Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 18.11.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 18. nóvember 1995 Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina „Lífsgleði - minningar og frásagnir“ eftir Þóri S. Guðbergsson, þar sem sex þjóðkunnir einstaklingar segja frá. Þeir eru: Guðrún Halldórsdóttir, Fanney Oddgeirsdóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Úlfur Ragnarsson, Daníel Ágústínusson og Þóra Einarsdóttir. Dagur birtir hér tvo síðustu kaflana í athyglisverðri frásögn Fanneyj- ar Oddgeirsdóttur á Akureyri, ekkju hins ástsæla söngvara Jóa Konn. góð byrjun, því ekki átti hann sök á því að ég var veik. Skömmu seinna kom sjúkraliði inn með súrefnisflösku og slöngu til þess að setja upp í nefið. „Reyndu að anda rólega að þér og eins djúpt og þú getur,“ sagði hún. Um kvöldið kom annar læknir á stofugang, svo ég fékk ekki tækifæri til þess að biðjast afsök- unar á framkomu minni. Um nótt- ina dreymdi mig illa. Mér fannst ekki á löngu þar til ég vissi að ég var heldur illa stödd heilsufars- lega. Friðrik hafði sagt bömunum mínum að það gæti brugðið til beggja vona ef ekki tækist að stöðva framgang sjúkdómsins „c.f.a. cryptogen fibrosing alveo- litis“ eða „Asbestlunga". Bömin mín voru alveg felmtri slegin; kannski ekki minnst vegna þess að þau höfðu misst föður sinn tiltölulega ungan og þau sár voru að gróa um heilt. Éinn af Það átti að fara svona Á sjúkrahúsi Ég hef alltaf verið heilsugóð og sterkbyggð, en hef auðvitað feng- ið ýmsa kvilla, eins og gengur og gerist um fólk, en aldrei neitt, sem orð er á gerandi. Ég vann á gömlu geðdeild FSA í 28 ár og það kom sjaldan fyrir að ég væri frá vinnu vegna veikinda. En rúmum tveim- ur árum eftir að ég hætti að vinna þar varð ég þess vör, að ekki var allt með felldu hvað heilsufarið snerti. Ég fór að verða mæðin og átti þar af leiðandi erfitt með að ganga nokkuð sem heitið gat. Ég dró það samt von úr viti að fara til læknis og það kom mér í koll seinna meir. Ég hafði farið til berja um haustið, eins og ég var vön. Það var hlýtt í veðri en strekkings gola. Fljótlega varð ég þess vör, að ég þoldi illa goluna, þó hún væri hlý. Sá ég fram á að þetta gæti ekki gengið svona leng- ur, ég yrði að drífa mig til læknis og það gerði ég. Heimilislæknir- inn minn sagði mér að eitthvert óhljóð væri í lungunum og spurði hvort ég væri hitalaus. Sagði ég svo vera. Hann sendi mig í myndatöku suður á sjúkrahús og að því loknu fór ég heim. Eldri dóttir mín, sem er sjúkra- liði, kom í heimsókn til mín eftir vinnu. Hún leit á mig og gekk svo beint að símanum og hringdi í Heilsugæslustöðina og bað um að fá að tala við heimilislækninn minn. Henni var bent á, að sam- kvæmt kerfinu hefði hann síma- tíma kl. 11.30 til 12.00. Hún sagð- ist vita það, en það væri nauðsyn- legt fyrir sig að ná í hann og það tókst. Læknirinn kom heim til mín og eftir að dóttir mín hafði sagt, að henni litist ekkert á mig, var hann sammála því að best væri að leggja mig inn á sjúkrahús. Ég hafði tekið eftir því að húð mín hafði smám saman verið að taka á sig einkennilegan bláan lit. Ég tal- aði um þetta við sjúkraliðann, sem var að ganga frá sjúklingunum fyrir nóttina. Hún brosti bara og sagði að læknirinn mundi skýra þetta fyrir mér. Hún strauk yfir herðar mér og sagði: „En húðin er mjúk og fín,“ og við það sat. Ég svaf lítið um nótt- ina, en snemma um morguninn kom meinatæknir og tók blóðsýni; ég var því bæði kvíðin og óþreyjufull eftir að fá úrskurð um veikindi mín. Eftir morgunmatinn sofnaði ég samt, en vaknaði við að mér fannst einhver horfa á mig. Ég leit upp og sá ungan lækni standa við rúmgaflinn. Hann bauð góðan dag og sagði: „Ég heiti Friðrik Yngvason og ég er sérfræðingur í lungnasjúk- dómum.“ Ég var full af þvermóðsku við allt og alla svo ég svaraði sam- kvæmt því: „Ég þykist vera búin með mitt hlutverk í lífinu, svo það skiptir kannski ekki svo miklu máli hvernig fer.“ „Við sjáum til,“ sagði læknir- inn og fór og ég sat skömmustuleg eftir. Ég vissi að þetta væri ekki eitthvað þungt hvfla ofan á brjósti mér og ég barðist um til þess að ná andanum og ég heyrði rödd sem sagði: „Ég heiti Friðrik Yngvason og ég er sérfræðingur í lungnasjúk- dómum.