Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1995
I VINNUNNI HJÁ HJÖRDÍSI STEFÁNSDÓTTUR, MÁLARA
Karlarnir hafa tekið mér vel
I hugum margra eru iðnaðarstörf
fyrst og fremst karlastörf og
starfsstéttir eins og rafeindavirkj-
un, pípulagningar, málningar-
vinna, smíðar o.fl., eru aðallega
skipaðar karlmönnum. Konur eru
þó famar að banka á dymar á
þessum vettvangi eins og annars
staðar og gestur okkar í Vinnuni í
dag er Hjördís Stefánsdóttir, sem
er eini lærði kvenmálarinn sem
starfar á Akureyri.
Hjördís vinnur hjá bygginga-
vörudeild Kaupfélagsins, sem er
staðsett á Lónsbakka rétt utan Ak-
ureyrar, en áður starfaði hún sem
húsamálari hjá föður sínum Stef-
áni Jónssyni og þar var hún einnig
á samningi. „Afi minn var líka
málari þannig að það má segja að
þetta sé í ættinni,“ segir hún en
neitar þó að hún hafi upphaflega
ætlað sér að verða málari heldur
hafi eitt leitt af öðru og hún hafi
endað í þessu starfi. „Ég vann við
að mála á sumrin þegar ég var í
skóla. Þegar ég hafði lokið stúd-
entsprófi við Verkmenntaskólann
ákvað ég að bæta húsamálara-
brautinni við og útskrifaðist sem
málari vorið 1994 eða fyrir rúmu
ári síðan,“ segir Hjördís en þetta
vor útskrifuðust sex málarar. í út-
skriftarhópnum var ein önnur
stúlka en hinir fjórir voru strákar
og óhætt að segja að Hjördís hafi
fyllilega staðið piltunum á sporði
því hún var hæst í bekknum.
Eins og áður segir er Hjördís
eina konan sem starfar á Akureyri
og er lærður málari. Hún segir að
langflestir karlanna hafi tekið sér
mjög vel. „Gömlu vinnufélagamir
hjá Stefáni Jónssyni eiga lof skilið
fyrir hve vel þeir tóku mér og
sama má reyndar segja um þá sem
vinna með mér á Lónsbakka. Ég
kvarta því ekki yfir viðtökunum.
Mörgum finnst spennandi að fá
konu í hópinn. Sumir gera þó góð-
látlegt grín að þessu en því verður
bara að taka.“
Gefur góð ráð
Hjördís segist kunna vel við mál-
aravinnuna. Starfið hjá Kaupfé-
laginu er töluvert frábrugðið því
þegar hún var að mála hús og í
nýju vinnunni sér hún fleira fólk.
„En í hinni vinnunni var ég auð-
vitað alltaf á nýjum og nýjum
vinnustað og það var líka gaman.“
Verksvið Hjördísar hjá Kaupfé-
laginu er að sjá um málningar-
vörudeildina. Hún kaupir inn vör-
ur og starfið felst einnig mikið í
að ráðleggja viðskiptavinum hvað
varðar ýmis efni, hvernig sé best
að bera sig að og sumir biðja um
hjálp við að velja liti. „Þessi vinna
er allt öðruvísi. Aður mætti ég
bara með rúllu, bakka og fötu og
málaði en nú er ég t.d. meira inn í
hvaða litir eru vinsælir og þess
háttar.“
- Hvað eru aðal litirnir um
þessar mundir?
„Grænn er mjög vinsæll og
dökkir litir eru einnig á uppleið.
Einstaka rauðir litir eru lfka mjög
vinsælir en annars eru allir litir
keyptir og mikil fjölbreytni."
Starfið segir Hjördís mjög fjöl-
breytt hvort sem hún vinni í búð-
inni eða við að mála en skemmti-
legast sé að sjá árangurinn af
vinnunni. „Oft kemur maður að
einhverju sem er ekkert mjög fal-
legt eða eitthvað er alveg nýtt og
óklárað. Þegar maður er búin að
mála er gaman að sjá breyting-
una.“
Málaravinnan er auðvitað ekki
alltaf dans á rósum frekar en önnur
vinna og Hjördísi finnst útivinna
erfiðari en innivinna. „Fyrstu dag-
amir á sumrin, þegar við vinnum
úti, eru oft erfiðir. En svo venst
maður því og þetta lagast.“
Vinnutími Hjördísar hjá Kaup-
félaginu er frá átta á morgnana til
sex á daginn. Um kaup og kjör
segir hún að þau séu mjög misjöfn
hjá málurum. „Stundum er mikið
að gera og stundum lítið og launin
því mismikil. Jafnframt er mis-
jafnt hvort menn vinni eftir upp-
mælingu eða í tímavinnu þannig
að ýmislegt spilar inn í. Málarar á
Akureyri eru eiginlega orðnir of
margir og markaðurinn mettaður,“
segir Hjördís Stefánsdóttir. AI
MATARKRÓKUR
Við eram mikið
Dagný Kjartansdóttir frá Akur-
eyri er í matarkróknum í dag.
