Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SIMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR,
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON, (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285),
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Sala á hlutabréfum
Akureyrarbæjar
Því ber að fagna að bæjaryfirvöld á Akureyri hafa tekið um
það ákvörðun að selja hlutabréf Akureyrarbæjar í Krossa-
nesverksmiðjunni, Skinnaiðnaði hf. og Laxá hf.
Sveitarfélög eiga ekki að hafa stórar fjárhæðir bundnar í
atvinnurekstri nema um það sé að ræða að þau séu að verja
ákveðna hagsmuni eða tryggja að fyrirtækin haldist í
rekstri. í öllum þessum tilfellum hefur Akureyrarbær komið
að rekstri og stuðlað þannig að endurreisn fyrirtækjanna.
Sem betur fer skilaði endurreisnin árangri og fyrirtækin
standa nú á eigin fótum og vel það. Á slíkum tímapunkti er
hárrétt að Akureyrarbær dragi sig út úr rekstrinum og nýti
fjármunina sem fyrir sölu hlutabréfanna fást til annarra
hluta, til þess að lækka skuldir og leggja í aðkallandi fram-
kvæmdir.
Sala á eignarhlutum Akureyrarbæjar í Krossanesverk-
smiðjunni, Skinnaiðnaði hf. og Laxá hf. hlýtur að vera bara
byrjunin. Bæjaryfirvöld eiga eftir að taka þá ákvörðun sem
mestu máli skiptir; hvort selja eigi drjúgan hlut Akureyrar-
bæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. Þar liggja miklir fjár-
munir og það hlýtur að vera áleitin spurning við þessar að-
stæður hvort það þjóni hagsmunum bæjarfélagsins að eiga
meirihluta í þessu stærsta fyrirtæki bæjarins. Dagur er ein-
dregið þeirrar skoðunar að svo sé ekki. Á sama tíma og Út-
gerðarfélag Akureyringa hf. er á opnum hlutabréfamarkaði
er það tímaskekkja að Akureyrarbær eigi meirihlutaítök í
ÚA. Og þó svo að Akureyrarbær minnki verulega sinn hlut
er fullkomlega ástæðulaus ótti manna að það myndi hafa í
för með sér að hluti af starfsemi fyrirtækisins yrði fluttur úr
bænum. Akureyrarbær á að nýta þá miklu fjármuni sem
bundnir eru í hlutabréfum í Útgerðarfélagi Akureyringa hf.
til annars. Það bíða ótal verkefni úrlausnar en til þeirra þarf
fjármuni. Bæjarsjóður er ekki aflögufær og það kemur ekki
til greina að taka ný lán. Það er óábyrg stefna.
Og um það eru allir sammála að hlutur Akureyrarbæjar í
Landsvirkjun hefur enga þýðingu fyrir bæjarfélagið, hvern-
ig sem á það er litið. Og jafnvel þótt betur horfi í rekstri
Landsvirkjunar en áður vegna stækkunar álversins í
Straumsvík og Akureyrarbær geti hugsanlega vænst arðs af
hlut sínum, er löngu tímabært að Akureyrarbær fari út úr
þessu fyrirtæki. Vandamálið er hins vegar það að erfitt er
að finna kaupanda.
Og fyrst farið er að tala um ítök Akureyrarbæjar í fyrir-
tækjum, má spyrja sig þeirrar spurningar hvort það þjóni
hagsmunum bæjarbúa að Akureyrarbær eigi aðild að rekstri
peningastofnunar eins og Sparisjóðs Akureyrar og Arnar-
neshrepps.
í UPPÁHALPI
„Er hrífinn af góðum vínum en drekk sódavatn“
Þórður Höskuldsson feröa-
inálafulllrúi hjá Atvinnuþró-
unarfélagi Þingeyinga hefur
haft í mörgu að snúast siðan
hann tók til starfa hjá félag-
inu í janúar sl. Þessa dagana er
hann að undirbúa ráðstefnu um
framtið ferðaþjónustu á jaðarsvœð-
um, sem haldin verður i Mývatns-
sveit um helgina. Þórður segir
margt á döfinni, bœði uppbygging
sem geti leitt af sér ný fyrirtœki og
stuðningur við þá sem þegar starfa i
greininni. Þórður er markaðsfrœð-
ingur og liefur sjálfur starfað í
ferðaþjónustu sem leiðsögumaður.
Hann hefur einnig ferðast mikið og
viða og á því gott með að setja sig í
spor ferðamanna og sjá hvað þeim
kemur til með að þykja áhugavert
og spennandi.
