Dagur - 21.11.1995, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1995
í ÞRÓTTI R
Eik og Óðinn fengu
gullið í Haustmótinu
A-lið Eikar gerði sér lítið fyrir og
sigraði í öllum sjö leikjum sínum á
mótinu. Sumar þeirra byrjuðu ekki
að æfa blak fyrr en í öldungaflokki
en aðrar eiga að baki leiki með
yngri flokkum og meistaraflokki.
Tæplega hundrað manna hópur
kvenna af Norðurlandi tók þátt í
Haustmóti KA í blaki, sem hald-
ið var í KA-heimilinu á laugar-
daginn. Mikill áhugi er á þessari
íþrótt og þá kannski sérstaklega
í eldri flokkum. Keppendur á
mótinu voru þó úr flestum ald-
urshópum, allt frá sextán ára og
fast að sextugu.
Sjö félög af Norðurlandi sendu
lið til mótsins, Iþróttafélagið Eik,
KA, Freyjur og Oðinn, sem öll eru
frá Akureyri, sendu tvö lið til
keppni og Rimar frá Dalvík,
Krækjur frá Sauðákróki og Skaut-
ar frá Akureyri voru með eitt lið.
Stúlkurnar úr A-hópi Eikar
sigruðu í A-riðlinum, 2. flokkur
KA varð f öðru sæti og B-hópur
Eikar í þriðja sæti. A-lið Óðins
varð hlutskarpast í B-riðlinum,
Krækjumar frá Sauðárkróki höfn-
uðu í öðru sæti og B-Iið Óðins í
því þriðja. Dagur var á staðnum
og tók nokkra keppendur tali.
Hægt að stunda
blak í tugi ára
„Ef fólk byrjar í blaki á annað,
borð getur það verið í þessari
íþrótt í tugi ára. Menn gleyma því
ekki svo glatt sem þeir hafa lært,
það er verra þegar fólk byrjar á
miðjum aldri, þá getur það oft átt
erfitt með að ná tökum á íþrótt-
inni,“ sagði Jóhanna Skaptadóttir,
ein þeirra kvenna sem lék með liði
Rima.
„Það er töluverður áhugi á blaki
á Dalvrk. Það er alltaf einhver end-
umýjun í liðinu, en kjaminn hefur
verið sá sami frá því við byrjuðum
svo sennilega er meðalaldurinn
nokkuð hár. Sú elsta er 45 ára en
sú yngsta átján ára,“ sagði Jóhanna
og bætti við að líklega hefði karla-
liðið náð lengra í þessari íþrótt.
„Það hefur aðeins vafist fyrir okk-
ur að ná tökum á tækninni en þetta
er þó allt á réttri leið.“
Þær elstu yfir fimmtugt
„Þær elstu eru búnar að spila með
Eikinni í sextán til tuttugu ár og
svo hafa verið að tínast inn yngri
konur sem hafa verið að æfa með
öðrum liðum. Við erum frá þrjátíu
ára og þær elstu eru komnar yfir
fimmtugt," segir Ósk Jórunn
Árnadóttir, leikmaður íþróttafé-
lagsins Eikar frá Akureyri.
Eikin sendi tvö lið á Haustmót-
ið og sagði Ósk að skiptingin á
milli A- og B-liðs, væri að mestu
bundin við aldur, eldri konurnar
eru í B-liðinu en þær yngri skipa
A-Iiðið, sem reyndar vann annan
riðil mótsins með því að sigra í
öllum sjö leikjum sínum.
„Aðalmótið er íslandsmótið
sem haldið er á vorin en mót eins
og þetta er gott til að halda okkur
við efnið. Við getum ekki kvartað
yfir að fá ekki mót, það eru mörg
mót í gangi yfir veturinn. Við fór-
um til Stykkishólms í október og
svo reiknum við með að það verði
mót á Húsavík í byrjun janúar.
Eikin stendur fyrir Þorramóti í
febrúar og KA er með vormót í
mars. Síðan eru mót fyrir sunnan,
þannig að það er af nógu að taka,“
sagði Ósk.
Rósa Þóra Hallgrímsdóttir (t.v.), Ragna Sigfinnsdóttir og Ásta Þorsteins-
dóttir mynda hluta af liðinu Freyjur, sem á rætur sínar að rekja til starfs-
fólks FSA.
Dalvíkingar attu sina fulltrúa á Haustmóti KA á laugardaginn.
í viku eins og flest þau lið sem kepptu á mótinu.
