Dagur - 21.11.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 21.11.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1995 FRÉTTIR Húsavík: Vinnustaður fyrir fatlaða - uppsetning í athugun „Hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Akureyri starfar atvinnuteymi, sem er ætlað að finna störf fyrir fatlaða á svæðinu og það hefur verið að ræða við bæjarstjómir á Norðurlandi eystra um stofnun vinnustaða fyrir fatlaða. Tveir verndaðir vinnustaðir eru starfræktir á Akureyri en ríkið er búið að loka á tjárveitingar til uppsetningar slíkra vinnustaða,“ sagði Soffía Gísladóttir, félagsráðgjafi á Húsavík, aðspurð um athugun á uppsetningu vinnustaðar fyrir fatlaða á Húsavík. „Það hefur verið tekið mjög jákvætt í þetta á Húsavík, en hér eru starfrækt tvö sambýli fyrir fatl- aða. Það er mikil þörf fyrir vinnustað fyrir fólkið því það er jafnerfítt fyrir þetta fólk að vera atvinnu- laust og fyrir annað fóik. Það þarf að hafa eitthvað til að vakna til og ég hef verið að leita að störfum fyrir það, og eitt starf er nýlega fundið hér í bæn- um. Vinnustaður byði upp á miklu meiri möguleika og breiðari grundvöll því þangað gætu allir af sam- býlunum komið," sagði Soffía. Hún sagði að upp hefðu komið hugmyndir um að hægt væri að koma upp stað þar sem fólk gæti bæði stundað störf og afþreyingu og atvinnulausir með skerta starfsorku ættu að geta átt þar athvarf einnig. Soffía sagði að spumingin væri um að ráða at- vinnuleitarfulltrúa á vinnustaðinn sem sæi um að fá verkefni til að vinna á staðnum. Ýmis störf kæmu til greina, t.d. samsetning á umbúðum og pökkun af ýmsu tagi. Slíkur fulltrúi mundi ieita starfa úti í bænum þannig að fólkið gæti einnig starfað á almennum vinnumarkaði. Hugmynd kom fram um að þetta gæti orðið miðstöð í bænum þar sem gestum og gangandi yrði selt kaffí. Almenn- ingur gæti þar með litið þarna við. Soffía hefur verið að skoða húsnæði sem hugs- anlegt er að fá fyrir starfsemi af þessu tagi, en gera þyrfti verulegar breytingar á fáanlegu húsnæði, m.a. vegna ferlimála. „Það eru ýmsir möguleikar í gangi og þetta er ég allt að kanna. Ég hef verið að skoða vinnustaði af þessu tagi og reyna að átta mig á heildarpakkan- um fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs,“ sagði Soffía. IM Helmingi loðnuaflans landað á Norðurlandi - Siglufjörður aflahæsta höfnin með 24% heildaraflans Heildaraflinn á sumar- og haustloðnuvertíðinni er orðinn 123 þúsund tonn af 536 þúsund tonna bráðabirgðakvóta og því enn óveidd 413 þúsund tonn. Aflahæsta löndunarhöfnin er Sigluíjörður með 30.331 tonn, eða 24% heildarinnar. Til Ólafsfjarðar hafa borist 1.178 tonn, til Krossaness hf. 4.666 tonn, til Raufarhafnar 9.613 tonn, til Þórshafnar 12.824 tonn og til Vopnafjarðar 4.990 tonn. Aflahæst Austurlandshafna er Seyðisfjörður með 14.386 tonn og síðan Neskaupstaður með 8.909 tonn. Vegna nálægðar við veiði- svæðið nú í haust hefur töluvert borist til Bolungarvíkur, og var heildaraflinn þar í gær 7.066 tonn og eins hefur Akranes fengið sinn skerf af kökunni, eða 11.121 tonn. GG Verkalýðsfélagið Fram á Sauðárkróki: Forsendur kjarasamninga brostnar Kjaramálin voru til umræðu á félagsfundi í Verkalýðsfélaginu Fram á Sauðárkróki sl. föstu- dag. f ályktun fundarins kemur fram það álit að forsendur nú- gildandi kjarasamninga, efnis- legar og siðferðislegar, séu brostnar og tekið er undir álykt- anir þings Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum sl. haust og þings Verkamanna- sambands íslands. I ályktuninni segir að með kjarasamningunum 21. febrúar sl. hafi verið mörkuð skynsamleg stefna, hvað það snerti að hækka laun með jafnri krónutölu á alla þá kauptaxta sem samningurinn náði til, í stað hefðbundinnar prósentu- hækkunar. Hins vegar hafi komið á daginn að fjölmargir sem skrif- uðu undir þessa kjarasamninga hafi ekki fylgt þeim. Vísað er til úrskurðar kjaradóms og kjara- nefndar og þau skattalög sem al- þingismenn hafi sett sér. í lok ályktunarinnar segir orð- rétt: „Náist ekki viðunandi lausn á þessum málum samþykkir stjórnin að boða til félagsfundar fyrir nk. mánaðamót og leggja fyrir hann tillögu um uppsögn samninga.