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
Mér fínnst góð fiskisúpa, með því
besta sem ég fæ, paella finnst mér
líka góð.
Uppáhaldsdrykkur?
Ég er hrifinn af góðum vínum en ég
drekk mest af sódavatni sem mér
finnst mjög svalandi.
Hvaða heimilisstörf finnst þér
skemmtilegust eða leiðinlegust?
Mér þykir öll heimilisstörf lciðinleg
en er helst tilbúinn að sinna uppvaski
og öðru því um líku, það hvfiir hug-
ann.
Stundar þú einhverja markvissa
hreyfmgu eða líkamsrœkt?
Ég reyni um hverja helgi að hreyfa
mig eitthvað, hjóla, fer á gönguskíði,
eða rölti eitthvað.
Ert þú starfandi í einhverjum klúbbi
eða félagasamtökum?
í augnablikinu er ég eingöngu í
karlaklúbbi hér á Húsavík, sem heitir
Round Table.
Þórður Höskuldsson.
Hvaða blöð og tímarit kaupirþú?
Ég kaupi töluvert af erlendum tíma-
ritum, m.a. viðskiptatímaritið Succ-
ess, þýskt fréttatímarit Focus, svo
held ég mér aðeins lifandi með því
að lesa einnig fjallahjóla- og vél-
hjólatímarit.
Hvaða bók er á náttborðinu hjá
þér?
Bækur á náttborðinu eru nokkrar í
augnablikinu, en síðast var ég að
fletta bók urn viðskipti á Intemetinu.
í hvaða stjörnumerki ert þú?
Ég er tvíburi.
Hvaða tónlistarmaður er í mestu
uppálialdi hjá þér?
Það er breytilegt frá tíma til tíma
hvað ég hlusta helst á. Síðasta mán-
uðinn hef ég hlustað talsvert á Cat
Stevens og BB King, sem er frægur
blústónlistarmaður.
Uppáhaldsíþróttamaður?
Afreksmennimir, Bjöm, Hallgrímur
og Einar, sem sigruðu einn af hæstu
tindum Himalaja standa uppúr. Það
var einstætt afrek.
Hvað liorfirþú mest á ísjónvarpi?
Fréttir og veður.
Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú
mest álit?
Ég hef litlar skoðanir í þeim efnum.
Hver er að þínu mati fegursti staður
á íslandi?
Það er hægt að finna fegurð um allt
land, allstaðar em til perlur og ég vil
ekki gera upp á milli þeirra.
Hvar vildirþú helst búa ef þú þyiftir
að flytja búferlum núna?
Þá hefði ég áhuga^ á að búa og starfa
um hríð erlendis. Ég gæti hugsað mér
t.d. að búa í Sviss, en ég kann mjög
vel við mig þar. Heimaslóðirnar eru í
Reykjavík en ég veit ekki hvort ég er
til í að fara þangað núna.
Efþú ynnir stóra vinninginn í lottó-
inu hvernig myndirþú eyða pening-
unum?
Ég myndi leggja svolítið fyrir en
eyða hluta af tjárhæðinni í ævintýra-
ferð um heiminn. Heimsækja fram-
andi slóðir og nota töluverðum tíma í
það.
Hvernig vilt þú helst verja frístund-
um þínum?
Ég vil verja mínum frístundum t'
góðra vina hópi og ég hef injög gam-
an af að ferðast um landið, helst með
óhefðbundnum hætti og þannig vil ég
nota mín frí. Ég á eftir að gera þetta
þegar fríin lengjast og verða meiri.
Hvað gerðirþú ísumarfríinu?
Ég átti lítið sumarfrí en dvaldi í eina
viku í Sviss, var þar hjá vinum og
ferðaðist um með þeim.
Hvað œtlarðu að gera um helgina?
Ég ætla að sökkva mér í ráðstefnu í
Mývatnssveit um framtíð ferðaþjón-
ustu ájaðarsvæðum. IM
BRÉF FRÁ HVAMMSTANCA
KRISTjAN BJORNSSON
Illskan í heiminum
Fjöldi manns glímir alla ævi við
spuminguna um hið illa. Mönn-
um finnst þeir sæta kúgun og of-
beldi. Okkur mæta erfiðleikar í
lífinu og hamfarir dynja yfir.
Þetta er allt af hinu illa og gerir
engum manni gott að fá yfir sig
í formi slysa, óviljaverka eða
ásetningu glæpamanna. Þetta
sama hefur mætt öllum mönnum
á öllum tímum. Einn þeirra var
Lúther, sem trú flestra kristinna
manna hér á landi er kennd við.
