Dagur - 21.11.1995, Qupperneq 5
LESENPAHQRNIÐ
Viska mannanna
Aðfluttur skrifar.
Merkileg er viska mannanna
þegar þeir geysast fram á ritvöll-
inn og hafa ótakmarkaða þekk-
ingu á því hvað bæjarfélaginu er
fyrir bestu, bara ef það hentar
þeim.
Sárara er en tárum taki að horfa
upp á endalausar réttlætingar á því
að Þórsarar þurfi nauðsynlega á
íþróttahúsi að halda. Það er ekki
að sjá eða heyra að þeir eða aðrir
bæjarbúar hafi lært nokkurn skap-
aðan hlut á þeim „mistökum" sem
voru gerð þegar tvö stórglæsileg
minnismerki um stórhuga og
framtakssama menn voru reist
hlið við hlið, að heita má, á
Brekkunni.
Það er vafalaust gott og hollt
með afbrigðum að stunda íþróttir í
góðu og glæsilegu húsi, þar sem
félagsfáni með réttu merki blaktir
við hún. En hvað um hina sem
hafa ekki hús, ekki einu sinni í
næsta nágrenni? Er það ekkert til-
tökumál að senda börn úr Síðu-
skóla langar leiðir, í öllum veðr-
um og við misjafnar aðstæður, til
íþróttaiðkana? Á kannski að
byggja íþróttahús við skólann
líka?
Er ekki nærtækara að nota af-
ganginn af fjármunum bæjarins í
annað en að endurtaka sömu vit-
leysuna upp aftur og byggja
íþróttahúsin í pörum, hlið við
hlið? Hvaðan kemur hann annars
þessi afgangur? Kom hann í ljós
þegar búið var að skera niður hjá
bænum, undir þvf yfirskini að
ábyrgðin vegna HM 95 hafi kost-
að... og þurft hafi að standa við
hana?
Svo má líka taka lán til að fjár-
magna samfélagslega hagstæðar
framkvæmdir og réttiæta allt sam-
an í hástemmdum lofræðum um
nauðsyn og óendanlega gagnsemi
fyrir æsku landsins.
Þá koma jól
Einar Ingvi Magnússon skrifar.
„Það lætur kannski undarlega í
eyrum, að hátíð ljóss og friðar
skuli vera skammt undan, þegar
skammdegismyrkrið rökkvar land
um miðja daga og snjóstormurinn
rýfur kyrrð og gnauðar við glugga
og gætt. - En þá koma jól.
Dagamir styttast og nætumar
virðast eilífar og umbreytingar-
lausar, eins og litúr geimsins, í
þungu myrkri norðursins að vetr-
arlagi. Þegar birtu dagsins nýtur
hve síst við um vetrarsólstöður, þá
höldum við hátíð ljóssins, - þá
koma jól.
I öílu þessu myrkri minnist ég
orða sálmaskáldsins, þegar hann
ritaði hin fleygu orð: „Jafnvel þó
ég fari um dimman dal, óttast ég
eigi, því að þú ert hjá mér.“
í myrkvuðum dalnum treysti
hann á Guð og gekk í ljósi, hversu
fjarstætt, sem það kann annars að
láta, og fór þar upplýstur maður.
Það leiddi huga minn að öðmm
orðum heilagrar ritningar sem
höfð eru eftir syni Guðs, er hann
sagði: „Ég er ljós í heiminn kom-
ið.“
Þess vegna lifum við í birtu og
yl. Þess vegna höldum vér hátíð
ljóssins, þó skammdegismyrkrið
grúfi yfir. Á þeim tíma þegar
myrkur vetrarins er hve svartast, -
þá koma jól.
Mitt í þessu þunga myrkri,
þessari skuggaveröld, þegar élin
berja á glugga og kaldir vindar
gnauða við dyr undir drungaleg-
um ísabólstrum á þröskuldi jarðar,
minnist ég aftur orða guðssonarins
míns kæra er hann sagði: „Minn
frið gef ég yður.“
í rökkurveröld á miðjum vetri,
á dimmum dögum og um nætur
svartar, þegar naprir vindar kvæsa
kaldri rödd, höldum við hátíð
ljóssins og friðarins, - heilög jól,
þegar vér lifum í ljósi og friði
guðssonar um jólin, gefin okkur
mönnum af sjálfum heilögum
Guði.“
Tíbet
Már Kjartansson, Kaupmanna-
höfn, skrifar.
„Fyrir tæplega 50 árum réðust
kínverskar hersveitir inn fyrir
landamæri Tíbet og innlimuðu
frjálst land með eigin landamæri,
sögu, tungu og listir. Með þetta í
huga og að Kína skyldi öðlast að-
ild að Sameinuðu þjóðunum er
skömm og skömm Islendinga er
meiri þar eð ísland sökum smæðar
sinnar skyldi samþykkja það á
sínum tíma. Undirlægjuháttur ís-
lenskra ráðamanna upp á síðkastið
gagnvart Kína er til háborinnar
skammar. Danir eru að taka upp
umræður vegna Tíbet þrátt fyrir
mótmæli Kínverja og eiga þó
Danir mikilla hagsmuna að gæta,
en ætla samt að ríða á vaðið.
