Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. nóvember 1995 - DAGUR - 9 Kjördæmisþing framsóknarmanna: Áhyggjur af vaxandi ólgu á vinnumarkaði - segir í stjórnmálaályktun „Kjördæmisþingið fagnar auknu fylgi Framsóknarflokksins í Al- þingiskosningunum sl. vor og lýs- ir fullum stuðningi við aðild flokksins að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Stjómarsáttmálinn er samkomulag tveggja ólíkra stjóm- málaflokka en öll helstu stefnumál Framsóknarflokksins em þó tryggilega bundin í honum og að þeim er unnið af fullum krafti,“ segir í stjómmálaályktuninni, sem samþykkt var á 40. kjördæmis- þinginu á Hótel Húsavík sl. laug- ardag. Ennfremur segir í ályktuninni: „Þingið telur að forgangsverkefni núverandi ríkisstjómar sé að tak- ast á við ríkisreksturinn þannig að jafnvægi verði komið á í rekstri ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur mun leggja velferðarkerfið í rúst og hneppa komandi kynslóðir í skuldafjötra. Erlendar skuldir rík- isins em of miklar og áframhaldandi halli á ríkissjóði kemur í veg fyrir lækkun vaxta og auknar fjárfestingar í atvinnulíf- inu, sem em forsendur bættrar af- komu heimilanna og skattalækkana. Augljóst er að grípa þarf til umdeildra aðgerða til þess að stöðva útgjaldaþensluna. Þar standa ráðherrar Framsóknar- flokksins frammi fyrir erfiðum verkefnum, einkanlega á sviði heilbrigðis- og tryggingamála og félagsmála. Þingið treystir því að þess verði gætt í þeim aðgerðum að þeim verði hlíft sem höllustum fæti standa. Lögð verði áhersla á mikilvægi forvamarstarfs m.a. hvað varðar neyslu fíkniefna. Þingið lýsir áhyggjum af vax- andi ólgu á vinnumarkaði. Þingið skorar á aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjóm að finna leiðir til þess að bæta hlut þeirra sem lök- ust hafa kjörin. Þeir sem minnst bera úr býtum geta ekki sætt sig við núverandi ástand. I þeim efn- um verða ráðherrar Framsóknar- flokksins að hafa forgöngu. Þá tel- ur þingið það kjaralega og sið- ferðilega nauðsyn að tekið verði enn harðar á skattsvikum, skatt- rannsóknir og skatteftirlit aukið og leitað nýrra leiða í þeim efnum. Búvömsamningurinn milli rík- isvalds og Bændasamtakanna er nauðsynlegur þáttur í því að verja atvinnu og byggð í landinu. Þing- ið lýsir ánægju með vinnubrögð landbúnaðarráðherra við gerð samningsins í mjög þröngri stöðu og telur hann til hagsbóta fyrir sauðfjárræktina. Norðurland eystra hefur upp á marga kosti að bjóða til hagsældar fyrir íbúa kjördæmisins. Þar er sjávarútvegur sterkur og hafa at- hafnamenn í sjávarútvegi sýnt frumkvæði á því sviði m.a. með veiðum á úthafinu og fullvinnslu sjávarafurða. Iðnaður er að vinna sig upp eftir mikla lægð. Náttúm- fegurð og náttúmauðlindir eru einstakar og gefa óendanlega möguleika í ferðaþjónustu. Því þarf að taka tillit til umhverfis við nýtingu auðlinda til þess að ekki verði rýrðir möguleikar komandi kynslóða. Þingið vill að Framsóknar- flokkurinn vinni eftir sem hingað til að gagnkvæmum skilningi milli dreifbýlis og þéttbýlis. Aðeins á þann hátt tekst okkur að vinna í sátt að framfömm í þessu landi til heilla fyrir komandi kynslóðir." IM ilómin falt bleikur máni lýsir klakahöllin. Hvert fórst þú með blóm og bjartar nœtur bamið í mér þráir þetta allt. í myrkri og kulda nljótt þá hugur grcetur ég hugsa til þín með attt þitt ayra skart. Ó bliða vor þú bráðum kemur aftur þá bamið gleðst í hverri hreinni sál. Um migflœðir Ijúfur dulinn kraftur ég lýt þér djúpt þú alheims mikla leyndarmál. Margrét Jónsdóttir frá Fjalli. Okkar frábæra kjúklinga ueisla er framlengd £// sunnudagski/ölds LÓNSBAKKA . 601 AKUREYRI 463 0321, 463 0326, 463 0323 Mjög hagstætt verö ■ESQuZÍmmMí Nýkomið mikið úrval mottum 09 stökum tenpum Evrópukeppni bilcarhafa í handknattleik ICA-VSZ Kosice í KA heimilinu laugardaginn 1 1. nóvember kl. 17.00 Nú er áríðandi að mæta. - Fyllum KA heimilið af bestu stuðningsmönnum í heimi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.