“ óþh Hafralækjarskóli: Söngleikir frumfluttir - allir 100 nemendurnir koma á svið Tveir söngleikir verða frumflutt- ir á íslandi á árshátíð Hafra- lækjarskóla 1. des. nk. Söngleik- irnir taka um klukkutíma í flutningi og eru eftir Michael Hurd. Texta við fyrra verkið, sem fjallar um Adam Evu og syndafallið, þýddi Haukur Agústsson en sr. Sigurður Ægis- son þýddi seinna verkið, sem er jólaleikur. Sigurður Hallmarsson setur verkin á svið en Robert Faulkner stjómar tónlistinni. Juliet Faulkner annast tónlistarflutning ásamt bömum úr Hafralækjarskóla. Það em 100 böm sem stunda nám við skólann í vetur og koma þau öll á svið á einn eða annan hátt við uppsetningu verkanna, að sögn Sigmars Olafssonar, skólastjóra. IM Neytendasamtökin: Vilja að viðskipti A. Finnssonar hf. verðiskoðuð Á fundi stjórnar Neytendasam- takanna 16. nóvember sl. var samþykkt að senda eftirfarandi erindi til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits Seðlabanka fs- lands: „í tilefni af greinargerð „Sam- starfshóps um bætt viðskiptasið- ferði“ til bústjóra þrotabús A. Finnssonar hf. á Akureyri, beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim eindregnu tilmælum til Ríkissak- sóknara og Bankaeftirlits Seðla- banka íslands, að viðskipti A. Finnssonar hf., sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotameðferðar, við ýmsa aðila verði tekin til gaum- gæfilegrar skoðunar.“ óþh Akureyri: Bæjarmála- punktar íbúðabyggð við Viðjulund Á fundi skipulagsnefndar 10. nóvember sl. var lagt l'ram er- indi frá Baldri Ó. Svavarssyni, arkitekt f.h. S.S. Byggis, þar sem lagt er til að byggð verði tbúðarhús á lóðum fyrirtækis- ins við Viðjulund í stað at- vinnuhúsnæðis. Veitingavagn við Strandgötu Á sama fundi skipulagsnefndar var lagt fram bréf dags. 8. nóv- ember frá Ólöfu lndíönu Jóns- dóttur, þar sem óskað er heim- ildar til þess að koma fyrir færanlegum veitingavagni sunnan Strandgötu, austan Hjalteyrargötu. Skipulags- nefnd frestaði afgreiðslu erind- isins. Félagsmiðstöð Glerárskóla íþrótta- og tómstundaráð sam- þykkti á fundi sínum 8. nóv- ember sl. að strax verði farið í framtíðarlausn félagsmið- stöðvarinnar í Glerárskóla í kjallara stjómunarálmunnar í stað bráðabirgðaúrlausnar. Forstöðumanni félagsmið- stöðva ásamt framkvæmda- stjóra var falið að fylgja mál- inu eftir. Leikskólinn Ársól Á fundi leikskólanefndar 2. nóvember sl. var rædd umsókn Sigurjóns Haraldssonar um stofnstyrk fyrir Leikskóla Guðnýjar Önnu hf. vegna leik- skólans Ársólar. Leikskóla- nefnd gaf eftirfarandi umsögn um umsóknina: „Engin fagleg úttekt á leikskólanum liggur fyrir nefndinni og nefndin hef- ur ekki aðgang að slíkri úttekt þar sem öðrum aðila hefur ver- ið falið faglegt eftirlit með leikskólanum. Nefndin bendir á að hér er verið að sækja um stofnstyrk fyrir leikskóla í leiguhúsnæði. Miðað við hið takmarkaða fé sem til ráðstöf- unar er í leikskólamálum hjá Akureyrarbæ, getur nefndin ekki mælt með að stolnstyrkur sé greiddur leikskólanum og vísar til fyrri röksemda." Eins og fram kom í Degi sl. föstudag vísaði bæjarráð um- sókn Leikskóla Guðnýjar Önnu hf. ásamt umsögn leik- skólanefndar til gerðar fjár- hagsáætlunar fyrir næsta ár. Talkennsla í leikskólum Á sama fundi leikskólanefndar var lögð fram greinargerð Ingu Einarsdóttur, leikskólaráð- gjafa, vegna stuðningsbama varðandi þörf fyrir talkennslu í leikskólum haustið 1995. Leikskólanefnd frestaði af- greiðslu þessa máls uns fyrir- komulag skólaþjónustu verði afráðið, „en leikskólanefnd tel- ur að aðstöð við börn haldin talmeinum skuli veitt þaðan.“ Jóni færðar þakkir Þá þakkaði leikskólanefnd Jóni Bjömssyni, fráfarandi félags- málastjóra, fyrir störf í þágu nefndarinnar og lcikskólamála í bænum og óskaði honum vel- famaðar í nýju starfi. Troðfull búð LOFTVERKFÆRI Þórshamar getur nú boðið viðskiptavinum sínum mjög vönduð loftverkfæri á góðu verði frá þýska fyrirtækinu Rodcraft. Úrvalið er aldeilis prýðilegt. Komdu og skoðaðu! RODCRAFT POWER TOOLS HOGGDEYFAR Höggdeyfar og hlífar á höggdeyfa í fólksbíla, fiutningabíla og vinnuvélar. Einnig verkfæri, gúmmí og annað sem til þarf þegar skipt er um höggdeyfa. ’fMOKROEr T# Þ0RSHAMAR < CD N !Ji!!! •—h> / w I O * u PB i-t C a £3 TRYGGVABRAUT 3-5, AKUREYRI. SIMI 462 2875. PórsA'j/??;//- - þe&Á/'// a/Ztr

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.