Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 09.11.1995, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Fimmtudagur 9. nóvember 1995 - DAGUR - 11 FROSTI EIÐSSON ■ Fred Williams, Bandaríkjamaður- inn í liði Þórs, var dæmdur í eins leiks bann á fundi aganefndar KKÍ. Williams fékk fimm villur í leik Tindastóls og Þórs og eftir að hafa fengið fimmtu villu sína, lét hann orð falla við dómarana og er bannið byggt á ummælum hans við þá ei'tir leikinn. Williams missir af leik liðs- ins gegn Val, sem styrkt hefur lið sitt með bandarískum leikmanni. ■ Tindastóll og Njarðvík sluppu með gula spjaldið og báðum félög- unum var gert að tryggja öryggi starfsmanna með viðunandi hætti í framtíðinni eftir að dómarar urðu fyrir aðskotahlutum á heimaleikjum liðanna 2. þessa mánaðar. Tindastóll lék þá gegn KR og Njarðvík gegn Grindavík en hætt er við að deildir félaganna verði dæmdar til að greiða sektarfé ef atburðir sem þessir end- urtaka sig. ■ Heil umferð fer fram í Úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Þórsarar leika gegn Skallagrími og hefst leikur liðanna í íþróttahúsinu í Borgarnesi klukkan 20. Á sama tíma leikur Tindastóll í íþróttahúsi Selja- skólans, gegn ÍR. ■ KA og Valur munu bæði leika heintaleiki sína í Evrópukeppninni á laugardaginn. Leikur KA og TJ VSZ Kosice, eins og félagið heitir fullu nafni, verður flautaður á klukkan 17 og klukkustundu síðar fara Valsmenn af stað með heima- leik sinn gegn Braga frá Portúgal. Afturelding mun hins vegar leika báða leiki sína gegn Zaglebie Lubin frá Póllandi urn aðra helgi. ■ Leikstjórnandi Kosice, Kolesár, sem er í landsliði Slóvakíu nefbrotn- aði nýlega. Ekki hefur tekist að afla upplýsinga um það hvort hann kem- ur með hópnum hingað til lands. Kosice missti tvo sterka menn úr liðinu frá því í fyrra en hefur engu að síður gengið ágætlega í vetur og er sem stendur í 2. sæti í deildar- keppninni. Fred Williams, leikmaður Þórs var dænidur í eins leiks bann hjá Þór fyr- ir að rífast í dómurum. Dalvíkingar meö skíða- lyftur opnar Dalvíkingar settu skíða- lyft'-- sínar í gang um aúiustu helgi og munu verða með þær í gangi um næstu helgi. Þær verða opnar bæði laugar- dag og sunnudag klukk- an 13 og einnig um næstu helgar ef veður og færð leyfa. Þokkalegur snjór er í brekkunni við lyfturnar. VW&iLM IStt8AB úm a&m IKURtVSt L stonsttR/ V. / Skautar: Svellið opnað innan skamms - sitjum ekki viö sama borö og aðrir segir formaður Skautaféiagsins Skautasvell Skautafélags Akur- eyrar í innbænum verður tekið í notkun innan tíðar, en bilun á annarri frystivélinni hefur vald- ið nokkrum töfum. Um helgina var unnið að frágangi á svæðinu og þegar varahlutir í frystivélina verða komnir er ekkert til fyrir- stöðu að opna. Setja þarf upp miðasöluskúr á svæðinu en sá skúr sem notaður hefur verið er í eigu Guðmundar Hjálmarssonar verktaka sem nýtt- ur var af eigandanum í sumar en kemur væntanlega aftur nú á haustdögunum. Hugmyndin er að mála allar byggingarnar í áberandi litum en óvíst að af því geti orðið nema tíðin leyfi það. Jón Björns- son, formaður Skautafélags Akur- eyrar, segir það skoðun forráða- manna Skautafélagsins að svellið og afnot af því sé fyrst og fremst fyrir almenning og aðsókn að því yfir veturinn styðji þá skoðun. Akureyrarbær styrkir Skautafélag- ið um 1,3 milljónir króna og segir Jón að megnið af þeirri upphæð gangi aftur til bæjarins sem greiðsla á heitu og köldu vatni, rafmagni og vélaleigu. Sótt var unt eina milljón til viðbótar, en fé- lagið var með 300 þúsund króna vélastyrk, sem var felldur niður. „Það sitja heldur ekki allar íþróttagreinarnar við sama borð. Okkur stóð til boða að fá öfluga ljóskastara úr Hlíðarfjalli til að lýsa upp svæðið en eftir að reikn- að hafði verið út hvað kostaði að reka þá féllum við frá því þrátt fyrir að