Dagur - 21.11.1995, Page 7
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 - DAGUR - 7
Knattspyrna:
Andri gekk til
liðs við Fýlki
Andri Marteinsson, hefur ákveðið
að leika með Fylki næsta sumar.
Andri var ein af styrkari stoðum
Þórsliðsins síðasta sumar, en hann
gekk til liðs við Akureyrarliðið
eftir að hafa hætt sem þjálfari
Fjölnis.
Gauti hefur
æft með KA
Nær öruggt er að Gauti Laxdal,
sem leikið hefur með Fram undan-
farin ár, gangi til liðs við KA.
Ekki hefur þó verið gengið frá fé-
lagaskiptum en Gauti hefur æft
nreð Akureyrarliðinu undanfarið.
Að sögn Arna Jóhannssonar, for-
manns knattspymudeildar KA,
telur hann góðar líkur á að Dean
Martin, sem nú leikur með Brent-
ford, klæðist gulu og bláu næsta
sumar. Arni sagði að samningur
hans við enska liðið myndi ekki
hindra hann í að leika með KA,
hins vegar hafa fleiri íslensk lið
sýnt honum áhuga.
Úti er ævintýri...
KA lauk þátttöku sinni í Evrópukeppni bikarhafa í Slóvakíu, þar sem liðið mátti þola sjö marka tap gegn Kosice.
A myndinni má sjá KA-liðið í lest í Kosice, Helgi Arason og Heiðmar Felixson eru hægra megin á myndinni.
Mynd: Alfreð Almarsson
Knattspyrna:
Davíö til Þórs
Davíð Garðarsson gekk um
helgina frá félagaskiptum í Þór
og er hann þriðji leikmaðurinn
sem gengur í raðir Þórsara á
stuttum tíma en fyrir skömmu
skiptu þeir Bjarni Sveinbjörns-
son og Atli Már Rúnarsson yfir
til Þórs, en þeir léku báðir með
3. deildarliði Dalvíkur í fyrra.
Davíð lék með Valsmönnum í
1. deildinni sl. sumar en var þar
áður hjá FH. Hann hefur bæði
leikið sem varnarmaður og í fram-
línunni hjá Val þar sem hann var
fundvís á leiðina í mark andstæð-
inganna og skoraði fimm mörk á
síðasta sumri fyrir Valsmenn.
„Ég er mjög ánægður yfir því
að fá Davíð yfir til okkar. Hann
getur spilað nær allar stöður og ég
er viss urn að hann kemur til með
að styrkja okkur,“ sagði Nói
Björnsson, þjálfari Þórs, sem seg-
ist hafa augastað á fleiri leik-
mönnum.
Þjálfarinn segist vonast eftir
því að Davíð flytji til Akureyrar í
janúar og muni þá geta byrjað að
æfa með liðinu en ekki var gengið
frá því um helgina.
þeim Hauki Arnórssyni og Arn-
óri Gunnarssyni. Kristinn verður
í Bandaríkjunum fram að jólum
en mun korna heim í jólafrí.
• Blaklið KA átti sinn slakasta
leik á tímablinu þegar liðið
steinlá fyrir Stúdentum 0:3 í KA-
heimilinu á föstudagskvöld. KA
veitti aðeins mótspymu í fyrstu
hrinunni, skoraði þá níu stig en
tapaði síðustu tveimur hrinunum
3:15 og 0:15.
• Sigurður Jónsson, knatt-
spyrnumaðurinn úr IA, er með
tilboð frá sænska liðinu Örebro.
Sigurður hyggst velta tilboði
sænska liðsins fyrir sér í nokkra
daga. Arnór Guðjohnsen endur-
nýjaði nýlega samning sinn við
Handbolti - Evrópumótin:
Úrslit að mestu
eftir bókinni
Síðari leikirnir í sextán liða úrslitunum í Evrópukeppni bikarhafa
fóru fram um helgina. Kosice sló sem kunnugt er KA út úr keppn-
inni en segja má að flest úrslitin hafi verið nokkuð eftir bókinni en
greinilegt er að heimavellirnir skipta miklu máli. Fjögur Austur-Evr-
ópulið og fjögur úr vesturhlutanum eru eftir í keppninni.
Urslit urðu þessi í 16-liða úrslitum, fyrri og síðari leikur og þá úrslit
samanlagt.
