Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1995
„Sá lifir ei lengi sem
lítið gengur á móti“
- málsháttur sem ekki á síst við um þá sem hafa þurft að berjast við krabbamein
Það ríkir heimilisleg stemmning
í húsnæði Krabbameinsfélagsins
á Akureyri. Stöllurnar Halldóra
Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri,
og Brynja Óskarsdóttir, félags-
ráðgjafi og upplýsingafulltrúi fé-
lagsins, taka vel á móti öilum
sem koma við hjá þeim til að fá
sér kaffibolla og ræða málin.
Þjónustusvæði Krabbameinsfé-
lagsins nær um allan Eyjafjörð að
Ljósavatnsskarði og einnig eru
Hrísey og Grímsey innan svæðis-
ins. Þjónusta við krabbameinssjúkt
fólk hefur batnað mjög á síðustu
árum. Upphaf lyfjameðferðar og
geislameðferðir fara fram í
Reykjavík en eftirlit með fólkinu
fer síðan fram á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Þriðja hvem
föstudag kemur krabbameinssér-
fræðingur að sunnan og er með
viðtalstíma fyrir sjúklinga.
Starf Brynju felst að mestu leyti
í því að ræða við sjúklinga og að-
standendur þeirra, kynna þeim
réttindi þeirra og hjálpa þeim að
takast á við þau félagslegu vanda-
mál sem upp kunna að koma í
kjölfar veikindanna. Brynja er eini
félagsráðgaft Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis en áður
voru hjúkrunarfræðingar í þessari
stöðu. Hún er með símatíma á
milli kl. 13 og 15 á daginn í síma
461 2548 en í Reykjavík eru
hjúkrunarfræðingar á símavakt
milli kl. 9 og II á morgnana í
grænu línunni 800 4040.
Krabbameinsfélag íslands
ásamt Rauða krossi íslands eiga
fjórar ibúðir við Rauðarárstíg í
Brynja Oskarsdóttir til vinstri ^
og Halldóra Björnsdóttir til ^
hægri.
m
m *
tmm
Reykjavík þar sem krabbameins-
sjúklingar geta dvalið ásamt fjöl-
skyldum sínum meðan á meðferð
stendur í Reykjavík. Krabbameins-
félag Akureyrar og nágrennis er nú
að taka upp þá nýbreytni að bjóða
fólki á sínu þjónustusvæði að
greiða leigu þeirra sem þess óska
en kostnaðurinn er 400 krónur á
dag.
Ýmislegt hefur breyst norðan
heiða í þjónustu við fólk með
krabbamein og hefur Krabba-
meinsfélagið á Akureyri sýnt
frumkvæði í mörgum málum. Til
að mynda má nefna aukna þjón-
ustu við konur sem hafa fengið
brjóstakrabbamein. Þær þurftu áð-
ur að leita til Reykjavíkur til þess
að kaupa gervibrjóst og
brjóstahaldara en geta í dag keypt
þessa hluti á Akureyri.
Aðstandendumir
vilja oft gleymast
- segir Margrét Kristjánsdóttir, sem kynnst hefur krabbameinssjúkdómnum
Margrét Kristjánsdóttir segir fjölskylduna og vinina mesta stuðning krabbameinssjúklinga.
Það voru hlýjar móttökur sem
við fengum er við bönkuðum
upp á hjá Margréti Kristjáns-
dóttur, sem beið okkar í stofunni
með rjúkandi kaffi og súkkulaði
í skál. Við báðum Margréti að
miðla lesendum af reynslu sinni
en hún er krabbameinssjúkling-
ur.
Hún er gift Pétri Péturssyni,
lækni á Akureyri, og eiga þau
fjögur böm. Þrjú þeirra eru flogin
úr hreiðrinu en yngsti sonurinn,
sem er 13 ára, er enn heima. Hann
var aðeins 6 ára gamall árið 1988
þegar móðir hans greindist með
bráðahvítblæði. Margrét var send
með hraði til Reykjavíkur til frek-
ari rannsókna. Þar dvaldist hún í
tvo mánuði en fékk síðan að fara
heim. Meðferð á bráðahvítblæði
tekur 3 ár og felst bæði í lyfja- og
geislameðferð. Margrét hefur því
oft þurft að dvelja um tíma í
Reykjavík en þess á milli hefur
hún fengið alla umönnun á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og
lætur hún mjög vel af því. Margrét
starfaði sem læknaritari og var svo
heppin að vera meðhöndluð á
lyfjadeildinni sem hún starfaði á.
Þegar alvarleg veikindi koma
upp í fjölskyldum beinist athyglin
oft mest að sjúklingnum sjálfum
en aðstandendurnir vilja oft
gleymast.
