Dagur - 21.11.1995, Page 14

Dagur - 21.11.1995, Page 14
14- DAGUR - Þriðjudagur21. nóvember 1995 MINNINO Ingvi Ólason U Fæddur 31. október 1915 - Dáinn 12. nóvember 1995 Ingvi Ólason, fyrrum bóndi í Litla-Dal, var fæddur að Galtar- nesi í Vestur- Húnavatnssýslu 31. október 1915. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember s.l. Foreldrar Ingva voru Óli Jóhannesson, f. á Stóru- borg 18.10.1884, d. 06.04.1927 og Sigurlaug Jónsdóttir, f. á Torfa- læk 18.03.1877, d. 14.09.1937. Systkini Ingva voru: Pétur tví- burabróðir hans, hálfsystkini voru Jóhannes Pétursson f. 1903, hann er látinn, og Ólafía Stein- unn f. 1897, d. 1921. Eftirlifandi Eiginkona Ingva er Bergþóra Jónsdóttir, f. 29.10.1917. Þau eignuðust fjögur börn: þrjá drengi sem dóu í frumbernsku og eina dóttur, Þór- dísi Guðrúnu, f. 13.08.1949, sem búsett er í Danmörku. Eiginmað- ur hennar er Torben Kinch. Börn þeirra eru Anna Þóra f. 10.09.1979 og Jakob f. 20.05.1984. Utför Ingva fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 21. nóvember. Oft er það svo að maður tekur ýmislegt í lífinu sem sjálfsagða hluti og hugsar lftið um hvort þetta eða hitt var nokkuð sjálfsagt. Það voru forréttindi að fá að vera samferðamaður Ingva Ólasonar, fyrrum bónda í Litla-Dal í Eyja- firði. Þetta og margt annað flaug í gegnum huga minn er mér bárust fregnir af andláti fornvinar míns og velgjörðarmanns. Ingvi kynntist eftirlifandi eigin- konu sinni Bergþóru Jónsdóttur, frá Litla-Dal, er þau voru samtíða í kaupavinnu hjá séra Þorsteini í Steinnesi á sfnum ungdómsárum. Ingvi og Þóra byrjuðu búskap í Litla-Dal í kringum 1940 í félagi við foreldra Þóru, þau Jón Pétur Trampe og Þórdísi Arnadóttur, en tóku við jörðinni 1946 og bjuggu í Litla-Dal til ársins 1977 er þau brugðu búi og fluttu til Akureryar. A fyrstu búskaparárum Ingva og Þóru herjaði hinn svokallaði Hvíti dauði grimmilega. Sjúkdóm- ur þessi tók stóran toll af ungu fólki í Saurbæjarhreppi og fór Margrét Jóhannesdóttir U Fædd 17. maí 1916 - Dáin 13. október 1995 Enginn flýr örlög sín. Sumutn er gefin góð heilsa og starfskraftur, aðrir mega búa við vanheilsu ár- um og jafnvel áratugum saman. Margrét frá Þverá lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 13. október sl. eftir 20 ára veru þar í baráttu við erfiðan lömunarsjúkdóm. Foreldrar hennar voru Björg Sigfúsdóttir frá Hringey í Vall- hólmi og Jóhannes Bjarnason frá Þúfnavöllum í Öxnadal, er síðast bjuggu í Grundarkoti í Blöndu- hlíð. Árið 1935 giftist Margrét, Steinþóri Stefánssyni á Þverá og hófu þau búskap þar og bjuggu á hálfri jörðinni, meðan entist þrótt- ur og heilsa. Þau hjón eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi: Stefán Valdimar, til heimilis á Þverá, Jó- hannes, verkamaður í Reykjavík, Björgvin, skipasmiður í Hafnar- firði, Hjörtína Ingibjörg, húsmóðir á Sauðárkróki, Gunnar, sjómaður á Akureyri, Magnús Ingi, bóndi á Þverá, Steinþór Valdimar, starfs- maður hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins á Sauðárkróki og Guðrún Björg, húsmóðir á Akureyri. Er ég kynntist Margréti, fyrir nær 40 árum, var hún þegar farin að kenna þess lömunarsjúkdóms, er lagði hana að velli. Hún fjölyrti ekki um veikindi sín, stóð á með- an stætt var - og meira til. Með bros á vör, bauð hún þennan nýja nágranna velkominn. Ég fann hjá henni traust og til hennar var ætíð gott að leita. Heimilið á Þverá einkenndist af snyrtimennsku, hjálpsemi, hlýju og góðvild. Þar voru góðir grann- ar. Sagt var um Steinþór: „Öllum var hann góður, sem áttu við hann einhver samskipti.