju samgönguyfirvöld í landinu svari því erindi Akur- eyrarbæjar að umrædd leið sé skilgreind sem þjóðvegur, á svipaðan hátt og lil dæmis Tryggvabraut og Glerárgata, en stofnframkvæmdir við slík- ar götur séu kostaðar af ríkinu. óþh Jóhannes Óli Garðarsson, yfirmaður markaðs- og söludcildar Slippstöðvarinnar- Odda hf. t.v. og Ólafur Sverrisson, yfirverkstjóri, t.h. útskýra notkunargildi nýju flotkvíarinnar í heimsókn grænlenska sjávarútvegsráðherrans til Ak- ureyrar í gær. Milli þeirra standa sjávarútvegsráðherrarnir Paviaraq Heilmann og Þorsteinn Pálsson. Mynd: BG Sjávarútvegsráðherra Grænlands: Tæknivæðingin vekur athygli Sjávarútvegsráðherra Græn- lands, Paviaraq Heilmann, sem í gær heimsótti fyrirtæki á Akureyri í sjávarútvegi, segir að það hafi vakið athygli hans við heimsóknir til akureyrsku fyrir- tækjanna hversu tæknivædd þau væru og gæði framleiðsl- unnar mikil. Þá þekkingu geti Grænlendingar nýtt sér. Paviaraq segir að bæði íslend- ingar og Grænlendingar eigi við- skipti við Evrópubandalagið og Grænlendingar hafi þar sótt urn tollfríðindi. Þjóðirnar eigi margra sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi úthafsveiðar og vemdun fiskistofna og því sé gott samstarf báðum í hag og þyrfti að auka í náinni framtíð. Rannsóknir á út- hafskarfastofninum þyrfti að auka og eins hafi komið til greina að þjóðirnar verði með sameiginleg- an kvóta á karfa. Það þyrfti að ræða af fullri alvöru. GG Grænlenski sjávarútvegsráðherrann í opinberri heimsókn: Leggum áherslu á að ná sam- stöðu með Grænlendingum - fyrir fund Norðuratlantshafsfiskveiðinefndarinnar, sagði Þorsteinn Pálsson Sjávarútvegsráðherra Græn- lands, Paviaraq Heilmann, er í opinberri heimsókn á íslandi þessa dagana, og í gær kom hann til Akureyrar ásamt fylgd- arliði og í för var Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, ásamt starfsmönnum ráðuneyt- isins. Auk þess að heimsækja fyrirtæki í sjávarútvegi mun grænlenski ráðherrann eiga fundi með Þorsteini Pálssyni um úthafskarfa, sameiginlega stofna, rannsóknarstarf, fisk- veiðieftirlit, menntun í sjávarút- vegi, málefni sjávarspendýra og fleira. Eftir komuna til Akureyrar héldu gestirnir að Slippstöðinni- Odda hf. og síðan til Samherja hf., Strýtu hf., Háskólans á Akureyri, Utgerðarfélags Akureyringa hf. og DNG við Lónsbrú. Gestimir sátu hádegisverð í boði Samherja hf. og kvöldverð í boði Akureyrar- bæjar. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að tilgangur heimsóknarinnar sé sá að styrkja tengslin við Grænland, en þrátt fyrir að tengslin við Grænlendinga hafi verið góð hafi þau verið of lítil. Þjóðimar eigi mikilvægra, sameiginlegra hagsmuna að gæta. „Tilgangurinn með heimsókn- inni til Akureyrar er að að sýna ráðherranum myndarleg fyrirtæki í sjávarútvegi og við höfum haft mikla ánægju af því að koma hingað því á Akureyri eru mörg af fremstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Eitt af því sem við höf- um verið að ræða er stjómun út- hafskarfaveiðanna á Reykjanes- hrygg, en í næstu viku byrjar árs- fundur Norðausturatlantshafsfisk- veiðinefndarinnar og við leggjum mikla áherslu á að ná samstöðu með Grænlendingum fyrir þann fund. Ég geri mér raunar vonir um að við getum átt samleið með þeim. Megininntak samtala okkar hér er að undirbúa okkur fyrir þann fund því Island og Grænland em strandþjóðir og því skiptir það máli að við reynum að samræma okkar afstöðu. Hagsmunir þjóð- anna eru svolítið ólíkir; Græn- lendingar selja allan sinn kvóta auk þess sem rannsóknir hafa far- ið fram á þeim tíma þegar stofn- inn er innan grænlenskrar lög- sögu,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Þorsteinn sagði það mjög ánægjulegt að geta farið með starfsbróður sinn í fyrirtæki á Ak- ureyri sem eiga samstarf og við- skipti við Grænlendinga, eins og Samherja, Strýtu og Slippstöðina- Odda. GG Loðna farin að berast til Krossanesverksmiðjunnar: Sigurður VE-15 með 950 tonn Fyrsta loðnan barst til Krossanesverksmiðjunnar sl. mánudagskvöld eftir all- langt hlé, en þangað kom síð- ast loðna um miðjan júlímán- uð. Það var Guðmundur VE- 29 sem landaði 860 tonnum. Um fjögurleytið í gær kom svo Sigurður VE með 950 tonn en ekki var í gær vitað um fleiri loðnubáta á leið til löndunar í Krossanes. Lýsisnýting loðnunn- ar er um 12% en verksmiðjan getur afkastað mun meira magni, en afkastageta hennar er um 500 tonn á sólarhring. Bræla var á loðnumiðunum norður af Straumnesi í fyrrinótt og engin veiði. Til Siglufjarðar kom Svanur RE-45 með 600 tonn. Hafrannsóknaskipin Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson, sem verið hafa við rannsóknir og loðnuleit, hafa orðið lítið vör eft- ir að austur fyrir Kolbeinsey kom. GG Sigurður VE-15 kom til Krossanesverksmiðjunnar í gær með 950 tonn af loðnu. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.