KA (Íslandi)-Kosice (Slóvakíu)
Red Star (Júgóslavíu)-Banik Karvina (Tékklandi)
Luzern (Sviss)-H. Ankara (Tyrklandi)
Vigo (Spáni)-I.C.Kielce (Póllandi)
Pelister Bitola (Makedóníu)-Haoel (ísrael)
Báðir leikirnir fóru fram í Makedóníu.
Sparkasse S.B. (Austurríki)-Teka Santander (Spáni) 20:27/16:29 36:56
Vitrolies (Frakkl.)-M. Baja Mare (Rúmeníu) 29:18/31:18 60:36
Lemgo (Þýskalandi)-Volgograd (Rússlandi) 28:24/25:21 53:45
Valsmenn töpuðu
Valsmenn töpuðu síðari leik sínum í Evrópukeppni meistaraliða gegn
ABC Braga í Portúgal 25:29 og því samtals 50:52. Auk portúgalska liðs-
33:28/24:31 57:59
29:18/26:34 55:52
28:19/35:29 63:48
28:24/29:35 57:59
. 23:21/23:14
• Kristinn Bjömsson, skíða-
kappi frá Ólafsfirði, tók þátt í
heimsbikarmóti á skíðum um
helgina. Kristinn keppti í stór-
svigi í Colorado í Bandaríkjun-
um á föstudag en féll úr keppni
eftir að hafa keyrt út úr brautinni
í fyrri ferðinni. Kristinn átti að
keppa daginn eftir í svigi en ekki
tókst að afla upplýsinga um
árangur hans.
• Kristinn hefur æft að undan-
förnu undir stjórna pólska lands-
liðsþjálfarans Kaminski ásamt
Árni Stefánsson, liðsstjóri KA:
Óhress með dómgæsluna
Leikmenn Kosice fögnuðu sigri í leiknuin gegn KA á sunnudaginn og eru
komnir áfram í keppninni.
Kristinn Björnsson.
„Við erum mjög óhressir við
dómgæsluna og allan aðbúnað.
Þeir fengu að komast upp með
fólskubrot á meðan við vorum
reknir útaf fyrir litlar sakir. Þrír
okkar, Patti, Erlingur og Brói
voru komnir með blóðnasir þeg-
ar eftir kortersleik, eftir að hafa
verið kýldir í andlitið, en þeir
voru reknir á fætur, sama þó
blæddi úr þeim og ekkert spjald
gefið,“ segir Árni Stefánsson,
liðsstjóri KA, sem var mjög
óhress með pólsku dómarana í
Kosice í leik KA við samnefnt
lið á sunnudaginn.
„Þrívegis lentu homamennimir
í því að fá vamarmenn á móti sér í
gegn um teiginn og þeim var
hreinlega „slátrað“. I eitt skiptið
rétt náði Björgvin að skjóta áður
en hann lenti á hnakkanum, ekkert
var dæmt og þeir skoruðu í stað-
inn úr hraðaupphlaupi. Ég á eftir
að skoða þennan leik á mynd-
bandi, en dómgæslan horfði svona
við mér í Kosice,“ segir Ámi og
bættir við að allur aðbúnaður í
kring um þennan leik hafi verið
skelfilegur og langt frá því sem
tíðkast í Evrópukeppni.
„Standardinn“ í Evrópukeppni
er þriggja stjömu hótel, en þetta
var bara tveggja stjömu, rnjög
sóðalegt og maturinn vondur. Við
vorurn samt ákveðnir í því að gera
okkar besta, en lentum í miklu
mótlæti. Við lærðum ýmislegt á
þessu, en þarna kynntist ég hlut-
um sem ég hélt að væru ekki til,“
sagði Árni.
Nyjar
perur
ins eru eftirtalin lið eftir í Evrópukeppni meistaraliða: GOG (Dan-
mörku), Bidasoa (Spáni), THW Kiel (Þýskalandi), Barcelona (Spáni),
Banka Zagreb (Króatíu), Winterthur (Sviss) og Fatex Vesgorem (Ung-
verjalandi). Það er ekki óalgengt að miklar sveiflur séu í heima og úti-
leikjum, ASKÖ frá Austurríki átti til að mynda þrjú mörk á Barcelona
eftir 30:27 sigur í Austurríki. Spánverjarnir sigruðu hins vegar í heima-
leiknum með átján marka mun, 35:17 og sveiflan því 21 mark á milli
leikjanna.
Munið ódýru
morguntímana
Sólstofan Hamrí
Sími 4612080