Dagur - 21.11.1995, Síða 1

Dagur - 21.11.1995, Síða 1
Stutt- frakkar V. 15.900,- HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 462 3599 Akureyri: Tveir gripnir með hass Tveir menn voru handteknir á Akureyri um helgina fyrir að vera með hass í fórum sínum. Báðir sögðust hafa fengið efnið í Reykjavík og báru við að það væri einungis til eigin neyslu. Fyrri maðurinn var handtekinn aðfaranótt laugardags á veitinga- stað á Akureyri og hafði sá í fór- um sínum bæði hass og hasspípu. Hann viðurkenndi að hafa keypt tæp 10 grömm í Reykjavík og var búin að reykja hluta þess þegar hann var tekinn. I gærmorgun var annar maður handtekinn en hann hafði fengið fíkniefnasendingu úr höfðborginni og var þar einnig um 10 grömm af hassi að ræða. 011 meðferð ffkni- efna, hvort sem um innflutning, sölu, dreifingu, meðhöndlun eða vörslu er að ræða, er ólögleg og telst refsivert athæfi. AI Fyrsta laugardagsopnun ÁTVR: Meiri viðskipti en búist var við að voru miklu meiri viðskipti hér á laugardag en ég bjóst við. Ég skaut á að svona 70 við- skiptavinir kæmu hingað, en þeir urðu 130,“ sagði Haukur Torfason, útsölustjóri ÁTVR á Akureyri, í samtali við Dag. For- ráðamenn Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins hafa ákveðið að þrjár verslana fyrirtækisins, tvær í Reykjavík og sú sem er á Akureyri, verði opnar á laugar- dögum frá kl. 10 og fram til há- degis. Opnunartími fleiri versl- ana verður í bráð ekki rýmkað- ur. „Þetta kemur vel út,“ segir Haukur Torfason. Hann sagði jafnframt að liðin væri sú tíð að áfengisverslunin á Akureyri væri full út úr dyrum síðdegis á föstu- dögum heldur dreifðust viðskiptin nú mun jafnar yfir daginn og jafn- vel fleiri daga. Þá væru annars- konar verslanir gjarnan opnar á laugardögum og að ÁTVR gerði slíkt hið sama væri ekki nema eðlileg þjónusta. -sbs. Borgardætur voru meðal flytjenda á tónleikunum í Iþróttahöllinni. Mynd: BG Stórtónleikar til styrktar Flateyringum: Yfir hátf milljón safnaðist Milli 500 og 600 þúsund Bragadóttir, óperusöngkona, söfnuðust á stórtónleik- kór Tónlistarskólans. Tryggvi um til styrktar Flateyringum, Hiibner, Borgardætur, Tjamar- sem haldnir voru í íþróttahöll- kvartettinn, Cigarettes, Pálmi inni á Akureyri á sunnudag- Gunnarsson og KK. Ellen inn. Er það nokkru minni ijár- Kristjánsdóttir söng eitt lag með hæð en skipuleggjendur tón- þeim síðastnefnda. leikanna gerðu sér vonir um en „Tónleikarnir sjálfir tókust engu að síður dágóð fjárhæð mjög vel. Dagskráin var vissu- sem renna mun óskipt í söfún- lega flókin en þetta gekk allt una Samhugur í verki. saman mjög smurt fyrir sig, Alls voru það um 140 manns enda vant fólk að störfum bæði scm komu fram og allir gáfu að innan sviðs og utan. Vissulega sjálfsögðu vinnu sína. Sr. Pétur komu talsvert færri en við von- Þórarinsson, sóknarprestur í uðumst til en þessir peningar Laufási, flutti stutta hugvekju koma sér samt án efa vel,“ áður en tónleikarnir hófust en sagði Guðmundur Óli Gunnars- þeir sem fram komu voru: Sin- son, skólastjóri Tónlistarskóla fóníuhljómsveit Norðurhtnds og Akureyrar, einn þeirra sem með henni söng Rannveig Fnða skipulagði tónleikana. HA Skemmdarvargar voru á ferð á brekkunni á Akureyri, nánar tiltek- ið í Lerkilundi, á föstudagskvöld. Föt, aðallega yfirhafnir, sem héngu úti á snúru voru eyðilögð með því að rista djúpar rifur í bak flíkanna. Húsmóðirin á heimilinu hafði verið að taka til í forstofunni og hengt yfirhafnirnar út á snúru á meðan. Hún þurfti síðan aðeins að bregða sér af bæ en kom heim um miðnætti og tók fötin inn. Daginn eftir sá hún síðan hvers kyns var og munu flest fötin vera ónýt. Rannsóknarlögreglan vinnur að því