“ Margrét missti mann sinn tveimur árum eftir að hún fór á sjúkrahúsið, það var mikil raun. Næstum miskunnarlaust. Hann, sem hafði annast hana, svo af bar, í hennar veikindum, var hrifinn á brott. Vegir Guðs eru órannsakan- legir. En Margrét átti að sinn stóra barnahóp. Allir eiga sínar erfiðu stundir. Margréti var glaðværðin gefín í vöggugjöf. Með þennan dýrmæta eiginleika í veganesti tókst hún á við örlög sín, fann hvernig þrótt- urinn hvarf og var að lokum bund- in við hjólastólinn og sjúkrarúmið. Hún fann sér afþreyingu og gat um leið miðlað henni til annarra. Það var spilamennskan. Það var engin lognmolla við borðið þegar Margrét var að spila. Þeirra stunda naut hún og hreif aðra með. Svo dvínaði mátturinn. En spilin skildi hún aldrei við sig. Hljótt er inni úti kyrrð ogfriður aðeins regnið drýpur niður, yfir þurran, þyrstan svörð. Nóttin heyrir bœnir alls sem biður, við brjóst þitt móðir jörð. (D.S) En hverjar eru hugsanir þess fólks, langanir og þrár, sem bund- ið verður hjólastól og sjúkrarúmi svo skiptir árum og áratugum? Hversu oft hlustar það ekki á regnið sem drýpur fyrir utan gluggann og lætur sig dreyma. Ég veit þú ert komin vorsól. Vertu ekki aðfela þig. Gœgstu nú inn um gluggann. I guðs bænum kysstu mig. Hversu oft hefur Margrét ekki hugsað heim, er sólin skein í heiði SKILAFRESTUR AUGLÝSINGA Auglýsendur! Athugið að skilafrestur í helgarblaðið okkar er til kl. 14.00 á fimmtudögum -já 14.00 á fimmtudögum auglýsingadeild, sími 462 4222 Opið frá kl. 08.00-17.00 og sveitin hennar skartaði sínu fegursta. Árniðurinn hjalaði við bakkann hjá bænum og allt lífið söng sinn gleðióð. Þeir eru svo fciir aðrir, sem una sér hjá mér. Já, vertu nú hlý og viðkvœm. Þú veist ekki, hvemigfer. Því það er annað að óska að eiga sér lif og vor, en liitt að geta gengið glaður og heill sín spor. (J.G.S.) Ég kveð Margréti á Þverá með virðingu og þökk og sendi fjöl- skyldu hennar hugheilar samúðar- kveðjur. Helga Bjarnadóttir frá Frostastöðum. Litla-Dalsfóllkið ekki varhluta af því. í Litla-Dal lentu því móður- eða föðurlaus böm um lengri eða skemmri tíma og var undirritaður eitt þeirra. Ur því sem komið var, var það mikið lán í óláninu að lenda í Litla-Dal. Þar bjó gott fólk. Ingvi var óþreytandi við að ræða við krakka og unglingslufsur eins og fullorðið fólk. Hann kunni ekki að tala niður til nokkurrar mannlegrar veru og kannski ekki upp heldur. Ingvi var vel greindur maður, en hlaut litla skólagöngu. Hann var stálminnugur, kunni kynstrin öll af munnmælasögum og lausa- vísum. Hann var frábærlega skemmtilegur sögumaður og afar fundvís á hið broslega. Ingvi var mikill unnandi góðra bóka. Hann kenndi mér að lesa og skilja Lax- ness þegar ég var ellefu eða tólf ára og las Sjálfstætt fólk. Að þeim lestri loknum var kennslustund í bókmenntum hjá Ingva. Laxness var ekki í hávegum hafður hjá íslenskum bændum, jafnvel þeim sem töldu sig fræði- menn og spekinga. Flestir álitu Laxness hinn versta skúrk og hans sjálfstæða fólk væri ekkert nema lús og skítur, samanber vísuhend- inguna „loksins var það lús og skítur, landinu sem kom til bjarg- ar“ sem ort var eftir að Laxness hafði fengið Nóbelsverðlaunin. Ingvi skildi skáldið með öðrum hætti. Ekki er ólíklegt að Ingvi hafi fundið nokkra samsvörun með sér og Bjarti í Sumarhúsum. Ingvi vildi vera sjálfstæður maður og ekki skulda neinum neitt. Litli- Dalur er fremsti bær í Djúpadal og þurfti áður fyrr að fara yfir óbrú- aða á sem gat verið slæmur farar- tálmi. Litli-Dalur er nokkuð harð- býl jörð, ræktun 'rmöguleikar