Ef við lítum yfir háttvirt Al-
Pennavinir
óskast
„Ég er 53ja ára gamall Þjóðverji
og óska eftir að komast í penna-
samband við íslendinga. Ég safna
frímerkjum og hef mikinn áhuga á
menningu og þjóðlífinu á Islandi.
Ég skrifa á þýsku og ensku.
Herwig Labahn
Stendaler Str. 84
39646 Oebisfelde
Deutschland
þingi íslendinga, hvað skyldi um-
ræða um Tíbet og þau fjöldamorð
er þar hafa átt sér stað, oft komið
til umfjöllunar í þingsölum? Eða
hversu margar greinar hafa birst í
íslenskum dagblöðum til hjálpar
eða stuðnings Tíbet?“
íþróttahús
Þórs er
fyrír bömín
Birna hringdi fyrir hönd nokk-
urra foreldra í Glerárhverfi:
„Við viljum koma okkar sjón-
armiðum að, í sambandi við um-
ræðuna um íþróttahús á félags-
svæði Þórs, sem foreldrar bama í
hverfinu. Ástandið eins og það er í
dag er auðvitað algerlega óviðun-
andi. Við erum að keyra krakkana
út og suður um bæinn á æfingar, á
a.m.k. 3 staði, eða senda þau með
strætó. Hins vegar hittast krakkar
úr ólíkum hópum aldrei á einum
stað, sem hefur afar slæm áhrif á
félagsandann.
Við foreldarar viljum því
minna á í allri þessari umræðu, að
íþróttahús á félagssvæði Þórs er
fyrst og fremst framkvæmd sem
nýtast mun börnunum vel.“
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 - DAGUR - 5
Jólakort til styrktar
Flateyringum
Ragnar Jónsson skrifar:
I ljósi atburða 26. október á
Flateyri vil ég geta þess að ég hef
ákveðið að gefa út jólakort til
styrktar þeim sem eiga um sárt að
binda. Állur ágóði af sölu kort-
anna mun renna til þeirra fjöl-
skyldna sem misst hafa ástvini
sína og heimili þessa örlagaríku
nótt.
Ég vil geta þess að sonur minn
sem er búsettur á Flateyri og bjó á
snjóflóðasvæðinu en var nýfluttur
neðar á eyrina og af Guðsblessun
var ekki meðal þeirra sem lentu í
snjóflóðinu. Því vil ég í einlægni
og góðri trú leggja mitt af mörk-
um til aðstoðar í þeim hörmung-
um sem dunið hafa yfir íbúa Flat-
eyrar með útgáfu jólakorts „Krist-
ur læknar sjúka" eftir Guðmund
Thorsteinsson (frumdrög að altar-
istöflu).
Ástæða þess að gefa út jólakort
með mynd Muggs „Kristur læknar
sjúka“ er sú að Jesú kom í heim-
inn sem ljós heimsins, kærleikur-
inn og sú stoð sem við getum allt-
af reitt okkur á í raunum okkar í
þessu lífi.
Ég votta Flateyringum dýpstu
samúð mína.
Kortin eru seld í Esju við
Norðurgötu á Akureyri.
Gleymið ekki gang
andi vegfarendum
Lesandi á Akureyri hringdi og
vildi vekja athygli á því að oft
gleymdist að gera ráð fyrir
gangandi vegfarendum á Akureyri
og væri gott dæmi um þetta snjó-
ruðningur eftir októberhretið þeg-
ar víða hafi láðst að ryðja gang-
stéttir. Þetta komi gangandi veg-
farendum afar illa, ekki síst bama-
fólki með bamavagna og - kermr.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107,600 Akureyri
Sími46 26900
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri, föstudaginn
24. nóvember 1995 kl. 10,
á eftirfarandi eignum:
Karlsbraut 21, Dalvík, þingl. eig.
Guðrún Benediktsdóttir, gerðar-
beiðandi Lífeyrissjóður Austur-
lands.
Melasíða 8L, íb. 302, eignarhl. Ak-
ureyri, þingl. eig. Ingibjörg Elín
Árnadóttir, gerðarbeiðandi Sýslu-
maðurinn á Akureyri.
Múlasíða 1A, íb. 101, Akureyri,
þingl. eig. Lilja Sigurðardóttir, gerð-
arbeiðandi Akureyrarbær.
Sunnuhlíð 2, Akureyri, þingl. eig.
Fjölnir Sigurjónsson, gerðarbeið-
endur Akureyrarbær og Sýslumað-
urinn á Akureyri.
Víðilundur 18B, Akureyri, þingl. eig.
Hulda Ásbjarnardóttir, gerðarbeið-
andi íslandsbanki h.f. Lækjargötu
12.
Sýslumaðurinn á Akureyri
20. nóvember 1995.
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
18.11.1995
VINNINQAR
FJÖLDI
VINNINGSHAFA
UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGSHAFA
1.5 at 5
0
4.396.201
3
147.400
3. 4al5
85
8.970
4.:
2.583
680
Heíldarvinningsupphæð:
7.357.291
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
TRUST
margmiðlunartölvur
- fyrir heimilið
- fyrir námið
- fyrir Internetið
LVUTÆKI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100