“ Ég hentist upp í rúminu og greip andann á lofti um leið og ég leit upp, en auðvitað stóð eng- inn við rúmgaflinn. Það var bara mín eigin undirmeðvitund og samviskubit sem hafði valdið þessu. Ég rétti höndina út eftir súrefnisflöskunni og setti slöng- una upp í nefið; ég var þegar farin að læra. Hét ég því, að hér eftir skyldi ég vera jákvæð og hjálpa læknunum eftir bestu getu. Ég fór að fara gönguferðir um gangana, oftast tvisvar á dag. Við fyrsta tækifæri bað ég lækninn minn afsökunar en hann sagði bara að þetta hefði ekki verið neitt. Þeir eru víst ýmsu vanir læknamir. Nú var ég komin á lyfjakúr og því var aðeins að bíða og sjá til hvernig gengi. Það leið sonum mínum talaði við mann, sem hann hafði heyrt að gæti náð sambandi við lækni „að handan“ eins og það er stundum kallað. Það sýnir vel hvað hann var hræddur um mig, en við höfðum aldrei reynt neitt slíkt. Samt hef ég ekki fordæmt það, hef hvorki mælt með né á móti. Þó hef ég alltaf fundið að það er til kraftur sem ekki er hægt að skýra. Litlar breytingar urðu á heilsu- fari mínu næstu vikur. Sjúklingar á stofu 6 komu og fóru. Einn dag- inn kom sjúkraliðinn, sem stund- um setti rúllur í hárið á mér, inn og spurði: „Ert þú að verða hér ein?“ „Það verður áreiðanlega ekki lengi,“ svaraði ég, „ég ætti kannski að syngja Æ, æ, ó, ó, aumingja ég.“ „Þú ert alveg frábær," sagði hún og sambandið við starfsfólkið varð nánara með hverjum degi sem leið. Þar kom að Friðrik ákvað að breyta lyfjakúrnum, en ég hafði heyrt frá börnum mínum, að hann hefði haft samband við starfsbræður sína, bæði innan lands og utan, svo hann ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Loksins fóru lungna- myndirnar að breytast og það gerðu blóðsýnin líka. Ég var á batavegi! Nokkur tími leið þó þar til ég fékk að fara heim, en þá hafði verið pantað pláss fyrir mig á Reykjalundi svo ég gæti farið í sjúkraþjálfun og unnið upp þrek og öndun aftur. Á Reykjalundi var gott að vera, en ég ætla ekki að skrifa nánar um það, þá yrði það bara endurtekn- ing á því sem þegar hefur verið sagt. Eg hafði mest samband við tvær konur meðan á dvöl minni stóð. Sú eldri hét Margrét Guð- mundsdóttir en hin var Aðalheiður Bjamfreðsdóttir. Við Aðalheiður vorum þær einu sem fóru í göngu- ferðir og ýttum súrefnisflösku á undan okkur. Margrét lést meðan ég var á Reykjalundi en Aðalheið- ur lést á síðasta ári. Minnist ég þeirra með hlýju þakklæti. Það er góð tilfinning að finnast maður eiga einhverjum lífið að launa. Þó fylgir böggull skammrifi; manni finnst alltaf að maður eigi ógreidda skuld. Lífsviðhorf Ég var innan við tvítugt, þegar ég fór að fá þá tilfinningu að mér væri fyrirfram ætlað visst hlutverk í lífinu. Kom það til af því, að ég rak mig á það hvað eftir annað, að eftir að ég hafði tekið ákvarðanir um ýmsa hluti varð alltaf eitthvað til þess, að allt fór út um þúfur. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði gert eitthvað rangt, en oftar en hitt kom í ljós að breytingin varð mér til góðs. Fór ég því að sætta mig við ýmislegt, sem ég var í rauninni ekki alls kostar ánægð með. „Þetta lagast allt sam- an,“ sagði ég oft við sjálfa mig, og það reyndist rétt. Rúmlega 21 árs giftist ég manni, sem fjölskylda mín var ekkert allt of sátt við í byrjun. Það breyttist mun fyrr en við höfðum átt von á. Við vorum skyld í aðra ættina. Móðurætt mína en föður- ætt hans. Ég var af öðrum lið en hann af þriðja. Þetta þótti ekki boða gott en raunin varð önnur. Við eignuðumst sjö böm, tvær dætur og fimm syni, sem öll hafa verið okkur til sóma. Ég missti manninn minn 1982, en þá vorum við bæði 65 ára. Eftir að maðurinn minn dó kom sama setningin aftur og aftur upp í huga minn: „Þú gast ekki breytt neinu um það hvemig fór, það átti að fara svona.“ Það hjálpaði mér til að sætta mig við orðinn hlut, þótt einkenni- legt megi virðast. Ég hef sagt að söngur og tónlist séu ríkur þáttur í fjölskyldu okkar og alltaf stækkar sá þáttur, því alltaf verða þeir fleiri og fleiri sem fara út á þá braut. Það gleður mig vegna þess, að þessi hæfileiki hef- ur verið í ætt okkar mann fram af manni. Ekki eru allir sáttir við það hvað fjölskyldan hefur komist langt á þessu sviði. En er það ekki það sem fylgir ef einum er gefið meira en öðrum á einhverju sviði? Það er aldrei hægt að komast í gegnum lífið með allt á einni hendi. Þótt ég hafi orðið fyrir áföllum í lífinu þá er ég laus við beiskju. Mér finnst lífið hafa farið mjúkum höndum um mig. Ég vann úti þar til ég var sjötug, en þá fór að bera á heilsubresti hjá mér. Með hjálp góðra lækna komst ég upp aftur og er við sæmilega heilsu miðað við aldur þegar þessar línur eru ritaðar. Ég hef ferðast víða og séð og heyrt meira en ég bjóst nokk- um tímann við. Hvers vegna ætti ég ekki að vera ánægð með lífið? Ég á þegar yfir 50 afkomendur og margir eiga eftir að bætast við, ef Guð lofar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.