við séum með svæðið undirlýst í dag. Þeir voru hins vegar sóttir upp í fjall og settir niður við gamla Sanavöllinn og notaðir þar í vor til að lýsa upp svæðið svo knattspyrnumenn gætu æft þar sína íþrótt. Iþrótta- og tómstundaráði barst svo nýlega beiðni um að fella niður raforku- reikning vegna kastaranna eða sjá um greiðslu reikningsins, sem að- eins var vegna æfinga en ekki kappleikja. Skautamenn sitja alls ekki við sama borð og aðrir íþróttamenn á Akureyri og skýr- ingin á því er kannski sú að við höfum aldrei átt neinn forsvars- mann „innundir“ hjá bænum,“ segir Jón Björnsson. Rekstur Skautafélags Akureyr- ar skilaði hagnaði á árinu 1993, en á síðasta ári varð nokkurt tap á rekstrinum. Þá voru m.a. keyptar gúmmímottur o.fl. til þess að að- koman, umhverfið og búningsað- staða væri boðleg fólki. Vegna bágrar stöðu verður ekki að sinni hægt að hafa opið milli eitt og fjögur á daginn, heldur aðeins í tvo til þrjá tíma að kvöldlagi, og það er mikil afturför sem eflaust á eftir að valda óánægju, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. GG MUtmMM SÍRUAIStyj mmr i Þórsstrákarnir sem unnu frækinn sigur á 5. flokks mótinu með sigurlaunin. Liðið var skipað eftirtöidum: Neðri röð frá vinstri: Brynjar Hreinsson, Pétur Kristjánsson, Gunnar H. Sigmundsson, Eyjólfur Hannesson og Sigurður B. Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri: Sverrir Torfason liðsstjóri, Gunnar Konráðsson, Bragi Magnússon, Kristján V. Kristjánsson og Páll Gíslason, þjáifari iiðsins. Mynd: bg Handbolti: Strákarnir eru duglegir og vinna vel saman - segir Páll Gíslason, þjálfari 5. flokks hjá Þór, sem sigraði í 1. umferð íslandsmótsins „Strákarnir vinna mjög vel sam- an og eru búnir að vera duglegir að æfa. Svo er það kostur hvað þeir eru jafnir, liðið státar ekki bara af einum eða tveimur góð- um leikmönnum eins og mörg önnur lið, heldur eru góðir menn í öllum stöðum,“ segir Páll Gíslason, þjálfari 5. flokks hjá Þór, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði á fyrsta fjölliðamóti vetr- arins sem fram fór í Laugardals- höll og í Víkinni. Islandsmótinu er skipt upp í fjögur mót sem leikin eru um helgar, og var mótið um síðustu helgi það fyrsta af þeim. Upphaf- lega átti mótið að fara fram á Ak- ureyri en var frestað vegna slæmr- ar færðar og flutt til Reykjavíkur. Þórsarar hafa hingað til ekki unnið til margra verðlauna á síð- ustu árum og reyndar staðið í skugga nágranna sinna úr KA livað það varðar. En heldur Páll að það sé að breytast? „Ég ætla að vona það. Það er alveg rétt að við höfum ekki stað- ist samanburð við KA og ég held að Þór hafi unnið svona mót í fyrsta og eina skiptið árið 1979. Ég er viss um að Þór fær íþrótta- hús og um leið og það kemur, verður þetta ennþá betra. Það er stór hópur hjá okkur í fimmta og sjötta flokki sem þarf að halda ut- an um,“ sagði þjálfarinn en 28 leikmenn æfa með fimmta flokki og svipaður fjöldi í þeim sjötta. Þórsarar sigruðu í öllum sjö leikjum sínum á mótinu, gegn HK 26:14, ÍR 25:22, Aftureldingu 28:16 og þá mættu Selfyssingar ekki til leiks gegn Þór. í undanúr- slitum byrjuðu Þórsarar á að sigra Val 16:11 og unnu síðan Fölni 18:16. Úrslitaleikur mótsins var á milli Þórs og ÍR og lyktaði honum með 18:15 sigri Þórs. KA féll út í 8- liða úrslitum keppninnar hjá A- liðum en sigraði hjá B-liðum. Ak- ureyrarliðin gerðu því góða ferð suður og unnu tvöfalt. „Við höfum aldrei unnið svona stórt mót, úrslitaleikurinn var ekk- ert svo erfiður en leikur í undanúr- slitum gegn Reykjavíkurmeistur- um Fjölnis var erfiðari. Við sett- um markið á fyrsta sætið fyrir mótið og ég veit ekki hverju hægt er að þakka að það tókst. Ætli við höfum bara ekki náð svona vel sarnan," sagði Gunnar Sigmunds- son, fyrirliði Þórsliðsins. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.