að upplýsa málið. AI Erfitt er að segja til um hvað vakti fyrir skemmdarvörgunum sem eyðilögðu þessi föt annað en hrein og bein skemmdarfýsn. Fremst gefur að líta leður- jakka sem nú er ónothæfur. Mynd: BG Akureyri: Föt á snúru eyðilögð Fiskverkun Jóhannesar & Helga hf.: Skýrist í dag eða á morgun hvort nauða- samningar nást Fjögurra vikna greiðslustöðv- unartímabili Fiskverkunar Jóhannesar & Helga hf. á Dal- vík lauk sl. föstudag en áður hafði fyrirtækið fengið tveggja mánaða greiðslustöðvun og 3 vikur. Hallsteinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri, segir að samningaviðræður standi yfir við stærstu lánardrottnana um nauðasamninga. Gangi það ekki eftir mun verða farið fram á að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota. „Samingaviðræður um nauða- samninga og nýtt hlutafé í fyrir- tækið voru mjög langt komnar og átti þeim að ljúka sl. föstudag. Viðræðurnar voru þó ekki komnar á það stig að ræða um hlutfall nið- urfellingar upphæðar krafna í nauðasamningum. Það verður svo í höndum lögfræðings að ganga frá frumvarpi þar af lútandi náist samningar," sagði Hallsteinn Guðmundsson. Gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir í dag eða á morgun. Þokkalega hefur gengið að afla hráefnis til vinnslunnnar og hefur verið þar stöðug vinna að undan- skildum gærdeginum. Hallsteinn segir að þær framkvæmdir og tjár- festingar sem ráðist hafi verið í á undanförnum misserum hafi reynst fyrirtækinu allt of þungur baggi, og þar vegur stærst húsið sjálft en einnig tækjakostur. „Það er kannski verst að eiga ekki kvóta og láta báta veiða upp í hann fyrir sig. Það er lrklega orðið frumskilyrði í fiskverkun á íslandi í dag að eiga kvóta eða kvótabáta til að tryggja hráefnisöflunina,“ sagði Hallsteinn Guðmundsson. GG Formaður Verkalýðsfélagsins Einingar um stöðu kjaramálanna: Það verður hasar ef launanefndin slítur þessu ekki Verkalýðsfélagið Eining í Eyjafírði stóð fyrir félags- fundum í gær og á sunnudaginn, þar sem fyrir var tekin og greidd atkvæði um uppsögn kjara- samninga. Talningu atkvæða lauk í gærkvöld en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Miðað við þann anda sem ríkti á fundinum efuðust þó fáir um niðurstöðuna, þ.e. að uppsögn yrði samþykkt. Sú tillaga sem greidd vom at- kvæði um var í raun tvískipt. Skorað er á launanefnd ASÍ að segja upp samningum fyrir 1. des- ember þannig að þeir séu lausir um áramót, og í öðru lagi, ef launanefndin samþykkir ekki upp- sögn, að veita stjórn og trúnaðar- mannaráði Einingar heimild til þess að segja þeim upp. Þannig kemur síðari hluti tillögunnar ekki til framkvæmda samþykki launa- nefndin uppsögn. Raunar hefur ekki fengist úr því skorið hvort einstök verkalýðsfélög geta sagt samningunum upp, en í gangi er nokkurs konar prófmál í þessu efni vegna uppsagnar Verkalýðs- félagsins Baldurs á Isafirði. „Miðað við það hljóð sem var í fólki á fundunum trúi ég ekki öðru en fólk vilji losa sig undan þess- um samningum," sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, í gær en þá lágu úrslit atkvæða- greiðslunnar ekki enn fyrir sem fyrr segir. „Launanefndin verður að ákveða sig í síðasta lagi í byrj- un næstu viku hvort hún ætlar að slíta þessu eða ekki. Ef hún segir samningum ekki upp þá fara fé- lögin af stað og láta reyna á hvort þau geti sagt þessu upp. Það verð- ur auðvitað mikill hasar ef þessu verður ekki sagt upp og ég get ekki ímyndað mér að atvinnurek- endur vilji hafa hasar á vinnu- markaði allt næsta ár ef menn verða bundnir í þessum samningi. Spumingin er þá á hverju þeir eiga von eftir eitt ár,“ sagði Björn. HA

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.