Hann glímdi alla ævi við spurn-
inguna um hið illa og fékk
aldrei fulla ró í trúnni. Þetta
kemur fram í bók hans um hinn
þrælbundna vilja. Ótti hans við
nálægð tortímingarinnar var
heldur ekki ástæðulaus.
Skömmu eftir dauða hans
brutust út styijaldir í heimaland-
inu og mögnuðust upp í samfellt
mannfellistríð í þrjátíu ár. Ang-
ist hans í trúnni er fyrst og
fremst byggð á því að hann trúði
að Guð væri valdur að öllum
hlutum. Hann sá Guð í almætti
sínu allsstaðar að verki að baki
öllu sem gerðist í tilverunni.
Þetta er áleitin spurning nú
þegar hörmungar hafa dunið yfir
þjóðina og menn leita svara við
því hverjum það er að kenna. Er
til svo vondur guð að hann
standi að baki náttúruhamförum
og ætli því einhvem tilgang?
Það er von að þannig sé spurt
því tilefnið er ærið. Stóð ekki
Guð að baki hörmungunum í lífi
Jobs, er hann veitti Skrattanum
leyfi til að svipta þennan guðs-
mann allri prýði í tilverunni.
Tilgangur þeirra var sá að sjá til
hvort trúasti maður Guðs á
jörðu færi ekki að hallmæla
skapara sínum þegar hann missti
á skömmum tíma eiginkonuna,
börnin, vinnufólkið, fénaðinn,
húsið, landið og heilsuna. Eftir
hjarði hann skar eitt eins og
blaktandi lauf að hausti síðast
allra að falla til jarðar. Vinirnir
komu og reyndu að leiða honum
fyrir sjónir hvemig Guð bæri
ábyrgð á þessu öllu. Þeir hvöttu
hann til reiði í garð Drottins en
hann lét það ekki eftir sér. Job
lofaði Guð. Hann fékk aftur
heilsuna og aftur varð hann rétt-
ur og sléttur eftir að hafa staðist
prófraunina hörðu. Um okkar
mundir hvetjum við hins vegar
fólk til að reiðast Guði í hörm-
ungum sínum, því hann er al-
mættið að baki allri tilverunni.
Það er auk þess talið til eðlilegra
sorgarviðbragða og telst meðal
andlegra einkenna í fari þeirra
er orðið hafa fyrir miklu áfalli.
En þegar við látum það eftir
okkur að reiðast Guði til lengdar
hefur það verið reynsla manns-
ins að þá er skammt eftir ófarið
að þeirri niðurstöðu að reiði
maðurinn efast ekki um guðdóm
Guðs. Hann reiðist honum af
því að hann játar almætti hans
og sköpunarmátt í tilverunni.
Þar með sér hann vonarglætu í
öllum sínum erfiðleikum og
finnur leið út úr harminum.
Sá sem er bundinn í fjötra
styrjaldar eða hefur verið sleg-
inn niður af eyðingarmætti nátt-
úrunnar hefur því öðlast von. Sú
von er byggð á því trausti að allt
lúti almáttugum Guði en ekki
dutlungum misvitra manna.
En nú fór ég yfir strikið. í
þessum pistlum má ekki prédika
og því verð ég að venda mínu
kvæði í kross. Ég minntist á
misvitra menn og tek því þráð-
inn þar upp. Það er ein orsök að
ófarnaði ungmenna í þessum
heimi að útivistarreglur barna
og unglinga eru ekki virtar. Þar
með aukast líkurnar á því að
þessir englar leiðist á glapstigu.
Kona ein á meðal alþingis-
manna hefur nýlega gefið út þá
yfirlýsingu að hún fari ekki að
lögum í þessum efnum af því að
þessi lög hugnast henni ekki.
Það er von mín að henni líki við
eitthvað af öðrum lögum samfé-
lagsins. Af handahófi nefni ég
lög um eignarrétt, skatta, frið-
helgi heimilisins og lög er varða
bílaumferð, að ógleymdri áfeng-
islöggjöfinni. Óhlýðni við þær
reglur, sem samfélagið hefur
komið sér saman um á lýðræðis-
legan hátt, er háskaleg. Verður
slíkt framferði að flokkast með
hinu illa í þessum heimi. Gildir
þá einu hvort Iitið er til Róm-
verjabréfsins (7. kafla) eða
skrifa Lúthers um hinn þræl-
bundna vilja mannsins.