Dagur


Dagur - 21.11.1995, Qupperneq 9

Dagur - 21.11.1995, Qupperneq 9
Þriðjudagur 21. nóvember 1995 - DAGUR - 9 FROSTI EIÐSSON Handknattleikur - Evrópukeppni bikarhafa: Milegur stuðningur nmaliðið en engu að ur dýrmæt reynsla n, þjálfari KA, eftir tap gegn Kosice, sem sigraði KA samtals 59:57 jók við muninn en KA eygði möguleika á áframhaldandi keppnil Akureyrarliðið var með knöttinn í stöðunni 29:24 þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka en heimamenn skoruðu tvö síð- ustu mörkin. Hrikaleg dómgæsla „Það má segja að sóknarleikur- inn hafi verið allt í lagi í heildina, þó að ég væri ekkert yfir mig ánægður með hann, Julian (Dur- anona) átti til að mynda mjög góðan leik. Vömin var ekki nógu sterk en ég held að dómgæslan hafi ráðið úrslitum í þessum leik. Hún var alveg hrikaleg og ég get ekki sagt að ég hafi verið ánægður með ummæli stjórnarmanna í DV um að dómgæslan hafi verið sann- gjörn, hún var út í hött, annað lið- ið fékk að brjóta af sér eins og það vildi án þess að dæmt væri á það og ég er fegnastur því að enginn leikmanna okkar meiddist varan- lega. Mörg brot sem gefið er rautt spjald fyrir hér heima var ekki flautað á í leiknum," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA. „Dómararnir voru mjög hlut- drægir í fyrri hálfleik, en breyttu um stefnu fyrstu tuttugu mínút- urnar í þeim síðari og leyfðu þá allt í einu mun minna. Þá var munurinn kominn niður í fjögur mörk, en þá færðist allt í sama horf og þeir fengu óeðlilega hjálp. Segja má að dómarnir hafi verið kennslubókardæmi um það hvern- ig hægt er að hjálpa öðru liðinu. Þegar fyrirsjáanlegt var að við værum að komast í dauðafæri dæmdu þeir fríköst á einhver brot sem þeir hefðu aldrei dæmt á ann- ars,“ sagði Alfreð. Hann sagðist þó hafa kynnst svona dómgæslu áður á ferlinum í Evrópumótum. - En má kannski kenna síðari hálfleiknum í fyrri leik liðanna, á Akureyri, þar sem Kosice náði að breyta sjö rnarka mun niður í fimm, unt það að KA er fallið úr keppninni? „Við hefðum vissulega getað staðið betur að vígi eftir fyrri leik- inn en veikindi og fleira spiluðu inn í það hjá okkur. Eg held að þetta hafi verið dýrmæt reynsla fyrir strákana, við getum nú snúið okkar af krafti að deildinni og bik- arnum. Ég held að stjómarmönn- um létti mörgum hverjum að losna við þá óvissu og þann kostnað sem óhjákvæmilega fylgir þátt- töku í Évrópukeppni," sagði Al- freð. Mörk KA: Julian Duranona 12/4, Patrekur Jóhannesson 5/1, Björgvin Björgvinsson 3, Leó Öm Þorleifsson 3, Jóhann G.Jóhannsson 1. . Julian Duranona átti góðan leik gegn Kosice en það dugði KA-mönnum skammt. Mynd: BG . Frá leik Akureyrarliðanna, KA- 2 og Þórs-3 í milliriðlunum sem lyktaði með 1:1 jafntefli. Sigurliöiö Þórsarar sigruðu á Pizza 67 mótinu í innanhússknattspyrnu, sem haldið var um síðustu helgi. A myndinni hér til hliðar má sjá sigurliðið en það var skipað eft- irtöldum leikmönnum. Frá vinstri í aftari röð; Páll Pálsson, Hreinn Hringsson, Árni Þór Árnason og Nói Björnsson þjálf- ari. Neðri röð frá vinstri eru þeir