„Það er tjölskyldan og vinirnir
sem styðja mann mest en þeir eru
oft dálítið feimnir og hræddir í
upphafi og vita ekki hvernig þeir
eiga að umgangast mann,“ segir
Margrét. „Ég er sem betur fer svo
opinská og get því talað um þessi
mál og hef verið að fræða fólkið
og fengið mjög góða svörun. Ég
er hins vegar ekki í vafa að sjúk-
lingamir geta einangrast vegna
þess að þeir gefa fólkinu ekki
tækifæri á að nálgast og veita
hjálp.
Fjölskylda mín hefur verið
óskaplega dugleg. Þetta er ákaf-
lega erfitt fyrir makann því það er
sjúklingurinn sem fær alla athygl-
ina, samúðina og umhyggjuna en
makinn situr eftir með heimilið og
allar áhyggjurnar. Mér fannst
stundum erfitt þegar hann var hér
með krakkana en ég var ein fyrir
sunnan. Hann gat ekki verið á
báðum stöðum í einu en hann
vissi að ég hafði góða hjálp og
áleit að það væri meiri þörf fyrir
hann heima.“
„...eitt árið dóu tíu
einstaklingar úr þessum
þrjátíu manna hópi...“
Margrét er einn af stofnendum
Styrks, sem er stuðningshópur fyr-
ir krabbameinssjúkt fólk og að-
standendur þess. Hún fór síðan
sem fulltrúi Styrks í stjóm
Krabbameinsfélags Akureyrar og
nágrennis, þar sem hún starfar
sem ritari.
„Okkur fannst vanta þessa
samhjálp á meðal krabbameins-
sjúklinga og stofnuðum því Styrk
árið 1991. Það hefur verið frekar
lítið af fólki á fundum Styrks núna
undanfarið en það er ekki síst
vegna skorts á upplýsingum um
starfsemina. Við vorum um tíma
mjög virkur hópur en eitt árið dóu
tíu einstaklingar úr þessum þrjátíu
manna hópi og var það alveg
geysilegt áfall.“
Margrét er, eins og áður sagði,
í stjóm Krabbameinsfélags Akur-
eyrar og nágrennis. Hún segir að
það þurfi að bæta enn frekar
stuðningsþjónustu við þá sem fá
krabbamein og aðstandendur
þeirra. Hún segir jafnframt að það
sé mjög brýnt að koma út upplýs-
ingabæklingnum sem Krabba-
meinsfélagið er að vinna að og
dreifa á spítalana og heilsugæslu-
stöðvamar til þess að fólk ein-
angrist ekki með vandamál sín.
Félagsráðgjöfin sem veitt er hjá
Krabbameinsfélaginu hefur komið
í góðar þarfir þegar sjúklingar
hafa þurft að fá ráðgjöf varðandi
réttindamál sín. Félagsráðgjafinn
veitir upplýsingar og aðstoðar fólk
jafnframt við að leysa úr félags-
legum vandamálum sem upp
kunna að koma.
„Sjúklingurinn veit ekki hverju
hann á rétt á og er hálffeiminn og
finnst jafnvel eins og hann sé að
sníkja. Kosturinn við að búa í
svona litlu samfélagi er að fólk
þekkir hvert annað þannig að
stofnanaumhverfið er ekki eins
ópersónulegt og í Reykjavík.
íslandsmeistari í boccia
Margrét hefur verið mjög dugleg
að þjálfa sig en krabbameinsmeð-
ferðin dregur mjög úr þreki fólks
og þá ekki síst geislameðferðin.
„Ég fór í endurhæfingu á
Bjargi vegna beinaðgerða, m.a. á
mjöðm en skemmdir í beinum
koma gjaman í kjölfar hástera-
meðferðarinnar. Þar kynntist ég
fólkinu sem var að spila boccia.
Mér fannst það mjög forvitnilegt
og ákvað að ganga í lið með þeim.
í hópnum er ekkert kynslóðabil,
fólkið á við ýmis vandamál að
stríða. Þarna eru bæði þroskaheft-
ir, hreyfihamlaðir og fólk sem á
við minniháttar eða tímabundna
hreyfihömlun að stríða, til að
mynda eftir aðgerðir.“
Ekki má gleyma því að Mar-
grét er Islandsmeistari í opnum
flokki í boccia.
Margrét hefur unnið bug á hvít-
blæðinu en meðferðin hefur or-
sakað ýmsar skemmdir, til að
mynda á beinvef líkamans og þarf
hún þess vegna að vera í stöðugri
endurhæfingu. Þrátt fyrir þessa
erfiðu lífsreynslu er Margrét ákaf-
lega lífsglöð og bjartsýn kona.
Hún segir að þessi lífsreynsla hafi
kennt henni að meta lífið og eftir
að hafa fengið svona sjúkdóm eða
gengið í gegnum þetta með sínum
nánustu geti enginn sagt að þetta
komi honum ekki við.