Það var lið Rima sem er á myndinni. Þær æfa tvisvar
Freyjurnar
Freyjur heitir lið sem byggt er upp
á starfsmönnum Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri og hefur verið
við lýði í áratug og leikmenn liðs-
ins sem rætt var við, voru hinir
ánægðustu með árangurinn. „Þetta
er alvörublak, ekkert gauf og við
æfum minnst tvisvar í viku,“ sagði
Ásta Þorsteinsdóttir. „Við erum
nokkuð ánægðar með árangurinn,
þetta hefur lagast hjá okkur eftir
því sem liðið hefur á daginn og
við værum sjálfsagt ennþá betri ef
við værum að spila í kvöld,“
sögðu þær í mótslok.
Þó félagið hafi verið stofnað í
kringum starfsfólk á sjúkrahúsinu
eru einnig aðrar konur úr bænum í
liðinu og að sögn þeirra sem rætt
var við er gjarnan skipst á heim-
sóknum við nágrannaliðin á Dal-
vík, Húsavík og á Sauðárkróki.
„Þetta er frábær íþrótt, það fínnst
okkur að minnsta kosti,“ sagði
Rósa Þóra Hallgrímsdóttir og
greinilegt var á öllu að Freyjunum
leiddist ekki á laugardaginn.
Upphaflega stóð til að karlalið
mundu einnig keppa á mótinu en
eitthvað vafðist það fyrir körlunum
að skrá lið sín inn í tæka tíð. KA-
menn hafa fullan hug á því að bæta
úr því og koma upp sams konar
móti fyrir karlana á næstunni.
Óe<
viðh<
síð
- segir Alfreð Gíslaso
KA-liðið féll út úr Evrópukeppni
bikarhafa á sunnudag þegar Iiðið
mátti þola tap, 31:24, fyrir Kos-
ice í síðari leik liðanna í Slóvak-
íu. Samtals sigraði Kosice því
59:57 og er komið í átta Iiða úr-
slit keppninnar en KA er úr leik.
Leikur liðann var mjög kafla-
skiptur en það voru KA-menn sem
byrjuðu betur, skoruðu sjö mörk
úr fyrstu átta sóknum sínum og
leiddu 7:6. f síðari hluta fyrri hálf-
leiksins snerist leikurinn Slóvök-
um í hag og þeir leiddu 17:11 í
leikhléi.
KA-hóf síðari hálfleikinn með
því að taka Peter Jano, leikstjórn-
anda og helsta skotmann Kosice,
úr umferð og það skilaði árangri.
Munurinn minnkaði niður í fjögur
mörk, 25:21 og KA-menn áttu
möguleika á að minnka muninn í
þrjú mörk. Það varð ekki, Kosice
Urslit
Úrslit á Pizza 67 mótinu í inn-
anhússknattspyrnu sem fram
fór í íþróttahöllinni á dagskvöld og laugardag. föstu-
A-riðiIl:
Þór(l)-ÞSV 11:1
KA(2)-SM 2:2
ÞSV-SM 0:0
KA(2)-Þór( I) 0:0
Þór(l)-SM 6:2
KA(2)-ÞSV 6:0
B-riðilI:
Þór(3)-KA(I) 1:1
Dalvík-Neisti 5:2
KA( 1 )-Dalvík 4:6
Neisti-Þór(3) 0:4
KA(1)-Neisti 2:1
Þór(3)-Dalvík 0:3
C-riðiIl:
Leiftur-Laugar 2:0
KS-Þór(2) 1:2
KS-Laugar 2:1
Leiftur-Þór(2) 7:3
Þór(2)-Laugar 3:4
Leiftur-KS 0:1
Milliriðill:
KA(2)-Þór(3) (Hörður - Elmar) 1:1
Þór( 1 )-KS 4:3
(Hreinn 2, Atli, Birgir - sjálfsm., ??, Steingrímur.
Þór(3)-Leiftur (- Júlíus 2) 0:2
Dalvík-Þór(l) 3:4
(Örvar 2, Heiðar 1 - Páll, Árni, Örlygur) Hreinn,
Leiftur-KA(2) (Júlíus 2, Sverrir 2, Heiðar-) 5:0
KS-Dalvík 1:7
(Óðinn - Heiðar 3, Örvar 2 Jakob) Jónas,
Leikur um 3.-4. sætið:
Dalvfk-Þór(3) (Heiðar, Örvar, Jóhann -) 3:0
Leikur um 1.-2. sætið:
Þór(l)-Leiftur 5:2
(Árni Þór 3, Hreinn, Páll P. Sverrir) - Páll,