Örlygur Helgason, Atli Már Rúnarsson og Birgir Þór Karlsson. Á myndina vantar Pál Gíslason, sem lék með liðinu í riðlakeppninni. Myndir: bg Knattspyrna - Pizza 67 mótið: Árni Þór með þrennu í úrslitum gegn Leiftri Þorsarar stóðu uppi sem sigur- vegarar á Pizza 67 mótinu í inn- anhússknattspyrnu, sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld og laugardag. Bestu félögin á Norðurlandi sendu öll lið í keppnina og reyndar voru Akureyrarliðin bæði með fleira en eitt lið, því Þórsarar sendu þrjú lið til keppninnar og KA-menn tvö. Það var Þór-1 sem hreppti gull- ið að þessu sinni eftir skemmti- lega viðureign við Leiftur, sem skartaði tveimur af nýju mönnum sínum, þeim Daða Dervic og Auð- uni Helgasyni. Þórsarar byrjuðu mun betur, komust í 2:0 með mörkum Árna Þórs Árnasonar en Leiftursmenn svöruðu fyrir sig nteð tveimur mörkum með ör- skömmu millibili og voru þeir Páll Guðmundsson og Sverrir Svenis- son þar að verki eftir snarpar sóknir. Hreinn Hringsson kom Þórsurum yfir fyrir leikhlé og Árni Þór bætti þriðja marki sínu við með glæsilegu skoti sem hafn- aði efst upp í markhorninu. Páll Pálsson átti svo síðasta orðið fyrir Þór sem vann sanngjaman sigur á mótinu, en liðið var það eina sem fór í gegn um keppnina án taps. „Þetta er allt öðru vísi að spila inni, þó að völlurinn sé mun styttri þá er ég ekki frá því að þetta sé erfiðara, enda reynir þetta mikið á og það er ntikið um snöggar hreyfingar," sagði Birgir Þór Karlsson, fyrirliði Þórsara. „Ég held að við höfum komið mun af- slappaðri heldur en Leiftursmenn í úrslitaleikinn og það hafði mikið að segja. Þá fannst mér þeir spila frekar óskynsamlega, við lögðum áherslu á að spila skynsamlegan varnarleik en þeir gleymdu sér oft í vöminni,“ sagði Birgir Þór. Hvort úrslitin í mótinu gefa einhverjar vísbendingar um gengi liðanna næsta sumar skal ekki dæmt um hér. Líklega hefðu Sigl- firðingar sem leika í 4. deildinni ekki mikið að segja í 1. deildarlið Leifturs á stórum knattspymu- velli. Öðru máli gegnir um í inn- anhúsknattspyrnu og KS vann til að mynda 1:0 sigur í viðureign liðanna. Leiftursliðið hefur sér það þó til málsbóta að það hefur sama og ekkert spilað saman í vet- ur. Dalvíkingar gerðu sér lítið fyrir og slógu KA-1 út úr keppninni í bráðfjörugum en kaflaskiptum leik þegar í riðlakeppninni, þar sem KA pressaði stíft í byrjun og uppskar þrjú fyrstu mörkin. Dal- vfkingar vöknuðu til lífsins og uppskáru sigur 6:4 í einurn af skemmtilegri leikjum mótsins og sigruðu síðan Þór-3 örugglega í leiknum um þriðja sætið. Liðin léku með fjóra útispilara. og einn markvörð. Það var Veit- ingastaðurinn Pizza 67 sem gaf sigurliðum úttektarverðlaun. Hreinn Hringsson fékk verðlaun fyrir að vera markahæstur en hann skoraði tíu mörk í sex leikjum liðs síns. Heiðar Sigurjónsson, sem lék með Þrótti sl. keppnistímabil, skoraði níu mörk fyrir Dalvík og sama gerði Sverrir Sverrisson fyr- ir Leiftur. Ámi Þór Árnason skor- aði átta mörk en þessir fjórir voru markahæstir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.