Dagný er Dalvíkingur en hefur
búið á Akureyri síðastliðin tíu ár.
Hún er fimm barna móðir og
barnabörnin eru orðin níu enda
segist hún vera „amma ífullu
starfi “ og hafa nóg að gera við
að líta eftir barnabörnum. Dagný
leggur til uppskrift afmariner-
uðu kálfakjöti, tveimur fiskirétt-
um og súrsœtri sósu. Súrsœta
sósan er í miklu uppáhaldi hjá
fjölskyldu Dagnýjar, sérstaklega
með steikta fiskinum. „ Við erum
mikið fiskifólk, “ segir hún. Dag-
ný les mikið af uppskriftum en
þegar hún eldar notar hún aldrei
uppskriftir heldur blandar oftast
mörgum saman. „Þetta verður
oftast sín ögnin úr hverju. “ Dag-
ný bendir lesendum á að þegar
segir í uppskriftum að brytja eigi
hluta af grœnmeti, t.d. hálfa
papriku, brytji hún alltafallt nið-
ur, skipti í jafna hluta, setji í litla
plastpoka,frysti og noti síðan
þegar hún eldi réttinn nœst. „A
þennan hátt skemmist grœnmetið
ekki, “ segir hún. Nœsti áskorandi
í matarkrók er Sigurlína Jóns-
dóttir sem einnig erfrá Akureyri.
Marinerað kálfakjöt
Kálfakjötssneiðar
(má nota lambakjöt)
Lögur:
2 fínt saxaðar gulrœtur
I stór saxaður laukur
1 bolli tómatsósa
pipar
paprikuduft
Knorr, klassísk frönsk kryddblanda
Efnið í legi hrært saman og
kryddað eftir smekk. Kjötinu rað-
að í skál og leginum hellt yfir.
Látið standa í sólarhring í kæli-
fiskifólk
skáp en veltið tvisvar, þrisvar
sinnum. Steikið á pönnu og sjóðið
í 1 klukkustund. Gott er að hafa
gulrætumar og laukinn úr legin-
um í soðinu. Kryddið eftir smekk
og þykkið soðið með hveiti.
Borið fram með soðnum kart-
öflum og fersku salati.
Fiskur í ofni
I ýsuflak, roð- og beinhreinsað
1 epli
/ paprika
'á púrrulaukur
mjólk eða kajfirjómi
salt og pipar
chileduft
tandoori masala
aromat
rjómi
sveppasmurostur
Stráið aromati yfir fiskinn og lát-
ið bíða. Saxið grænmetið og látið
krauma í olíu á pönnu þar til það
verður mjúkt. Setjið sveppasmur-
ostinn og rjóma út í og þynnið
með mjólk eða kaffirjóma.
Kryddið eftir smekk.
Soðin hrísgrjón eru sett í
smurt eldfast fat, sósunni hellt
yfir og smátt skomum fiski raðað
á. Síðan settur ostur. Bakað í ofni
í um 20 mínútur við 180°C.
Borið fram með soðnum kart-
öflum og salati.
Pönnusteiktur fiskur
Ýsuflök, roðflett og heinhreinsuð
salt og sítrónupipar
Flökin skorin í frekar þunn stykki.
Stráið kryddi yfir og látið bíða.
Deig:
1 egg
hveiti
mjólk
salt
hvítlauksduft
tandoori masala
karry
engiferdufl
Blandið saman og búið til frekar
þykkt deig.
Hitið olíu á pönnu og veltið
fiskinum uppúr deiginu. Steikið
þar til stykkin em fallega gullin-
brún. Látið í eldfast fat og bakið í
ofni í um 10 mínútur við 200°C.
Borið fram með súrsætri sósu
og hrísgrjónum.
Súrsœt sósa
(góð með fiski, svínakjöti og hasnakjöti)
1 stórt matarepli
1 stór laukur
/ stöngull sellery
/ púrra
/ rauð paprika
/ gul paprika
4-5 stórir sveppir
karry og tandoori masala
matarolía
1 msk. hunang
1-2 gulrœtur
lítil dós ananaskurl
lítil dós tómakraftur
(eða tómatsósa)
1 cm engiferrót
kjúklinga- eða grcenmetiskraftur
örlítið salt
vínedik (eftir smekk)
Grænmetið saxað og létt steikt í
olíunni. Vatni, kjötkrafti, ananas
og tómatkrafti bætt út í ásamt
kryddinu og soðið í 15-20 mínút-
ur. Hunangi og vínediki bætt í og
þykkt með maísmjöli.
Alh! Gott að nota unghænu
með sósunni. Þá er unghænan
soðin í u.þ.b. 2 klukkutíma í
vatni krydduðu með pipar, papr-
iku og kjúklingakryddi. Kjötið er
síðan brytjað niður og bætt út í
sósuna.
Borið fram með hrísgrjónum
og brauði. A1