tak- markaðir og tún gátu spillst veru- lega vegna skriðufalla. Ingvi og Þóra bættu jörðina til mikilla muna og bjuggu alla tíð fallegu og farsælu búi. Mikill íjöldi barna og unglinga hefur í gegnum tíðina haft sumar- dvöl hjá Ingva og Þóru í Litla-Dal og þekki ég engan sem ekki minn- ist dvalar sinnar þar með miklum hlýhug til þeirra hjóna. Gestrisni þeirra hjóna var við brugðið, þar voru allir velkomnir hvort sem var á nóttu eða degi. Ingvi og Þóra voru einstaklega samhent hjón og starfa sinna vegna hafa þau nánast alla sína búskapartíð verið samvistum allan sólarhringinn. Þóra mín. Ég bið þess að þú megir öðlast þann styrk sem til þarf í sorg þinni. Þegar horft er til baka eftir göt- unni sem hann Ingvi gekk, blasa hvarvetna við gengin spor góðs drengs. Hvíl þú í friði minn gamli vinur og hafðu þökk fyrir allt. Brynjar Fransson. í> Garðar Pálsson Fæddur 10. janúar 1942 - Dáinn 11. nóvember 1995 Dauðinn, sá slyngi sláttumaður, er slær allt, hvað fyrir er -, hefur nú slegð skára í vinahóp okkar. Ljúf- ur vinur og góður drengur hefur lokið lífsgöngunni. Lífsleið Garð- ars Pálssonar var ekki bein og árekstralaus, en við, vinir hans, eigum minningar um margar og góðar samverustundir. Garðar bjó ásamt Sævari bróð- ur sínum á Refsstað II árin 1978- 82. Betri granna var ekki hægt að hugsa sér. Við unnum saman sem ein fjölskylda að heyskap og öðr- um þeim verkum sem báðum bú- um hentaði. Garðar var sístarfandi af ósérhlífni og iðjusemi og reikn- aði ekki altaf verkalaun að loknu dagsverki. Eigingirni og sjálfs- elska var honum víðsfjarri. Glaður og reifur leysti hann vanda vina og ættingja, væri það í hans valdi, án margra orða. Hann var auð- fúsugestur, hvort sem var við eld- húsborðið, á garðabandi eða í fjósi. Og áfram mun skína ljómi af þeim sólkskinsstundum, þegar við settumst niður og sungum saman bjartar sumarnætur allt til morg- uns. Ilmur vors, sumars og bjart brosið munu einkenna minning- una um vin okkar Garðar Pálsson. Við á Refsstað, Gunnar, Þórð- ur, Þorsteinn, Páll og Skúli þökk- um trygga vináttu og góða sam- fylgd. Við sendum Sævari, Erlu og öðrum aðstandendum Garðars vinar okkar, innilegar samúðar- kveðjur. Ágústa Þorkelsdóttir. Fanney Halldórsdóttir U Fædd 19. janúar 1973 - Dáin 7. nóvember 1995 Hún Fanney er dáin aðeins tuttugu og tveggja ára gömul. Þegar mér var sagt að hún væri veik grunaði mig aldrei að hún myndi fara svona fljótt. En það er ekki spurt að því og aðeins nokkrum dögum seinna var hún dáin. Þegar ég frétti að hún væri dáin kom upp í hugann að þettá gæti ekki verið satt, ekki hún Fanney, hún sem var svo ung. En svona er þetta víst. Maður ræður ekki ævi sinni og einhvern tíma deyjum við öll. Ég þekkti Fanneyju aðeins í þrjá mánuði en á þessum stutta tíma fékk ég þó að kynnast hennar helsta áhugamáli, bíómyndunum. Þær voru hennar uppáhald og það brást varla að þegar ég hitti hana var hún að segja mér frá einhverri mynd eða einhverjum leikara. Ég fékk líka að kynnast eftirvænting- unni hjá henni þegar hún var að búa sig undir það að fara til Bandaríkjanna. Álltaf var brosið til staðar og maður gat ekki annað en samglaðst með henni þegar hún talaði um hversu mikið hún hlakk- aði til að fara. Þó að ég hafi aðeins þekkt hana þennan stutta tíma mun ég alltaf muna eftir henni og brosinu hennar. En nú hvílir mikil sorg yfrr fjölskyldu hennar og ég bið guð að passa þau. Elsku Ólína, Dóri, Ómar, Elvar, Torfi, Unnur og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Sandra Hreiðarsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.